Helgarpósturinn - 14.11.1994, Qupperneq 13
r
It'
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994____________________________MORGUNPÓSTURINN ERLENT_______________________________________________________13
Evrópusambandið
Svíarsegja já
Fylgismenn Evmpusambandsaðildar unnu góðan sigur íþjóðaratkvæðagreiðslunni í Sviþjóð. Sænskir stjómmála-
menn eru himinlifandi og kollegar þeirra í Evrópu fagna inngöngu Sviþjóðarí Evmpusambandið.
Það fór eins og skoðanakannanir
spáðu að mjótt var á mununum í
þjóðaratkvæðagreiðslunni í Svíþjóð
í gær. Evrópusambandssinnar
höfðu þó ágætan sigur og fengu
52.2 af hundraði atkvæða gegn 46.9
atkvæða andstæðinga aðildar að
Evrópusambandinu. Aðeins 0.9
prósent kjósenda skiluðu auðu.
Kjörsókn var 82 af hundraði sem
þykir nokkuð gott.
Stjórnmálamenn í Svíþjóð sem
hafa lagt allt undir til að koma
landinu inn í Evrópusambandið
voru að vonum mjög ánægðir. Ing-
var Carlsson forsætisráðherra lýsti
yfir sigri í kosningunum á tíunda
tímanum í gær og sagði að þetta
væri „gott fyrir Svíþjóð og gott fyrir
Evrópu“.
Carl Bildt, fyrrum forsætisráð-
herra og helsti leiðtogi hægri-
manna, tók í sama streng og sagði
að þetta væri stór dagur fyrir Sví-
þjóð.
Líkt og búist hafði verið við kaus
fólk til sveita og í norðurhéruðum
Svíþjóðar flest gegn Evrópusam-
bandinu. I borgunum Stokkhólmi
og Málmey hafði Evrópusam-
bandsaðild hins vegar nokkuð yfir-
gnæfandi fylgi.
Evrópskir stjórnmálamenn hafa
verið mjög fagnandi yfir þessum
úrslitum. Klaus Kinkel, utanríkis-
ráðherra Þýskalands, hrósaði
Svíum fyrir hugrekki. Franz Vran-
itzky, kanslari Austurríkis, sagðist
hæstánægður með að fara í sam-
fylgd með Svíum inn í Evrópusam-
bandið. Niels Helveg Petersen, ut-
anríkisráðherra Danmerkur, óskaði
þeim til hamingju og sagði að þetta
væri tímamótaatburður, ekki bara
fyrir Svía, heldur fyrir Norðurlönd
og fyrir Evrópu. „Svíar verða góðir
meðlimir í Evrópu og við Danir
hlökkum til að starfa með þeim á
þeim vettvangi.“
Jacques Delors, sem brátt lætur
af störfum formanns framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins,
leyndi heldur ekki ánægju sinni.
Hann sagði að þetta væri í fyrsta
lagi traustsyfirlýsing til Evrópu og í
öðru lagi væri það ánægjulegt að
auðga Evrópu með stefnu Svía í fé-
lags- og umhverfismálum.
Þetta þýðir að Svíþjóð mun
ganga inn í Evrópusambandið í
byrjun næsta- árs, 1. janúar 1995.
Ásamt Svíum munu Finnar og
Austurríkismenn ganga í bandalag-
ið — og ef til vill Norðmenn. Þar
hafa verið teikn á lofti um að lands-
menn muni líklega hafna aðild að
Evrópusambandinu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu 28. nóvember og til
þess benda allar skoðanakannanir.
Úrslitin í Svíþjóð eru talin geta
breýtt miklu þar um. Norðmenn
hafa mjög mænt yfir landamærin
til Svíþjóðar og víst er að þessi sigur
sænskra Evrópusambandssinna
veldur andstæðingum Evrópusam
Kosningaúrslitin í Svíþjóð fá
Ingvar Carlsson greiðir atkvæði í gær: „Gott fyrir Svíþjóð og gott fyrir Evrópu.'
blendnar viðtökur í Noregi. Stuðn-
ingsmenn inngöngu Noregs í Evr-
ópusambandið voru himinlifandi
og fögnuðu Torbjörn Jagland, for-
maður Verkamannaflokksins, og
Jan Petersen, formaður Hægri-
flokksins, úrslitunum. Sá síðar-
nefndi sagði að nú væri aðeins
spurt um hvort Noregur vildi
standa einn eða hvort hann vildi
hafa áhrif á umhverfi sitt.
