Helgarpósturinn - 14.11.1994, Síða 8

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Síða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 smaa letriö Kynslóðin sem man allt sem engu skiptir Þórarinn Eldjárn var að senáa frá sér bók. Hún heitir „Ég man“ og hefur und- irtitilinn „480 glefsur úr gamalli nútíð". ( eftirmála stefndur að bókin sé stolin hugmynd frá franska rithöfundinum Georges Peres. Hugmyndin gengur út á að skrifa hjá sér fánýtt og ómerkilegt smælki sem allir á svipuðu reki eigi sameiginlegt. Tíu dæmi af handahófi úr bók Þórarins: „Ég man kjötbúðina á Sólvallagötu 9 og spjald upp á vegg sem á stóð „Fíl- hraust börnin borða ost“. „Ég man Skoruvík á Langanesi." „Ég man Þjóðvamarflokkinn og Frjálsa Þióð.“ „Eg man umræðuþætti Sigurðar Magn- ússonar í útvarpinu. Hétu þeir Spurt og spjallað?“ „Ég man sokkaverksmiðjuna Evu á Akranesi.“ „Ég man stöðurnar í fótboltanum: Kantur, ving, senter, habbakk, haffsent, fúllbakk. Víti hét stroffí og rangstaða að vera á sæd.“ „Ég man Southern Comfort." „Ég man tvistbeltin." „Ég man Jón B. Gunnlaugsson." „Ég man „Hrein torg, fögur borg“.“ Það eru 480 svona glefsur í bókinni. Hún endar á „Ég man þegar ég eignað- ist fyrst greiðu úr „plastiki“.“ Þórarinn Eldjárn er af sextíuogáttakyn- slóðinni. Fyndnu kynslóðinni, sem ein- hver kallaði svo. Þessi kynslóð hefur helst sett mörk sín í listasöguna með endalausum smásögum og smámynd- um af sjálfum sér. Ekki sjáifum sér sem einstaklingum heldur fyrst og fremst sjálfum sérsem kynslóð. Hún er í enda- lausri leit að identitíi, einhverjum sönn- unum þess að hún sé til sem kynslóð og eigi sér einhvem bakgrunn sem sameinar hana. Þannig eru Ijóð og sög- ur Þórarins, Einarana, Steinunnar og allra hinna og þannig eru myndir Hrafns og Friðriks. Við hin sem annað hvort komum á undan eða eftir þessari kynslóð kunnum orðið ut- an að sjónvarpsdagskrána í Kananum þegar þau voru ung, prógrömmin í bíó- unum, auglýsingarnar sem héngu uppi á veggjum, verslanirnar sem þá voru opnar. Hvert um sig hefur þetta fólk sagt okkur frá dauða Kennedys, jóla- eplunum, fyrstu uppáferðunum og öll- um dúfunum sem þau áttu. Bók Þórar- ins er nokkurs konar endapunktur við þesasa leit. Það er erfitt að sjá hvernig henni getur haldið áfram. Að hverju er hægt að komast þegar Ijóst er að Þór- arinn man bæði eftir hrismjölsvelling, sjónvarpsþætti The Monkees og tví- bökum sem voru muldar út í sætsúpu. ( þessum staðreyndum kristallast sjálfs- mynd þessarar kynslóðar. Þetta er kyn- slóðin sem man svo margt vegna þess að henni finnst svo merkilegt að hún skuli muna. En það má líka nota bókina hans Þórar- ins til að átta sig á hverju þessi kynslóð man ekki eftir. Og ef til vill liggur identí- tet hennar einmitt i því frekar en öllu því smáa sem hefur safnast í hausnum á henni. Þórarinn er svo Ijúflegur að hann hefur nafna- og atriðaskrá aftast í bókinni. Þar kemur fram að hann man eftir Allan Delon en ekki Davið Oddssyni. Hann man eftir Dögum víns og rósa en ekki Degi Sigurðarsyni. Hann man eftir Hjalta litla en ekki Hrafni Gunnlaugs- syni. Hann man eftir Nínu og Friðriki en ekki Nixon. Hann man eftir KRON við Skólavörðustíginn en ekki Kastró. Hann man eftir Valdimari Örnólfssyni en ekki Víetnam. Hann man eftir Sigurði A. Magnússyni en ekki Sartre. Hann man eftir Dýrlingnum en ekki Bob Dyl- an. Hann man eftir DBS-hjólum en ekki Dieter Roth. ■ Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra hafnaði Unni Kristjánsdóttur á framboðslista. I framhaldi af því sagði hún sig úr miðstjórn og framkvæmdastjórn flokksins „Alþýðubandalags- konur tolla skemur á framboðslistum“ Unnur Kristjánsdóttir hlaut ekki náð fyrir augum uppstillingarnefndar hjá Alþýðubandalaginu í norðurlandskjördæmi vestra. „Alþýðubanda- lagið hefur lengi gefið sig út fyrir að vera flokkur sem leggur áherslu á jafnrétti kynjanna en samt er það undantekning ef konur sitja í launuð- um nefndum og ráðum. „Alþýðubandalagskonur tolla skemur á framboðslistum en konur í öðrum flokkum,“ segir Unnur Kristjánsdóttir frá Blönduósi sem var hafnað af uppstillingarnefnd í 4. eða 5 sæti, sem hún sóttist eftir á framboðslista Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra fyrir komandi alþingiskosningar. Ekki er ljóst hver mun skipa sætið. „Ég gaf kost á mér því það var búið að margkalla eftir tillögu í þessi sæti. I uppstiilingarnefnd sitja eintómir karlmenn, formenn Al- þýðubandalagsfélaganna. Ég hafði stuðning um tíu kvenna úr Húna- vatnssýslu en það hafði ekkert að segja. Alþýðubandalagið hefur lengi gefið sig út fýrir að vera flokkur sem leggur áherslu á jafnrétti kynj- anna en samt er það undantekning ef konur sitja í launuðum nefndum og ráðum fyrir flokkinn." Tilgáta Unnar er sú að konur sitji að meðaltali skemur í efstu sætum framboðslistanna hjá Alþýðu- bandalaginu en konur hjá Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki. Hún segir að færri konur sitji ofarlega á listum þessara tveggja flokka í sam- anburði við hennar flokk en þær hafi hins vegar tækifæri til að sitja lengur. „Ein skýringin er vafalaust sú að lengi hafa verið starfandi kvenfélög Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar. „Það er nokkuð til í því að ef farið er út fyrir þing- mannahópinn þá sitji karlmenn frekar í nefndum og ráðum fyrir flokkinn en konur.“ innan Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks en fyrir nokkrum mánuðum var fyrst sett á fót félag Alþýðu- bandalagskvenna. Ég hygg að hjá Framsóknarflokknum séu fram- boðsmál kvenna í svipuðum farvegi og hjá okkur í Alþýðubandalag- inu.“ Unnur hyggst ekki starfa frekar í framkvæmda- og miðstjórn Al- þýðubandalagsins vegna þessa máls en hún ætlar ekki að segja sig úr flokknum. Hún skipaði 3. sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar 1987 en var í því 10. fyrir síðustu kosningar. í fimm ár var hún gjald- keri flokksins. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir að Alþýðu- bandalagið sé með kynjakvóta þeg- ar um er að ræða trúnaðarstörf í miðstjórn og framkvæmdastjórn og væri þá miðað við 40 prósent hlutfall kvenna. Sú regla gildi hins vegar ekki ennþá um framboðslist- ana. „Ég hef ekki kannað hvort konur sitji skemur á framboðslist- um okkar en í öðrum flokkum og treysti mér ekki til að fullyrða um það. En það er nokkuð til í því að ef farið er út fyrir þingmannahópinn þá sitji karlmenn frekar í nefndum og ráðum fyrir flokkinn en konur," segir Guðrún. „Konur í öllum flokkum hafa átt undir högg að sækja í stjórnmálum. Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins. „Konur hafa lengi verið á fram- boðslistum okkar og verið áber- andi. Þessi mál þarf hins vegar að bæta hjá okkur eins og hjá öðrum flokkum." 1 öðrum flokkum hefur konum far- ið fjölgandi að undanförnu en hjá okkur hefúr þróunin staðið í stað.“ MORGUNPÓSTURINN bar tilgátu Unnar undir Ólaf Ragnar Gríms- son, formann Alþýðubandalagsins. „Fljótt á litið held ég að þessi tilgáta sé ekki rétt þó ég hafi ekki séð neina sérstaka athugun á því. Konur hafa lengi verið á framboðslistum okkar og verið áberandi. Þessi mál þarf hins vegar að bæta hjá okkur eins og hjá öðrum flokkum.“ -HM Bætifláki Sviksemi hefur aukist í sölu á notuðum bílum í Tímanum í síðustu viku greinir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags ís lenskra bifreiðaeigenda, frá því að mikil aukning hafi orðið hjá tæknimanni og lögmanni félagsins vegna mála sem tengjast ákveð- inni sviksemi í sölu á not- uðum bílum og nefnir hann bæði sölu bíla í gegnum dag- blaðaauglýsingar og á bílasölum. Það hefur löngum loðað fremur við stétt bílasala en aðrar stéttir að þar væri að finna rnenn sem víluðu ekki allt fýrir sér í viðskiptum. Orð Runólfs og þau dæmi sem hann nefnir til sögunnar, benda til þess að það álit sé ekki alfarið úr lausu lofti gripið, en hann segir meðal annars í Timanum að það hafi færst í vöxt að logið sé til um ástand bíla þar sem vísvitandi eru gefnar upp 1 rangar upplýsingar um I ástanda ökutækjanna. Að sögn Runólfs er þetta vandmaál sífellt