Helgarpósturinn - 11.05.1995, Page 4
FIMMTÚ DAGu R11
Ég kom fyrst hingað til
Islands fyrir nákvæmlega
tveimur árum og þremur
mánuðum. Eins og flestum
útlendingum sem hingað
koma um hávetur vakti
kuldinn fyrst með mér
óhug, en á móti kom að
loftið var gott og frískandi.
Það var sérstaklega gott að
anda að sér fersku, ís-
lensku lofti eftir að hafa
búið í stórborg eins og Par-
ís um langt skeið. Reyndar
finnst mér ekki bara loftið
ferskt á (slandi heldur kom
vatnið mér á óvart og svo
hvað þið búið yfir góðu
hráefni, sérstaklega kjöti
og fiski, það sama má
segja í uppistöðunni í sjálf-
um íslendingnum; hann er
mjög hreinn og beinn í eðli
sínu. Og svo eru Islending-
ar svo elegant og myndar-
legir.
Það sem kom mér mest
á óvart í fari Islendínga er
hvað þeir eru fljótir að vin-
gast við fólk. Og þá skipir
það ekki máli hvort það
eru samlandar þeirra eða
útlendingar eins og ég.
Það held ég að geri það að
verkum að hér eru menn
svo öruggir með sig og sitt.
Þessi mikla samkennd held
ég að sé forsendan fyrir því
hvað glæpir eru fátíðir á Is-
landi. Ekki eignast maður
svona fljóttvini í París!
Annað í fari Islendinga
sem ég veitti fljótt athygli
er hve þeir breytast mikið
þegar helgin fer að nálg-
ast, en strax á sunnudegi
eru þeir aftur orðnir eðli-
legir. Þeir eru alltaf
skemmtilegir en um helgar
eru þeir ekki eins afslapp-
aðir og í miðri viku.
Ég hef rekið eigin
blómaverslun um nokkurt
skeið og líka veitt þvi at-
hygli hve Islendingar hafa
sjálfstæðar skoðanir: Þeir
eru mun minna fyrir að láta
velja fyrir sig í blómavendi
en fólk frá öðrum þjóðum.
Sam
Island er skrifað af hringborði
fólks sem á rætur sinar að rekja
til útlanda en býr hér á landi.
Umboðsmaöur Alþingis áminnir barnaverndarnefnd Reykjavíkur og félagsmálaráð Kópavogs
Gaukur Jörundsson, umboðs-
maður Alþingis, hefur veitt
barnaverndarnefnd Reykjavíkur
og félagsmálaráði Kópavogs til-
tal vegna slælegra vinnubragða
í máli sem þessir aðilar höfðu
liaft til umsagnar í tæplega fjög-
ur ár án þess að niðurstaða
fengist í það.
Sá sem kvartaði við umboðs-
mann er maður sem hefur átt í
umgengnisréttardeilum við fyrr-
um sambýliskonu sína vegna
drengs sem þau áttu saman.
Hann vill ekki láta nafns síns
getið en sagði í samtali við póst-
inn að reynsla hans af viðskipt-
um við barnaverndarnefnd
Reykjavíkur og félagsmálaráð
Kópavogs væri með ólíkindum.
LEITAÐI FyR5T,TIL YF-
IRVALDA I JUIU11991
Faðirinn sneri sér fyrst til yfir-
valda um miðjan júní 1991 með
bréfi til dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins þar sem hann
lýsti því að hann hefði fengið
mjög takmarkaða umgengni við
son sinn og nú væri svo komið
að móðirin heimilaði honum
ekki að umgangast barnið.
Óskaði hann eftir því að ráðu-
neytið hlutaðist til um að hann
fengi notið umgengi við dreng-
inn. Þann 26. ágúst sama ár til-
kynnir ráðuneytið foreldrum
barnsins að málið hafi verið
sent barnaverndarnefnd
Reykjavíkur og félagsmálaráði
Kópavogs til umsagnar, en for-
eldrarnir voru búsettir hvor í
sínu sveitarfélaginu. Tæplega
ári síðar, 29. júlí 1992, tilkynnir
ráðuneytið foreldrunum að mál-
ið hefði verið sent Sýslumannin-
um í Reykjavík en samkvæmt
barnalögum frá 1992 skulu
sýslumenn fá mál sem þessi til
úrlausnar. Þegar faðirinn kvart-
aði við umboðsmann Alþingis í
september 1994 hafði sýslu-
maður ekki enn úrskurðað í mál-
inu. Eftir fyrirspurn umboðs-
manns fengust þau svör hjá
embætti sýslumanns að málið
væri í biðstöðu, þar sem um-
beðnar umsagnir hefðu ekki
borist frá barnaverndarnefnd
Reykjavíkur og félagsmálaráðu-
neytinu.
LOFA BÓT OG BETRUIU
í áliti umboðsmanns segir að
óviðundandi sé ef umsagnarað-
ili geti með töfum á því að skila
umsögn komið í veg fyrir að
annað stjórnvald afgreiði mál.
Telur umboðsmaður þær skýr-
ingar sem barnaverndarnefnd
Reykjavíkur og félagsmálaráð
Kópavogs gáfu, ekki réttlæta
þann drátt sem varð á af-
greiðslu umrædds máls. Bene-
dikt Bogason, formaður barna-
verndarnefndar Reykjavíkur,
segir aðspurður að þessar að-
finnslur umboðsmanns eigi fylli-
lega rétt á sér.