Anne Enger Lahnstein, formað-
ur Miðflokksins og einn helsti leið-
togi Evrópusambandsandstæðinga,
sagði að hún hefði ekki breytt þeirri
skoðun sinni að Norðmenn myndu
hafna aðild. Erik Solheim, leiðtogi
sósíalista, sagði að hörð barátta yrði
háð næstu vikurnar og hélt því
fram að nú myndu Evrópusinnar
ausa fé í gríðarlega auglýsingaher-
ferð. „Við munum fá að horfa upp
á aðferðir sem við þekkjum ekki
nema frá Bandaríkjunum," sagði
Solheim.
Indónesía
Clinton hítftir
Asíuleiðtoga
Gates kaupir Leonardo
Upplýst hefur verið að það var Microsoft-kóngurinn, Bill Gates, sem
keypti handrit eftir Leonardo da Vinci á uppboði á föstudag. Hand-
ritið sem inniheldur teikningar og útlistanir eftir meistarann var boð-
ið upp hjá Christie’s uppboðshúsinu, en áður var það í eigu auðkýf-
ingsins Armand Hammer. Gates greiddi um tvo milljarða fyrir verkið.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
kom í gærkvöld til Djakarta í Ind-
ónesíu. Þar á hann fund með helstu
leiðtogum Asíuríkja og er umræðu-
efnið bvernig hægt sé að brjóta nið-
ur viðskiptamúra milli ríkjanna.
Það eru fulltrúar átján ríkja sem
sitja fundinn, meðal þeirra Jiang
Zemin forsætisráðherra Kína og
Tomichi Murayama forsætisráð-
herra Japans.
Clinton þarf nauðsynlega á því að
halda að einhver árangur verði af
fundinum eftir hroðalega útreið
Demókrataflokksins í þingkosning-
unum á þriðjudaginn. Auk efna-
hagsmála verður rætt um Norður-
Kóreu og kjarnorkuvæðinguna þar í
landi.
Heimsókn Clintons fer frapi í
skugga atburða sem gerst hafa í
bandaríska sendiráðinu í Djakarta.
Þar hafa tuttugu og níu stúdentar
frá Austur-Timor setið í tvær næt-
ur. Þeir heimta að Bandaríkjamenn
leggi þeim lið í baráttunni gegn Ind-
ónesíumönnum. Austur-Timor var
áður fyrr portúgölsk nýlenda, en
Indónesíumenn lögðu landið undir
sig eftir að því var veitt frelsi 1975.■
Clinton reynir að bjarga andlitinu.
Mótmæli á Ítalíu
Vinnið meira
segir Berlusconi
Einhver stærsta mótmælaganga
fyrr og síðar var farin í Róm um
helgina þegar rúmlega milljón ítalir
flykktust út á götur að frumkvæði
verkalýðsfélaga. Fólkið mótmælti
áformum stjórnvalda um að skera
niður í heilbrigðiskerfinu og lækka
eftirlaun. Mótmælin þóttu fara
mjög friðsamlega fram og minntu
reyndar nokkuð á kjötkveðjuhátíð.
Verkalýðsfélög vilja að fjárlagatil-
lögur verði endurskoðaðar og saka
Silvio Berlusconi forsætisráð-
herra um að umgangast sig með
fýrirlitningu.
Berlusconi hafði svar á reiðum
höndum. Skilaboð hans til göngu-
manna voru: „Menn eiga að vinna,
ekki leggja niður vinnu.“ Hann seg-
ir að það séu einfaldlega ekki til
meiri peningar.
