Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1997, Síða 65

Frjáls verslun - 01.08.1997, Síða 65
Bættur hagur fjölgar störfum Með bættum hag fyrirtækja dró úr atvinnuleysi. Störfum fjölgaði um 1.959 hjá þeim 250 fyrirtækjum á listanum sem gáfu upp ijölda starfs- manna bæði árin. Hjá 195 fyrirtækj- um fjölgaði starfsfólki um 2.369 en fækkaði um 410 hjá 55 fyrirtækjum. Þetta kemur heim og saman við opinberar tölur sem sýna að at- vinnuleysi minnkaði á síðasta ári. Það var þá um 4,3% af vinnuaflinu í heild. Hlutfall hagnaðar af veltu stígur upp Bæði velta og hagnaður stærstu fyrirtækjanna jukust á síðasta ári. Hjá þeim, sem gáfu upp afkomu, jókst hagnaður fyrir skatta sem hlut- fall af veltu úr 4,3% í 5,6%. Aukin velta upp á um 51 milljarð Velta hundrað stærstu fyrirtækja landsins jókst um 13,5% á síðasta ári. Svo mikil veltuaukning hefur ekki mælst um árabil á meðal stærstu fyrirtækja landsins. Hundrað stærstu fyrirtækin veltu 430 millj- örðum á síðasta ári en 379 milljörð- um árið á undan. Veltuaukningin nemur 51 milljarði. HELSTU NIÐURSTÖDUR ÞEIM STÓRU GENGURVEL Árið 1996 reyndist hundrað stærstu fyrirtækjum landsins gott. Hagnaður þeirra jókst stórlega í krónum talið frá árinu áður, eða um 6,2 milljarða króna. Um hagnað fyrir skatta er að ræða. Sömuleiðis jókst hagnaður sem hlutfall af veltu, eða úr 4,3% í 5,6%. Þess má geta að nýlega birti Þjóðhagsstofnun yfirlit úr ársreikningum rúmlega þúsund fyrir tækja - af öllum stærðum og gerðum, og úr öllum atvinnu- greinum - sem sýndi að hagnaður þeirra sem hlutfall af veltu minnk- aði; fór úr 4,6% árið ‘95 í 4,2% í fyrra. Þetta gefur vísbendingu um að af- koma stærstu fyrirtækja landsins sé hlutfallslega betri en heildarinn- ar. STÓRGRÓÐIORKUFYRIRTÆKJA Af 100 stærstu fyrirtækjum landsins gáfu 76 þeirra upp tölur um af- komu árin '95 og ‘96. Hagnaður þeirra var 19,8 milljarðar á síðasta ári en var 13,6 milljarðar árið áður. í úrtaki Þjóðhagsstofnunar nam hagn- aðurinn hins vegar um 13,5 milljörðum bæði árin. Úrtak Þjóðhags- stofnunar náði ekki til orkufyrirtækja en þau högnuðst flest stórlega á síðasta ári. Hagnaður Landsvirkjunar var um 1,7 milljarðar, Rafmagns- veitu Reykjavíkur um 1,1 milljarður, Hitaveitu Suðurnesja um 434 milljónir og Hitaveitu Reykjavíkur um 385 milljónir. Rafmagnsveitur ríkisins töpuðu hins vegar um 120 milljónum á síðasta ári. FJÖGUR AF HVERJUM FIMM MEÐ HAGNAÐ Alls 332 fyrirtæki af 411 fyrirtækjum, sem birta afkomutölur á lista Fijálsrar verslunar, skiluðu hagnaði á síðasta ári; eða um fjögur af hverjum fimm. Á listanum í fyrra skiluðu 292 fyrirtæki hagnaði og 231 árið áður. Þetta gefur vísbendingu um að fyrirtækjum, sem skila hagn- aði, hafi fjölgað á undanförnum árum; fleiri hagnast. Sömuleiðis sýnir listinn að tap fyrirtækja reynist minna en á undanförnum árum. Mesta tapið á listanum er 230 milljónir miðað við 629 milljóna tap á listanum í fyrra. ÁTVR AF LISTANUM í fyrsta sinn í sögu listans er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, ekki á listanum yfir stærstu fyrirtæki landsins. Ritstjórn telur fyrirtækið svo gjörólíkt öðrum fyrirtækjum að eðli að bæði velta þess og hagnaður séu ekki samanburðarhæf við önnur fyrirtæki. Um hreint og klárt skattheimtufyrirtæki er að ræða - og líkist það frekar stofnunum eins og Gjaldheimtunni og Tollstjóranum en fyrirtækjum á markaði í harðri samkeppni. Meðallaun 158 þús. á mán. tMeðallaun um 42 þúsund starfs- manna í 410 fyrirtækjum voru að jafnaði um 1.900 þús. krónur á síð- asta ári, eða um 158 þús. á mánuði. Fyrir ári voru þau 152 þús. og 146 þús. fyrir tveimur árum. 230 FYRIRTÆKIA AÐALLISTA Þótt listi Frjálsrar verslunar gangi undir heitinu 100 stærstu nær aðallistinn til 535 fyrirtækja. Um helmingur hans, eða 230 fyrirtæki, er birtur. Hins vegar koma þau öll við sögu á sérgreinalistum í bókinni. Auk þess eru birtar tölur frá útflytjendum, eins og þær birtast í Hag- tiðindum, sem og frá sveitarfélögum og lífeyrissjóðum. ÖLL „MILLJARÐAMÆRINGAR” Alls 124 fyrirtæki voru með yfir 1 milljarð í veltu á síðasta ári. Það þýðir að 100 stærstu fyrirtækin eru öll „milljarðamæringar” hvað veltu snertir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.