Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1997, Page 30

Frjáls verslun - 01.08.1997, Page 30
Bjarni ásamt Tómasi syni sínum í svissneskum skógarlundi. Myndin er frá Lausanne þar sem hann stund- aði nám við einn þekktasta viðskipta- háskóla Evrópu, IMD. FV-mynd: Helga Sverrisdóttir. Sem stjórnanda er Bjarna lýst þann- ig að hann sé agaður og kröfuharður við starfsmenn sína og afdráttarlaus í framkomu. Samstarfsmenn segja að hann sé orðinn harðari og íjarlægari eftir að hann kom frá námi erlendis og varð yfirmaður og hafi þannig misst tengslin við starfsfólkið. Námið sýnist því hafa hert hann og þroskað sem stjórnanda. Samstarfsmenn hans full- yrða samt að þeir hafi gott aðgengi að honum. Bjarni er kvæntur Helgu Sverris- dóttur hjúkrunarfræðingi sem er fædd 29.11 1968 í Reykjavík. Þau eiga einn son sem er fæddur 19.7.1994 og heitir Tómas. Til skamms tíma bjuggu þau á Bárugötu 29 en hafa nýlega flutt bú- ferlum í ný húsakynni við Bakkavör á Seltjarnarnesi. Helga og Bjarni kynntust í Háskól- anum þegar þau sátu bæði í Stúdenta- ráði fýrir Vöku. Helga er dóttir Guð- rúnar Helgadóttur alþingismanns og Sverris Hólmarssonar þýðanda. VINNAN GÖFGAR MANNINN Bjarni vinnur mjög mikið eins og fleiri ungir menn í viðskiptalífinu. Hann er yfirleitt mættur í Kaupþingi fyrir allar aldir og hikar ekki við að dvelja þar fram undir miðnætti ef þörf krefur. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að hann sé „workaholic" eða vinnufíkill. Hann tilheyrir þeirri kynslóð sem finnst þetta hluti af lífsbaráttu nútímans og eðlilegur fýlgifiskur þessarar at- vinnugreinar sérstaklega. Það kemur samt ekki í veg fýrir að hann gefi sér tíma til að skemmta sér á góðri stundu með vinnufélögum og vinum. Á VÆNGJUM SÖNGSINS Bjarni er mikill áhugamaður um tón- list og syngur fullum hálsi þegar það á við. Hann er orðlagður fyrir það að taka stjórnina í gleðskapnum og leikur á als oddi með hverskonar uppákomur, söng og grín. Stuðmenn eru í sérstöku uppá- haldi og vinir hans segja að hann geti, þegar sá gállinn er á honum, byrjað á fyrsta lagi á hlið 1 á eftirlætis Stuð- mannaplötunum og sungið hiklaust í gegnum allt prógrammið. Stundum hef- ur hann vakið athygli á almannafæri fyr- ir fagran söng og vinum hans er enn í fersku minni þegar hann stóð upp á Hard Rock Café og söng gamla Sinatra slagarann My way fullum hálsi. Þess ber að geta að þetta gerðist í steggjapartí honum til heiðurs fyrir brúðkaup hans og Helgu. Einnig mætti riija upp sigur hans í „local“ Eurovison keppni í Istan- búl í Tyrklandi en þar var hann á ferð 1989 eftir að hafa dvalist sem skiptinemi IASTE við Reiknistofnun háskólans í Za- greb í Júgóslavíu. ÚTSAUMUR, SIÐFRÆÐIOG SKOKK Bjarni hefur lítinn áhuga á íþróttum á borð við fótbolta þó að hann sé alinn upp í fótboltabænum Akranesi. Hann skokk- ar stundum sér til heilsubótar en er ekki meðlimur í neinum hlaupahópi heldur fer einn út með sjálfum sér. Bjarni hefur ekki tekið þátt í starf- semi hefðbundinna klúbba á borð við JC, Rotary eða Lions enn sem komið er en hefur lítillega föndrað við stangveiði. Hann fékkst á sínum yngri árum við nokkuð óhefðbundið tómstundagaman, að minnsta kosti meðal karlmanna en það er útsaumur. Hann á margar út- saumsmyndir frá sínum yngri árum og er áreiðanlega býsna slyngur með nál- ina þótt penninn sé honum tamari í dag. Þó að fáar tómstundir gefist í hefð- bundnum skilningi þess orðs á Bjarni góða vini sem hann heldur sambandi við. Helstu vinir hans eru sagðir: Guð- mundur Hauksson bankastjóri f SPRON, Hjalti Geir Kristjánsson kaup- sýslumaður, Hreiðar Már Sigurðsson sjóðsstjóri hjá Kaupþingi, Halldór Frið- rik Þorsteinsson starfsmaður Kaup- þings, Skúli Mogensen framkvæmda- stjóri og eigandi tölvufyrirtækisins OZ, Guðni Tómasson tölvunarfræðingur hjá Sklmu og Björn Þorri Viktorsson lög- fræðingur og fasteignasali. Vinir hans segja að mikil vinna undanfarinna ára hafi tekið sinn toll af samskiptunum. Bjarni hefur sjálfur sagt að hann hafi mikinn áhuga á siðfræði og heimspeki og hafi verið að lesa sér til í þeim efnum. Hann hefur mikinn áhuga á stjórnmál- um og fylgist vel með þeim. Þótt forysta hans í Vöku gæti gefið tilefni tíl þess að telja hann hægrisinnaðan og íhaldssam- an hefur hann aldrei verið flokksbund- inn í neinum stjórnmálaflokki. TALNAGLÖGGUR SJARMÖR Þeir eru til sem segja að Bjarna skortí algerlega aldur og þroska tíl að takast á við virkilega erfið vandamál. Hann sé fyrst og fremst talnaglöggur, skarpur og sjarmerandi piltur sem var í réttri atvinnugrein á réttum tfma og hafi alls ekki þau tengsl við íslenskt atvinnu- líf og samfélag sem nauðsynlegt hljóti að teljast í starfi eins og þessu. Þannig sé hann fyrst og fremst te- oristi. Þessu til mótvægis er bent á að að hann sé fyrst og fremst fagmaður sem glöggir yfirmenn hafi séð að bjó yfir miklum hæfileikum og hafi tekist að örva hann tíl dáða. Hann hafi sameinað reynslu af raunverulegum markaði og vönduðustu menntun sem völ var á og slíkir menn séu einmitt nauðsynlegir til að færa íslenskt fjármálalíf alla leið inn í nútímann. 35 HROKIEÐA HOGVÆRÐ? Sumum þykir gæta hroka í fari Bjarna en það er oft sagt um mjög greint fólk sem á að sama skapi litla þolinmæði gagnvart þeim sem ekki fylgi því eftir á fluginu. Aðrir segja að hann sé þvert á móti fremur hæverskur og sjái ekkert athugavert við að skipta um skoðun þegar gild rök koma gegn áliti hans. 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.