Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGLINPÓSTURINN SPORT 31 Þýskaland Papinloks kominn á biað Staða efstu liða í þýsku Bund- esiigunni breyttist lítið eftir leiki helgarinnar. Borussia Dort- mund, Werder Brenien og Bor- ussia Mönchengladbach unnu öll leiki sína og halda því þremur efstu sætunum. Þá vann Bayern Munchen góðan sigur á Schalke og skoraði Jean-Pierre Papin sitt fyrsta mark á tímabilinu fyrir Bayern. Franski landsliðsmaðurinn Jean-Pierre Papin er kominn á skrið á ný eftir að hafa verið meiddur á hnc að undanförnu. Hann átti góðan leik með Bay- ern Munchen er liðið fékk Schalke í heimsókn á iaugardag, Jean Pierre Papin og skoraði fyrra mark Bayern, en brasilíumaðurinn Jorginho gulltryggði sigur Bæjara undir lok leiksins. Pórður Guðjóns- son og félagar hans í Bochum töpuðu cnn einum leiknum er liðið tók á móti toppliði Boruss- ia Dortmtind á föstudag. Gest- irnir settu tvö niörk en Bochum ekkert og er staða Bochum nú orðin verulega slæm á botnin- um. Þórður kom inn á sem vara- maður í seinni hálfleik og stóð sig með ágætum. Werder Bre- nten tók Stuttgart í kennslu- stund og sigraði með fjórurn mörkum gegn engu. Marco Bo- de skoraði sitt áttunda mark á tímabilinu f>TÍr Bremen en hin þrjú mörkin skoruðu þeir Bes- chastnyklt, Basler og Eilts. Á sama hátt bar Borussia Mönc- hengladbach sigurorð af Kaisers- lautern, og festi sig þar með í sessi í þriðja sæti Bundesligunn- ar. Loks tapaði Duisburg enn einum ieiknum og ketnur það fáunt á óvart. I þetta sinn var það Köin sem lagði liðið að velli. Du- isburg hefúr ekki enn unníð leik og situr eitt á botninum með að- eins þrjú stig úr þrettán leikjum. Úrslit um helgina Dynamo Dresden - Bayer Uerdingen 1:2 Bayem Munchen - Schalke 2:0 Duisburg - Köln 1:3 Freiburg - Eintracht Frankfurt 2:0 Werder Bremen - VFB Stuttgart 4:0 Bayer Leverkusen - Karlsruhe 0:0 Bochum - Borussia Dortmund 0:2 B. Mönchengladbach - Kaiserslautern 4:0 Hamburg -1860 Munchen 3:0 Staðan B.Dortmund Werder Bremen B.Mönchengladb. Hamborg Bayer Leverkusen Freiburg Bayern Munchen Kaiserslautern VFB Stuttgart Karlsruhe Frankfurt Schalke Bayer Urdingen Köln Dynamo Dresden 1860 Munchen Bochum Duisburg Markahæstir 10 - Rodolfo Cardoso (Freiburg) 9 - Andy Möller (Borussia Dortmund) 8 - Toni Polster (Köln). Stephane Chapuisat (Borussia Dortmund), Marco Bode (Werder Bremen) 7 - Heiko Herrlich (Borussia Mönc- hengladbach). 13 31:10 22 13 25:14 19 13 28:14 18 13 25:14 16 13 25:16 16 13 27:20 16 13 25:18 16 13 22:19 16 13 27:25 15 13 21:19 15 13 14:21 12 13 14:17 11 13 13:18 10 13 22:30 10 13 14:23 8 13 12:25 6 13 12:32 5 13 9:31 3 Stórleikur tólítu umferðar Svo létt, svo létt! Grindvíkingarjörðuðu granna sína. ^ Það er hægt að fullyrða að stór- leikur tólftu umferðar, leikur Kefla- víkur og Grindavíkur sem allir höfðu beðið eftir, var enginn stór- leikur. Grindvíkingar skoruðu fyrstu níu stigin og eftir það var ljóst í hvað stefndi. Það var greinilegt að Keflvíkingar voru í allt annarri vídd þegar