„Nefndin í Reykjavík mun
beita sér fyrir því að bætt verði
úr þessu, svo málsmeðferð
verði ekki annmörkum háð
hvað þetta varðar í framtíð-
inni.“
Að sögn Benedikts er það
fremur undantekning en regla
að dráttur sem þessi verði á
málsmeðferð hjá Barnaverndar-
nefnd Reykjavíkur en hann
bendir á að umgengnisréttarmál
séu oftast erfið viðureignar.
„Það eru ýmsar ástæður sem
geta valdið drætti sem þessum.
Málin eru rannsökuð eins og
unnt er og svo er alltaf reynt að
leita sátta milli foreldranna.
Stundum tekst samkomulag
sem slitnar síðan upp úr eftir
einhvern tíma og þá þarf að
hefja vinnu við málið að nýju,“
segir Benedikt og tekur um leið
fram að hann geri sér grein fyrir
að sá dráttur sem varð á af-
greiðslu umrædds máls hafi ver-
ið óeðlilegur. Þess má geta að
umboðsmaður tekur fram í áliti
sínu að hann fellst á mikilvægi
Framhaldskólinn á Laugum í Reykjadal
sáttaumleitana en ítrekar að
þær geti aðeins verið hluti af
málsmeðferð og barnaverndar-
nefnd beri að skila umsögn til
sýslumanns eins fljótt og unnt
er eftir að reynt hafi verið að
leita sátta.
-JK
Eftir fyrirspurn umboðsmanns fengust þau
svör hjá embætti sýslumanns að málið væri I
biðstöðu, þarsem umbeðnar umsagnir hefðu
ekki borist frá barnaverndarnefnd Reykjavíkur
og félagsmálaráðuneytinu.
lefu nemenctur reknir vegna kaupa
á vodka úr rússneskum togara
pósturinn hefur staðfestar
heimildir fyrir því að ellefu nem-
endur á aldrinum fimmtán til átj-
án ára hafi verið reknir úr Fram-
haldskólanum á Laugum í
Reykjadal fyrr í þessari viku fyrir
kaup á áfengi úr rússneskum
togara.
Málið er þannig vaxið að frá
því í vetur hafa rússneskir togar-
ar af og til lagst í höfn á Húsavík
og var einmitt einn slíkur stadd-
ur þar um síðustu helgi. En sem
kunnugt er hefur það gjarnan
loðað við Rússneska togara, sem
lagst hafa að bryggju hérlendis,
að þar sé hægt að versla vodka í
skiptum fyrir ýmsar vörur og
hafa þá rússunum þótt Lödu-bif-
reiðar fýsileg skiptimynt. A laug-
ardagskvöldið var svo haldið
unglingaball á Húsavík sem nem-
endur skólans á Laugum þyrpt-
ust á. Einhver múgæsingur virð-
ist hafa gripið um sig snemma
kvölds því samkvæmt heimild-
um póstsins vildu allt í einu fjöl-
margir nemendur skólans kom-
ast yfir áfengi úr togaranum. Til
þess að freista þess að fá áfengið
tíndu nemendurnir til margt
lauslegt, eins og leðurjakka, út-
varpsklukku, lampa og buxur og
fengu hjá Rússunum vodka án
nokkurra málalenginga. Einn
nemendanna ku hafa mætt nið-
ureftir á Lödubifreið en aldrei
þessu vant vildu Rússarnir ekki
sjá bílinn en ráku þess í stað aug-
un í skrúfulyklasett í geymslu
bílsins og út á það fékk eigand-
inn þrjár vodkaflöskur.
Fara síðan nemendur á ballið
eins og ráð var fyrir gert en um
tvöleytið aðfaranótt sunnudags
fara þeir hver af öðrum að tínast
heim af ballinu. En þess má geta
að venjulega eru fáir á heima-
vistinni á Laugum um helgar en
vegna kennaraverkfallsins var
kennsla á laugardeginum og því
gistu fjölmargir heimavistina
þessa nótt. Þegar þangað kemur
veitir húsvörðurinn ástandi
nokkurra nemenda athygli og
kallar hann til liðsauka til kenn-
aranna á svæðinu, en þegar
höfðu nokkrir kennarar verið
vaktir upp því einn nemandinn
hafði tekið upp á því að kasta
snjóboltum í glugga kennara-
íbúðanna.
Þrátt fyrir aðgerðir kennar-
anna sluppu einhverjir nemend-
ur framhjá. En niðurstaðan var
semsé sú að nappaðir voru ell-
efu nemendur og þeir fengnir til
þess að viðurkenna vínkaupin. í
timburmönnunum daginn eftir
var svo fundur þar sem skóla-
meistarinn, Hjalti Jón Sveinsson,
tilkynnti um brottrekstur nem-
endanna. pósturinn hefur fyrir því
öruggar heimildir að í þeim hópi
hafi verið 16 ára dóttir skóla-
stjórans. Nokkur óánægja mun
hafa gripið um sig hjá nemend-
unum vegna þessa, sérstaklega
af því að sumir sluppu undan
refsingunni sem að þeirra mati
áttu hana heldur skilið. En þótt
nemendum skólans hafi verið
gerð ljós alvara málsins munu
þeir fá að ljúka prófum í vor.
Þykir þetta mál hin mesta hneisa
fyrir skólann þar sem hann hefur
löngum gefið sig út fyrir að vera
áfengis- og vímuefnalaus.
Ekki reyndist unnt að fá skóla-
meistarann til að tjá sig um mál-
ið þar sem hann er erlendis og
áfangastjórinn, staðgengill
skólameistarans, neitar að tjá sig
opinberlega um þetta mál. É