Helgarpósturinn - 14.11.1994, Síða 14
14
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994
Pásturihn
Utgefandi
Ritstjórar
Fréttastjóri
Framkvæmdastjóri
Markaðsstjóri
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Miðill hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Þórarinn Stefánsson
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Tímamót
Með þeirri ákvörðun fyrrverandi félagsmálaráðherra, að segja
af sér í kjölfar umræðna og efasemda um þann siðferðislega
grunn, sem ýmsir þættir í embættisfærslu hans byggðust á, hafa
orðið umtalsverð tímamót í pólitískri umræðu á íslandi. Fáir ef-
ast um, að Guðmundur Árni gerði rétt í að láta af embætti, og
það endurspeglast í nýrri skoðanakönnun, sem Morgunpóstur-
inn gerði um helgina og birtist í blaðinu í dag, þar sem um 95
prósent aðspurðra telja ákvörðun hans rétta.
En það býr talsvert meira að baki siðferðisumræðu síðustu
vikna og mánaða en mál Guðmundar Árna ein og sér. I víðasta
skilningi snýst umræðan um það hvernig farið er með fjármuni
almennings og með hvaða hugarfari opinberir valdsmenn,
kjörnir eða ráðnir, rækja sín störf.
Því verður að treysta, að stjórnmálamenn - sér í lagi ráðherr-
ar - hafi lært sína lexíu af máli Guðmundar Árna. Sumt af því
sem áður var tekið gott og gilt í embættisfærslu ráðherra verður
einfaldlega ekki liðið lengur. Að gefnu þessu fordæmi félags-
málaráðherrans fyrrverandi munu ráðherrar framvegis gjalda
fyrir sambærilega háttsemi með starfi sínu. Jafnvel þótt þeir
komist ekki að þeirri niðurstöðu sjálfir, þá mun almenningur
hér eftir refsa þeim stjórnmálaflokkum grimmilega, sem líða
ráðherrum sínum vinnubrögð af þessu tagi.
Almenningsálitið hefur einfaldlega breyst, - kröfurnar hafa
aukist og stjórnmálamönnum og flokkum er hollast að komast
sem fyrst í takt við tíðarandann.
Það er í raun lítil hætta á öðru, en að stjórnmálamenn muni
hér eftir ganga hægar um gleðinnar dyr, því þeir eiga allt sitt
undir því. Það er meiri hætta á því, að þaulsætnir og sjálfum-
glaðir embættismenn í æðstu stöðum læri bæði seint og illa,
enda virðast þeir ekki þurfa að standa einum eða neinum skil
gerða sinna, - - jafnvel ekki ráðherrum. Guðmundur Árni sagði,
að sumt af því sem þótti ámælisvert í framgöngu hans hafi í
raun aldrei komið inn á hans borð, heldur verið afgreitt af til-
teknum embættismönnum.
Ráðherra getur auðvitað ekki vikist undan hinni pólitísku
ábyrgð á gjörðum undirmanna sinna, en þeir eiga heldur ekki
að komast undan hinni faglegu ábyrgð gagnvart honum.
Sum þessara atriða eru þess eðlis, að hafi embættismenn tekið
um þau ákvarðanir, án afskipta eða tilmæla ráðherra, hefði átt
að víkja þeim úr starfi þegar í stað. Raunar er verulegur hluti
skýrslu Ríkisendurskoðunar einn samfelldur áfellisdómur yfir
því hvernig rekstri heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins er
háttað.
Einföldustu bókhaldsreglum er ekki fylgt, - uppáskriftum
reikninga og eftirliti með ýmsum kostnaðarliðum er ábótavant
og þar fram eftir götunum. Um utanlandsferðir á vegum ráðu-
neytisins segir Ríkisendurskoðun meðal annars: „Mörg dæmi
eru um að margir mánuðir líði frá lokum ferðar þar til uppgjöri
hennar er lokið með ferðareikningi. Slíkar ferðir ber að gera upp
innan mánaðar frá því að þeim lýkur skv. reglum nr.39/i992a.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar og raunar ýmislegt annað, sem
fram hefur komið um rekstur þessa ráðuneytis undanfarnar
vikur, gerir það óhjákvæmilegt, að starfshættir þess verði endur-
skoðaðir frá grunni. Mönnum hrýs hugur við því, að fjárfrek-
asta ráðuneyti ríkisins skuli vera rekið með þessum hætti.
