Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 Útgefandi Ritstjórar Frétttastjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Þórarinn Stefánsson Setning og umbrot Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðsiukorti fá 100 króna afslátt. Sjálfstæðis- flokkurinn og Evrópusambandið Afstaða forystumanna Sjálfstæðisflokksins til Evrópu- málanna verður æ pínlegri fyrir flokkinn eftir því sem nær dregur kosningum. Talsmenn flokksins hafa með einhverjum undarlegum hætti orðið viðskila við þá um- ræðu um málið, sem á sér stað í þjóðfélaginu, - ekki síst meðal þungaviktarmanna í atvinnulífmu. Þær raddir gerast stöðugt háværari í hópi hinna síðarnefndu, að hagsmuna íslendinga sé best gætt með því að kanna til fullnustu hvers konar samningi væri hægt að ná um inngöngu í Evrópusambandið. Þessu viðhorfí vex stöðugt fylgi með þjóðinni og trú- lega einna helst meðal stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins. Ungliðahreyfmg flokksins tók þessi mál til umræðu á þingi sínu fyrir skömmu, en fékk fyrir vikið snuprur ffá flokksformanni sínum. Á honum var helst að skilja, að bara með því að hugsa um aðild að Evrópu- sambandinu, hvað þá að tala um málið, væru unglið- arnir að ganga erinda Alþýðuflokksins! Ef forysta Sjálfstæðisflokksins vill halda einhverjum takti í þessu máli við stóran og stækkandi hóp stuðn- ingsmanna sinna, verður hún að láta af þessari for- stokkuðu afneitun á því að Evrópusambandsaðild sé til umræðu. Það gengur ekki fyrir stærsta stjórnmálaflokk landsins að láta sem svo, að málið sé ekki til. Það er til, og það er ekkert einkamál Alþýðuflokksins. Nú má ekki skilja þessi orð á þann veg, að hér sé verið að hvetja til inngöngu í Evrópusambandið, og það má taka undir það með formanni Sjálfstæðisflokksins, að sjávarútvegssamningur á borð við þann, sem Norð- menn fengu, sé ekki ásættanlegur fyrir Islendinga. Sömuleiðis kann vel að vera að við fengjum engu fram- gengt umfram Norðmenn, en víst má telja að við næð- um lengra í aðildarviðræðum en tvíhliða viðræðum. Það kann samt að fara svo að við náum ekki nógu langt og kjósum, að ígrunduðu máli, að hafna aðild. Aðalatriðið er að láta á þetta reyna, og Sjálfstæðis- flokknum er ábyggilega hollara að hafa um það ein- hverja forystu í stað þess að drattast í sporum annarra floklca og eigin stuðningsmanna. ■ Pál! Magnússon BsatkMorvtm J \ Pósturmn Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, simi 2 22 11, Beinir símar eftir iokun skiptiborös: Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999 Símbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Símbréf afgreiöslu 2237 7 Þjóðarsigur W * /f. Wt v>... • - . mmæ að verja þessa ferð. “ Magnús Gunnarsson úr Hafnarfirði Það er enginn millivegur „Fólk tekur harða afstöðu með og á móti t mínum málum." Guðmundur Árni Stefánsson vinagreiði Skyldi vera , mikil ásókn í hann? „Ég hef áldrei J haft áhuga j á að hafa aðdá- \ endaklúbb ’’ í kringum mig. “ j Hrafn Gunnlaugs- son mógúll j Getur maðurínn ekki lært í einrúmi? „Hvað er félagshyggja?“ Björn Bjarnason frjálshyggjumaður Ekkertfœr íslensk menning heldur „Á móti hverri krónu sem er skorin niður í Kvikmyndasjóði ríkisins tapast margar krónur í erlendum sjóðum. Það að skera niður Kvikmyndasjóð er eins og að skjóta sig ífótinn í miðju ferðalagi. Það er einfaldlega heimskulegt. “ í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1995 finnst batinn hvergi nema í orðum. Það er ekki gerð tillaga um að minnka atvinnuleysið. Þvert á móti er gert ráð fyrir því að at- vinnulausir verði að jafnaði um 6ooo talsins allt næsta ár. Það er ekki gert ráð fyrir því að bæta hag húsbyggjenda, eða eigum við frekar að segja