Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 16
hvað VANTARí REYKJAVÍK? Bergþór Pálsson, söngvari „Það vantar tón- listarhús og kannski svolítið meiri kœrleika í umhverfið. “ Óskar Jónasson, kvikmynda- gerðarmaður „Það vantar bað- strönd allan hring- inn í kringum borg- ina og meðalhita um 25 gráður. Svo vantar pálmatré meðfram Sœbraut og Kleppsvegi, Suð- urlandsbraut, Hringbraut og Miklubraut, upp að Ártúnsholti að minnsta kosti. Það vantar líka stráþök á Kringluna og Perluna, Laugar- dagshöllina og Hlemm og flóð- hesta í Húsdýra- garðinn.“ Pétur Kristjánsson tónlistarmaður hefur spilað á flestum sveitaballastöðum landsins með hljómsveitunum Pops, Pelican, Paradís, Svanfríði og Start. Pétur rifjaði upp fyrir póstinn skemmtilegar sögur af böllum og fólki héðan og þaðan af landinu 1 Festi í Grindavík.Tómas í Hard Rock var framkvæmdastjóri þar á blómatíma staðarins. Pelican og Paradís spiluðu þarna á árunum '74-76 fyrir um fimm til sex hundruð manns. 2 Frá '69-74 var Stapinn í Njarð- vík aðalhúsið. Þar spilaði ég með Nátt- úru og Pelican og urðu böllin oft ansi skemmtileg þar. Þegar Pelican var á toppnum um '74 gáfum við út plötuna Uppteknir, sardínuplötuna svokölluðu. Á útgáfudaginn spiluðum við í Stapa og létum birta í Morgunblaðinu tvær heilsíðuauglýsingar í lit, báðar með sardínudósinni en mismunandi texta, önnur fyrir ballið og hin fyrir plötuna. Þetta hafði aldrei sést áður og var því svolítið júník dæmi. Milli sex og sjö þegar við komum með hljóðfærin var strax komin biðröð. Klukkan níu opnaði svo miðasalan og korteri síðar var upp- selt fyrir sjö hundruð manns. Annað eins hafði aldrei gerst og ég man að þetta var rosalega gott ball. 3 Ungó 1 Keflavík var mjög vinsæll staður í kringum 1940 en var orðinn mjög þreyttur um 1970. Þegar Stapinn kom var Ungó eiginlega úreltur staður en hafði einhverja sál sem maður hafði gaman af. Við spiluðum oft þar á föstu- dögum og það var svolítið annar fíling- ur en á hinum stöðunum. 4 & 5 Árið 1968 var Kefla- víkurflugvöllur mjög heitur. Þar spil- aði ég á Pólarklúbbnum og Top of the Rock með hljómsveitinni Pops. Við höfðum með okkur tvær gógópíur með beran magann og trylltum þannig þús- und Kana á hverjum föstudegi. 6 Samkomuhúsið í Sandgerði var samastaður Start frá '80- '83. 7 Hlégarður í Mosfellsbæ var vin- sæll um '65-75. Þangað komu margir frá Reykjavík til að hlusta. 8 Félagsgarður í Kjós var rekið af Ungmennafélaginu Drengur og varyfir- leitt ekki mikið að gerast þar. Það náð- ist hins vegar þrisvar að gera staðinn vinsælan og það var þegar Trúbrot og Pelican voru að spila þarna svo gerðist ekkert á þessum stað fyrr en Start fór að spila um '82, þá varð staðurinn aftur vinsæll. 9 Á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd er komið nýtt glæsilegt félagsheimili og Start spilaði einhvern tíma þar en ég spilaði með Náttúru í gamla félags- heimilinu sem var nær Saurbæ Hall- gríms Péturssonar. 10 Pops spiluðu í Rein á Akra- nesi og síðastliðin 15-20 ár hefur hót- elið sem nú heitir Pavarotti verið vin- sælast. 