Fregnir - 01.11.1995, Side 8

Fregnir - 01.11.1995, Side 8
• Ef upp koma álitamál um hvernig bók skuli skráð, þá ræður sá skráningarháttur sem viðhafður er í gagnasafni Gegnis. • Æskilegt er auk þess að bókasafn sem leggur til samskrárupplýsingar í Gegni hafí aðstöðu til að tengjast kerfinu. •Samskrá um bækur er unnin í skráningardeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns í umsjá Guðrúnar Karlsdóttur (s. 5635708), forstöðumanns deildarinnar, og Þórnýjar Perrot (s. 5635722), deildarbókavarðar •Tímaritasamskrá er unnin í aðfangadeild safnsins í umsjá Þorleifs Jónssonar (s. 5635739), forstöðumanns deildar, og Helgu Kristínar Gunnarsdóttur (s. 5635755), sérfræðings í tímaritahaldi •Söfn sem þegar hafa aðild að samskrám geta sent þessum íjórum aðilum gögn vegna samskráningar. Söfn sem ekki hafa samskráraðild en hyggja á þátttöku snúi sér til forstöðumanna viðkomandi deilda til að fá frekari upplýsingar. Guðrún Karlsdóttir, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni. 90 ára afmæli Bókasafn Suður-Þingeyinga á Húsavík verður 90 ára 1. nóvember. í tilefni afmælisins verður haldið lestrarrall og bókmenntakynningar verða í nóvembermánuði. Jón S Baldvinsson, Bókasafni Suður-Þingeyinga. 8 Fregnir 3-4/95

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.