Aðalatriði málsins er þó það, að öll þessi umræða undanfarn-
ar vikur og mánuði hefur verið til góðs, og hún mun bæta
stjórnsýsluna í þessu landi.
Og þótt einum kafla sé nú lokið má aðhaldinu með valds-
mönnum aldrei linna.
Páll Magnússon
Posturmn
Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, simi 2 22 11
Beinir símar eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999
Símbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Símbréf afgreiðslu 22311
Ummæli
Aþáað sf, Ad.% )
leggja niður L>
dómstólana? W
„Dœmið ekki j'vo að ^i í
þér verðið ekki sjálfir
dæmdir. “ &JL '
Guðmundur Árni sið-
bótarábóti LA'J
Er ráðherrann, Ríkisendur-
skoðun eða qölmiðlamir
óværa?
„Með þessari ákvörðun sinni
hjálpaði Guðmundur Alþýðuflokkn-
um að reka þessa óvœru af sér... “
Jón Baldvin Hannibalsson varnarjaxl
„Ég tel þess vegna að sú afstaða
sem ég tók, að boða vantrauststillög-
una, hafi sett þessa atburðarás í
ákveðinn farveg sem hafi leittþetta
til lykta. “
Ólafur Ragnar Gump
Tíminn andsnúinn konum
Það er hcegt að tína til ótal höf-
unda, karla og konur, sem kannski
hefði verið ástœða til aðfialla um í
þættinum. Tíminn leyfði það því
miður ekki. “
Jón Hallur Stefánsson karlrembusvín
Að lýsa eða leysa
Fastur liður í daglegum störfum
mínum er að taka upp ókjör af
pósti. Dágóður hluti hans eru viða-
mikil rit sem útlista atvinnuleysi
víða um heim. Þegar maður horfir
á haugana sem hlaðast upp af
skjalabunkum af þessu tagi þá
kviknar auðveldlega sú hugmynd
að full miklu púðri sé eytt í það í
heiminum að útlista vanda at-
vinnuieysisins og of litlu í að leysa
hann.
Útbreitt vandamál
Þetta virðist eiga við á fleiri svið-
unr. Um leið og menn fara að leita
þekkingar um eitt eða annað og
komið er á samband við sæmilegar
uppsprettur upplýsinga þá gýs fram
flaumur athugana og útlistana á
hinum fjölbreytilegustu vandamál-
um. Hugmyndir að lausnum eða
raunverulegar lausnir eru á hinn
bóginn oft hlutfallslega fáar.
Mér segir svo hugur um að við
búum við hefð mennta og rann-
sókna sem gerir lýsingum of hátt
undir höfði á sama tíma og lausnir
og lausnarhyggja á stundum
ógreiða leið upp á pallborðið. Þyki
jafnvel óvirðulegt eða óraunsætt at-
hæfí innan um og saman við allar
athuganirnar. Þetta birtist meðal
annars í því að innan menntakerfis-
ins eru hvers kyns sagnaþulur, end-
urtekning á hugsunum annars fólks
eða útlistun ríkjandi ástands urn-
svifamikil og yfirgnæfandi iðja en
frumlegt, skapandi og sjálfstætt
starf oft hlutfallslega rýrt. Jafnvel
litið hornauga þar sem örlar á því.
Ofkeyrðar
endursagnir
Skoðun mín er sú að það sé búið
að ofgera svo endursögnum og eft-
irhermum þessum að margar af-
urðir menntakerfísins séu til lítils
annars nýtilegar en að herma eftir
virðulegum átóríterum. Helst
framliðnum. Ellegar að gerast spor-
göngumenn annarra sporgöngu-
manna til þess eins að endurtaka
eftir minni óg samkvæmt bestu
samvisku utanaðbókarlærða hluti.