leik- urinn hófst. Einbeiting leikmanna var engin, þeir töpuðu boltanum í gríð og erg og hittu illa. Því er óhætt að segja að fyrir Keflvíking- um hafi þetta verið leikur hinna nriklu mistaka. Hjá keppinautun- um, Grindvíkingum, gekk allt upp. Þeir náðu fljótt tíu stiga forskoti og leiddu með 24 stigum í hálfleik, 48- 24. Fyrir þeim fór Bandaríkjamað- urinn, Franc Booker, sem stýrði leik sinna manna listavel. „Booker er það sem okkur vantaði," sagði Friðrik I. Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, kampakátur í leiks- iok. „Effir að Hjörtur Harðarson fór til Bandaríkjanna vantaði okkur tilfinnanlega leikstjórnanda og fyll- ir Booker vel upp í skarð hans.“ Miðherjinn, Guðmundur Bragason, gerði Lenear Burns hjá ÍBK lífið leitt með hraða sínum og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Guð- jón Skúlason, hitti vel úr lang- skotunum. Annars er óhætt að segja að breidd liðsins hafi gert úts- lagið. Hvorki fleiri né færri en sex leikmenn UMFG náðu tveggja stafa tölu í stigaskorun en það er harla fátítt í íslenskum körfuknattleik. í upphafi seinni hálfleiks komu Keflvíkingar grimmir til leiks, ákveðnir að bæta sig. Einar Ein- arsson skoraði fyrstu átta stig liðs- ins en Grindvíkingar héldu haus, svöruðu jafnharðan og unnu sætan sigur. Eins og áður sagði var enginn einn sem stóð upp úr liði Grinda- víkur. Booker, Guðmundur, og Helgi Guðfinnsson áttu allir góð- an leik sem og félagar þeirra Guð- jón, Marel Guðlaugsson og Pétur Guðmundsson. Hjá Keflvíkingum var Lenear Burns (28 stig og 11 fráköst) allt í | öllu. Án hans væri liðið fúlasti % brandarinn á Suðurnesjum. Einar g Einarsson lék einnig ágætlega. Eitt- 'í hvað virðist liðið eiga í erfiðleikum w með Grindvíkinga því þetta var .g annar tapleikurinn í vetur gegn f þeim. Hinn tapaðist einnig stórt. £ Liðinu hefur ekki gengið vel að undanförnu og spyr maður sig hvort það sé að missa dampinn. í þessurn leik eyddi Keflavíkurliðið öllu sínu púðrij dómara og upp- skar eftir því. -eþa Valsmenn voru óhressir með eigin frammistöðu gegn ÍR-ingum í gærkvöldi. Eins og sést á myndinni er Jonathan Bow allt annað en glaður. FH-ingar komnir í 8 liða úrslit Evrópukeppninnar Mikill dsaraðardans á lokamínútunum FH-ingar mega eiga það að þeir kunna að skemmta áhorfendum. Þeir eru nú komnir í átta liða úrslit 1 Evrópukeppninni eftir sigur á tékkneska liðinu Novesta Zlín í gærkvöldi í Kaplakrika. Fyrri leikn- um, sem leikinn var á laugardag, ivktaði með jafhtefli, 20:20, eftir að FH-ingar höfðu misst sex marka forskot niður í jafntefli. Seinni leik- urinn í gærkvöld, heimaleikur Tékkanna, þróaðist svipað framan af en Hafnfirðingar sýndu mikinn karakter í lokin og sigu fram úr. FH-ingar komu grimmir til leiks í gærkvöld, skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum, og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Mest varð forskot- ið ijögur mörk, 6:10 og 10:14, en það voru hálfleikstölur. FH-ingar náðu síðan fimm marka forskoti í upp- hafi seinni