Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 4
HSSI SÓL, SÓL, SÓL „Það fyrsta sem mér kemurtil hugará þessum árstíma er sól, sól, sól. Allt er að verða grænt og fólk- ið að lifna við. Fyrir mér eru (slendingar eins og eðl- ur sem á veturna skríða undir yfirborð jarðar og verða alltof djúpir en um leið og það tekur að vora fara þeir út og fækka föt- um. Á vorin koma því loks í Ijós skrokkar þeirra sem hafa verið að vinna vel með eigin líkama í vetur. Það er auðvitað mjög gam- an að sjá loks árangurinn af eigin vinnu. En um leið koma líka i Ijós skrokkar sem ekki hafa tekið á í vet- ur eða fólk sem ekki er í góðu formi, en það er svo- sem ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir hafa áhuga á að byggja sig upp. Á hverju vori finnur maður svo fyrir því að það vantar strönd á íslandi. I staðinn verður maður að láta sér nægja að liggja í heitu pottunum og láta sól- ina skína á sig, en á móti strandleysinu mega Islend- ingar eiga það að þeir hafa byggt góðar sundlaugar. Sumarið er semsé frá- bær árstími, ekki bara fyrir skapið heldur húðina. Þótt undarlegt megi teljast þarf húðin á mér á sól að halda. I vetur urðu margir hissa þegar þeir komust að því að ég fer reglulega í Ijós, en það gerði ég einfaldlega til þess að koma í veg fyrir að húðin á mér þorni. Hvað sem öðru líður eru (slendingar eins og veðrið, ég var reyndar eins og þeir fyrst, en er búin að hrista það af mér. Það breytir samt ekki því að sólin er eins og vítamínsprauta. DEBORAH BLYDEN SlWr f,á m*snotk „Það er hræðilegt að senda börn manns inn á svona heimili án þess að vera varaður við,“ sagði móðir, sem ekki vildi láta nafns síns getið, en hún ásamt nokkrum öðrum foreldrum tóku fyrir skömmu á það ráð að kippa börnum sínum úr vistinni eftir að hafa komist á snoðir um að sambýlismaður konunnar hafði verið sakaður af dóttur sinni um að hafa misnotað hana í sjö ár. Vægast sagt hrottalega lýsingu er að finna á athæfi þessa fyrrum lögreglumanns í vikublaðinu Pressunni fyrir fáeinum árum, en þar lýsir dóttir hans, sem reynd- ar er fósturdóttir hans, aðferð- um „föður“ síns við athæfi sitt og segir hún hann hafa „ofið hinn fullkomna þagnarvef." Að auki hafi hann látið 13 ára gamlan son sinn, sem nú er kunnur kynferð- Kvartanir hafa borist til Dagvistar barna vegna leyfisveitingar til dagmóður sem er í sambúð með fyrrum lögreglumanni sem sakaður er um að hafa misnotað dóttur sína í sjö ár. „Getum ekkert gert," segir forstöðumaður Dagvistar barna Eiginmaður dagmoðurinn- ar er sakaður um að hafa misnotað fósturdóttur sína í sjö ár og fengið 13 ára gamlan son sinn, sem nú er þekktur kynferðisaf- brotamaður, til liðs við sig. Pressan birti ítarlega og hrottafengna lýsingu á þessu máli í viðtali við dótturina fyrir rúmur tveimur árum. isafbrotamaður, taka þátt í mis- notkuninni. Segist stúlkan hafa reynt að kæra „föðurinn“ þegar hún var komin með vit til en komist að raun um það sér til mikillar skelfingar að málið var fyrnt. Aðspurð sagðist hún „per- sónulega sannfærð um að hann hefur áfram leitað á börn og hafi að auki verið, að því er virðist, „ósnertanlegur í starfi sínu.“ Að sögn móðurinnar hér að framan var Dagvist barna þegar kunnugt um bakgrunn mannsins þegar foreldrarnir kvörtuðu en þar hafi þau fengið þau svör að ekkert væri hægt að aðhafast þar sem hinn meinti kynferðisaf- brotamaður hefði hreina saka- skrá. Samkvæmt heimildum PÓSTSINS er ekki svo mikið sem umferðarlagabrot að finna á sakakrá þessa manns. „Já, það er rétt við getum ekkert gert ef fólk er með hreina saka- skrá,“ sagði Bergur Felixsson, for- maður Dagvistar barna, sem sér jafnframt dagmæðrum í borginni fyrir leyfum. „Þetta er spurning um hvort við lifum í réttarríki eða ekki; um hvort áburður fólks dugi til. Við erum stjórnvald og ég get ekki ímyndað mér annað en að við yrðum skaðabótaskyld ef við færum ekki eftir þeim regl- um og reglugerðum sem við eig- um að fara eftir.