Fregnir - 01.11.1995, Page 16

Fregnir - 01.11.1995, Page 16
Fréttir frá stjórnarfundi NORDINFO. Fundurinn var haldinn í Háskólabókasafninu í Ósló þann 5. september 1995 Gengið var frá uppkasti að samningi við Norrænu ráðherranefndina fyrir árin 1996-1998 Hann var síðan lagður fram til samþykktar í nefndinni 30. september 1995. Fjárhagsáætlun NORDINFO verður hins vegar unnin eftir fund Norðurlandaráðs í Kuopio í Finnlandi í nóvember nk Ljóst er, að breytingar munu verða á flestum nefndum vegna aðildar þriggja Norðurlanda að Evrópusambandinu. Fyrir okkur íslendinga er samstarf Norðurlandanna mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Úttekt hefur farið fram á öllum nefndum Norrænu ráðherranefndarinnar og sú ánægjulega niðurstaða fékkst að NORDINFO hefúr sannað gildi sitt fyrir “den nordiska nyttan” Skýrslur eru nú óðum að berast frá verðlaunahöfúm frá Eystrasaltslöndum, sem unnu í ritgerðasamkeppni NORDINFO Eins og menn muna óskuðu þrír bókaverðir frá Litháen eftir kynnisdvöl á íslenskum bókasöfnum. Hamingja verðlaunahafanna er þvílík, að rætt var um, hvort ekki væri upplagt að efna til annarrar ritgerðasamkeppni og veita aflur svipuð verðlaun. Sem kunnugt er, sækjast bókaverðir Eistlands, Lettlands og Litháen einkum eftir aðstoð við þekkingaröflun en ekki öflun á efni, þegar um er að ræða að byggja upp bókasafnaþjónustu í þessum löndum. Rætt er um að halda námskeið og/eða ráðstefnur á vegum NORDINFO í Eystrasaltslöndum til að gera mönnum þar kleift að taka þátt á þennan hátt í starfsemi NORDINFO. Bent er á, að styrkir eru veittir norrænum bókavörðum til dvalar í Eystrasaltslöndum svo og svæðunum við Barentshaf og i St. Pétursborg Meiningin með því er, að þeir miðli þá kollegum 16 Fregnir 3-4/95

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.