hálfleiks, 11:16. Þá var eins og þeir héldu að björninn væri unninn og Tékkarnir gengu á lagið. Markvörður þeirra, Josef Kuc- erka, b)Tjaði þá að verja í gríð og erg og varði alls ellefu skot, níu þeirra í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna, 19:19, en í þetta sinn náði FH hraðlestin að síga fram úr á loka- sprettinum og sigra með þriggja marka mun, 23:26. Magnús Áma- son varði þá á nokkrum mikilvæg- um augnablikum eftir að hann kom aftur inn á, en hann náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og var skipt út af. Hann varði víti í stöð- unni 21:24 þegar fjórar mínútur voru eftir og FH-ingar spiluðu skynsamlega það sem eftir var leiksins. Það var síðan Hans Guð- mundsson sem skoraði síðasta mark leiksins úr víti þegar 23 sek- úndur voru eftir. Reyndar var seinni hálfleikur hreinn skrípaleik- ur á köflum og finnsku dómararnir þurftu að stöðva leikinn ótal sinn- um meðan gert var að „meiðslum“ Tékkanna. Þeir voru þvílíkt brot- hættir og kveinkuðu sér í hvert ein- asta sinn sem þeim var dæmt au- kakast. Þetta orsakaði miklar tafir, sem hefur án efa komið niður á gæðum handboltans. Það kom að því að dómararnir fengu nóg og spjölduðu einn þeirra fyrir leikara- skap, og eftir það voru menn nán- ast fullfrískir það sem eftir var leiksins. Sigur FH-inga var óþarflega tæp- ur og þeir hefðu átt að vera löngu búnir að hrista andstæðingana af sér. Þeir duttu ótrúlega niður á köflum en þess á milli fóru þeir á kostum með frábærri vörn og vel útfærðum hraðaupphlaupum. Hans Guðmundsson var marka- hæstur þeirra með sjö mörk en Gunnar Beinteinsson skoraði fimm og var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Hjá Tékkun- um var Karel Hracha allt í öllu og skoraði tíu mörk í öllum regnbog- ans litum. Leikmenn liðsins fá seint fegurðarverðlaun fyrir þann hand- bolta sem þeir spila og eru ótrúlega stirðbusalegir. Þeir spila samt mjög árangursríkan handbolta og virðast komast langt á hinni sálfræðilegu hlið íþróttarinnar. -RM Sagt eftir leikinn Guðmundur Karlsson, þjálfari FH: „Þessir Tékkar eru ótrúlega seigir og leika skynsamlega. Þeir léku al- veg ágætlega í þessum leik og nýttu færin mjög vel. Þeir skynja eigin getu og Iéku samkvæmt því. Við vanmátum þá alltaf og misstum gott forskot niður í jafnt, en kom- um svo aftur sterkir í lok leiks og höfðum betur. Þetta var náttúrlega annar leikurinn á tveimur dögum og þriðji leikurinn á fimm dögum, og miðað við það er ég þokkalega sáttur við hann. Allavega erum við komnir í átta liða úrslit og það er það sem skiptir máli.“ Gunnar Beinteinsson: „Það er mjög erfitt að spila við þessa leikmenn. Þeir tefja leikinn og kasta sér í gólfið. Það er alltaf verið að stoppa leikinn og maður fer alltaf niður á hælana. Þeir vita sín takmörk og hleypa okkur aldrei langt frá sér. Þeir spila rólega og skjóta aldrei nema í hundrað pró- sent færum. Þannig ná þeir að æsa okkur upp og við förum að skjóta ótímabærum skotum. Við erum með miklu betra lið en þeir en samt er alveg ótrúlega erfitt að hrista þá af sér og vinna þá. Þetta er lélegt lið handboltalega séð en spilar skyn- samlega og nýtir færin. Það er ekk- ert lið á Islandi sem spilar svona handbolta.