Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNPÓSTURINN SAMKVÆMI FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 Hvað.-... seaiði? Hallgrímur Helgason býður upp á tíu umræðuefni 1. Morgunblaðið „Kjarni málsins". í sjónvarps- auglýsingunni myndar starfs- fólk Moggans stóran spíral með ritstjórann sem innsta mann. Er hann „kjarni málsins" í frétta- flutningi Morgunblaðsins? Ég hef orðið var við megna óánægju meðal fólks með þessar tölur sem koma alltaf ■ upp og það hve drengurinn með hvítu hanskana stendur sig almennt illa í sínu starfi. Hann hittir aldr- ei á réttar tölur. Er ekki kominn tími til að drátturinn verði vél- væddur, líkt og í Víkinga-Lottó- inu, og mannshöndin komi þar hvergi nærri? 3. Bingó-Lottó Bumbu-Lottó. Ingvi Hrafn er skemmtilegur sjónvarpsmaður en er ekki betra að hafa hann í jakka? 4. Útsölumarkaður AB Allt um bókaútgáfu, frá A til B. 6. Guðmundur Árni Er ekki einfaldast að búa bara til nýtt embætti? „Mágur Guð- mundar Árna.“ 7. Prófkjör sjálfstæðis- manna Hvernig er það, er hægt að kjósa Ara Gísla í öll sæti? 8. Kaffi Reykjavík Hvað er hægt að koma mörg- um túberuðum konum fyrir í sófa án þess að greiðslurnar skarist? Hvað mega rosknir eiginmenn sofa lengi í hæg- indastólunum án þess að panta sér annað glas? Ánnars væri þetta ágætur staður ef maður sæi Þingvallavatn út um glugg- ana. 5. V.S.O.P.-Lambakjöt íslenska .. . alkalambið. Af hverju er ekki gengið alla leið og kjötið aug- lýst þannig að þessum lömbum hafi ekki verið slátrað held- ur hafi þau dáið áfengisdauða, eftir að hellt hafi verið ofan í þau hálfflösku af koníaki? 9. X-Kynslóðin Hvað er hægt að koma miklu af Ijóshærðu kjöti inn á Kaffibar- inn? Hvað getur það hangið þar lengi áður en það fer að rotna? Hvernig talar maður við Ijós- hært kjöt? Hafa menn lyst á tattúveruðu kjöti? Smita „pierc- ing“-hringirnir út frá sér inn í vöðvann? Fær X-kynslóðin að nota kreditkort? Eða hvernig lesa menn úr undirskriftunum? Eru þau kannski öll með sama reikning, sem kvitta fyrir sig með X-inu? 10. Mattías var mikið nef mikill vængur nasa. Ég lítið úr þvílesið hef né látið íklútinn vasa. Á síðum Tímans: Macbeth-þýðing: Jochumsson/Hálfdanarson Það er svo sem ekkert nýtt að hafa krúnurakaða karlmannskolla fyrir framan nefið á sér dagsdaglega. Skemmst er að minnast tískunnar sem kom í kjölfar NBA-æðisins. Það verður hins vegar að teljast til tíðinda þeg- ar fagurhærðar ungmeyjar láta hárið fjúka hver af annarri. María Péturs- dóttir er ein af fyrstu kvenmönnunum hériendis sem rakaði af sér sítt, þykkt og liðað hár. Nýlega lét svo Kolfinna Baldvinsdóttir raka af sér nánast allt hárið. „Ég var í viku að hugsa mig um,“ segir María sem lét raka af sér hárið fyrir tæpum fimm mánuðum síðan. „Einn góðan veðurdag spurði ég vini mína hvort þeir héldu að þetta myndi fara mér. Allir sögðu nei. Ég lét engu að síður til skarar skríða. Einn vinur minn sem á bartskera sagði þá að ef ég væri ákveðinn vildi hann fá að krúnuraka á mér kollinn. Þetta þarf ég svo að gera einu sinni í viku. Ég læt raka það niður í 2 millimetra, um leið og hárið er orðið fimm millimetrar er það orðið of sítt.