húsnæðisskuldara, því það er ekki króna í því skyni í fjárlaga- frumvarpinu. Þvert á móti er fylgt þeirri stefnu að framlögin til Bygg- ingarsjóðs verkamanna lækki á næsta ári um þrjú hundruð millj- ónir króna. það er í fjárlagafrum- varpinu ekki reiknað með því að bæta stöðu þess fólks sem nú á fé- lagsmálastofnanir einar að til lífs- viðurværis. Það á að viðhalda skatt- lagningu á tekjur langt fyrir neðan þau skattleysismörk sem heitið var. Það á að halda í sama lága kaupið. En fleira kemur til. Það á að halda áfram að skera niður velferð- arkerfið. Þrátt fyrir batann. Það á að leggja á nýja sjúklingaskatta. Það á að skerða tekjur atvinnulausra, af öllum mönnum. En það á um leið að lækka skatta hátekjumanna og það er tekin um það bein ákvörðun að leggja ekki skatta á fjármagns- tekjur. Einn sá málaflokkur sem fer áfram illa út úr fjárlagaákvörðun- um ríkisstjórnarinnar er mennta- og menningarmál. Það er ótrúlega langt seilst eftir niðurskurði. I þess- ari grein verður staldrað við menn- ingarmál. Dæmi um menningarmálin er niðurskurður á framlögum til hús- verndarsjóðs. Annað dæmi er niðurskurður á framlögum til Kvikmyndasjóðs um 20 prósent. Listskreytingasjóður: Fær ekki neitt framlag! Þriðja dæmið er Listskreytinga- sjóður. Hann hefur haft lítið fé á undanförnum árum. Fjármagn til hans hefur verið skert. Einnig í minni ráðherratíð. En sjóðurinn hefur þó haft nokkra fjármuni, eða um tólf milljónir króna á ári. Og það hefur munað um þessa fjár- muni þó litlir séu. Fyrir tíu árum réttum lagði þáverandi ríkisstjórn Þungavigtin SVAVAR Gestsson Þirtgmaður Alþýðu- bandalagsins Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins til að sjóður þessi yrði skertur sérstaklega. Þá reis upp þá- verandi forseti neði deildar, Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamála- ráðherra, og stöðvaði afgreiðslu fjárlaganna nema sjóðurinn yrði réttur við. Það var gert. Nú leggur Ólafur G. Einarsson til að framlög í þennan sjóð verði alveg afnumin. Spurningin er sú hvort nokkur Ingvar Gíslason finnist í liði stjórnarflokkanna til að bjarga Listskreytingasjóði. Það er ólíklegt. Það hefur ekki orðið mikið vart við menningaráhuga í stjórn- arliðinu. Eins og að skjóta sig í fotinn í ferðalagi Og hvað með Kvikmyndasjóð? Auðvitað verður að knýja á um lag- færingu á honum. Kvikmyndasjóð- ur skilar í raun verulegri vinnu og gjaldeyrissköpun og stórfelldri landkynningu. Með þeim sjóðum erlendum sem við urðum aðilar að í síðustu ríkisstjórn hefur reynst unnt að tryggja verulega fram- leiðslu íslenskra kvikmynda. Með því að skerða Kvikmyndasjóð er verið að þrengja möguleika ís- lenskrar kvikmyndaframleiðslu til að sækja fé í aðra kvikmyndasjóði. Á móti hverri krónu sem er skorin niður í Kvikmyndasjóði ríkisins tapast margar krónur í erlendum sjóðum. Það að skera niður Kvik- myndasjóð er eins og að skjóta sig í fótinn í miðju ferðalagi. Það er ein- faldlega heimskulegt. Núverandi ríkisstjórn skilar illa við í menningarmálum. Hún hefur skorið niður fé til menntamála í heild um liðlega tvo milljarða króna frá 1991 miðað við fjárlaga- frumvarpið og hún hefur að auki lagt virðisaukaskatt á alla menning- arstarfsemi. Sennilega borgar sú skattheimta öll framlög til menn- ingarinnar í raun. Menningin borgar sín framlög sjálf! Og svo mikið er þá víst: Að menningin fær ekki batann í efnahagsmálum, fremur enn skólarnir, atvinnulaus- ir, sjúklingar, skuldarar. Batinn er bara fyrir ræður Davíðs Oddsson- ar. ■ Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga og fyrrverandi menntamáiaráðherra Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, HalidórÁsgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.