Frjáls verslun - 01.08.1997, Page 23
Gunnar og Eiríkur Tómassynir eru meðal kvótahæstu einstaklinga en þeir,
ásamt systkinum sínum, eiga Þorbjörn hf. i Grindavík.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
igendum kvóta fjölgar með
dreifðri eign fyrirtækja en
nokkrir einstaklingar eiga enn
stóran hlut í eigin nafni. Miðað við
markaðsverð á kvóta þegar úthlutunin
var tilkynnt eiga kvótakóngarnir á Is-
landi kvóta fyrir 2.7 milljarða hver og
ijórir komast í þann flokk. Þeir eiga
því samtals kvóta fyrir tæpa ellefu
milljarða og eru því ókrýndir konung-
ar kvótakerfisins.
Fiskur hefur frá fornu fari verið
verðeining í íslensku samfélagi. Til
forna voru 240 fiskar í hundraðinu og
enn segjum við um þann sem lágt er
metinn að hann sé ekki upp á marga
fiska. Með frjálsu framsali aflaheim-
ilda og mikilli verslun með kvóta hef-
ur fiskurinn hafist aftur til metorða
sem verðeining. Allur kvóti er um-
reiknanlegur yfir í þorskígildistonn og
verð á hverju tonni, hvort sem er í
sölu, skiptum eða leigu, er reiknað út
eftir kúnstarinnar
reglum.
Sumir segja að
kvótakerfið og fram-
sal aflaheimilda hafi
leitt til mikillar auð-
söfnunar tiltölulega
fárra meðan and-
mælendur segja að
þvert á móti hafi
mjög aukinn fjöldi
hluthafa í íslenskum
sjávarútvegsfyrir-
tækjum tryggt mun
breiðari eignaraðild
en áður var. Báðir
hafa nokkuð til síns
máls.
Fimm stærstu
sjávarútvegsfyrir-
tækin eru: Samheiji,
Haraldur Böðvars-
son, Þormóður
rammi-Sæberg, Út-
gerðarfélag Akur-
eyrar og Grandi.
Saman ráða þessi
Kóngar og þegnar
í milljónum króna.
Hver hinna fjögra
kvótakónga á 2.700
milljónir í kvóta.
Hver venjulegur Is-
lendingur gæti átt
740 þúsund.
TEXTI
Páll Ásgeir Ásgeirsson
fyrirtæki yfir rúmlega 97 þús-
und þorskígildistonnum og
samanlagt áætlað verðmæti
kvóta þeirra er rúmlega 30 millj-
arðar. Hlutdeild þeirra í auðlind-
inni er 22.1% af úthlutuðum
kvóta.
Öll eru þessi fyrirtæki opin
hlutafélög og eigendur þeirra
skipta tugum þúsunda séu höf-
uðin talin hvert og eitt. Það eru
hinsvegar tiltölulega fáir ein-
staklingar sem eiga persónu-
lega stóran hlut í stórum sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Stundum
eru útgerðarmenn kallaðir sæ-
greifar en við ætlum að skyggn-
ast um eför kvótakóngunum.
YÐAR HÁTIGN
Það eru ijórir menn sem ótví-
rætt eiga skilið nafngiftina
kvótakóngur. Annars vegar eru
það þrír stærstu eigendur Sam-
heija, þeir Þorsteinn Már Bald-
vinsson, Kristján Vilhelmsson
og Þorsteinn Vilhelmsson. Sam-
kvæmt mati Frjálsrar verslunar er
verðmæti kvótaeignar hvers um sig
um 2.7 milljarðar. Jafnfætis þeim
stendur svo Sigurður Einarsson aðal-
eigandi Isfélags Vestmannaeyja sem
á, samkvæmt mati blaðsins, kvóta að
verðmæti um 2.7 milljarðar. Samheiji
er stærsta fyrirtækið í greininni en Is-
félag Vestmannaeyja er 13. stærsta
mælt í þorskígildistonnum.
Við þessa útreikninga er stuðst við
markaðsverð hverrar fisktegundar
fyrir sig eins og það er á markaðnum
við síðustu viðskipti. Ekki er reiknað
inn í pottinn andvirði kvóta utan land-
helgi en við það myndi hlutur Sam-
heijamanna hækka verulega.
Sé sömu reikningsaðferðum beitt á
heildarúthlutunina er verðmæti alls
kvóta, sem úthlutað er á fiskveiðiárinu
um 200 milljarðar. Það er þó varlega
áætlað því verð á karfa- og grálúðu-
kvóta er metið fremur lágt og loðnu-
kvóta hefur ekki enn verið að fullu út-
hlutað. Þessa upphæð mætti því með
ÍGILDIALLRA ÍBÚA DALVÍKUR
Sé 200 milljörðum deilt á alla landsmenn koma ca. 740 þúsund í hlut hvers og eins.
Samkvæmt þvf á hver kvótakónganna fjögurra jafn mikið og 364 þegnar en það
eru næstum jafn margir og búa á Þingeyri. Samanlagt eiga þessir fjórir þvíjafn
mikið og 1.456 þegnar en það er um það bil íbúafjöldinn á Dalvík.
23