Frjáls verslun - 01.08.1997, Page 40
FERÐAMÁTI
tarf Láru Margrétar
Ragnarsdóttur al-
þingismanns krefst
þess að hún sé mikið á ferð
og flugi. Hún fer lágmark sex
sinnum á ári til útlanda og
ferðirnar hafa orðið allt að
sautján talsins!
Eg hef komið mér upp
snyrtitösku með nauðsynleg-
ustu snyrtivörunum sem ég
fylli reglulega á og hef alltaf
til taks. I henni er t.d. Cartier
irleitt diktafónn til að geta
rifjað upp atburði dagsins og
Apple ferðatölva ef hún fer á
ráðstefnur. Einnig hefur hún
með sér hlýja sokka og háls-
kraga til að nota um borð í
vélinni. „Eg reyni að nota
tímann til að hvíla mig og sef
því mikið í flugvélum. Yfir-
leitt bið ég um gluggasæti til
að geta hallað mér að glugg-
anum. I vélinni kýs ég að
borða léttan mat en borða þó
stundum ekki neitt en drekk
þess í stað mikið vatn. Eg
reyni að standa upp öðru
hvoru því annars vilja fæturn-
ir þrútna.”
Aðspurð kvaðst hún frem-
ur fastheldin á hótel þegar út
væri komið og hefði t.d. ver-
ið á sama hótelinu í Strassbo-
urg sl. 6 ár. „Eg fæ alltaf
sama herbergið og þetta er
því eins og að koma heim.
Mér finnst gott að sofna í
kunnuglegu umhverfi. Hótel
vel ég yfirleitt m.t.t. staðsetn-
ingar og aðbúnaðar. Ég geri
kröfu um þokkalegt bað og
rúm, að hægt sé að snúa sér
við án teljandi vandkvæða og
að þar sé sjónvarp til að fylgj-
ast með fréttum.” Hún sagð-
ist ekki vera hjátrúafull varð-
andi ferðalög en segist þó
alltaf snúa sér við í dyrunum
þegar hún fari að heiman og
signa heimilið. 55
testamentið er sjaldan langt
undan því mér finnst gott að
geta litið í það.
Ég reyni að vera alltaf í
þægilegum fötum á leiðinni
út, góðum flauelsbuxum,
blússu sem helst er úr silki
svo ég svitni síður og peysu
eða góðum jakka. Oft er jakk-
inn við dragtina í töskunni.
Ég reyni að takmarka farang-
urinn, hef t.d. með mér þtjá
alklæðnaði sem ég get víxlað
innbyrðis. Ég legg mikið upp
úr því að fötin séu úr góðum
efnum sem ekki krumpast
auðveldlega, t.d. þunnum og
þykkum ullarblöndum.
Straujárnið skil ég eftir
heima en tek strax upp úr
töskunni þegar á hótelið er
komið, læt renna sjóðandi
heitt vatn í baðkarið og hengi
fötin þar fyrir ofan. Eftir
u.þ.b. hálfa klukkustund eru
þau yfirleitt orðin slétt og þá
læt ég þau þorna. Ég tek með
mér hárþurrku ef ég þarf en
reyni yfirleitt að kanna áður
en ég fer hvort hægt sé að fá
hana lánaða á hótelinu.”
Lára Margrét sagðist enn-
fremur alltaf hafa með sér nál
og tvinna, verkjatöflur og litla
regnhlíf. Símakort er einnig
meðferðis
og yf-
Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður: „Ég legg
mikið upp úr því að fötin séu úr góðum efinum sem ekki
krumpast auðveldlega.“ FV-mynd: Kristján Maack.
nælonsokkum og léttum
skóm því ég hef fengið tösk-
ur of seint og það getur kom-
ið sér mjög illa að hafa ekk-
ert til skiptana,” sagði Lára
Margrét.
„Ég fer alltaf með nokkur
pör af skóm með mér því ég
er viðkvæm í fótum og finnst
gott að skipta oft, það endur-
nærir mann. Góðir íþrótta-
skór eru ómissandi, þægileg-
ir götuskór og 1-2 pör af íinni
skóm til að vera í við hin
ýmsu tækifæri. Ég tek líka
alltaf með mér eina bók og
mynd af fjölskyldunni og
Nýja
ilmvatn, kremin mín og ann-
að þessháttar sem ég hef sett
í litlar handhægar dósir sem
duga í u.þ.b. 10 daga. Snyrti-
töskuna hef ég alltaf í hand-
AUKAFÖTí
HANDTÖSKU