Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FÍMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 Ráðstöfunarfé ráðherranna Blágrænir þörungar, tannviðgerðir, fangaföt og svettastúlkur Engin takmörk virðist fyrirþví sem ráðherrar telja sig þurfa að styrkja. Þeir hafa sérstakan fjáriagalið, samtals upp á 84 milljónir króna, til að styrkja ýmiss konar starfsemi. Nokkur skrýtin dæmi ■ Karlakór Reykjavíkur bauð kvennakór frá Ríga á Listahátíð 1994 - 1.000.000 Utanríkisráðuneytið (JBH) 1994 ■ NN Styrkur vegna tannviðgerðar - 20.000 Heilbrigðisráðuneytið (SB) 1993 ■ Styrkur til ritgerðar um Biaframálið -12.000 Samgönguráðuneytið (HB) 1993 ■ NN Kaup á farsíma - 50.000 Heilbrigðisráðuneytið (GÁS) 1994 ■ Elías V. Einarsson Huliðsheimar, kynning á grasa- og jurtalækningum fyrr og nú - 200.000 Heilbrigðisráðuneytið (GÁS) 1994 ■ Þjóðleikhúsið vegna starfa þriggja listamanna frá Litháen við uppfærslu á Mávinum eftir Tsékov - 400.000 Utanríkisráðuneytið (JBH) 1993 ■ Félagsmálastofnun Akureyrar -100.000 Samgönguráðuneytið (HB) 1994 ■ Kvenfélagasamband íslands, vegna þátttöku í ráðstefnu „Associated country women of the world“ - 75.000 Landbúnaðarráðuneytið (HB) 1992 ■ Kostnaður vena komu sendinefndar frá Hebei-fylki í Kína - 384.959 Landbúnaðarráðuneytið (HB) 1993 ■ Kvenna-karlakeðjan. Starfsemi samtakanna - 75.000 Félagsmálaráðuneytið (JS) 1994 ■ Félag kaþólskra leikmanna. Styrkur til gerðar minnisvarða um Martein Meulenberg - 100.000 Dómsmálaráðuneytið (ÞP) 1993 ■ NN Erfiðleikar í sambandi við slys - 350.000 Heilbrigðisráðuneytið (GÁS) 1994 ■ Jakob Frímann Magnússon. Styrkur v. undirbúnings og skipulags verks um ræktun blágrænna þörunga á íslandi - 50.000 Heilbrigðisráðuneytið (GÁS) 1993 ■ Handknattleikssamband íslands -120.000 Heilbrigðisráðuneytið (GÁS) 1993 ■ Kammersveit Hafnarfjarðar -150.000 Heilbrigðisráðuneytið (GÁS) 1994 ■ Sunnukórinn. Styrkur til að halda afmælistónleika í tilefni af 60 ára afmæli kórsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands - 100.000 Viðskiptaráðuneytið (SB) 1994 ■ íslenskur fangi. Greiðsla fata- og lögfræðikostnaðar vegna íslensks fanga í Kólumbíu. - 37.600 Umhverfisráðuneytið (ÖS) 1994 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa samtals 84 milljónir króna undir liðnum Ráðstöfunarfé ráð- herra. Þessi tilhögun var tekin upp í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar í fjármálaráðuneytinu, ekki síst til að mæta ótal styrkbeiðnum sem ekki voru á íjárlögum. MORGUN- PÓSTURINN hefur í rúma viku reynt að fá sundurliðun á þessum fjárlagalið og hafa viðtökurnar ver- ið æði misjafnar. Enn hefur ekki borist sundurliðun frá mennta- málaráðuneytinu sem þó hefur úr mestu að spila. Sighvatur Biörgvins- son, Sunnukónnn og Norræna félagið Sighvatur Björgvinsson hefur stýrt þremur ráðuneytum á þessu ári og því síðasta. Viðskiptaráðu- neytið nýtir sínar þrjár milljónir króna bæði árin og þar stingur helst í augun 100.000 króna styrkur til Sunnukórsins á fsafirði: „Styrkur til að halda afmælistónleika í tilefni 60 ára afmælis kórsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands.“ Iðn- aðarráðuneytið fuflnýtir ekki sínar heimildir en þess má geta að Nor- ræna félagið fær 900 þúsund krón- ur „vegna verkefnisins NORD- PRAKTIK.