Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 9
FI mMTÚDAGu RrJuN rr99T5
X
Tékkneska lýðveldið reynir að selja
fyrrum sendiráð sitt að Smáragötu
16. Hrefna Halldórsdóttir fékk lykla
að íbúðinni og opnaði gistiheimili
án leyfis eiganda. Hún fékk leyfi
lögreglunnar fyrir gistiheimili,
tengdi þangað síma og gerði
endurbætur á húsinu en var á
endanum gert að yfirgefa húsið.
Vari átti að vakta húsið
Smáragata 16 þar sem Tékkneska sendiráðið var til húsa. Hrefna Halldórsdóttir fékk
lykla lánaða af íbúðinni og opnaði þar gistiheimili án nokkurs leyfis eiganda og fékk
gesti í tengslum við HM. Tékkarnir kvörtuðu og Hrefnu var gert að yfirgefa húsið.
hrein hústaka"
og fáránleíki, segir Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.
„Þetta er hrein hústaka og er
ólöglegt," segir Sigurður H. Guð-
jónsson, formaður Húseigendafé-
lagsins en Hrefna Halldórsdóttir
rak gistiheimili í maí í húsi sem
hún átti ekkert í. Hún fékk leyfi
lögreglunnar fyrir rekstrinum og
Vari sem vaktaði húsið sá ekkert
athugavert við skyndilegar
mannaferðir.
OPIUADI ,
HOTEL I OLEYFI
Tékkneska lýðveldið hefur á
annað ár reynt að selja stórhýsi
sitt að Smáragötu 16 fyrir á
þriðja tug miiljóna þar sem
sendiráð þeirra var áður til
húsa. Það eru Hrund Hafsteins-
dóttir lögfræðingur og faðir
hennar, Hafsteinn Hafsteinsson,
lögfræðingur og forstjóri Land-
helgisgæslunnar, sem hafa húsið
til sölumeðferðar. Hrefna Hall-
dórsdóttir, sem rekið hefur gisti-
heimilið Heima hjá Hrefnu, gerði
tilboð í húsið sem ekki var tekið
en fékk lykla að húsinu til að
skoða það frekar. Hafsteinn og
Hrund fóru síðan til útlanda og á
meðan opnaði Hrefna gistiheim-
ili í þessu húsnæði tékkneska
lýðveldisins án þess að hafa
keypt eða leigt húsið. Hún skráði
heimilisfangið í eigin nafni, lét
flytja þangað fjölda símalína og
byrjaði endurbætur á húsinu. Í
tengslum við heimsmeistara-
keppnina í handknattleik var
hún með fjölda gesta á gistiheim-
ilinu og fékk leyfi lögreglunnar
fyrir rekstri gistiheimilisins.
Það mun hafa verið Jón Ólafs-
son, konsúll Tékklands, sem sá
að starfsemi var hafin í húsinu
og gerði viðvart. Hann vísaði al-
farið á Hrund sem sér um söluna
og staðfesti hún frásögnina í öll-
um meginatriðum og sagðist
ekkert hafa vitað af innflutningi
Hrefnu fyrr en hún kom að utan.
Hún sagði að engin heimild væri
fyrir þessu og tékknesk yfirvöld
hefðu vitaskuld gert athuga-
semd við þetta. Það væri þeirra
mál hvort þeir vildu aðhafast
frekar í málinu. Að öðru Ieyti
viidi hún ekki tjá sig um þessa
„ógæfu“ konunnar.
LÖGGAIU VEITTI, LEYFI
OGRAKHAIUAUT
Hjá lögreglunni fengust þær
upplýsingar að Hrefna hefði feng-
ið bráðabirgðaleyfi til reksturs
gistiheimilis á umræddum stað,
útgefið 11. maí. Samkvæmt beiðni
lögreglunnar, að kröfu eigenda
hússins, var það leyfi afturkallað
18. maí. Það er kostulegt að á
sama tíma og eigendurnir voru
að reyna að koma Hrefnu út úr
húsinu var Hrefna að fá leyfi til
rekstursins hjá Signýju Sen, lög-
fræðingi lögreglunnar. Hrefna
þurfti ekki að sýna fram á nokk-
urn yfirráðarétt yfir eigninni en
þetta er fyrsta mál sinnar tegund-
ar. Þar sem Hrefna var með gesti
á gistiheimilinu var á endanum
samið um að hún fengi að klára
sínar bókanir en færi út ekki síðar
en á miðnætti 23. maí. Það stóðst
en hún mun hafa óskað eftir
áframhaldandi viðræðum um
kaup á eigninni.
