Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 5 ■ Reknir útfyrir að selja Pepsi ■ Gamlir starfsmenn Bifreiðaskoðunar í samkeppni við fyrrum félaga ■ Biskupinn klagar frétttamann fyrir útvarpsstjóra ■A. dögunum barst eiganda veitingastaðarinns Léttra rétta á veitingatorginu í Kringlunni uppsagnarbréf frá leigusölum sínum. Hann hefur rekið Létta rétti í fjögur ár án nokkurra árekstra við leigusalana og hef- ur staðið reglulega í skilum með leiguna. Eigendur veitingatorgs Kringlunnar eru Hagkaup, Skúli Þor- VALDSSON á Hótel Holti og Vífilfell. Þegar eig- andi Léttra rétta grennslað- ist fyrir um ástæðuna fyrir upp- sögninni var hún sögð sú að eigendurnir vildu breytingar og auka Qöl- breytni á veitingatorginu. Skömmu áður en honum barst uppsögnin hafði eigandi Léttra rétta hins vegar ákveðið að selja Pepsí á veitingasstaðnum en í kjölfarið var óskað eftir að hann skrifaði undir einokunarsamn- ing við Vífilfell sem hann hafn- aði, og þá kom uppsagnarbréf- ið... T'vímenningarnir Gunnar SVAVARSSON Og BERGUR HELGA- SON, sem eru að setja upp bif- reiðaskoðunarstöðina Aðal- skoðun hf. í Hafnarfirði, unnu áður hjá Biffeiðaskoðun ís- lands. Þeir eiga hvor um sig 40 prósent í fyrirtækinu. Bifreiða- skoðun íslands hafði fjárfest mikið í menntun þeirra þegar þeir fóru frá fyrirtækinu en þeir hyggjast nú keppa við BÍ í verði. Höfðu þeir meðal annars unnið i tvö ár við að koma upp gæða- kerfi hjá BÍ sem faggildingin byggir á. Dvöldu þeir meðal annars í tvo mánuði í Svíþjóð fyrir tveimur árum við að afla sér þekkingar á þessu sviði. Margir hafa undrað sig á því að þeir skuli geta labbað út án eft- irmála og að Bl skuli ekki haft ákvæði í samningum þeirra um að þcir mættu ekki vinna hjá samkeppnisaðilum. Það kom hins vegar fram hjá Karli Ragn- ars hjá BÍ að slík ákvæði voru felld út úr samningum starfs- manna um það bil tveimur ár- um eftir að fyrirtækið hóf starf- semi sína. Þetta á því ekki við um þá Gunnar og Berg sem komu til starfa 1991 en gæti hins vegar verið enn í gildi gagnvart eldri starfsmönnum... Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, hefur nú skrifað séra Heimi Steinssyni útvarpsstjóra og útvarpsráði bréf þar sem hann finnur að umfjöllun fréttastofu útvarpsins af fundi sem hann ásamt biskupsritara og skrifstofustjóra biskupsstofú átti með stjórn Prestafélagsins fyrir viku. Honum virðist sem fréttamaðurinn, Hiördís Finn- BOGADóttir, hafi ekki farið með rétt mál, einkum þar sem sagt er að hann hafi verið knúinn til samþykktar við presta um að komið verði á úr- ræðum innan kirkjuskipanar- innar er fjalla skuli um mál er varða aga og sið- ferði í kirkjunni.. RISC örgjörvi sem er leikna öflugur, tryggir hraöa úrvinnslu gagna, þannig að það tekur aðeins 25 sekúndur að fá fyrstu síðu. Örgjörvinn nýtir enn betur innra minni prentarans þannig að 512 Kb. nýtast rétt eins og 1.5 Mb í eldri prenturum Lítill og nettur OL 400ex er mjög nettur, lítið stærri en A-4 blað (36 x 32 x 16 cm) LE.D. tækni sem OKI hefur þróað kemur þér til góða í prentara sem hefur fáa hreyfanlega hluti sem þýðir minna viðhald. 2500 Ijósdíóður tryggja þér hnífskarpa prentun. Ekkert óson eða ryk OL 400ex gefur ekki frá sér neitt óson eins og flestir aðrir geislaprentarar gera. Það ryk sem kemur frá prentaranum er næsta ómælanlegt. Þess vegna eykur hann vinnugleði þína. Ótrúlega lágt verð Líttu aftur á verðið hér til hliðar. Það er hreint ótrúlegt. Hafðu samband við næsta söluaðila og fáðu að vita hvernig þú getur eignast þennan frábæra prentara. OL 410ex Fyrir þá sem vilja enn meiri upplausn og prentgæði bjóðum við nýja útfærslu sem prentar allt að 600 pát, auk þess að vera með 512Kb minni til viðbótar. Þessi prentari kostar aðeins 79.900,- Tæknival. Skeifunni 17, sími 681665 Tölvumiðlun, Grensásvegi 8, sími 688517 Tölvutæki - Bókvai. Furuvöllum 5. sími 96-26100, Akureyri Tölvuþjónustan á Akranesi, Kirkjubraut 40. sími 93-13111 Bókabúð Jónasar Tómassonar Hafnarstræti 2. sími 94-3123, Isafirði Tölvun hf. Strandvegi 50, sími 98-11122, Vestmannaeyjum OKI People to People Technology GEISLAPRENTARI A NYJU VERÐI Kr. 49.990.- Söluaðiiar:

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.