“ í tíð Sighvats í heil- brigðisráðuneytinu fær Norræna félagið einnig styrk í fyrra, 300.000 krónur „vegna ráðstefnu um lífs- hætti æskufólks á Norðurlöndum." Þess má geta að Sighvatur var lengi framkvæmdastjóri þess félags. Þá fær nafnlaus einstaklingur 20 þús- und krónur vegna tannviðgerða án þess að það sé skýrt nánar. Halldór Blöndal styrk- ir Akureyri og ná- grenni Halldór Blöndal stýrir bæði landbúnaðarráðuneytinu sem hef- ur sex milljónir til ráðstöfunar og samgönguráðuneytinu með fimm milljónir króna. Akureyri og ná- grenni eru mjög áberandi í þessum styrkveitingum. Aðeins á þessu ári veitir samgönguráðuneytið 400.000 krónur til kynningar á Arctic Open golfmóti, Éfáskólinn á Akureyri fær 100.000 krónur, Fé- lagsmálastofnun Akureyrar fær 100.000 krónur og minnisvarði um Snorra Þorfinnsson á Akureyri fær sömu upphæð. Þá má geta þess að Flugminjasafnið að Hnjóti á Patreksfirði, sem Egill Ólafsson stýrir, fær styrk öll síðustu þrjú ár- in, samtals 650.000 krónur. Þá er ritgerð um Biaframálið styrkt um Upp úr skúffunni Sighvatur Björgvinsson fyrrum framkvæmdastjóri Norræna félagsins Norræna félagið fær 900.000 krón- ur í styrk frá iðnaðarráðuneytinu og 300.000 krónur frá heilbrigðisráðu- neytinu undir stjórn Sighvats Björg- vinssonar. Hann var sjálfur lengi framkvæmdastjóri Norræna félags- ins. Að auki má nefna að félagið fékk 75.000 krónur frá félagsmála- ráðuneytinu. „Ástæðan fyrir þessu er sú að nor- rænu félögin á Norðurlöndunum eru meira og minna kostuð af rík- inu. Mér finnst ekkert óeðlilegt við þessa styrki. Ég þekkti starfsemi félagsins vel og þurfti sjálfur að standa í því að reyna að afla tekna til að greiða fyrir þátttöku Norræna félagsins á íslandi í verkefnum sem norrænu félögunum hafði verið falið af stjórnvöldum og verið borguð af stjórnvöldum alls staðar nema á ís- landi. Þannig að þegar kom að því að félagið gat þetta ekki lengur vegna þess að tekjustofnar þess, sem voru ferðaskrifstofurekstur, brugðust, var einungis um tvennt að ræða. Annars vegar að hjálpa félaginu eða að l’sland drægi sig út úr þessu samstarfi. Það vildi ég ekki gera og þess vegna hjálpaði ég þeim með þessi tvö verkefni. Styrkurinn frá félagsmálaráðuneyt- inu er mér hins vegar alveg óvið- komandi." ■ 12 þúsund krónur í fyrra. Yfirleitt er um ein milljón króna vannýtt af heimild ráðherra árlega. I landbúnaðarráðuneytinu má nefna að Ræktunarsamband Norð- urlands fær 300.000 krónur árið 1992 og 2,1 milljón króna 1993 „til að greiða uppsafnaðan halla á rekstri tilraunahúsins á Möðruvöll- um.“ Það ár er „Kostnaður vegna komu sendinefndar frá Hebei-fylki í Kína“ 384.959 krónur. Árni Sigfússon fyrrum borgarstjóri Það kemurfram að Árni Sigfússon, eða öllu heldurfyrirtæki hans, Stjórnunarfélag fslands, hlaut í styrk eina milljón vegna afnotarétt- ar af námsefni á myndböndum. „Þetta er frá Hagsýslu ríkisins og er enginn styrkur, þetta er samningur um námsefni sem Hagsýslan er að vinna með og keyra af stað. Ég reyndar heyrði af þessu í dag en ég veit ekki af hverju þetta er á styrkjaplani, heldur er þetta samn- ingur sem varðar námskeið á marg- víslegum sviðum. Stjórnunarfélag- inu var falið að útbúa efni sem er sett á myndbönd og því fylgja nám- skeiðsbækur og ég skil ekkert af hverju þetta er á þessum lið. Ann- ars skiptir það mig engu máli hvar þetta er nema að væri þetta styrkjaliður hljómar það eins og masókistísk vinnubrögð ráðuneyt- isins — því þetta kemur ekki styrk við og kemur Friðriki Sophussyni heldur ekkert við. Það er Haukur Ingibergsson, sem er forstöðumað- ur Hagsýslunnar, sem hefur haft veg og vanda af þessari vinnu.