Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 Ólafur Lárusson sýnir í öllum sölum Ný- listasafnsins. Efn- isþættir eru gaddavír, fslenskt gæðasmjör, litlj- ósrit og bílalakk. Námskeið verður i listasögu fyrir böm og unglinga 12 til 16 ára að Kjarvalsstöðum á laugar- dagsmorgnum frá og með 22. okt- óber. Fyrirlesari verður Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. Skrásetning er að Kjarvalsstöðum, eða Þorbjörgu i sima 26188. Momm m \ Posturmn ...fyrir þá sem vilja spara sér sporin Nafn: Jóhannes Karl Jia Fæðingardagur: 18. mars 1954 Hæð: 190 cm Þyngd: 85 kg Háralitur: Svartur Augnlitur: Svartur Hver? Jóhannes Karl Jia er íslenskur Kínverji sem rekur nuddstofu að Skólavörðustíg 16. Hann hefur ekki auglýst starfsemi sína sérstaklega og segir að orðspor sitt beristfrá manni til manns. Hvað? „Égsótti um til íslenskra yfirvalda aðfá að reka lœkningastofu en það lceknisnám sem ég varð mér úti um í Kína er ekki viðurkennt samkvœmt evrópskum stöðlum," segir Jóhann- es. „Ég stunda austurlenskar lœkningar og hef einungis rétt til að gera það undir formerkjum nuddara." Hvernig? „Fjölskylda mín i Kína hefur lagt stund á þess- ar lœkningar í hundruð efekki þúsundir ára en þœr byggjast upp á að vinna með orkustöðv- amar og nudda eða beita nálarstungum á orkupunkta líkamans. Meðferðin fyrir hvem og einn er mjög mismunandi og éggefmérgóð an tima til að meta hvað er bestfyrir hvem sjúkling fyrir sig. “ Hvaðan? Jóhannes erfœddur og uppalinn í Beijing í Kínverska alþýðulýðveldinu enfluttist til ís- landsfyrir átta ámm. Hvers vegna? „Égfluttist til Islands til að gerast þjálfari í blakisegir Jóhannes. „Égþjálfaði meðal ann- ars íslenska blaklandsliðið ogýmis félagslið. Síðan kynntist ég íslenskri konu og við giftum okkur og éggerðist íslenskur ríkisborgari. Ég hef verið með nuddstofuna í nokkur ár en ég hef ekki tíma til aðþjálfa blak lengur." Hvert? Jóhannes eignaðist sitt fyrsta bamfýrir tœpu ári. Hann stefnir á að ala hana upp á íslandi og reka nuddstofuna áfram. ■ Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir skúlptúra unna úr steinsteypu og gleri í gallerf Slunkaríki. Sýningin opnar á laugardag. Magdalena Margrét Kjartans- dóttir opnar sýningu á einþrykkju í Galleri Umbrú á laugardag. Alda Ármanna Sveinsdóttir opnar sýningu í Sparisjóði Garða- bæjar á laugardag. Hún var meðal þeirra eru sýndu list sína á Nordisk Forum. Magnús Theódór Magnússon Kallaður Teddi, sýnir i Ftáðhúsinu. Magrét Þ. Jóelsdóttir, Margr- ét Guðmundsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir sýna í Hafnar- borg. Arnfinnur R. Einarsson er í sófanum í Nýlistasafninu. Þórður Hall síðasta sýningarvika i Norræna húsinu. Bjarnheiður Jóhannsdóttir sýnir leirskúlptúra i Stöðlakoti. Jenny Hozer sýnir verk á Mokka- kaffi. Kristinn E. Hrafnsson sýnir í Ásmundarsal. Gunnar M. Andrésson sýnir gegnumlýsingar i Galleri einn einn. Kristján Steingrímur Jónsson sýnir i gallerii Birgis Andréssonar. Vaigerður Hafstað sýnir í Listasafni ASl. World Press Photo i Kringlunni. Sú sýning er mun forvitnilegri