Stundum gagnrýnislaust. Til þess
að lýsa því sem fyrir augum ber í
stað þess að bregða upp myndum
af því sem gæti verið. Til að endur-
Þungavigtin
"
1
JÓN
Erlendsson
■ yfirverkfræðingur
segja sögur fremur en að segja sög-
ur. Til að útlista fortíðina í stað þess
að skapa framtíðina. Til nærsýnnar
nafiaskoðunar fremur en hugar-
flugs.
Þörf fyrir
afrek í nútíðinni
Ljóst er að meiri þörf er fyrir fólk
sem vinnur afrek í samtímanum en
þá sem lofsyngja dauða afreks-
menn. Og þeir dauðu afreksmenn
væru vart lofsungnir nú á dögum
hefðu þeir sólundað miklum hluta
tíma síns í eftiröpun eða andaktuga
lofsöngva yfir framliðnum í stað
þess að vinna sjálfir afrek.
Engum manni ætti að geta dulist
að meiri þörf er á lausnum en lýs-
ingum. Lýsingar eru engan veginn
óþarfar. En endalausar rannsóknir
á hvers kyns ríkjandi ófremdar-
ástandi fela alls ekki trygga leið til
framfara eins og margir virðast
halda. Lausn á vandamáli felst ekki
alltaf í því að velta sér upp úr lýs-
ingu vandans. Og aldrei í því einu
og sér.
Iðulega komast lýsingarnar ekki
upp úr sporum úreltra hefða og
nálgana. Gera því iðulega sáralítið
gagn þegar á reynir þótt miklu fé
hafi verið eytt í þær. Stundum er
best að grípa til úrræða sem fela í
sér svo gerbreyttar nálganir að allar
fyrri lausnir og útlistanir ríkjandi
ástands verða haldlitlar.
Fallbyssur á
rjúpnaskytterí
Algengt fyrirbæri á sviði vísinda-
rannsókna er það þegar flóknum,
dýrum og fyrirhafnarsömum að-
ferðum er beitt til að leysa léttvæg
viðfangsefni. Viðfangsefni sem
hver meðalgreindur maður getur
séð á augabragði að muni litlu sem
engu skipta að leysa. Þetta hafa
margir frægir vísindamenn gagn-
rýnt. Má í þessu sambandi nefna
bandaríska félagsfræðinginn C.
Wright Mills. Gagnrýni á athugan-
ir sem virðast vera léttvægt stúss
kemur því ekki bara utan frá. Al-
vöruvísindamenn keppast margir
við að gagnrýna koliegana fyrir
slíkt. I þessu sambandi þarf þó að
gæta varúðar og varast að treysta
hlint á það sem virðist við fyrstu
sýn. Oft er það sem innvígðum sýn-
ist léttvægt grundvöllurinn að ein-
hverju langtum merkilegra.
Virkar lausnir
Virkar lausnir byggja langoftast á
því að skilja til fullnustu grundvöll
hvers viðfangsefnis og láta ekki
glepjast af óhóflegri og nærsýnni
skoðun hefðgróinna nálgana. Þeir
menn sem lengst hafa náð hafa iðu-
lega byggt árangur sinn á því að
reisa algerlega nýjan hugmyndaleg-
an grunn til að starfa á og varpa á
dyr ríkjandi aðferðum, sjónarhorn-
um, hefðum og viðhorfum. Þetta
hefur oft verið lykillinn að vel-
gengni þeirra. Hér má nefna menn
eins og Descartes, Buckminster
Fuller. Og þetta á ekki bara við á
sviði vísinda. Það sama gildir um
stjórnmál, stjórnun, hagræðingu,
viðskipti og fjölda annarra sviða
mannlegrar þekkingar og athafna-
semi. Bestu lausnirnar byggja oft á
því að byrja frá grunni. ■
„Endalausar rannsóknir á hvers kyns ríkjandi ófremdarástandi fela
alls ekki trygga leið tilframfara eins og margir virðast halda. Lausn á
vandamáli felst ekki alltafí því að velta sér upp úr lýsingu vandans. Og
aldrei í því einu og sér. “
ð
C
I
!
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson,
Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Óssur Skarphéðinsson.