Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 ■ Hafnarstjórn vill kaupa slipp Stálsmiðjunnar ■ Vesfurheimar hf héldu áfram eftir gjaldþrotið og kaupandi slyppur og snauður Jón Baldvin Hannibalsson svarar gagnrýni á afgreiðslu krata á Guðmundarmálinu -í\thygli vekur hve mikið Hafnar- stjórn Reykjavíkur lcggur á sig við fjárhagslega endurskipulagningu Stálsmiðjunnar hf. sem nú gcngur í gegnum nauðasamninga. Hefur stjórn Reykjavíkurhafnar lýst sig reiðubúna til að kaupa slippa Stál- smiðjunnar hf. á athafnasvæði fé- lagsins við Ægisgarð í Reykjavík með tilheyrandi lóðarréttindum. Kaupverð er 70 milljónir króna sem greiðist þannig að áhvílandi veð- skuldir upp á 25 milljónir eru tekn- ar yfir samkvæmt sérstöku sam- komulagi við veðhafa. Með pening- um verða 30 milljónir greiddar og þá verða 15 milljónir greiddar eftir því sem endurbótum á slippnum miðar ffam. Þegar málið var afgreitt í Hafnarstjórn bókaði Sigurður Rúnar Magnússon athugascmd þar sem hann segir að með þessu sé ver- ið að ýta undir cinokunaraðstöðu á upptökubúnaði í Reykjavíkur- höfn... nýjasta tölublaði Neytenda- blaðsins segir frá sérstökum við- skiptaháttum fýrirtækisins Vestur- heimar hf. sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota. Úrskurðurinn kom 11. apríl en 27. apríl gerði starfsmaður fýrirtækisins samning um sölu á fellihýsi sem átti sam- kvæmt samningnum að koma til landsins nokkrum vikum síðar. Söluverðið var 350 þúsund krónur sem grciddar voru við samnings- gerðina. Fellihýsið kom hins vegar aldrei til landsins og kaupandinn tapaði því peningunum. Hefur lög- fræðingur Neytendasamtakanna lagt til við skiptaráðanda að málið verði kært til RLR... „Enginn bedið Rfldsendur- skoðun um siðferðisvottorð“ Davíð Oddsson hefur kveðið upp úr um það að honum finnst það klén ákvörðun að senda mál Guðmundar Árna Stefánssonar til Ríkisendurskoðunar. MORGUN- PÓSTURINN náði tali af Jóni Bald- vini Hannibalssyni utanríkisráð- herra í gær úti í Washington. Hann var spurður álits á þessum fullyrð- ingum. „Það er auðskilið mál hvers vegna það er gert. Fyrrverandi heil- brigðisráðherra hefur svarað fram- kominni gagnrýni með skýrslu. Ýmsir hafa orðið til þess, í röð stjórnarandstæðinga og aðrir, að véfengja þessa skýrslu og telja hana ekki fullnægjandi. Við þær aðstæð- ur er ekki annarra kosta völ en að snúa sér til hlutlausrar eftirlits- stofnunar Alþingis og biðja hana um eftirfarandi: Að fara yfir fram- komna gagurýni og svör fýrrver- andi heilbrigðisráðherra og ganga úr skugga um það hvort embættis- færsla hans er í samræmi við réttar stjórnsýslureglur og venjur. Vænt- anlega rengir enginn það þegar um hlutlausa stothun er að ræða og það ætti væntanlega að svara þeim sem véfengja að öll kurl séu komin til grafar - að málið sé að öllu leyti Þær héldu að þær væru ó leið í sumarfrí með pabba Gefum þeim aftur íslenskt líf skýrt. Þetta er það sem Ríkisendur- skoðun er ætlað að gera og þetta er það sem hún hefur tekið að sér að gera og hún telur vera í samræmi við sínar starfsreglur. Hins vegar hefur enginn beðið Ríkisendur- skoðun um siðferðisvottorð, það er mikill misskilningur.“ En hvað Snnst þér um þá skoð- un Davíðs að það hefði þurft að taka meira afgerandi afstöðu í málinu? „Ég hef þegar svarað því.“ Davíð hefur tekið dæmi af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lent í svipuðum málum og leyst þau, og er þá væntanlega að tala um Albertsmálið. „Ég held að sjálfstæðis- menn á þeim tíma, eftir á að hyggja, hafi verið afar ósáttir við þá svokölluðu lausn. Alla vega var það svo að þriðj- ungur hefbundinna kjós- enda Sjálfstæðisflokksins lýsti sig ósammála þeirri niðurstöðu með því að kjósa ekki flokkinn í kosningum 1987. Sennilega hefur mönn- um þótt það vera tvískinn- ungur að Alberti Guð- mundssyni var annars veg- ar vísað úr ríkisstjórn - þótti ekki þar selskapshæfur - en hins vegar var allt í lagi að hann leiddi lista sjálfstæðis- manna á sama tíma fyrir kosningar. Hann leysti það vandamál með því að stofna nýjan flokk sem fékk tíu prósenta fylgi þannig að kjósendur virtust ekki vera mjög sáttir við þá niður- stöðu frekar en margir sjálf- stæðismenn." Nú hefur Ríkisendur- skoðun kveðið upp úr um að það taki að minnsta kosti þrjá mánuði að skoða þig einan - er ekki ljóst að þetta mál kemur beint inn í kosningarnar? „Ríkisendurskoðandi hef- ur tjáð mér að hann muni reyna að hraða þessari könnun á embæítisfærslu í heilbrigðisráðuneytinu eftir föngum. Ég treysti því að hann geri það. Að því er varðar utanríkisráðuneytið þá veldur það mér ekki áhyggjurn þó að það taki einhvern tíma.