Vinstri menn segja að ummæli
Berlusconis minni skuggalega á
tíma Mussolinis. í göngunni voru
borðar þar sem stóð að hann væri
nýr duce. Vinstri flokkar þjarma nú
nokkuð að ríkisstjórn Berlusconis
og í dag þarf hann að verjast van-
trausti í þinginu. Ekki bætir það úr
skák að samstarfsmenn Berlusconis
í ríkisstjórn, Gianfranco Fini for-
maður nýfasista og Umberto
Bossi formaður Norðurfylkingar-
innar, sækja líka að honum. Þeir
Berlusconi: Nýr duce?
hyggjast að vísu styðja Berlusconi í
þinginu í dag, en Bossi lýsti því þó
yfir að hann væri fullur skilnings á
áhyggjum eftirlaunaþega.B
Taslima Nasrin
„Kóraninn er
sögubók"
Taslima Nasrin, rithöfundur-
inn frá Bangladesh sem íslamskir
bókstafstrúarmenn hafa dæmt til
dauða, ætlar ekki að láta kúga sig.
Um helgina var hún í Ástralíu og
lýsti því yfir í sjónvarpsviðtaii að
Kóraninn, trúarrit múslima, sé
sögulegt rit. Hún sagði að öll trúar-
brögð stuðluðu að kúgun kvenna,
þau væru því tímaskekkja. Aðspurð
hvort hún óttaðist ekki að tala
svona sagði hún að bókstafstrúar-
menn væru vissulega óðir og stór-
hættulegir. „En,“ bætti hún við, „ég
er manneskja og hef fullan rétt til
að segja hug minn allan.“ ■
Taslima Nasrin: „Ég er mann-
eskja og hef fullan rétt til að segja
hug minn allan."
hommal
Kaþólskur prestur, 67 ára að
aldri, fannst látinn í hommabaðinu
Incognito í miðborg Dublin í gær.
Að sögn starfsmanna baðhússins
var hann fastagestur. Það var lán
prestsins að þarna voru líka staddir
tveir starfsbræður hans sem gátu
veitt honum síðustu smurningu. ■
Ræningjar
Kínverjar sýna afbrotamönnum
enga linkínd frekar en fyrri daginn
og á laugardag var skýrt frá því að
átta lestarræningjar hefðu verið
teknir af lífi. Glæpaflokkurinn
hafði rænt lestir í Mið-Kína 47
sinnum síðasta árið og hafði haft
sem nemur þremur og hálfri millj-
ón íslenskra króna upp úr krafsinu.
Aftökur í Kína fara fram með því að
skjóta byssukúlu af stuttu færi í
höfuð dauðadæmdra.H
Zhírínovskjj
nóg boðið
Rússneski þjóðernissinninn
kjaftfori, Vladimir Zhírínovskíj,
segist vera orðinn leiður á að vera
eilíflega spurður hvort hann sé gyð-
ingahatari, aðdáandi Hitlers og
hvort hann vilji að Rússland eignist
Alaska og Finnland á nýjan leik.
Zhírínovskíj dvaldi hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York um helgina
og sagði á fundi með blaðamönn-
um að oftar en ekki hefði verið snú-
ið út úr ummælum sínum. ■
BushogGor-
batsjov vinir
George Bush fyrrverandi
Bandaríkjaforseti og Mikhail Gor-
batsjov fýrrum Sovétleiðtogi stálu
senunni á fundi stjórnmálahugsuða
og gamalla pólitíkusa sem haldinn
var í Rimini á Ítalíu í gær. Bush tal-
aði fallega um mótherjann sinn
gamla og sagði að það hefði verið
ánægjulegt að starfa með honum.
Hvemig kusu Kanar? Rebúblikanar unnu sem kunn- ugt er stórsigur í bandarísku þing- kosningunum á þriðjudag. En það er ekki sama hverjir kjósa. Eins og sést á meðfylgjandi töflum er gríðarlegur munur á stuðningi re- búblikana og demókrata eftir því hvort fólk er gyðingar, kaþólikkar, menntafólk, karlar eða konur.
llKyn D R
Karlar 57% 43%
Konur 47% 53%
R
Hvítir 42% 58%
Svartir 91% 9%
. Spænskættaðir 61% 39%
| Aldur D R
18-29 50% 50%
30-44 46% 54%
45-59 48% 52%
60 og eldri 49% 51%
1 Menntun D R
Grunnskólapróf 61% 39%
Framhaldspróf 48% 52%
Háskólanám 41% 59%
Háskólapróf 45% 55%
1 1 Trú D R
Mótmælendur 40% 60%
Kaþólikkar 50% 50%
Aðrir kristnir 49% 51%
Gyðingar 81% 19%
Trúleysingjar 60% 40%
t