Helgarpósturinn - 14.11.1994, Page 25

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Page 25
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 25 Þórdís Alda opnaði athyglisverða skúlptúrsýningu í Norræna húsinu á laugardaginn „Það er möguleiki að hið kvenlega og það karlmannlega geti gengið saman“ Sýning Þórdísar Öldu Sigurð- ardóttur, skúlptúrista, hófst á laugardaginn í Norræna húsinu. Þetta er fimmta einkasýning Þór- dísar en hún útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1984. Verkin eru 25, allt skúlptúrar unnir á þessu ári og flestir búnir til úr járni og textílefnum ýmiss konar; flaueli, satíni og fleiri efnum. „Ég nota mikið gamla hluti sem ég hef rambað á.“ Erþetta einhvers konar dadaismi? „Ja, þessir gömlu fundnu hlutir eru náttúrlega nytjahlutir og mundu þá flokkast undir það að vera „ready-made“, hafa þjónað öðrum tilgangi og komnir í nýtt samhengi hér. Ég tefli saman þess- um mjúku efnum og kannski þess- um hefðum kvenna í verklagi eins það sem kannski mundi flokkast og í saumaskap og fleira og síðan undir karlmannlegri vinnubrögð Þórdís Alda Sigurðardóttir mynd- listarmaður. eins og járnsuða og harðari efni.“ Er það einhveryfirlýsing? „Ekki beinlinis, mér finnst bara gaman að rannsaka hverju hægt er að koma saman: í þannig heild að hlutir renni saman í heild án þess að missa sjálfstæði sitt.“ Og íyfirfcerðri merkingu: Að sam- band karls og konu geti gengið upp? „Já, hugsanlega.“ -JBG Hálfur mánuður í opnun Þjóðarbókhlöðu yitin umskiptum kenndum Um þrjátíu fræðimannaherbergi, hátt í sjöhundruð lessæti og á ann- að hundrað einkatölvur verður hluti þess sem Þjóðarbókhlaðan hefur að geyma en hún verður formlega opnuð þann 1. desember. Bókhlaðan, sem á sér langa, langa Tímritaáskriftir Þjóðarbólchlöðunnar Dýrustu fræðiritiná allt að hálfa milljón á ári Samkvæmt upplýsingum MORGUNPÓSTSINS kosta nokkur þau fræðirita sem Þjóðar- bókhlaðan er áskrifandi að allt að hálfa milljón á ári. Þessi dýru rit er öll að finna á sviði heilbrigðis- mála og raunvísinda. Einar Sig- urðsson, landsbókavörður, segir nokkur rit á þessu verði en þau eru hins vegar afar fá. „Þau eru af- ar sérhæfð þessi tímarit,'1 segir Einar. Að sögn hans eru örfáir tugir tímarita sem kosta yfir 100 þúsund á ári. En meðalverð tíma- rita sem Þjóðarbókhlaðan er áskifandi að er á bilinu 20-30 þúsund krónur á ári og koma þau allt ffá fjórum til tólf sinnum út á ári. ■ forsögu, en undirbúningur hennar og bygging hefur staðið yfir í hálfan þriðja áratug, mun sameina Lands- bókasafnið og Háskólabókasafnið. „Landsbókasafn Islands - Há- skólabókasafn, eins og nýja bóka- safnið á að heita, verður bókasafn 21. aldarinnar sem á að geta valdið byltingarkenndum umskiptum til hins betra, bæði hvað varðar starfs- aðstöðu og umönnun þjóðarverð- mæta,“ segir Einar Sigurðsson, landsbókavörður. Að hans sögn er nú verið að flytja yfir allan ritakost- inn úr báðum söfttunum en hins vegar er ekki búist við því að þjón- ustan verði komin í endanlegt horf þegar opnað verður. Einkatölvurnar voru keyptar í senn fýrir starfsfólk og almenning og að minnsta kosti nokkrir tugir þeirra verða í notkun fyrir safn- gesti. Þar með talin verða öll fræði- mannaherbergin búin tölvum. En haft er í huga að fúllnýta og leigja út öll fræðimannaherbergin til lengri eða skemmri tíma, ýmist til fræði- manna eða þeirra sem langt eru komnir i háskólanámi, þeim að kostnaðarlausu. „I Þjóðarbókhlöðu þar sem halda á uppi fjölþættri upplýsingaþjón- ustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs, verður samankominn á einn stað mun meiri hefðbundinn ritakostur en er að finna annars staðar hér á landi, auk þess sem þjónustan verður meiri en til þessa,“ segir Einar enn- fremur. Þá segir hann að þar verði að finna efni á nýjum miðlum eins og geisladiskum, örgögn- um eins og filmum, og í tónlistar- og mynda- deild verða hljóðrit og myndbönd. Stefnt er að því í framtíðinni að fá svo í bókhlöðuna marg- miðlunarefni sem er miðill þar sem saman fara texti, hljóð og mynd. En þess má geta að safnið verður skyldu- skilasafn sem innheimt- ir samkvæmt lögum allt það sem prentað er í landinu og öll útgefin