Helgarpósturinn - 11.05.1995, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Qupperneq 15
 mAi1995 Hrafn Gunnlaugsson Byijadi allt þegar verk lóruad inaaff Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri seg- ist ekki hafa enst til þess að halda tölu á þeim símhringunum og hótunarbréfum sem hann hefur fengið um dagana. „Þetta hefur gengið í bylgjum í gegnum ár- in,“ segir Hrafn en neitaði að tjá sig um hvort hann hefði þurft á aðstoð lögreglunnar að halda, það sé of persónulegt. „Ég held að þetta hafi allt byrjað þegar mín verk fóru að vekja þjóðina af doða. Einhvern veginn virðast verkin spegla viðbrögðin. Til dæmis var mikil heift í minn garð út af Blóð- rauðu sólarlagi sem fjallar um áfengissýki. Eft- ir að sú mynd var sýnd hringdi til mín mikið af drukknu fólki. Þegar ég svo gerði Óðal feðr- anna um átthagafjötrana í sveitunum fann ég að þetta voru oft símtöl utan af landi. En það er svo líka rétt að taka það fram að út af báð- um þessum verkum hringdi fólk einnig til þess að stappa í mig stálinu. Oft var þetta fólk, sem jafnvel er frammáfólk á andlega sviðinu og landsþekkt sem slíkt, að segja mér að ég væri í tengslum við góða anda. Þótt ég sé ekki trúað- ur sjálfur, ja, finnst ekki öllum einhvers konar aðdáun góð?“ í tengslum við ráðningu Hrafns og veru hans í embætti framkvæmdastjóra Sjónuarps geis- aði mikið óveður, eins og flestum er enn í fersku minni. „Ég held að það hafi nú að mestu verið pólit- ík,“ segir Hrafn. „Óneitanlega fann ég samt fyr- ir óvild margra. Sumt fólk var svo heiftrækið . að það las formælingarnar inn á símsvarann: Þá spólu á ég enn og hef velt því fyrir méf að nota hana ef maður gefur sig út í það að g^ra einhvern tíma sjálfbíógrafíska mynd. Það er kannski kominn tími til að gera bíómynd utft . fyrirbærið Krumma með ákveðinni sjálfsíróníu í stað þess að skrifa um hann sjálfævisögu." Hvernig virka svona hótanir á fólk, venst maður svona löguðu? „Ég las einu sinni grein eftir Jóhannes Nordal þar sem hann sagði frá því að Þjóðviljinn hafi kallað sig landráðamann og föðurlandssvikara í hvert skipti sem hann gerði samning við út- lendinga — í öðrum löndum eru landráða- menn og föðurlandsvikarar yfirleitt teknir af lífi, svo stór eru þessi orð. A endanum voru þessi orð því farin að missa merkingu í huga Jóhannesar vegna þess að þau voru notuð svo oft. Ritstjóri Þjóðviljans á þessum tíma var verið ekið í veg fyrir einn starfs- mannanna þar sem hann var að aka með fjölskyldu sína í bílnum. Var sá sem það gerði að sýna fram á „alvöru“ hótunarinnar. SJQNVARPSHÚSID I „SOTTKVI" En það eru fleiri en háttsettir embættismenn og lögreglumenn sem eru skotspónar samfélagsins, því seint á síðasta ári hafði bróðir geðsjúks ofbeldismanns í hótun- um við Ernu Indriðadóttur frétta- mann og Boga Ágústsson, frétta- stjóra Sjónvarps. Erna hafði þá lokið við að vinna innslag í frétta- þáttinn Kastljós með viðtölum við geðsjúka afbrotamenn sem vist- aðir eru á Sogni og átti að senda út um kvöldið. Maðurinn hafði ít- rekað samband við þau símleiðis um morguninn og krafðist þess að viðtalið við bróður hans yrði fellt út úr þættinum, að öðrum kosti myndi hann vinna þeim eða fjölskyldum þeirra mein. Hótuninni var tekið alvarlega og lögreglunni gert viðvart. Óein- kennisklæddir lögreglumenn tóku sér stöðu dyravarða í Sjónvarps- húsinu og fylgdust grannt með gestkomandi. Á meðan leituðu aðrir lögreglumenn hann uppi og handtóku fyrir kvöldmat. Heimir Steinsson Útvarpsstjóri sagði af þessu tilefni að þetta væri í fyrsta sinn sem hann heyrði um svona nokkuð í sínu fyrirtæki. Af samtölum við fréttcimenn að Svavar Gestsson. Hvort sem maður verður fyrir aðkasti á Alþingi af hálfu Svavars eða nafnlausum hringingum kemst maður vart óskadd- aður frá þessu nema að hugsa eins og þeir gerðu í Sturl- ungu: Þetta er at- burður en ekki áhrínsorð; at- burður í merking- unni happening, svo maður tali nú modern íslensku. Þetta er ekkert sem getur farið í gegnum áruna. Það sem ég er að vísa til í Sturlungu er þegar biskup hafði böl- bænir yfir þremur höfðingjum. Kemur svo lýsing á fyrsta höfðingja þegar hesturinn ókyrrist undir hon- um, næsti höfðingi situr fölvann og sperrir sig allan. Þriðji höfðinginn var Arnór Tumason. Mönnum virtist hann ekki hafá heyrt'hvaða bölbænir biskup var að flytja. Þá gengur til hans maður og spyr hýað hcmn haldi að búi í orðum biskups: Svarar þá Arnór eitthvað í þá veru áð hann hyggi þetta atburð, ekki áhrínsorð. Svo heldur sagan áfram og mað- ‘urinn sem hesturinn ókyrrist undan fellur fyrir björg af hrossinu, sá sem sat fölvann og fór allur að sperra sig upp braut í sér bringubeinið og dó skömmu síðar. En Arnór Tumason dó í hárri elli í Noregi. Þetta er stórbrotin dæmisaga. Ég hef reyndar skrifað um þetta fenómen smásögu sem Friðrik Þór filmaði. Ég held að eina vörnin sem maður hefur sé einmitt að hugsa þessa hugsun úr Sturlungu, um að þetta sé atburður sem er partur af einhverju ferli sem ég er að fara í gegnum. Það mun hvorki hafa áhrif á mig né skaða mig hið minnsta.