Fregnir - 01.11.1995, Síða 11

Fregnir - 01.11.1995, Síða 11
5. Útlánssafn ákveður lánstíma, gjaldtöku og önnur skilyrði. Lánþegasafn ber ábyrgð á að skila efni á tilskyldum tíma. 6 Þetta efni er allajafna undanþegið millisafnalánum, en söfn geta sett nánari reglur sjálf: a) Dagblöð (möguleiki að fá þau á örformi hjá Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni) b) Tímarit (ljósrit í stað heftis) c) Bókaskrár sem notaðar eru í daglegu starfi bókasafnanna, svo og uppflettirit og handbækur d) Laus kort og myndir e) Efni í stóru broti f) Verðmætt, sjaldgæft, gamalt eða viðkvæmt efni g) Handrit og efni úr sérsöfnum. Góó ráð við afgreiðslu millisafnalána 1. Medferd beidna 1.1. Hvernig fylla skal út beiðnir. Vélrita skal millisafnalánabeiðnir á þar til gerð eyðublöð. Pantanir sem sendar eru beint um tölvu ber að fylla út samkvæmt leiðbeiningum þar að lútandi. Beiðnir skulu innihalda nákvæmar bókfræðilegar upplýsingar um þá grein, rit eða gögn sem beðið er um. Ef þær eru ekki fúllnægjandi er gott að senda með upplýsingar um heimild og e.t.v. ljósrit af henni. Hraðpantanir skal merkja sérstaklega, það sama gildir um nýsigögn. Ef rit sem beðið er um reynist í útláni, skal taka fram ef óskað er eftir að vera á biðlista og gefa upp fyrir hvaða tíma lánþegi þarf að fá ritið. 1.2 Lánsskilmálar: Lánstími er almennt einn mánuður. Að öðru leyti ber að virða þau skilyrði sem útlánssafn setur. Lánþegasafn ber ábyrgð á efni fengnu í millisafnaláni þar til það er komið til skila og greiðir sendingarkostnað og tryggingargjald sé þess krafist. Þess skal Fregnir 3-4/95 11

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.