Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 15
„Það leiðinlegasta við íslensk afbrot er
að íslendingar láta bera svo mikið á sér
þegar þeir fremja glæpinn.
Þeir eru ekki raunverulegir afbrotamenn."
GUÐBERGUR BERGSSON
Jón Birgir Pétursson:
„Útgefandirm ætlaði að
gera mig að Agöthu
Christie íslands, en það átti
ekki fyrir mér að liggja."
Draumland gerði hann sér far
um að lýsa slordónum við
drykkjusvall á krám og hann
kunni að grípa tii lýsingarorða
máli sínu til áherslu:
„Illúðleg, samanbitin glæpa-
mannaandlit, lýmskulegir refs-
svipir, úttauguð, veikluleg hug-
leysingjaandlit, dýrslegar fá-
bjánaásjónur, blóðhlaupin augu
og óhreinar hendur sem líktust
klóm...“
Það er aðalpersónan Víglund-
ur og vinur hans Haukur Arnarr
sem gera sér far 'um að vinna
móti ósómanum og bindast í
fóstbræðralag „svo voldugt bak
við tjöldin, að það megnaði að
bjarga hinu íslenska ríki frá að
hrynja í rústir á örlagaríkustu
dögum þess.“ Steindór eydd
nokkrum heftum í að lýsa ævin-
týrum þeirra félaga og vart þarf
að taka fram að þar var meira
fjör en hjá Frank og Jóa.
PEIUIUALIPUR
VERKALYÐSLEIÐTOGI
Ritstjórar Alþýðúblaðsins hafa
löngum þótt skarpgreindir og
bókmenntalega sinnaðir. Ólafur
Friðriksson, ritstjóri og verkalýðs-
leiðtogi, var þar í engu undan-
tekning. Árið
1939 gaf hann
út söguna Allt
í lagi í Reykja-
vík undir dul-
nefninu Ólaf-
ur við Faxa-
fen. Ólafur
var greini-
1 e g a
pennafær
m a ð u r
með húm-
Gunnar Gunnarsson:
„ Vissulega væri það
spennandi ef rithöfundar
gætu kennt mönnum að
afsér."
brjótæ
orinn 1
lagi. Þetta
var ólík-
indasaga
um'r mann,
sem býr við
skuldábasl
og féleysi.'ög
tekur að sér
að vinna sér-
kennileg verk
fyrir ókunnan
aðila, þar á
meðal að mæla
vegalengdir milli húsa, vigta
sand og grafa göng. Allt leiðir
þetta til bankaráns í Landsbank-
anum og reynist fegursta kona
Á heims standa fyrir þeím aðgerð-
£ um. Söguhetjan er reyndar grip-
ín af réttvísinni í lokin en situr
aðeins inni í þrjú ár. Eftir þann
tíma bíða utan dyra ástin hans
og peningarnir sem komið var
„undan.
HIIUIU ÍSLEIUSKI
SHERLOCK HOLMES
Rétt fyrir 1950 tók Valur Vest-
an að sér að kynna þjóðinni fyrir
jarðfræðingnum Krumma Jóns-
syni og þjóni hans Tóka. Krummi
var ofurmenni jafnt að líkámlegu
atgervi og vitsmunum og ekkert
fór framhjá haukfránum augum
hans. Hann hegðaði sér mjög í
ætt við Sherlock Holmes, dró
semsagt ályktanir af minnsta til-
efni. Hinn vitgranni en tryggi
þjónn hans minnti nokkuð á
Watson hans Sherlocks og í stað
þess að segja: „Elementary My
Dear Watson" Iét Krummi sér
venjulega nægja að segja: „Mjög
sennileg tilgáta, Tóki minn.“
Þeir félagar leituðu að gulli,
komu upp um ógnaráætlanir
nasista og rannsökuðu morðmál
í stórfurðulegum bókum sem
reyndu mjög á trúgirni lesenda.
