Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1997, Page 46

Frjáls verslun - 01.08.1997, Page 46
Jakobína Sigurðardóttir stýrir íjölskyldufyrirtækinu Mónu en er menntaður sjúkraþjálf- ari. FV mynd: Kristín Bogadóttir. Nýtist menntun í sjúkra- þjálfun við stjórnun fyrir- tækja? „Það er auðvitað margt sem er sameiginlegt. Sjúkraþjálfari gerir mikið af því að ráðleggja fólki og reyna að fá það til þess að beina lííi sínu í ákveðinn far- veg sem leiði til betra lifs. Eg var með marga sjúklinga sem þurfti að fylgjast með þó þeir væru ekki beinlínis í meðferð. Það þurfti að fylgj- ast með í faginu og vinna með öðrum þannig að í starfi sjúkraþjálfarans felst mjög mikil stjórnun og hann hefur mörg járn í eldinum. Þannig hefur það nýst mér að ákveðnu leyti í þessu starfi sem ég nú gegni.“ Jakobína er gift Gunnari Eiríkssyni rafverktaka og JAKOBÍNA SIGURDARDÓTTIR, MÓNU □ etta er dæmigert fjölskyldufyrirtæki. Við erum fimm systkinin af sex sem vinnum hér ásamt föður okkar sem þó er að hluta sestur í helg- an stein. Eg man fyrst eftir mér á færibandinu að hjálpa pabba þegar ég var sex ára,“ segir Jakobína Sigurðardótt- ir, framkvæmdastjóri sæl- gætisgerðarinnar Mónu. Móna hefur framleitt sæl- gæti fyrir Islendinga frá ár- inu 1959. Sigurður Marinós- son stofnaði það ásamt öðr- um og var meirihlutaeigandi fram til ársins 1992 þegar ákveðið var að fjölskyldan keypti meðeigandann út og síðan hefur Móna verið 100% í eigu Sigurðar og barna hans. Kostir og gallar fjöl- skyldufyrirtækja? „Kostirnir felast í eðli fyr- irtækisins og þeim hvata TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON sem það skapar að vinna fyr- ir sjálfan sig. Gallarnir eru eflaust helstir nálægðin og því að valdaafsal milli kyn- slóða getur verið flókið og viðkvæmt.“ Hjá Mónu starfa 20 manns og að sögn Jakobínu er starf framkvæmdastjóra í svo litlu fyrirtæki mjög fjöl- breytt. Daglegur rekstur, fjármálastjórn og markaðs- mál eru stærstu þættirnir. Að sögn Jakobínu er fyr- irtækið í stöðugri sókn í harðri samkeppni á innan- landsmarkaði en um útflutn- ing er einnig að ræða. Gæðamál, gæðastjórnun og vöruþróun hafa verið mjög ofarlega á baugi undanfarin ár. Kröfur hafa harðnað og eftirlit aukist sem hafa kall- að á íjárfestingu og aðlögun. „Með þessu höfúm við unnið að bættri ímynd fyrir- tækisins." „Fyrir um það bil íjórum árum var ijárfest í vél til að framleiða hlaup. A þeim tíma sem síðan er liðin hafa komið á markað 20-30 nýjar vörutegundir með hlaupi. Móna er þannig það fyrir- tæki sem helst hefur haslað sér völl á íslenska hlaup- markaðnum og á þar í harðri samkeppni við inn- fluttar vörur.“ Jakobína varð stúdent frá VÍ 1974 og valdi hagfræði- svið. Hún lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá HI 1980 og starfaði við það fag í 15 ár. „Ég ætlaði ekki að verða framkvæmdastjóri hér held- ur sjúkraþjálfari. Það veitir manni hinsvegar sérstaka lífssýn að alast upp í svona atvinnurekstri og maður fær sérstaka sýn á samfélagið og atvinnulífið. Kannski var þetta aldrei svo Ijarlægt þótt ég lærði annað.“ eigaþau tvær dætur 5 og 14 ára. Jakobína segist um þessar mundir eyða öllum tómstundum sínum í fram- haldsnám í viðskipta- og rekstrarfræði í endurmennt- unardeild Háskólans en hún lauk fyrrihlutanum í febrúar 1996. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt því þarna kem- ur fólk með mikla reynslu úr ólíkum geirum atvinnulífs- ins og því er umræðan af- skaplega fijó og lifandi. Það er mjög lærdómsríkt að taka þátt í henni, miðla af sinni eigin reynslu og læra af öðr- um.“ Jakobína segist að öðru leyti unna útivist og hreyf- ingu og stunda ferðalög utan lands og innan með vinahópnum. Ferðalög í ís- lenskri náttúru eru þar ofar- lega á vinsældalistanum og skiðaiðkun á vetrum. 33 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.