Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 Neyslusögur níu einstaklinga 26 ára þjónn „Ég reykti hass í íyrsta skipti á unglingsárunum og hef gert það af og til síðan þrátt fyrir að ég sé ekk- ert sérstaklega hrifin af áhrifunum. Ég var 23 ára þegar ég prófaði að fá mér kókaín en þá var ég á ferðalagi í Bandaríkjunum. Ég hafði heyrt mikið talað um kók en víman af því kom mér dálítið á óvart. Það er að segja mér fannst ég alls ekki vera í vínru. Mér fannst ég hugsa mjög skýrt og varð mjög örugg með mig. Það er mjög þægilegt að fá sér í nef- ið þegar maður er að drekka. Þolið eykst og maður verður ekki óþægi- lega fullur. Ókosturinn er hins veg- „Næst þegar ég hitti hann í skólanum bað ég hann um að út- vega mér sveppi. Hann gerði það og næsta föstudag fór- um við saman í partý og hann sýndi mér hvað væri hæfilegt að taka mikið magn.“ ar sá að dagurinn á eftir getur orðið ansi erfiður. Ég hef sáralítið orðið vör við að kókaín sé í umferð hérna á íslandi. Það er aftur á móti lítið mál að verða sér úti um amfetamín og yfirleitt ekki erfitt að finna ein- hvern sem er til í að gefa manni smávegis ef maður hefur áhuga á því á annað borð.“ 22 ára háskólanemi „Ég var í menntaskóla þegar ég prófaði dóp fyrst. Það gengu um skólann hinar og þessar sveppasög- ur og maður var orðinn dálítið for- vitinn. Ég var í tímum með strák sem ég vissi að hafði prófað sveppi. Við vorum farnir að kynnast ágæt- lega þegar ég hitti hann eina helg- ina í Rósenbergkjallaranum. Ég sá á honum að hann var eithhvað meira en fullur og spurði hvort hann væri á sveppum og hann svaraði játandi. Svo fór hann að lýsa fyrir mér vím- unni og sagði að þetta væri meiri- háttar. Næst þegar ég hitti hann í skólanum bað ég hann um að út- vega mér sveppi. Hann gerði það og næsta föstudag fórum við saman í partý og hann sýndi mér hvað væri hæfilegt að taka mikið nragn. Stuttu síðar fór víman að skila sér og kvöldið varð meiriháttar. Þetta var fyrir þremur árurn og það var ekki fyrr en í sumar sem ég prófaði dóp aftur, en þá reykti ég hass. I sumar lenti ég nokkuð oft í þannig aðstæðum að fólk var að reykja hass eða taka amfetamín í kringum mig. Oftast er manni boð- ið að vera með og það hefur bara farið eftir því í hvernig skapi ég hef verið hvort ég hef þáð boðin eða ekki. Mér er alveg sama þó að fólk sé að þessu í kringum mig, fólk má gera það sem það vill.“ 27 ára skrifstofumaður „Ég var á diskóteki í London þeg- ar ég prófaði fyrst að reykja hass. Ætli ég hafi ekki verið 18 ára. Ég fann engin áhrif þá frekar en í tvö þrjú næstu skiptin sem ég reykti. Þegar ég fann svo vímuna af þessu varð ég fyrir vonbrigðum og fannst þetta hálf ómerkilegt. Annars held ég að það sé ekki víman sem margir eru að sækjast eftir, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Það er fyrst og fremst stemmningin í kringum þetta sem er spennandi. Þetta er bannað og það er hálfgert ritúal að reykja í hópi. Ég var tvítugur þegar ég prófaði kókaín í fyrsta skipti. Ég man vel að ég var hálf hræddur við að prófa það, fékk mér lítið og fann frekar lítil áhrif. Seinna prófaði ég það í meira magni og komst að raun um að þegar maður tók til dæmis kóka- ín á diskóteki varð maður eðlileg- asti maðurinn á svæðinu. Aðrir voru blindfullir, röflandi og leiðin- legir á meðan maður sjálfur var mjög yfirvegaður þó maður hefði ekki drukkið minna. Mér fannst þetta mjög magnað en líka ógn- vekjandi og gerði ekki mikið af þessu, ég keypti til dæmis aldrei efnið sjálfur. Einn úr kunningja- hópnum var mjög duglegur að gefa okkur hinum og við létum þar við sitja. Sá kappi er hins vegar í mikilli neyslu í dag og í vondum málum.