Skásta bókin var sú síðasta, Raf-
magnsmorðið, um dularfullt
morð á stúlku í ástandinu. Morð-
inginn reynist vera matráðskona
sem fræg er fyrir matseld sína og
hið mesta gæðablóð, en ástands-
stúlkan hafði reynt að koma
henni í klandur og þurft að
gjalda fyrir með lífi sínu. Þegar
matráðskonan er færð í hand-
járn segir lögreglustjórinn við
hana í fullri alvöru og af mikilli
hlýju: „Verið vonglaðar frú...
verið viss að eina stöðu eigið þér
vissa þegar þér komið aftur úr
fangelsinu. Það er sem matráðs-
kona hjá lögreglustjóra Reykja-
víkurborgar.“
Höfundur bókanna, Valur
Vestan, var Steingrímur Sigfússon,
tónskáld frá Patreksfirði, sem
vafalítið (eða vonandi) hefur
ekki tekið þennan samsetning
sinn mjög hátíðlega.
SPÆJARAR
SEimnii ara
Síðustu áratugi
hefur færst meiri
alvara yfir glæpa-
starfsemi í ís-
lenskum skáld-
sögum. Gunnar
Gunnarsson er
sá rithöfundur
sem náði einna
bestum árangri
í ritun raunsæ-
islegra saka-
málasagna. Hann segir að
fyrirmyndirf sínar við samningu
þeirra sagriá hafi verið menn
sem harin dáði og dáir
enn og nefnir sérstak-
lega Bodeisen þann
danska og Sjöwall og
Wahlöö.
Spæjari Gunnars
hét Margeir og honum
brá fyrir í tveimur
skáldsögum á árunurn
79 og ‘80, Gátan leyst
og Margeir og spaug-
arinn. Gunnár lagði
mikið upp úr því að
skapa trúverðugt um-
hverfi og andrúmsloft
og gerði sér far um að
sinna persónusköpun.
Þetfá voru góðar bæk-
ur sem hefþi þó mátt
gæða ögri meiri
spennu. Þriðja bókin
var Heiðarlegur fals-
ari byrjar nýtt líf sem
Gunnar las í Ríkisút-
varpið og voru hlust-
endur með í ráðum
við samningú sögunn-
ar. Gunnar segir hana
vera sína bestu saka-
málasögu en við veðj-
um á fyrstu bók hans.
Hann segist ekki hafa
haldið áfram samn-
ingu sakamálasagna
vegna þess að hann
hafi einfaldlega misst áhugann,
ekki þótt þessar bækur nógu
góðar og farið að sinna öðrum
störfum. „Ég hefði unnið þær
öðruvísi í dag,“ segir hann.
Jón Birgir Pétursson sendi frá
sér sakamálasögur sömu ár og
sögurnar um Margeir komu út,
Vitnið sem hvarf og Einn á móti
milljón. Þar fékk spæjarinn Elías
tækifæri til að sniglast um og
þefa uppi spillingu meðal at-
hafnamanna og koma upp um
eiturlyfjasmyglara.
„Ég var búinn að gleyma að ég
hefði skrifað þessar bækur,“ seg-
ir Jón Birgir. „Ég vann þá fyrri í
frístundum sem voru allmargar á
þessum tíma og í stað þess að
fara í kirkju á sunnudögum skrif-
aði ég sakamálasögu. Útgefand-
inn bað um þá seinni, hann ætl-
aði að gera mig að Agöthu
Christie íslands, en það átti ekki
fyrir mér að liggja. Guðmundur G.
Hagalín hrósaði reyndar bókum
mínum, sagði að þarna væri
maður sem kynni til verka. Að
þeim orðum sögðum fannst mér
að hátindinum væri náð og
ákvað að hætta. Annars er ég
enginn rithöfundur og hef engan
metnað á því sviði, ég skrifa bara
skammlausa íslensku og gerði
þetta mér til skemmtunar."
Ólafur Haukur Símonarson
sendi frá sér Líkið í rauða bílnum
árið 1986.
Þar sagði frá Jónasi Halldórs-
syni sem gerðist kennari úti á
landi og hjá honum vöknuðu
grunsemdir um að forveri hans í
starfi hefði verið myrtur. Höf-
undi tókst vel að gera frásögn
sína trúverðuga, en hún var
stundum langdregin og eigin-
legrar spennu varð ekki vart fyrr
en nokkuð eftir miðbik sögu.
