Fregnir - 01.11.1995, Page 13

Fregnir - 01.11.1995, Page 13
aðgang að íslenska menntanetinu eða Internet, hafa X.25 samband eða mótald geta leitað í Gegni og DOBIS/LIBIS. Hægt er að leita endurgjaldslaust í Gegni, en það þarf aðgang að SKYRR til þess að leita í DOBIS/LIBIS og önnur söfn en aðildarsöfnin greiða fast mánaðargjald 3. Útlánssöfn Beiðnir um millisafnalán skal afgreiða eins fljótt og auðið er. Meginreglan er að senda ljósrit ef pantaðar eru greinar. Efni sem pantað er í millisafnaláni skal senda beint til lánþegasafns en ekki lánþega þótt hann sé þekktur. Lánþegar mega taka efni sem fengið er í millisafnaláni heim með sér ef annað er ekki tekið fram. 4. Erlend milUsafnalán Ætíð skal ganga úr skugga um að rit finnist ekki á Islandi áður en beiðni um millisafnalán er send til útlanda. Beiðnir til útlanda skulu allajafna sendar á IFLA pöntunarseðlum. Þó er hægt að nota íslenska, staðlaða pöntunarseðla til Norðurlandanna, enda eru þeir á íslensku og einhverju Norðurlandamáli. Til British Library verður að senda pantanir á þeirra eigin pöntunarseðlum og nota þar til gerða limmiða sem gjaldmiðil. Að öðru leyti er vísað í reglur IFLA um millisafnalán. 5. Skýrslugeró Öll bókasöfn skulu halda saman tölulegum upplýsingum um millisafnalán sín. Mikilvægt er að samræmis sé gætt við talningu þ.e. að einungis það sem lánað er milli safna teljist millisafnalán, en ekki ljósrit afgreidd á safni, eða send til einstaklinga. Fregnir 3-4/95 13

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.