“ 23 ára bílstjóri og díler „Sumir dílerarnir láta kúnnana sína koma heim til sín. Þessir díler- ar geyma að sjálfsögðu ekki öll efn- in heima hjá sér heldur úti í bæ, í skúrum eða þá grafin einhvers stað- ar. Vinur minn sem er líka að díla er með efnin falin heima hjá ömmu sinni og afa. Hann býr rétt hjá þeim svo það er þægilegt fyrir hann að skutlast yfir til þeirra, og auðvitað grunar engan að fólk á sjötugsaldri sé með eiturlyf falin heima hjá sér, hvað þá þau sjálf. Ég bý í foreldrahúsum og get því ekki tekið kúnnana heim, og ég ef- „Ég er búinn að koma mér upp ákveðnu tölukerfi og þegar fólk hringir getur það pantað í gegnum sím- boðann með því að slá inn ákveðnar tölur úr kerfinu." ast um að ég myndi gera það þó ég byggi einn. Þetta er oft vafasamt fólk sem maður er að selja og ég kæri mig lítið um að það viti hvar ég á heima, þá fengi maður aldrei frið. Ég er með símboða sem fólk hringir í og ég fer svo heim til þeirra. Ég er búinn að koma mér upp ákveðnu tölukerfi og þegar fólk hringir getur það pantað í gegnurn símboðann með því að slá inn ákveðnar tölur úr kerfinu. Framboðið er mjög misjafnt, stundum er ekki hægt að ná í svo mikið sem eitt milligramm af hassi en svo koma tímar þar sem nóg er til. Svona er þetta með flest efni. Það er búið að vera mikið um spítt, ecstasy og sýru í sumar enda eru þessi þrjú efni ekta sumarefni sem gott er að vera á á skemmtistöðum þegar nýja dansmúsikin er að koma. Eins taka þessi efni alltaf kipp þegar fólk er að koma heim úr sólarlandaferðum á haustin, en það er mikið af fólki sem prófar þau í fýrsta skipti á sólarströndum þar sem allt er fljótandi af þeim. Kúnn- arnir mínir eru flestir á milli tvítugs og þrítugs, ýmist í skóla eða að vinna. Umfjöllun um dóp og neyslu er yfirleitt fáránleg. Það er eins og eina fólkið sem er í dópi á íslandi sé eitthvað útbrunnið lið. Það er ekki rétt, því það er ótrúlegasta fólk á Is- landi að fikta við eiturlyf.“ „Það er mjög þægi- legt að fá sér í nefið þegar maður er að drekka. Þolið eykst og maður verður ekki óþægilega fullur.“ 31 árs læknir „Ég prófaði hass í fyrsta skipti þegar ég var 17 ára hjá kærastanum mínum. Ég hafði kynnst þessu í gegnum eldri systkini mín og for- vitnin rak mig áfram. Frá þeim tíma hef ég reykt reglulega, nema þegar ég var ólétt - þá hætti ég al- veg. Ég hef ekki fundið íyrir nein- um óþægindum samfara neyslunni, enda gengið afbragðsvel í námi og starfi. Hins'vegar hef ég aldrei próf- að önnur efni, utan einu sinni er ég át einhverja sveppi. Ég hef bara engan áhuga og finnst reyndar öll þessi efni ógnvekjandi. Ég reyki ekki daglega, en oft í viku. Vinn- „Daginn eftir fékk ég svakalegan móral og datt í hug að kannski væri ég kominn í svo mikið rugl að ég yrði að fara ímeðferð.