“ ■ Óeinkenniskiæddir lög- regluþjónar tóku sér stöðu dyravarða í Sjónvarpshús- inu þegar bróðir geðsjúks afbrotamanns hafði í hótun- um við Ernu Indriðadóttur fréttamann og Boga Ágústs- son, fréttastjóra Sjónvarps. dæma er þetta dæmi hins vegar ekki það eina því oftsinnis hafi fréttamönnum borist hótanir af ýmsum toga. Var þessi þó með þeim harkalegri. BEIUT Á HVAÐ BAIUDA- RISKUR HEIMIUS- FAÐIR HEFÐI GERT Eiríkur Jónsson, dagskrárgerð- armaður á Stöð 2, greindi frá því í viðtali í Mannltfi fyrir nokkrum árum að oftsinnis hafi verið gengið í skrokk á honum vegna starfs síns og enn oftar haft í hót- unum við hann, meðal annars líf- látshótunum. En þar var Stein- grímur Njálsson, sem kallaður hef- ur verið barnanauðgari, að verki og er Eiríkur langt því frá eini fréttamaðurinn sem hann hefur haft í hótunum við. Eiríkur kærði til RLR en ekkert var hægt að gera annað en að tala yfir hausa- mótunum á Steingrími þar sem sannanir skorti. Lögreglan ku því lítið hafa getað gert annað en að benda Eiríki á hvað bandarískur heimilisfaðir hefði gert í sömu sporum; notað skotvopn og sloppið með það því enginn hefði kært. Annað frægt dæmi er þegar Ól- afur Hannibalsson, þá blaðamað- ur á Heimsmynd skrifaði um Jón Ólafsson í Skífunni. Segir hann furðulega hluti hafa gerst við rit- un greinarinnar. Fjölmargir aðil- ar tengdir Jóni hafi reynt að hafa áhrif á hvort og hvernig greinin væri skrifuð og að óvildarmenn Jóns hafi sagt honum að ganga í skotheldu vesti. Nótt eina, skömmu fyrir útgáfu, hafi svo hringt maður sem varað hafi við afleiðingum skrifanna. Menn með umdeildar skoðan- ir, eða skoðanir á skjön við þær sem ríkjandi eru, tilheyra einnig þessum hópi, þar á meðal Magn- ús Skarphéðinsson og Hrafn Gunn- laugsson sem segja farir sínar ekki sléttar hér annar staðar á síðunni. -GK „Astæðuna fyrir því að mér hefur aldrei verið hótað tel ég vera þá að ég vigta einu kílói meira en Hjalti Úrs- us," segir Örn Clausen hæstaréttar lögmaður. Akveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma tök- um kvikmyndarinnar Út út bílskúrnum sem átti að taka upp í sumar. Myndin á að vera í anda Rokk í Reykjavík, sem Frið- RIK ÞÓR FRIÐRIKSSON gerði fyrir rúmum áratug, og fjalla um hljómsveitir og næt- urlífið í Reykjavík. Ágúst Jakobsson, kvikmyndatökumað- ur í Los Angeles, sem hefur meðal annars getið sér gott orð fyrir störf fyrir rokkarana í Guns N’ Roses, ætlaði að leik- stýra myndinni en athafnamennirnir Hallur Helgason og Ingvar Þórðarson áttu að sjá um fram- kvæmdastjórn og framleiðslu. Hallur og Ingvar eru hins vegar önnum kafnir menn og sáu sér ekki fært að takast þetta verkefni á hendur á áður áætluðum fíma og var því upptökum frestað. Ingvar og Hallur eru báðir að reyna fyrir sér í veit- ingageiranum og svo hyggst Flugfélagið Loftur, þar sem þeir eru við stjórnvölinn, setja söngleikinn Rocky Horror Pict- ure Show á svið í sumar á svipuðum tíma og tökur áttu að hefjast á Út úr bíl- skúrnum. Orn Clausen Ttek ekki itiark á fullu og geðveiku fólki Örn Clausen hæstaréttalögniaður hefur verið iðinn við að taka að sér sakamái og hefur meðal annars varið margan sakamanninn sem sumir myndu heldur telja að ylli stundum titringi. „Ég hef aldrei orðið fyrir hótun á ævl minni,“ fullyrðir Örn. „Það hefur einstaka sinnum hringt í mig fullt og/eða geðveikt fólk, en ég tek ekki mark á svoleiðis. Ástæðuna fyrir því að mér hefur aldrei verið hótað tel ég vera þá að ég vigta einu kilói meira en Hjalti Úrsus, auk þess sem ég var mikið í sportinu í gamla daga. Ég held bara að menn leggi ekki til atlögu." Stundum segist Örn lenda í þeirri aðstöðu að þegar hann sé að verja einn fari böndin að berast að öðrum frekar. „Þá neyðist maður til þess að haga vörninni þannig að þeir eru ekki mjög hressir út í mann. En ég er 12(5 kíló og ég held að þeir fari ekkert að eiga við það.“ ' 1 1

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.