“ ■ Blágrænir þörungar, Kammersveit og far- sjmi hjá Guðmundi Árna Á árinu 1993 ráðstafaði Sighvatur 4,4 milljónum en Guðmundur Árni Stefánsson 3,7 milljónum króna í heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneytinu. Þar má nefna styrk til Jakobs Frímanns Magn- ússonar upp á 50.000 krónur und- ir liðnum: „Styrkur vegna undir- búnings og skipulags verks um ræktun blágrænna þörunga á Is- landi.“ Einnig veitir gamli hand- boltamaðurinn HSÍ 120.000 króna styrk. Á þessu ári stýrði hann ráðuneyt- inu í hálft ár og ráðstafaði þá ríflega 11 milljónum króna en í fjárlögum er gert ráð fyrir 8 milljónum króna í þennan málaflokk. Má þar nefna að ónefndur maður fær 50.000 krónur til kaupa á farsíma, Elías V. Ein- arsson fær 200.000 krónur undir liðnum „Huliðsheimar, kynning á grasa- og jurtalækningum fyrr og nú og Kammersveit Hafnarfjarðar fær 150.000 krónur. Þá fær ónefnd- ur aðili 350.000 krónur undir liðn- um „Erfiðleikar í sambandi við slys.“ I félagsmálaráðuneytinu hefur hann þegar ráðstafað 200.000 krónum til Félags stríðsbarna á Is- landi. Ólafur Garðar gefur ekki sundurliðun Þrátt fyrir margítrekuð skilaboð og fyrirspurnir í rúma viku hafa enn ekki borist sundurliðaðar upp- lýsingar um ráðstöfunarfé mennta- málaráðuneytisins undir stjórn Ól- afs G. Einarssonar. Einungis hafa borist upplýsingar um að „ýmis“ framlög til íþrótta, fræðistarfa, safna og lista hafi verið upp á nærri sex milljónir króna. Aðrar af- greiðslur eru upp á 6,5 milljónir króna. Samtals hefur því verið ráð- stafað ríflega 12 milljónum króna af þeim 18 sem til ráðstöfunar eru. Engar upplýsingar hafa borist um ráðstafanir á árinu 1993 þrátt fyrir síendurtekin skilaboð og fyrir- spurnir í rúma viku. Menntamála- ráðuneytið hefur langhæstu upp- hæðina til ráðstöfunar. „Hvala-Magnús“ fær 1,5 milljónir hjá Jóni Baldvim Jón Baldvin Hannibalsson hefur árlega fimm milljónir króna til ráðstöfunar í utanríkisráðuneyt- inu. Róbert Trausti Árnason ráðuneytisstjóri neitaði að gefa nokkrar upplýsingar, sagðist ekki vilja það og hann væri ráðuneytis- stjóri. Jón Baldvin hringdi hins veg- ar nokkru síðar og gaf upp ráðstöf- unarféð. Eystrasaltsríkin eru áber- andi á þessum lista og barátta Sop- hiu Hansen er styrkt um 400.000 krónur. Iðntæknistofnun fær eina milljón króna vegna Euronet, laga- nemar fá styrk og Karlakór Reykja- víkur fær eina milljón til að flytja kvennakór frá Ríga. Magnús Guð- mundsson hjá Megafilm fær styrki bæði árin, samtals 1,5 milljónir króna vegna myndarinnar Recl- aiming Paradise. Friðrik styður laga- nema og Stjórnunar- félagið Friðrik Sophusson hefur sex milljónir króna til ráðstöfunar í íjármálaráðuneytinu. 1 fyrra fengu laganemar 150.000 krónur og Bygg- ingarþjónustan eina milljón króna. Þess má geta að þeir fá einnig 1,5 milljónir frá iðnaðarráðuneytinu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.