Hjá símanum var Hrefna búin
að skrá gistiheimilið undir þrem-
ur mismunandi nöfnum að
Smáragötu 16 með 6 mismunandi
símanúmerum og faxnúmeri. Sím-
inn var pantaður 4. maí en þess
má geta að í nýútkominni síma-
skrá skráir Hrefna sig fyrir Smára-
götunni. Hún er einnig skráð fyrir
gistiheimili að Karlagötu 14 og
eru heimasímar hennar og símar
á gistiheimilunum báðum sam-
tengdir.
FÁRÁIULEIKIIUIU
BOTASKYLDUR
„Þetta opinberast mér sem fá-
ránleiki,“ segir Sigurður H. Guð-
jónsson, formaður Húseigendafé-
lagsins og segir um ólöglega hús-
töku að ræða. Hann er sérhæfður
í fasteignalögum og þekkir slík
mál erlendis frá. „Til þess að
mega hafast við í húsnæði eða
ráða yfir því þá þurfa menn ann-
að hvort að eiga það eða hafa til
þess heimild frá þeim sem eiga
það með leigu. í þessu tilviki var
hvorugt til staðar."
Sigurður segist þekkja eitt mál
fyrir 10-15 árum þegar lögreglan
henti út drykkjufólki sem hreiðr-
aði um sig í húsi Eimskipa á Lind-
argötu. „Þetta mál hefur verið
mér sérstakt tilefni til nánari
skoðunar, hvenær menn geta
krafist lögregluaðstoðar og hve-
nær menn verða að fara fyrir
dóm. í Hollandi og Kaupmanna-
höfn hafa komið upp svona hús-
tökumál, en ekki neitt í líkingu við
þetta. Þar er það eitthvert úti-
gangsfólk sem leggur hús undir
sig og lögreglan hikar ekki við að
leggja til atlögu gegn skrílnum. En
þetta er lögfræðilega einstakt."
Sigurður segir augljóst að
Hrefna hafi skapað sér bóta-
skyldu gagnvart eigendum hús-
næðisins en það sé alfarið mál
þeirra hvort því verði framfylgt.
Og hún eigi enga endurkröfu á
þeim endurbótum sem hún telur
sig hafa gert á húsinu.
„Þetta var ekki til í þeim laga-
bókum sem við lásum og þetta
fer alveg út úr kortinu. Fólk verð-
ur alveg gáttað og vantar ein-
hverjar leiðir til að fara því sú leið
hefur ekki verið farin áður,“ segir
Sigurður.
VARI VAKTAÐI HÚSIÐ
Einn af kostulegum þáttum við
mál þetta er að húsið var vaktað
af öryggisþjónustunni Vara. Þar
virðast menn ekki hafa fundið
neitt óeðlilegt við að húsið fyilt-
ist skyndilega af fólki og rekstur
fór í fullan gang. Samkvæmt
heimildum blaðsins ætla eigend-
ur hússins að krefja þá um
skýrslu um hvers vegna engin
viðbrögð komu frá Vara og hugs-
anlega ábyrgð þeirra.
„Ég veit eiginlega minna en
ekkert um málið,“ segir Viðar Ág-
ústsson, framkvæmdastjóri Vara.
Hann gat þó staðfest að þeir
væru með svokallaða farand-
gæslu á umræddu húsnæði og
sæju um eftirlit þess. Hann hefði
hins vegar engar skýrslur séð
eða vitað til þess að nokkuð
óeðlilegt hefði gerst. Jóhann Ól-
afsson, þjónustustjóri Vara, neit-
aði að tjá sig um málið þar sem
hann væri ekki búinn að kynna
sér málið fullkomlega.
Haft var samband við Hrefnu
sem sagðist upptekin og lofaði
að hringja síðar sem hún ekki
gerði.
PÁLMIJÓNASSON
Afrýjunarnefnd samkeppnismála hnekkir úrskurði
Samkeppnisráðs í máli Landssambands bakara-
meistara gegn Heildsölubakaríinu
Bakarar teknir í bakaríiö
Heildsölubakarí Hauks L. Hauks-
sonar bakarameistara hefur fullan
rétt til að nota heitið Heildsölu-
bakarí í auglýsingum sínum og
því er einnig heimilt að auglýsa
að framleiðsla þess sé seld á
heildsöluverði. Þetta er niður-
staða Áfrýjunarnefndar um sam-
keppnismál, sem á föstudaginn
var felldi úrskurð Samkeppnis-
ráðs í máli Landsambands bak-
arameistara gegn Heildsölubak-
aríinu úr gildi.
