Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 7
mm Byggingafélagið Borg í Borgar- nesi er skuld- um vafið og eru skuldir þess nálægt 100 milljónum króna, þar af um 70 milljónir við Sparisjóðinn. Ljóst er að Borg stefnir í þrot ef ekki fæst fyrirgreiðsla en Sparisjóðurinn er með tryggingar í verkstæðishúsi fyrir- tækisins og íbúðar- húsum eigandanna Eiríks Ingólfssonar, Rúnars Viktorsson- AR, Og ÞORSTEINS Benjamínssonar. Þess má geta að Sparisjóðsstjórinn SlGFÚS SUMARLIÐASON er bróðir GiSLA Sum- ARLIÐASONAR, skrif- stofustjóra hjá Borg, sem fenginn var til að koma skikk á fjármál- in. Borg fer nú fram á að bæjarsjóður kaupi þetta verkstæðishús á 15 milljónir sem er vel yfir markaðsverði en myndi aflétta veð- um á þeirra eignum og grynnka skuldir. Framsóknarmenn stýra bæjarfélaginu og er ríkjandi ákveð- inn skilningur meðal þeirra um stöðu Borgar enda er Eirík- ur sjálfur þekktur Framsóknarmaður. Áðurnefndur Rúnar er hins vegar mágur kaupfélagsstjórans Þóris Páls Guðjóns- SONAR en Borg skuld- ar kaupfélaginu um 10 milljónir sem væntanlega verður breytt í hlutafé og jafnvel að Kaupfélag- ið yrði meirihlutaeig- andi. Kaupfélagið hef- ur hins vegar gengið hart að öðrum skuld- urum sínum. Það er jjví ríkur vilji til þess að ekki fari illa hjá Byggingafélaginu Borg í Borgarnesi... Vinsældir Kaffi- barsins mátti á sínum tíma ekki síst rekja til eldamennskunnar þar á bæ, sem kokk- urinn BRYNJÓLFUR Garðarson - Brynni - bar ábyrgð á. Eftir að Brynni hélt til starfa í Kaupmannahöfn í vor dalaði hins vegar eldamennskan mjög. Nú hefur bót verið ráðin á því, þar sem heimspekihjúin Magga Ragnars og Lalli Palli hafa tekið til hendinni í eldhús- inu og dæla þar út gómsætum réttum. Það kætir vafalaust helstu samkvæmis- ljón höfuðstaðarins að laugardagsbrön- sið á Kaffibarnum hefur verið hafið til vegs og virðingar á ný...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.