“ Það er því ljóst að Sinead O’Connor sem löngum hefur verið hárlaus hausnum á hefur eignast höfuðvini á íslandi. Það er ekki bara María og Kolfmna sem hafa látið hárið fjúka, þær eru nokkrar þarna úti til viðbót- ar. Ef maður þekkir samlanda sína rétt eiga eflaust enn nokkrar eftir að bætast í hópinn. Sagt er að kanadísk fyrirsæta sé „trendsetterinn“ að þessu sinni en hún er einnig með tattó í hausnum sem skín í gegn. Hvað með þig María, ert þú með tattó á hausnum? „Nei, ekki á hausnum, en annars staðar.“ ■ K j|||HÉk m. * ' Alskegg----^ Það er mannalegt, konur hafa gaman af að fikta í því og það verndar gegn kuldanum. Kakó og romm Það er drykkur haustsins. Hann gefur hita á síðkvöld- um eftir að helvítis kuldinn hefur komið manni að óvörum. Hreyfimyndafélagið Haustið er tími þegar fólk ákveður að nýta tíma sinn til göfugri verka og hvað er hentugra til þess en rússnesk „cult“- mynd? þessa hátið hértendis áii-þess að blandast inn í lögreglumál. Auk þess er Bryndís Schram alltaf gest- gjafinn og það er ekki lengur gott. Mokkajakkinn HJýfog klassískur. Gefur líka tæki- færi á að vera töffari í kuldanum og smeygja yfir dömuna, þegar verið er að leita að leigubíl í bæn- um eftir ballið. Bók upp úr jakkavasanum Það gefur til kynna að þú sért vel gefin(n) og jafnvel gáfaður (uð) og sért að gera eitthvað af viti á meðan aðrir liggja í fylleríi eða yfirvinnu. Flugpóstur Haustið er tíminn til að skrifa vinum í útlönd- um bréf og rétt er að setja þau í þunnu flug- pósts-umslögin. Það er heimsborgaralegra. Fýla Það er of almennt og sagt að vera fúll yfir sumar lokum og kemst næst því að hlakka til jólanna í des- ember. Fólk á að vera sjálf- stæðara en þetta. Strigaskór er kominn tími til að hætta þessu London-tísku bulli. Bolir frá sólarlöndum Og öli önnur föt í skærum litum sem minna á sumar- leyfi sem ekkert er eftir af nema afborganir. Bolir sem stendur á Ibiza eða Making Bacon eru botninn. Ljós Það er púkalegt að vera dökk- brúnn í október, og enn púka- legra að reyna að Ijúga því að brúnkan sé síðan í sumar. 1. What's the frequency, Kenneth?..............................REM 2. Giveitup.......................................... Public Enemy 3. Cry myself blind Primal.................................Scream 4. Swingurinn...............................................Sálin 5. In the days of the caveman.................Crash Test Dummies 6. Beercan...................................................Beck 7. Hugmysoul..................................................St. Etienne 8. You got me rocking...............................Rolling Stones 9. Letitao.................................................Prince 10. Wooaoo people...............................................The Prodigy 11. Pretend best friend................................Terrorvision 12. Interstate love song........................Stone Temple Pilots 13. Parklife..................................................Blur 14. Do you wanna get funky?......................C+C Music Tactory 15 . Space Cowboy..........................................Jamirquay 16. íade in to you .....................................Mazzy Star 17. íeelthepain .......................................DinosaurJR. 18. Liveforever..............................................Oasis 19. Rythm of the night.......................................Corona 20. Sometimes always.........................Jesus & the Mary Chain Kraumandi undir: Stars / Pís Of Keik Confide in me / Kyiie Minogue Zombie / The Cranberries □ tfí o Z «3 s 5 N o Eá q a

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.