Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 8
8 OD3yGUR~'irTúWnr9’9’51 fálWiíl VALGARÐUR EG- ilsson læknir er formaður nefndar á vegum samgönguráðuneyt- isins sem gert var að Hróður VlÐARS JÓNSSONAR sem með sanni má kalla eina orginal kántrýsöngv- ara íslands berst víða. Nýlega var honum boðið til Litháen á risakú- rekahátíð sem haldjn er dagana í kringum þjóðhátíð íslendinga, eða um rjiiðjan júní. Er hátíðin með þeim fjölmennari sem ger- ast, fyrir utan auðvitað í Banda- ríkjunum, en allt að 35 þúsund manns sækja hana víða að úr heiminum. Það er því óhætt segja að margfalt fleiri muni hlýða á Viðar í Vilnius en nokkurn tíma hafa gert á íslandi, en í viðtali við PÓSTINN á dögunum kvartaði hann sáran yfir litlum áhuga fs- lendinga á kántrýtónlist. Það sem vakti þó kannski enn meiri at- hygli er útlit Viðars sem er nán- ast óaðgreinanlegt frá útliti eins kunnasta kántrýsöngvara heims, Kenny Rogers... mú eru sex starfsmenn ut- anríkisþjónustunnar í óða önn að pakka niður og eru á leið til útlanda. PÉTUR Gunnar Thorsteinsson verður sendifull- trúi í Washington frá og með deg- inum í dag. Þann 1. júlí fara svo fimm manns ut- an. Árni PáLL ÁRNASON verður sendiráðsritari hjá fastanefnd NATO í Brussel, Bergdís Ellerts- DÓTTIR verður sendiráðsritari í Bonn, Bjarni Vestmann verður sendiráðsritari í Stokkhólmi, StefÁN Skjaldarsson verður sendiráðunautur í Stokkhólmi og Ragnar Baldursson sendiráðu- nautur í Peking... Bréf til blaðsins Um verö á í Mánudagspóstinum 29. maí 1995 er að finna á bls. 11 grein undir fyrirsögnunum „Hjarta- sjúklingar á vonarvöl vegna verðhækkana“ og „Sprengitöflur hækka um fimm h'undruð pró- sent“. Kynning á greininni er á forsíðu og að auki lagt út af henni í leiðara sem „Skoðanir blaðsins". hjartalyfjum í greininni er að finna rang- færslur sem ástæða er til að leið- rétta. Megin inntak greinarinnar er byggt á þeirri fyllyrðingu að til- tekið lyf hafi með örum verðlags- breytingum hækkað í verði um 500% á einu ári og að verð lífs- nauðsynlegra lyfja sé orðið svo hátt að fjölmörg dæmi séu um að auknecht Whirlpool kanna möguleika til að nýta íslandssög- una til að efla og bæta ferðaþjónustu í landinu. í viðtali við Alþýðublaðið í gær segir Valgarður með- al annars að nefndin mæli meðal annars með því að tæla út- lendinga hingað út á nafn og andlit Bjark- AR GUÐMUNDSDÓTTUR. Samgönguráðuneyt- inu fannst hins vegar ekki ástæða á sínum tíma til að styrkja Björk og félaga henn- ar í Sykurmolunum þegar þeim bauðst að leika með hljóm- sveitinni U2 á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin þver og endilöng. Sykurmol- arnir fóru fram á styrk frá ráðuneyt- inu og sögðust skyldu auglýsa nafn lands síns þannig að hvar sem hljómsveit- in birtist læsi fólk „The Sugarcubes, from Iceland". Ráðu- neytinu fannst þetta út í bláinn... Einnig 10% stgr. afsláttur af öllum ísskápum meðan „eldhúsdagar“ standa yfir. WHIRLPOOL OFN AKG304 __ ___ Verðáður: 32.530 WHIRLPOOL HELLUBORÐ AKB542 ._ ___ a Verðáður: 18.890 BAUKNECHT OFN EMZU1480 _ _ ___ Verð