í úrskurðarorðum Áfrýjunar-
nefndarinnar segir:
„Áfrýjunarnefnd samkeppnis-
mála telur sig ekki hafa lagastoð
til að banna almenna notkun á
heiti fyrirtækis sem hlotið hefur
opinbera skráningu á nafni sínu.
Nefndin fellst heldur ekki á að
notkun [Heiidsölubakarísinsj á
skráðu firmanafni sínu í augíýs-
ingum feli í sér ranga og villandi
upplýsingagjöf sem brjóti í bága
við 21.gr. samkeppnislaga nr.
8/1993.
Hvað varðar notkun orðsins
„heildsöluverð“ í þeim auglýsing-
um, er um ræðir í máli þessu,
verður eigi séð að það geti talist
villandi miðað við þann viðskipta-
máta, sem áfrýjandi stundar, þar
sem þeirri staðhæfingu hefur eigi
verið hnekkt að hann selji al-
mennum neytendum vöru sína á
hagstæðu verði sem er hið sama
og til smásala er þeir leita eftir
viðskiptum við áfrýjanda.“
„Þetta er auðvitað mikill sigur
fyrir mig og neytendur, en að
sama skapi mikill álitshnekkir fyr-
ir Samkeppnisráð, held ég hljóti
að vera,“ sagði heildsölubakarinn
Haukur í samtali við blaðamann
PÓSTSINS. „Ég er búinn að standa í
streði útaf þessu nafni í þrjú ár og
verið í auglýsingabanni síðustu
þrjá mánuði svo það var kominn
tími til að þetta leystist."
Haukur taldi sig verða fyrir um-
talsverðu tjóni þegar Samkeppn-
isráð bannaði honum að nota
nafnið Heildsölubakarí og orðið
heildsöluverð í auglýsingum sín-
um, en bannið var sett á á föstu-
deginum fyrir bolludag. Hann hef-
ur þó ekki í hyggju að fara í skaða-
bótamál. „Ég efast um að ég geri
nokkuð frekar í þessu enda búinn
Pað flugu hnút-
ur milli DV og
Morgunblaðs-
ins á dögunum þegar
Guðmundur Magn-
ÚSSON, fyrrverandi
fréttastjóri DV, fann
að vinnubrögðum
Morgunblaðsins í
sjávarútvegsmálum.
Hélt hann því fram
að fréttamat og stað-
setning greina um
sjávarútvegsmál í
blaðinu stýrðist af
því hvort menn væru
sammála Styrmi
Gunnarssyni um inn-
heimtu veiðileyfa;
gjalds eða ekki. í
næsta Reykjavíkur-
bréfi stóð ekki á
svörum þar sem
Styrmir og félagar
harðneituðu því að
greinar kvótamanna
væru grafnar á síðu
36 á meðan veiði-
leyfamenn legðu
undantekningalaust
undir sig leiðaraopn-
una. Þetta er hins
vegar ekki eina dæm-
ið um að Morgun-
blaðið sé farið að
blindast af hugsjóna-
ástæðum. í fréttum
af stofnun vinafélags
Evrópusambandsins
var helsti talsmaður
þess, Ólafur Þ.
Stephensen ávallt titl-
aður stjórnmálafræð-
ingur, en látið vera
að nefna að hann
væri blaðamaður á
Morgunblaðinu og
einmitt sá blaðamað-
ur, sem hefur sér-
hæft sig í skrifum um
ESB og einokar þau
nánast þar á blaðinu.
Innanbúðarmenn
segja feluleikinn með
starf Ólafs enga til-
viljun, hann hafi ann-
ast fréttaskrifin um
félagið sitt sjálfur...
Haukur L. Hauksson heildsölubakari með framleiðslu sína.
Hefur fulla heimild til að auglýsa undir nafninu Heildsölu-
bakarí og má einnig auglýsa að hann selji vöru sína á heild-
söluverði.
að fá nóg af öllum málaferlum í
bili. Ég er bara ánægður með að
hafa unnið þetta mál og það dug-
ar mér alveg.“
Og erþd ekki heljarmikil auglýs-
ingaherferð framundan með nafn-
inu Heildsölubakarí stórum stöfum
í hverri auglýsingu?
„Það er auðvitað allt í lagi að
minna á sig annað slagið, en ég
held að Heildsölubakaríið auglýsi
sig sjálft með góðri vöru og lágu
vöruverði — það er að segja
heildsöluverði,“ sagði Haukur að
lokum.
-ÆÖJ