11 & 12 Ég spilaði nokkrum sinnum í Brautartungu í Lunda- reykjardal og svo í Logalandi hjá Reykholti þar sem hefð er fyrir stórum böllum um hvítasunnuna. Brautartunga er eitt af fáum félagsheimilum sem er með sundlaug þannig að menn enduðu oft útí laug til að kæla sig niður eftir böllin. 13 & 14 Breiðablik á Snæ- fellsnesi. Þarna spilaði ég með Nátt- úru um '70 og Start '82. Um '75 varð Lýsuhóll sem er vestar á nesinu vin- sælastur. Ég og félagi minn Eiríkur Hauksson höfðum voðalega gaman af allskyns stripplingahætti á þessum árum og þá helst uppi á heiðum þegar maður var að fara á milli staða. 15 Röst á Hellissandi. '75 var Pel- ican að spila á Blönduósi og átti að vera mætt daginn eftir á Röst. Á leið- inni á milli sprakk svo oft á bílnum að það var engin leið fyrir okkur að ná á Röst á réttum tíma. Ómar Valdimars- son, sem þá var umboðsmaður okkar, inn 30 Miðgarður í Skagafirði hef- urallta' húsið í aði þari og við fengum þrjár eða fjórar rútur frá Akureyri sem var dálítið magnað. 31 Félagsheimilið á Hofsósi var mjög vinsælt um 74-75 og þar hélt Pelican góð böll. Húsvörðurinn á þeim stað Kristján Snorrason, sem seinna var þekktur sem forsvarsmaður Upplyfting- ar, er nú bankastjóri í Borgarfirði. 32 & 33 I gegnum tíðina hef- ur Hótel Höfn verið aðalstaðurinn á Siglufirði. Þegar ég var að spila með Svanfríði reyndist okkur erfitt að komast að þar þannig að við fengum Félags- heimilið Ketilás í flýti, sem er pínulíll staður. Við áttum ekki von á mörgum þangað þar sem staðurinn er mjög lítill en það fór svo að við sprengdum það gjörsamlega utan af okkur með 250 gestum. 34 Það mættu um fimm til sex hundruð manns þegar Pelican spilaði á Víkurröst á Dalvík sem var aðal sveitaballastaður Eyfirðinga um 1970. 35 Þegar hljómsveitin var nýbyrjuð ákváðum við að halda hátíð um versl- unarmannahelgi á Végarði, sem er í innsveitum á Héraði. Þarna voru Kaffi- brúsakarlarnir og Baldur Brjánsson töframaður. Við ákváðum að vera með mjög frumlega auglýsingu í útvarpinu sem hljóðaði svo: „Erum yfir Vatna- jökli." Þá vorum við búnir að reikna út hvar við værum staddir á hverri stundu og létum auglýsingarnar stemma við það. Þegar við svo lentum kom það í út- varpinu. Við fórum beint í símann á staðnum, þessa gömlu handsnúnu, og hleruðum þar konu segja: „Þeir eru í beinu sambandi við útvarpið" sem þótti náttúrlega gífurlega flott á þessum tíma. Á þennan hundrað manna stað komu svo á annað þúsund manns. 36 Allar hljómsveitirnar sem ég hef spilað með hafa spilað í Freyvangi í Eyjafirði. 37 Ljósvetningabúð hjá Ljósa- vatnsgarði er glæsilegt félagsheimili þar sem voru haldin góð böll hér áður fyrr. Ydalir í Aðal- dal er stærsti sveitaballastaður landsins á seinni árum. Þar spila allar stóru hljómsveitirnar, Sálin og þær. 39 74-76 voru mörg góð böll á Hótel Húsavík. 40 Þegar ég spilaði einu sinni með Start á Þórshöfn enduðum við ballið klukkan tvö um nóttina á laginu Lola með Kinks eins og svo oft. Klukkan sex um nóttina var hópur fólks enn að syngja lagið við litlar undirtektir íbúa staðarins. 