“ „Hérna heima hef ég prófað kókaín einu sinni en það er svo dýrt að maður gerir það ekki oft. Spíttið er ódýrara og ég hef nokkrum sinnum keypt mér það í sumar, enda búið að vera mikið framboð." unnar vegna er ég oft á vakt en það hefur aldrei komið til þess að ég hafi þurft að vinna undir áhrifum, enda fer það ekki saman. Núorðið þyrftum við hjónin að fara langar krókaleiðir til að nálgast hass og þurfurn reyndar ekkert á því að halda — við höfum okkar eigin plöntur sem duga okkur alveg.“ 22 ára nemi „Ég prófaði eiturlyf í fyrsta skipti fyrir einu ári í útskriftarferð í Grikklandi. Ég var staddur í partýi, það var rnjög mikið fyllerí í gangi og góð stemmning. Ég var í hörku- samræðum við skólabróður minn, sem ég æfði líka með handbolta, þegar hann bað mig skyndilega að koma með sér inn á klósettið. Þar er ég eitthvað að tala um hvað ég sé orðinn rosalega fullur þegar hann segist hafa ráð við því og dregur upp lítið glas og lykil. Ég spurði hann hvað hann væri með og hann sagði að í glasinu væri kókaín. Ein- hvern veginn kom það mér ekkert svo á óvart enda var ég orðinn mjög fullur og áður en ég vissi af var ég búinn að fá mér í báðar nasir. Ég fékk strax svakalegt kikk og glað- vaknaði. Víman var mjög þægileg, mikið sjálfsöryggi, kraftur og viss vellíðan. Ég og þessi náungi vorum svo meira eða minna á kókaíni það sem eftir var ferðarinnar. Liðið var mikið að reykja gras og gleypa ecst- asy, en við vissum aldrei um aðra sem voru á kókaíni. Hérna heima hef ég prófað kóka- ín einu sinni en það er svo dýrt að maður gerir það ekki oft. Spíttið er ódýrara og ég hef nokkrum sinnum keypt mér það í sumar, enda búið að vera mikið framboð. Mér finnst hugarfar fólks gagn- vart eiturlyfjum vera að breytast mikið. Eiturlyf þykja spennandi og töff, og unga fólkið er flest með opnara hugarfar gagnvart þeim enda hafa margir ferðast nokkuð og hafa kynnst þessu úti, hvort sem „Ég hef ekki fundið fyrir neinum óþæg- indum samfara neysl- unni, enda gengið af- bragðsvel í námi og starfi. “ fólk hefur þá notað eiturlyf í þeim ferðum eða ekki. Fólk er farið að hugsa meira á þeim nótum að því komi ekki við hvort einhver er að nota eiturlyf eða ekki. Þó eru sumir dálítið fljótir að stimpla þá sem hafa reykt gras eða hass nokkrum sinnum sem dópista, þótt það sé auðvitað ekki rétt.“ 25 ára starfsmaður á auglýsingastofu „Ég prófaði að reykja hass fyrst þegar ég var tvítugur. í þrjú ár reykti ég í mesta lagi einu sinni á ári, og þá alltaf um verslunar- mannahelgi því við félagarnir redd- uðum okkur alltaf að reykja áður en við fórum í þessar fyllerísferðir. Það er einhver ævintýraljómi yfir því að prófa þessi efni, það fýlgir því ákveðinn spenningur bara að gera þetta. Kókaín hef ég prófað í nokkur skipti og fíla ég það ágæt- lega, maður breytist ekki mikið verður bara þægilega öruggur með sig. Ég hef einu sinni prófað að taka sveppi og það var rosalega skrýtið. Það er ekkert mjög langt síðan ég prófaði ecstasy fýrst en það fannst mér frábært. Reyndar einum of skemmtilegt því nú er ekki eins gaman að drekka og áður. Þar með sagt er langt í frá hægt að segja að ég taki þetta oft. En áhrifin af E eru rosaleg. Maður verður kúl, sjálfs- álitið vex og maður verður svo ánægður með allt. Ég hef einu sinni hef lent í því að taka of rnikið af E en það var ömurlegt. Ég varð veik- ur og slappur, og víman stóð fram að miðnætti kvöldið eftir að ég var að skemmta mér. Það hefur verið mjög mikið af ecstasy í gangi í sum- ar og mér finnst það hálf ógnvekj- andi hvað margir ungir krakkar eru farnir að taka þetta.