“ Sagði Bergur að ýmissa vott- orða væri krafist þegar dagmæð- ur sæktu um leyfi, þar með talið sakavottorða allra á heimilinu sem orðnir eru eldri en 16 ára. „ A ð öðru leyti förum við ekki náið ofan í heimilishagi fólks. Þessu eftirliti verða for- eldrarnir líka að sinna sjálfir þar sem þeir fara þangað daglega," segir Bergur. En þetta eru börn, á ekki allur vafi að vera börnum í hag? „Ég hef heyrt þau sjónarmið, en eins og ég segi erum við stjórnarvald sem verðum að fylgja ákveðnum reglum.“ „Það er alveg sjálfgefið að allur vafi á að vera börnum í hag,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, félags- ráðgjafi hjá Stígamótum, í sam- tali við PÓSTINN. „Mér finnst þessi kerfisglíma Dagvistar barna vera mjög mikil skamm- sýni því það er ekkert verið að sakfella manninn heldur að gæta öryggis barnanna." Guðrún segir starfskonur Stígamóta hafa rætt þessi mál við Dagvist barna en ekkert upp- skorið enn. „Þó ég þekki ekki al- veg til á Norðurlöndum finnst mér mjög líklegt að þeir séu farn- ir að líta á allan vafa sem börn- unum í hag. Þeir eru enda mjög varkárir í öllum málum er varða börn.“ gk Hringborðið er skrifað af hópi fólks sem á rætur sínar að rekja til útlanda A fy Debet Kredit „Hann er lunkinn við að ná sér í aura, saman- ber bjálkakofann," segir gamall fjandi Áma í pólitíkinni. „Árni er mjög traustur vinur, alltaf hress og kátur, jákvæður og svolítill prakkari í honum sem gerir lífið skemmtilegt í kringum hann. Hann er líka alveg hundrað prósent maður þegar á reynir og ég á honum líf að launa," segir Ragnar Axelsson, Ijósmyndari og vinur Áma. „Árni hefur óbilandi sjálfstraust og drifkraft, og þótt öðrum þyki söngur hans skelfilegur þá syng- ur hann af innlifun og tilfinningu út frá sínum eig- in forsendum, sem er nógu gott fyrir mig,“ segir Bubbi Morthens, kollegi Áma í farandsöng- mennskunni. „Árni er mjög óiíkur öðrum mönn- um og kemur með alveg nýja hlið á málunum inn í þingfjpkinn og breikkar þannig sjóndeildarhring hans. Hann hefur líka blessunarlega litlar áhyggj- ur af almenningsálitinu sem er óvenjulegt með pólitíkus og hlýtur að teljast til kosta," segir Tómas ingi Olrich þingmaður, sem sat í menntamálanefnd með Áma. „Árni er ágætur fé- lagi og hverjum manni skjótari til verka þegar svo ber undir, einkum í skipulagsmálum og fyrir- greiðslu ýmiss konar,“ segir Pálmi Jónsson á Akri, fyrram samþingmaður Áma. Árni Johnsen, þingmaður og söngvari „Hann er lunkinn við að ná sér í aura, saman- ber bjálkakofann," segir sami gamli fjandi Árna í pólitíkinni. „Það er ekki hægt að spila borðtenn- is við Áma því hann svindlar alltaf. Hann er líka alltof þungur fyrir bílinn minn svo hann hallast alltaf til hægri þegar ég tek Áma með. En það sem er verst við hann er að hann er sí- syngjandi þegar við fljúgum saman og það er að gera mig vitlausan,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari. „Ámi mætti gjaman bæta fleiri gripum í gítarleikinn. Hann á það líka til þegar hann er að syngja að vilja yfirkeyra sig, hann er ekki nógu dynamískur í röddinni. Það er ákveðinn galli þegar menn keyra á einum tón- styrk í gegnum allt lagið eins og Áma hættir stundum til og þá missa menn úthald til hlusta," segir Bubbi Morthens. „Hann dreifir sér mjög víða, áhugamál hans em svo margvísleg að hann á erfitt með að sinna þeim öllum. Minn tónlistarsmekkur gerir það líka að verkum að ég fiokka tónlist hans frekar undir áþján en un- un,“ segir Tómas Ingi Olrich. „Það hentar hon- um ekki að sitja timum saman að verki, en hann bætir það upp með áhlaupi og smitandi Iéttleika," segir Pálmi Jónsson á Akri, sem sat í mörgum þingnefndum með Árna. Árni Johnsen komst í fréttirnar í síðustu viku þegar pósturinn greindi frá því að hann hefði fengið hálfa milljón króna í styrk frá Húsnæðisstofnun til að byggja sér bjálkakofa.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.