hljóðrit, en um fimmtán ár eru síðan Landsbóka- safnið fór að innheimta alla markaðsvöru hljóð- rita. Segir Einar þetta allt innheimt og geymt sem þjóðarverðmæti. Gegnir verður að telj- ast með forvitnilegri kostum safnsins, en það er bóka- safnskerfi sem Háskólabókasafn og Landsbókasafn tóku í notkun fyrir nokkrum árum en Þjóðarbókhlað- an mun nú styðjast við. Með Gegni er hægt að komast í samband hvað- anæva af landinu og erlendis frá líka. Sími og mótald er allt sem þarf. Einnig er hægt að leita í skrám og gagnasöfnum erlendis. „Áhersl- an verður ekki bara á aðföng, það Einar Sigurðsson, landsbókavörður. „Áhersl- an verður ekki bara á aðföng heldur á að- gengi að upplýsingum um allan heim.“ er efni í safninu sjálfu, heldur á að- gengi að upplýsingum, hvort sem þeirra er að leita í safninu eða með fjarskiptum." Fimmtán hundruð tímaritshefti munu liggja frammi í sérstökum hillum, eða öll nýjustu tölublöðin. Hinum eldri verður hins vegar komið fýrir í venjulegum hillum sem safngestir hafa beinan aðgang að. -GK Horfið á sjónvarp með Dr. Gunna^ Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna Ríkissjónvarpið Stöð 2 Mánudagur 14. nóvember í‘ 15.00 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós Guiding Light Bandarískur framhaldsþáttur 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Þytur í laufi (7:65) 18.25 Frægðardraumar (26:26) 19.00 Flauel 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, fþróttir og veður 20.40 Vinir (7:7) 21.10 Furður Veraldar (4:4) Höggmyndirnar i Rushmore-fjalli. 22.00 Hold og andi (3:6) 23:00 Ellefufréttir, Evrópu- boltinn og dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 Vesalingarnir 17:50 Ævintýraheimur Nin- tendo 18:15 Táningarnir í Hæða- garði 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:20 Eiríkur 20:45 Matreiðslumeistarinn 21:25 Vegir ástarinnar (3:10) Love Hurts III 22:20 Ellen (5:13) 22:45 Windsorættin (2:4) Heimildarmynd um tilgangs- lausustu fjölskyldu íheimi... 23:35 Die Hard I 01:45 Dagskrárlok Þriðjudagur 15. nóvember 13.30 Alþingi 17:00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Sumarið með Kobba 18.30 SPK(e) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Eldhúsið 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.35 Staupasteinn (21:26) 21.05 Uppljóstrarinn (2:5) Það kom nokkuð á óvart, en þessi sænski þriller um róna sem finnur þýfi i kjötfarsi er bara nokkuð góður. 21.50 Framtíð EES 22.20 Rækjuveiðará Norður-Atlantshafi 23:00 Ellefufréttir og dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 PéturPan 17:50 Ævintýri Villa og Tedda 18:15 Ráðagóðir krakkar 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:20 Sjónarmið Stefáns Jóns 20:45 Til heiðurs Michael Jordan 21:50 Handlaginn heimilisfaðir (3:30) 22:15 Þorpslöggan (3:10) 23:10 New York löggur (2:22) 00:00 Blind Judgement 01:30 Dagskrárlok Miðvikudagur 16. nóvember 13.30 Alþingi 17:00 fréttaskeyti 17:05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið (e) 18.30 Völundur (32:65) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Einn-X-tveir 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 í sannleika sagt 22.00 Finlay læknir (2:6) 23.00 Ellefufréttir 23:15 Einn-X-tveir (e) 23:30 Dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 Litla hafmeyjan 17:55 Skrifað í skýin 18:10 Heilbrigð sál í hraustum likama 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:20 Eiríkur 20:50 Melrose Place (16:32) 21:45 Stjóri 22:35 Lífið er list Siðasti þátturinn með Bjarna Hafþór. Bú hú. 23:00 Tiska 23:25 Heiður og hollusta Glory Ágætis peppmynd fyrír svertingja. 01:25 Dagskrárlok Jörfagleði er kannski fýrsti full- græni vísirinn í átt að íslenskri dansflóru. ■ Lukkuð sýning fyrir áhuga- menn um dansleikhús og ódansandi menn með dans- auga. Hallgrímur Helgason Frábœr sýning Þiöðleikhúsið Snædrottningin eftir EvgenI Schwartz Söguþráðurinn var skemmtOeg- ur. í honum voru ýmsir erfiðleikar sem krakkarnir lenda í í baráttunni gegn Snædrottningunni. Það voru mörg góð atriði í leikritinu. Það er eiginlega ekkert hægt að segja hvað var best. Boðskapurinn er um hlýja vináttu og að maður eigi ætíð að hafa hlýtt hjarta. Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Gunnlaugur Egilsson léku mjög vel í hlutverkum Kára og Gerðar. Amman var eins og ömmur eru. (Bryndís Pétursdóttir.) Sögu- maðurinn var mjög vel leikinn. (Hilmir Snær Guðnason.) Það var ómissandi að hafa hann. Ræningja- stelpan (Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir) og mamma hennar ræningjaforinginn (Anna Kristín Arngrímsdóttir) voru mjög snið- ugar. Fulltrúinn (Jóhann Sigurð- arson) og Snædrottningin (Edda Arnljótsdóttir) voru ísköld. Prins- essan (Elva Ósk Ólafsdóttirjog prinsinn (Hilmar Jónsson) voru ansi skondin. Krákurnar voru snið- ugar. (Halldóra Björnsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson.) Sýningunni var greinilega mjög vel stjórnað. (Andrés Sig- urvinsson.)Búningarnir (Þórunn Elísabet Sveinsdóttir) voru vel unnir. Þeir hæfðu leikurunum vel. Sviðsmyndin var mjög vel gerð. (Guðný B. Richards.) Það var sniðugt hvernig hún breyttist alltaf. Það má ekki segja meira um sýn- inguna svo fólk hafi eitthvað tO að forvitnast um þegar það fer að sjá hana. Ég gef henni fjórar stjörnur og mæli með henni! ■ Ég var aldrei hrædd en yngri systir mín var svolítið hrædd við púðurskotin. Hallgerður Guðrún, 10 ára Klám og ofbeldi og Logi Bergmann KASTLJÓS RÚV ★★★ Rannsóknarfréttaþátturinn Kastljós hefur verið á dagskrá RÚV síðan elstu menn muna, og rifið upp hin ýmsustu fréttakaun. í ár sjá fréttamenn stöðvarinnar um þætti til skiptis og er það fínt fýrir- komulag: þættirnir verða íjöl- breyttir og margslungnir fýrir vik- ið, og hægt er að dænta frétta- mennina persónulega eftir því hvernig þeim tekst tU. Hægt hefur verið að glápa á ým- islegt í ár: vandræðaungmcnni, geðsjúka afbrotamenn og eitthvað fleira sem ég man ekki eftir, en það skeinmtilegasta var þegar hinn snaggaralegi Logi Bergmann tók sig til og fjallaði um Internetið, eða öllu heldur klám og ofbeidi sem Internetið skaffar. Sem persónulegur áhugamaður um þetta net þótti mér svalt að Kastljós ætlaði að fjalla um málið. Netið er stærsta fjarskiptabylting sem hefur átt sér stað síðan síminn var tengdur og útbreiðsla þess er eins og góð farsótt. Nú verða hin ýmsu mál könnuð niður í kjölinn þegar Dr. Logi fer á flug í vitrænni umræðu, hugsaði ég spenntur. En Adam var ekki lengi í tölvuparadís. Þegar Logi birtist á skjánum með þetta prakkaralega glott sem hann er alltaf með, og fór að sýna okkur klámmyndir og brot af Doom var ljóst að hann ætlaði að taka efnið sárgrætilegu sorpfjöimiðlataki. „Netið er stórkostlegt samskipta- tæki,“ minnir mig að Logi hafi sagt, en síðan fór hann að bulla um klám og ofbeldi, hluti sem engu máli skipta í hinu stóra samhengi InterneLsins, og var eins og haus- laus hæna í æðubunugangi sorp- pennans, með „Við sýnum ekki það versta“ og fleiri slagara á tak- teinum. Logi, hvernig væri að gera Kast- Ijós næst um símkerfið, taka upp nokkur dónaleg símtöl og blása það síðan út af heilögunt sperringi á skrifstofu símamálastjóra og spurja: „Hvernig getur þú látið svona óátalið?!“ Eða: hörkuþátt um flutnings- getu Eimskips, þefa upp klámblað í káetu háseta — eða ennþá betra: Svissneskan vasahníf (mannskætt) — þvælast svo með fenginn heim til Harðar Sigurgestssonar, sturta úr pokanum á lóðinni hjá honum og spurja ásakandi þegar Hörður kemur í gáttina: Hörður, er þér ljóst hvílíkan sora flutninga- skip þín flytja til landsins? Með þessu sýnir þú auðvitað helling af yfirstrikuðu klámi og þá er ég viss um að þú fáir aftur endursýningu. Annars ætti maður kannski að vera Loga þakklátur. Betri auglýs- ingu hefur Internetið ekki fengið. Nú hafa allir rúnkarar landsins fyllst gríðarlegum áhuga. Bara verst að þeir fara í rosalega fýlu — og jafnvel í mál við Loga — þegar það kemur í ljós að eftiið á netinu er engan veginn 1/10 klám — OG OFTAST AFBRIGÐILEGT KLÁM! — eins og Logi fullyrti. En þrátt fýrir þennan grunna og sorplega þátt Loga hef ég fúlla trú á honum sem fréttamanni. Hann er offast frekar svalur. Kastljós er op- ið fýrir öllu, hefði maður haldið, og því hlýtur að vera næsta skref hjá Loga að gera alvöruþátt um

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.