“ 21 árs háskólanemi „Við vorum fimm strákar heima hjá mér að fá okkur í glas og rabba saman og umræðurnar snérust að- allega um eiturlyf og hvort það væri mikið um þau í borginni eða ekki. Allt í einu dregur einn af strákun- um upp pípu og hassköggul. Við hinir urðum mjög undrandi þar sem við höfðum ekki haft hug- mynd um að hann hefði prófað hass og hvað þá að hann væri með það á sér. Hann sagði okkur svo að hann hefði reykt nokkrum sinnum með félaga sínum sem enginn okkar þekkti. Við vorum allir dálítið vandræðalegir, vissum ekki hvort við ættum að segja honum að snauta í burtu eða þá hvort við ætt- um að biðja hann um að gefa okkur í pípu og vera bara svalir yfir þessu. Síðari möguleikinn varð ofan á og það hefur líldega ráðið miklu um þá ákvörðun að við vorum ný- búnir að vera að tala um að allar stjörnurnar og töffararnir væru í dópinu. Það var blönduð pípa og svo var hún látin ganga. Menn ým- ist fundu enga vímu eða urðu hljóðir og krosslögðu hendur fram- an á brjóstkassanum og störðu á gólfið, greinilega að reyna að átta sig á hvort þeir væru skakkir eða elcki. Daginn eftir fékk ég svakaleg- an móral og datt í hug að kannski væri ég kominn í svo mikið rugl að ég.yrði að fara í meðferð. Síðan þetta var hef ég reykt einu sinni til tvisvar í mánuði og finnst ekkert að því. Þegar menn eru hins vegar komnir í sterkari efni eins og spítt- ið, sem hefur verið svo mikið í sumar, verða þeir að fara að hugsa sinn gang.“ 23 ára háskólanemi „Það eru ekki nema hálfur mán- uður eða svo síðan ég prófaði eitur- lyf fyrst, og reyndar er það eina skiptið ennþá. Ég og vinur minn vorum staddir í Tunglinu og vor- um á fylleríi. Við stóðum við dans- gólfið þegar það kom gangandi að okkur strákur sem ég hafði aldrei séð áður. Hann þekkti eitthvað vin minn og þeir röbbuðu saman í 2-3 mínútur. Eftir að strákurinn var farinn sneri vinur minn sér að mér og spurði mig hvort ég vildi prófa spítt. Ég spurði hann hvort þessi náungi hafi verið að bjóðast til að selja honum spítt, og hann játti því. Ég svaraði vini mínum þannig, að ég væri til í að prófa en hann þyrffi að hafa vit fýrir mér þegar við tækj- um spíttið. Svo stökkvum við niður á klósett og þar bíður strákurinn. Við létum hann hafa pening og hann okkur efnið, svo fórum við inn í einn kló- settklefann. Vinur minn dró upp lykil og skammtaði mér enda hafði ég ekki hugmynd um hversu mikið ég ætti að taka, hann fékk sér sjálfur og svo fórum við út af klósettinu. Víman virkaði ágætlega á mig en vinur minn sagði að efnið hefði verið slakt. Þetta breytti ekki neinu í mínu lífi, ég get ekki sagt að ég sé kominn í eitthvert rugl, heldur var þetta bara eitthvað sem mig langaði til að prófa og hver veit nema að ég geri þetta aftur einhvern tíma, hvort sem það verður um næstu helgi eða eftir einhver ár.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.