að verða umfangsmeira eftir því sem harnað hefur í ári á bílamark- aðinum. Viktor Urbancic bílasali „Það er alltaf verið að klína svona málum á bílasalana. Ef einhver kaupir bíl af bílasala sem bilar viku seinna er sagt að að helvítis bílasalinn hafi platað ónýtum bíl inn á viðkom- andi. Það eru rúmlega 60.000 bílar sem skipta um eigendur á hverju árí og ég held að þessi dæmi, kannski 200-300 kærur hjá FÍB á ári, séu fá miðað við þann fjölda af bílum sem skipta um eigendur. Ég held að það sé áreiðanlega minna um svik- semi i bílaviðskiptum en í ýms- um öðrum viðskiptum, sjáðu til dæmis kjötiðnaðarmennina sem bæta kindakjöti í nauta- hakkið. Það eru fleiri hundruð manns sem vinna við þetta fag, það eru um það bil 30 bílasölur í Reykjavík og 3-5 sölumenn á hverri, og auðvitað eru ein- hverjir glæpamenn í hópnum eins og er í öllum greinum. Þetta eru kannski tveir til þrír aðilar sem allir vita að eru óheiðarlegir en það er bara ör- litið prósent af hópnum. Það er fullt af góðum drengjum sem vinna við þetta. Mér finnst ekki ólíklegt að þessi aukna svik- semi sé fyrst og fremst í milli- liðalausri sölu bíla í gegnum smáauglýsingar. Núna eru komin ný lög um að menn verði að þreyta ákveðin próf til að fá löggildingu sem bíiasalar á sama hátt og fasteignasalar og verðbréfasalar, þessi lög kveða einnig á um það að bílasalar beri ábyrgð á samningsgerð- inni og fyrir 1. mars á næsta ári eiga allir bílasalar að vera bún- ir að leggja fram ákveðna tryggingu. Eftir að þessi lög taka gildi verður verra að versla bíl í gegnum dagblöð þar sem engin ábyrgð er, en á bíla- sölu, þvf ábyrgð bílasala vegna samningsgerðarinnar er mjög skýr.“ ■ Grindavík Kona kærir nauðgun Um hálfátta-leytið að morgni sunnudagsins kærði kona á fertugs- aldri karlmann á þrítugsaldri fýrir nauðgun. Hin meinta nauðgun átti sér stað á heimili konunnar og voru ekki aðrir en þau á heimilinu. Hinn grunaði var handtekinn og færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Kefla- vík. ■ Reykjavík Brotist inn ítónlistar- skóla Aðfaranótt laugardags var brotist inn í tónlistarskóla í Skeifunni. Litlu var stolið en töluverðar skemmdir unnar á húsnæðinu. Ekki er ljóst hver eða hverjir voru þarna á ferð en málið er í rannsókn. ■ Hafnarfjörður Brotistinn íTilveruna Óvelkomnir gestir gerðu sig heimakomna í veitingastaðnum Til- verunni í Hafnarfirði aðfaranótt laugardagsins. Einhverju áfengi var stolið en litlar skemmdir unnar á staðnum. Þjófarnir eru enn ófundn- ir. ■ Vestmannaeyjar Ólæti eftir SSSól-ball Mikill gleðskapur var í Vest- mannaeyjum aðfaranótt sunnudags- ins í kjölfar tónleika SSSól í Höfðan- um. Einn var tekinn fýrir ölvunar- akstur, annar gisti fangageymslur lögreglunnar fýrir ölvunaróspektir og miklar skemmdir voru unnar á bíl, meðal annars var stungið á öfl dekk bílsins. Fram eftir morgni var talsverður erill hjá lögreglunni, ekki síst vegna ólæta í heimahúsum. ■ Selfoss Þriár veltur vio Mókeldu Þrír bílar ultu á sama hálkublett- inum um helgina. Lögreglan á Sel- fossi segir orsökina ísingu sem myndaðist á Suðurlandsvegi í Flóan- um til móts við Mókeldu. Nýr BMW og Wolksvagen Jetta ultu á laugar- deginum og á sunnudeginum valt jeppi með þrjá hesta í kerru á sama stað. I kjölfar þriðju veltunnar var sandur settur á ísingakaflann. ■ Akureyri Rúðubrot ÍKEA Aðfaranótt laugardagsins var nokkuð erilsöm á Akureyri. Ölvaður karlmaður braut rúðu í vörugeymslu KEA og gisti fangageymslu lögregl- unnar og kona braut rúðu í verslun- inni Hjá Hönnu. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur og drukkinn maður gekk fýrir bíl við ráðhústorg- ið. Hann var fluttur á sjúkrahús en meiðsl hans voru ekki alvarleg. ■ Borgarnes TværveHur við Grafarkot Um þrjúleytið á föstudaginn fóru tveir biíar útaf á þjóðveginum við Borgarnes hjá eyðibýlinu Grafarkot. Tæp klukkustund leið mifli bílvelt- anna en hálka hafði myndast á vegin- um. Bílarnir voru nokkuð skemmdir en engin slys urðu á fólki. ■

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.