41, 42, 43 &44 Pelican varð vinsæl á Austfjörðum 1973 þegar við héldum böll þrjár helgar í röð á Valaskjálf á Egilsstöðum. Þangað þyrptust menn af öllum Austfjörðunum. Aðeins síðar, um 73-75 var oft spilað í Félags- lundi á Reyðarfirði, Félags- heimilinu Neskaupstað og Val- höll á Eskifirði. 45 Á Fáskrúðsfirði erfélags- heimi bæði stórt og vinsælt. 46 Sindrabær á Höfn í Horna- firði. 47, 48, 49 & 50 Fyrir austan fjall eru staðir eins og Borg í Grímsnesi, Aratunga, Félagsheim- ilið á Hvolsvelli, Árnes og Hellubíó, Selfossbíó. Á árunum '67-72 voru Mánar einráðir fyrir austan og stóru Reykjavíkurhljómsveitirnar voguðu sér ekki þangað, þær áttu allt eins von á tómum húsum. Við í Svanfríði sáum okkur leik á borði og ákváðum að hafa með okkur „Nektardansarann Súsan sem baðaði sig í bala". Þetta vakti nátt- úrlega feikimikla athygli, fólk mætti á böllin, skemmti sér og fattaði að lífið var kannski aðeins meira en Mánar. Súsan var fyrsta nektardansmærin sem kom hingað og það var enginn annar en Ámundi Ámundason sem flutti hana 51 Vestmannaeyjar. Þar spilaði ég oft með hljómsveitinni Pops um '68. Ég man eftir því að þar voru tveir litlir strákar sem vinguðust við okkur og fengu alltaf að icoma inn baksviðs í Al- þýðuhúsinu og horfa á alla dýrðina. Seinna komst ég að því að það var eng- inn annar en okkar frægasti knatt- spyrnumaður Ásgeir Sigurvinsson, þá bara tólf eða þrettán ára gamall. ■ o o o o © © lagði hins vegar ofurkapp á að við lét- um allavega sjá okkur þannig að við mættum á staðinn, sem var fullur af vonsviknum áheyrendum, svona rétt til að sýna að við værum ekki að skrópa. 16 Samkomuhúsið á Grundar- firði. 17 Á Hótel Stykkishólmi gerðu Stuðmenn stærstu böllin á seinni árum. 18 Félagsheimilið Dalabúð, Þar spilaði ég nokkrum sinnum. 19 & 20 70 var vinsælt að spila á Birkimel á Garðaströnd. í dag fara hins vegar flestir i Félags- heimili Patreksfjarðar, sem er mjög stórt og glæsilegt hús. 21 Félagheimilið á Bíldudal er ágætis hús sem ég spilaði stundum í. 22, 23 & 24 Um '68 spil- aði Pops í Félagsheimilinu á Þing- eyri og á Flateyri en ég spilaði hins vegar aldrei á Súganda. 25 Pelican hélt stór og fín böll í Fé- lagsheimilinu í Hnífsdal sem var vin- sælasti staðurinn á Vestfjörðum. 26 & 27 Á Vestfjörðum er líka Sjálfstæðishúsið á ísafirði eða Sjallinn eins og það er kallað í dag og Félagsheimilið á Bolungarvík.Ég man að við fórum 1971 í Sjallann með hljómsveitinni Náttúru og vorum með lánstrommara því trommarinn okkar, Ólafur Garðarson, var með hettusótt og gat ekki verið með okkur. Þarna vorum við veðurtepptir í heila viku eftir að hafa spilað eitt kvöld og þar sem við vorum að spila í Hárinu í Glaumbæ töfðum við sýningar í bænum. Það vakti ekki mikla lukku hjá Leikfélagi Kópa- vogs sem setti upp Hárið á þessum tíma. 28 & 29 Það voru mörg og góð böll í Félagsheimilinu á Blöndu- ósi. Ég var þar '71 með Náttúru og allt- af eitthvað í gegnum tíðina. Skammt þar frá eða áður en maður fer upp Ból- staðabrekkuna kemur maður að Húna- veri þar sem Ámundi Ámundason hélt Húnaversgleði á sínum tíma en Stuð- menn hafa gert ódauðlegan stað.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.