en flestar búðirnar í Kringlunni. Árni Björnsson Böðvar Bragason Davíð Oddsson Erlingur Gíslason Thor Vilhjálmsson Þorsteinn Pálsson Heiðar Astvaldsson Yfirlitssýningu Magnúsar Páls■ sonar á Kjarvalsstöðum. Ein af eftirminnilegustu listviðburðum ársins. Sýningu 24ra myndlistarmanna af sömu kynslóð i Gallerí Greip. Verk- in betrekkja nánast alla veggi gall- erisins líkt og gjarnan var fyrir tið kvikmyndarinnar. Jón Baldvin Hannibalsson Jónatan Þórmundsson Ólafur Mixa Kristján Bersi Ólafsson Páll Heiðar Jónsson Opnanir Námskeið Aðrar sýningar Þrír ráðherrar og fleiri ráðamenn þjóðarinnar eru meðlimir í bræðra- laginu Loka sem stendur fyrir miklum veisluhöldum að heiðnum sið Bræðralagið Loki V/IORGIINPÓRTIIRINN ^ um háskólaborgara í félaginu. Þ MORGUNPOSTURINN komstyfirmjög for- vitnilegan lista: Með- limaskrá í Loka, en það er mikill leynifé- lagskapursem held- ur blót á mánaðar- fresti og í þessu fé- lagieruengir meðaljónar, en spannarþó breytt svið, allt frá forsætis- ráðherra niðurí danskennara (sem er svo sem ekki bara einhver danskenn- arí). Höfuðblót bræðralagsins Loka var haldið á Lækjarbrekku í um- dæmi Reykjavíkurgoðorðs á laug- ardaginn var en þá var Erlingur Gíslason leikari kjörinn forseti, séra Kolbeinn Þorleifsson skrifta- faðir og Ólafur Grétar Guðmunds- son augnlæknir, féhirðir. I fundar- boðinu eru Lokalimir áminntir um að mæta vel og stundvíslega og hafa með sér gesti sem þeir telja vera sjálfum sér og bræðralaginu til sóma og andlegrar upplyftingar. Þar sem gildir limir eru flestir komnir af léttasta skeiði, „orðnir gamlir og slappir og flestir kvæntir með börn og buru,“ eins og einn þeirra sagði, þá eru blótin haldin um hádegi og er ekki eins mikil jör- vagleði og áður, eða svo haldið sé áfram að vitna í heimildarmann blaðsins: „Það þykir ekki hæfa nú orðið að menn fari á fund á laugar- degi og mæti ekki heim til sín fyrr en á mánudagsmorgun.“ Lokalimin Aðalsteinn Eiríksson XXth), Andri ísaksson, Atli Freyr Guðmundsson, Atli Heimir Sveinsson, Árni Bergmann, Árni Björnsson, Árni Sigurbjörnsson, Ásmundur Jakobsson, Björgvin B. Schram, Bragi Ásgeirsson, Böðvar Bragason, Davíð Oddsson, Einar Karl Haraldsson, Einar Gunnar Pétursson, Erlingur Gíslason, Geirharður Þorsteinsson, Gísli Alfreðsson, Guðmundur Steinsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Gylfi Ásmundsson, Haraldur Blöndal, Haraldur Ólafsson, Haukur F. Filipusson, Heiðar Ástvaldsson, Helgi Valdimarsson, Hjalti Kristgeirsson, Hjörtur Pálsson, Högni Óskarsson, Hörður Bergmann, Jóhann Axelsson, Jón Böðvarsson X, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Oddsson, Jónas Elíasson, Jónas Kristjánsson, Jónatan Þórmundsson, Kolbeinn Þorleifsson, Kristján Bersi Ólafsson, Leifur Þórarinsson XX, Már Pétursson, Oddur Benediktsson XX, Oddur Björnsson XX, Ólafur Ragnar Grímsson, Ólafur Mixa, Óttar P. Halldórsson, Páll Heiðar Jónsson, Pétur Þór Sigurðsson, Ragnar Björnsson, Sigmar B. Hauksson, Sigurður Björnsson, Sigurður Rúnar Jónsson, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Pálsson, Sigurður örn Steingrímsson, Sigurður Steinþórson, Stefán Baldursson, Stefán Scheving Thorsteinsson, Steingrímur Gautur Kristjánsson, Steinþór Sigurðsson, Sveinn Aðalsteinsson, Sveinn Einarsson, Sveinn Skorri Höskuldsson, Sverrir Hólmarsson, Thor Vihjálmsson, Tómas Karlsson, Valdimar Kr. Jónsson, Vésteinn Ólason, Þorsteinn B. Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Þorsteinn A. Jónsson, Þorsteinn Pálsson, Þórður Magnússon, Þórólfúr Daníelsson, Þrándur Thoroddsen, örnólfur Árnason. ★ i)X=samþykktir, XX=endurreistir, XXX=uppbomir (þeir sem hafa verið nefndir sem hugsanlegir meðlimir. ★2) Þessi listi er frá 1988 en hann hefur lítið breyst. Þættir úr sögu Loka Loki er stofnaður í Múnchen 1958 af þeim Gísla Alfreðssyni leikara og Ólafi Mixa lækni. Þá kalla þeir það bindindisfélagið Loki, sem á að stuðla að hófdrykkju - það mátti ekki drekka nema til- tekinn íjölda bjóra innan borgar- marka Múnchen. Það var miðað við það að vera tiltölulega edrú í Múnchen en það mátti fara út í skóg og vera fullur. Þegar þeir komu heim var þessu haldið áfram og menn pikkaðir út og mikið var um háskólaborgara í félaginu. Þetta er félag afreksmanna og ofurmenna og það verða allir sem einn að sam- þykkja inngöngu nýrra lima. Þegar menn eru teknir inn verða þeir að flytja fimm mínútna ræðu um eigið ágæti og ekkert undan draga, ef menn eru lítillátir er púað. Hóg- værð er ekki talin dyggð í Loka og það kann að koma á óvart að meðal þeirra sem voru alveg á nippinu með að flytja ekki nægjanlega mergjað skjall um hvað þeir eru brilljant og glæsilegir má finna Ólaf Ragnar Grímsson sem var nánast rekinn út. En menn tína ýmislegt til í inntökuræðunni eins og há próf í skóla, íþróttaafrek og til dæmis þá þótti Vésteini Ólasyni háskóla- prófessor, takast vel upp þegar hann sagðist hafa lesið „Fljótt, fljótt sagði fuglinn" eftir Thor Vil- hjálmsson í einni lotu. Menn hittust einu sinni í mánuði yfir veturinn á laugardegi milli fjögur og sjö og mönnum þótti gott að geta sett í sig brennivín á kostn- aðarverði áður en farið var á skemmtistaði. Þarna eru menn mjög hressir og ef limaskráin er skoðuð kemur í ljós að menn eru ekki neinir sérstakir vinir, kommar og íhald og listamenn í einum hópi, enda er engin lognmolla á fundum. Frummælendur eru fengnir og ein af fjölmörgum sögum sem eru í gangi af fundum er að einu sinni kom Sverrir heitinn Kristjánsson sagnfræðingur og með honum Skúli Magnússon magister en hann var aldrei kallaður annað en Skúli kollega. Menn sáu þegar Sverrir kom að hann var vel hress og yrði tæplega mjög vísindalegur í sínu erindi. Fundinum var því snú- ið í það að hann segði sögur frá Kaupmannahafnarárum sínum sem passaði vel við hans ástand. Sverrir sagði frá því að einu sinni höfðu þeir Skúli, sem var frekar lít- ill og klæddur í svartan sjakket og með kúluhatt sem hann hafði eign- ast í Ungverjalandi, keypt sér sam- an eina gleðikonu. Skúli hafði verið í sex vikur í Ungverjalandi og fékk að byrja. Sverrir lýsir því fjálglega

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.