“ Nú blasir við að þrátt fyr- ir að tímabundin lausn sé komin á mál Guðmundar Árna þá logar Alþýðuflokk- urinn í innbyrðis deilum. Aðstoðarmenn ráðherra senda hvor öðrum kvið- linga og Gunnlaugur Stef- ánsson hefur gagnrýnt Sig- hvat Björgvinsson fyrir að- gerðarleysi í máli trygg- ingayfirlæknis. Blasir ekki við að það er engin sátt í flokknum? „Þeir sem voru viðstaddir hinn fjölmenna flokkstjórn- arfund Alþýðutlokksins um helgina kynntust því að Al- Jón Baldvin Hannibalsson „Sennilega hefur mönnum þótt það vera tvískinnungur að Alberti Guðmundssyni var annars vegar vísað úr ríkisstjórn - þótti ekki þar selskapshæfur - en hins veg- ar var allt í lagi að hann leiddi lista sjálfstæðismanna á sama tíma fyrir kosningar." þýðutlokkurinn logar ekki út af ósátt um þessi mál. Ég þekki ekki til einstakra mála eftir að ég fór úr landi en hitt veit ég að staðreyndir málsins varðandi Björn Önundar- son eru þessar: Á þeim tíma sem Sighvatur var í heilbrigðisráðuneyt- inu var rannsókn að vísu hafin á málefnum tryggingayfirlæknis en hann hafði ekki verið með formleg- urn hætti ákærður. Á meðan svo var lá íyrir álit ríkislögmanns um það að brottvísan úr starfi gæti kall- að fram skaðabótakröfu. Það var því óvarlegt og var ráðið frá því. Þetta gerbreyttist eftir að fram er komin formleg ákæra og þetta er því rétt sem haft er eftir Sighvati.“ Nú hefur Jóhanna Sigurðar- dóttir sagt það um málefni Guð- mundar Árna Stefánssonar að ef hún væri í hans sporum þá hefði hún sagt af sér. Hvað fmnt þér um það tillegg hennar? „Mér finnst það athyglisvert að Jóhanna er að lýsa sig sammála stjórn Félags frjálslyndra jafnaðar- manna, sem hafa lýst sömu skoð- unum, og mér finnst það einnig at- hyglisvert vegna þess að Guð- mundur Árni var yfirlýstur stuðn- ingsmaður Jóhönnu Sigurðardótt- ur á flokksþinginu.“ Þú hefur áður vænt hana um óhcilindi - finnst þér þetta vera dæmigert fyrir óheilindi hennar? „Ég hef ekkert frekar um það að segja.“ I umræðu um stefnuræðu for- sætisráðherra opinberaði Jóhanna framboð sitt í nýjum stjórnmála- flokki með stefnuskrá sem tekur mið af siðbót og jöfnuði í þjóðfé- laginu. Hvað er þitt álit á því? „Þetta eru ekki ný tíðindi og kemur ekki á óvart.“ Hvernig heldur þú að þetta þing, sem nú er hafið, verði? „Þetta þing er kosningaþing og mun draga dám af því. Ég hef enga sérstaka skoðun á því fyrirfram hvernig það mun artast. Éorsætis- ráðherra lýsti því hins vegar yfir í sjónvarpsviðtali um síðustu helgi að hann héldi haustkosningar úr sögunni og hann stefndi að kosn- ingum í apríl eins og ráð var fyrir gert og gerði ráð fyrir að þróun mála yrði á þann veg. Ég er sam- mála því mati.“ -SMJ Landssöfnun til stuðnings baráttunni við að ná Dagbjörtu og Rúnu heim frá Tyrklandi fer fram á öllum útvarpsstöðvum landsins föstudaginn 7. október frá kl. 9:00. s i i Búnaðarbanki íslands er fjárgæsluaðili söfnunarinnar og þar er einnig söfnunarreikningur númer 0323-26-9000 opinn fyrir framlög. 9091909 AÐALSTÖÐIN Nú vantar aðeins herslumuninn ÚTVARPSSTÖÐIN /O, R^XBAIIAI W é* HEIM! f UVMWcHFilU GOTT ÚTVARP ®BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki Leiðréttingar í síðasta tölublaði MORG- UNPÓSTSINS var sagt frá til- lögu tíu Alþýðuflokks- manna sem skoruðu á Guð- mund Árna Stefánsson að segja af sér ráðherradómi og varaformennsku í Alþýðu- flokknum. Einn þeirra sem undirritaði tillöguna var Öm Þorláksson í stjórn Fé- lags frjálslyndra jafnaðar- manna. í greininni var hann rangfeðraður og er beðist velvirðingar á þeim leiðu mistökum. í fyrsta tölublaði MORGUN- PÓSTSINS var sagt frá fimmtugsaf- mæli Þórunnar Sigurðardóttur. Þar var ranglega farið með föðurnafn veislustjórans sem heitir réttu nafni Signý Pálsdóttir. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. í grein um uppsagnir í íslands- banka í Keflavík var sagt að sá starfsmaður sem hefði starfað lengst væri 68 ára gömul kona. Hið rétta er að konan er 58 ára gömul. Er beðist velvirðingar á þessu. Ritsj.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.