“ Áhorfandi vikunnar er Ingvi Örn Ingvason körfuboltamaður úr yngri flokkum Vals. Hann mætir á eins marga heimaleiki og honum er auðið enda er þjálfarinn hans leikmaður í meistaraflokknum. Faðir Ingva er Bingó-Lottó sjarmörinn Ingvi Hrafn Jónsson sem var ekki síður áhugasamur en sonurinn og lét oft vel í sér heyra. Ingvi Örn var þó í því hlutverki að uppfræða föðurinn um helstu leyndardóma körfuboltans en ekki er okkur Ijóst hvernig til tókst. Körfubolti 12. umferð KR-TindastóU 85-73 KR-ingar sýndu klærnar á Nesinu og virðast til alls líklegir. Tindastóll á enn eftir að sýna að þeir séu til einhvers annars en botnbaráttunnar brúklegir. Haukar-ÍA 85-65 lón Arnar Ingvarsson og Ósk- ar Pétursson gengu fyrir Hauka- liðinu og skoruðu 21 stig hvor í öruggum sigri heimamanna. Skallagrímur -Snæfell 98-68 Snæfellingar börðust vel í byrjun en hægt og bítandi náðu heimamenn afgerandi forskoti og 30 stiga sigur varð raunin. Stigahæstir heimamanna voru Gunnar Þorsteinsson (27 stig) og Alexander Ermolinskíj (24 stig). Njarðvík-Þór 108-95 Sigur Njarðvikinga kemur fá- um á óvart enda hafa þeir sýnt bestan leik allra liða í vetur. Þórsarar eiga framtíðina fyrir sér og mun vaxa ásmegin á næstu árum. Valur-ÍR 81-86 ÍR-ingar, sem ekki nutu þjón- ustu Jóns Arnar Guðmundsson- ar, sýndti glæsilega baráttu gegn Valsmönnum í gærkvöld. Hcr- bert Arnarson sýndi frábæra takta og skoraði 45 stig. Bárður Eyþörsson var stigahæstur Vals- ara með 25 stig en hann gerði út um allar vonir sinna manna með að fá tæknivillu í blálokin, ÍR- ingar gulltryggðu svo sigurinn mcð vítaskotunum. Keflavík-Gríndavík 74-102 ÍBK: Lenear Bums 28, Einar Einars- son 15, Kristján Guðlaugsson 8, Jón Kr. Gislason 7, Davíð Grissom 5, Sigurður Ingimundarson 5, Sverrir Sverrisson 4, Albert Óskars- son 2. UMFG: Guðmundur Bragason 19, Guðjón Skúlason 16, Franc Booker 15, Helgi Guðfinnsson 15, Marel Guðlaugsson 14, Pétur Guðmunds- son 12, Unndór Sigurðsson 5, Bergur Hinriksson 2, Ingi Karl Ing- ólfsson 2, Nökkvi M. Jónsson 2. Dómarar: Helgi Bragason og Jón Bender. Staðan í úrvalsdeildinni eftir 12 umferðir: A-riðlll Njarðvík 22 stig Skallagrimur 12stlg Haukar 10 stig Pór 10 stlg ÍA 8 stig Snæfell 0 stig B-riðill Grindavík 20 stig fR 16 stig Keflavik 16 stig KR 16 stig Valur 8 stig Tindastóli 6 stig Handbolti Novesta Zlín - FH 23:26 Mörk Novesta: Hracha 10, Linek 4, Basny 3, Hejthanek 2, Pazdera 1, Vitek 1, Kolaz 1, Stekl 1 Varin skot: Josef Kucerka 11. Mörk FH: Hans G. 7, Gunnar 5, Guðjón 4, Sigurður 4, Stefán 3, Knútur 2, Hálfdán 1 Varin skot: Magnús Árnason 9/1, Jónas Stefánsson 5. Brottvisanin Novesta 10 mfnútur og FH 6 mfnútur. Dómarar: Björklund og Sundell frá Finnlandi. Dæmdu þokkalega en voru við það að missa öll tök á leiknum undir lokin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.