áður: 59.900 BAUKNECHT HELLUBORÐ BZ1° verðáður: 11.190 Heimilistæki hf Rýmum lyrlr nýjum vörum 20-40% afsláttur af eldunar- tækjum! fólk hafi þurft að líða vegna ly- fjaleysis. I greinarlok er því síðan haldið fram að nöpur sé sú stað- reynd að áfengissjúkir fái krampalyf frítt að læknisráði og geti framvísað skírteinum í apó- tekum þess efnis. Þegar skoðað er verð þess lyfs sem sýnt er á mynd með grein- inni kemur þetta í ljós. Heildarverð 1.janúar1990 386 1. janúar 1991 357 1. janúar 1992 397 1. janúar 1993 434 1.janúar 1994 439 1. apríl 1994 499 1.janúar1995 503 1. apríl 1995 515 Af þessu sést að verð þessa lyfs hefur á rúmlega fimm ára tímabili, frá 1. janúar 1990 til 1. apríl 1995 hækkað um rúmlega 33%. Fjarstæðukennd er því sú fullyrðing að lyfið hafi hækkað um 500% á einu ári — raunveru- leg hækkun er um 3,2%. Hvort al- mennt verðlag hafi hækkað um meira eða minna en 33% á fimm árum er hægt að sjá með því að skoða vísitölur. Líkleg skýring þess sem kallað er 500% hækkun er sú að JBJ hafi fengið lyfið afgreitt gegn lyfseðli fyrir ári síðan og þá greitt fyrir það 167 krónur sem var greiðslu- hluti sjúklings með örorkuskír- teini, fyrir eitt glas af því lyfi sem sýnt er á mynd með greininni. Hafi JBJ síðan keypt eitt glas af þessu lyfi í apóteki, án lyfseðils, þá greiðir hann það fullu verði eins og lög og reglur kveða á um. Kostar þá glasið 503 krónur (miðað við verð 1. janúar 1995). Afgreitt gegn lyfseðli hefði greiðsluhluti JBJ verið 168 krón- ur. Það hlýtur að vera augljóst ör- yggisatriði fyrir hjartasjúkling að geta keypt sér þetta lyf án lyfseð- ils enda þótt hann greiði það að fullu. Lyfseðill gerir það að verk- um að greiðsluhlutur sjúklings í lyfinu minnkar, en á móti kemur að í mörgum tilvikum þarf að greiða fyrir heimsókn til læknis þegar fenginn er lyfseðill. Hvað varðar þá fullyrðingu að fjöldi fólks hafi þurft að líða vegna lyfjaleysis má benda á að fari lyfjakostnaður sjúkra- tryggðra yfir tiltekin mörk er unnt að sækja um endurgreiðslu hjá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt sérstökum reglum. Hjá Tryggingastofnun ríkisins er unnt að fá nánari upplýsingar um þær. Sú „napra staðreynd" að áfengissjúklingar skuli fá krampalyf sín ókeypis stafar af því að lyf sem notuð eru í þess- um tilgangi eru jafnframt notuð við flogaveiki en slík lyf greiðir Tryggingastofun ríkisins að fullu og þarf engin skírteini til þess. Ef til vill verður þessi grein Mánu- dagspóstsins til þess að Trygg- ingastofnun ríkisins leiti leiða til að hætta að greiða að fullu floga- veikilyf þegar þau eru notuð í öðrum tilgangi en við flogaveiki. Þar sem heilbrigðisyfirvöld eru síðan í leiðara blaðsins, und- ir yfirskriftinni „Skoðanir blaðs- ins“ sökuð um að tilkynna ekki þegar þau hækka lyfjaverð um 500% verður að ætla í ljósi þess sem hér er sagt að framan að rit- stjóri sjái ástæðu til að birta leið- réttingu í næsta tölublaði. F.h. Lyfjaerftiriits ríkisins Guðrún S. Eyjólfsdóttir Jóhann M. Lenharðsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.