ÞAD TEKUR 200
TIMA A9 SKRIFA
SAKAMALASOGU
Leó Löve skifaði á þremur
árum þrjár sakamálasögur
en ekkert hefur frá honum
heyrst í nokkur ár. Skýringin?
„Þrátt fyrir góða dóma hafa
þær ekki selst,“ segir hann.
„Fólk vill hafa það sem gerist í
svona sögum hæfilega fjarri
sér og vill fremur erlendar sög-
ur sem gerast í ævintýraum-
hverfi. Fólki þykir einfaldlega
óþægilegt 4ð þekkja umhverfið.“
Leó kenniu endinum á bókum
Leó Löve:
„Hver bók sem ég hefskrif-
að er skrifuð á 200 klukku-
tímum, með yfirlestri. Það
tekur ekki lengri tíma að
skrifasakamálasö^/j
sínum einnig um trega sölu: „Ég
enda bækur mínar eins og mér
þykir líklegast að atburðurinn
myndi enda í raunveruleikanum.
Slíkt vill fólk ógjarnan. Það vill
að réttlætinu sé fullnægt, en það
gerist bara ekki alltaf í raunveru-
Ieikanum."
Dæmi um þetta er að finna í
fyrstu bók hans, Fórnarpeði, þar
sem ungur blaðamaður ætlar sér
að vinna bug á spillingu í þjóðfé-
laginu. Þarna er að hluta fjallað
um svipað efni og í bók Þráins
Bertelssonar, Tungumáli fugl-
anna, en lokin eru ólík því þegar
ritstjórinn Tómas í bók Þráins
gengur á braut situr söguhetja
Leós inni sem dæmdur maður,
endalok sem eru ekki algeng
hlutskipti söguhetju sakamála-
sagna.
Leó er sammála því að fyrsta
bók hans sé
hans besta
en hann er
k a n n s k i
stoltastur
af Ofurefli,
sem gerist
að hluta til
á írlandi
og segir
frá kynn-
um ís-
lendings
af félögum í Sinn Fein. Ekki
með öllu ólíkt sögu Árna Berg-
manns Með kveðju frá Dublin.
Leó ætlaði sér í upphafi ekki að
taka málstað IRA, en heimsókn
hans til írlands og persónuleg
kynni af félögum í Sinn Fein urðu
til þess að hann tók sinnaskipt-
um og ákvað að láta söguhetju
sína gera það einnig.
Bækur Leós Löve bera það
með sér að hann hefur orðið fyr-
ir áhrifum af kvikmyndum,: endá
minna þær um margt á kvik-
myndahandrit. Þessi áhrif viður-
kennir Leó fúslega, segist hafa
farið á námskeið til að læra að
skrifa fyrir kvikmyndir og segist
ætíð sjá atburðarásina fyrir sér
þegar hann sitji við skriftir.
Eins og fleiri sakamálahöfund-
ar tekur Leó þessa iðju sína
mátulega alvarlega.:„Ég er
rithöfundur í frístundum.
Þetta eru ritæfingar og ég
skrifa aldrei neitt tvisvar,
lagfæri kannski örlítið en
endurskrifa aldrei. Hver
bók sem ég hef skrifað er
unnin á 200 tímum, með yf-
irlestri.. Það tekur ekki
lengri tíma að skrifa saka-
málasögú.“
BIRGITTA
VIIUSÆLUST
Birgitta Halldórsdóttir
sendir að meðaltali frá sér
eina sakamálasögu á ári og
segist skrifa skemnitliííár-
innar vegna. Bækut Birgittu
eru afar formúlukenndar og
hver annarn líkar. Stíllinn
er ekki vandaður og per-
sónusköpun klén. Verulegr-
ar spennu Tverður aldrei
vart þar seni framvindan er
afar fyrirsjáarilegt. Sögurn-
ar eru ástarsögur jafnt sem
sakamálasögur og það má
velta því fyrir sér hvort að-
dáendur hennar sæki ekki
fremur til hennar sem arf-
taka Snjólaugar Bragadóttur
en sem sakamálahöfundar.
FRAMTIÐ
SAKAMALASAGIUA
„Það er hægt að skrifa þessar
sögur hér,“ segir Ólafur Haukur
Símonarson. „Greinin hafði óorð
á sér en það virðist vera að
breytast. Þegar menntað fólk
vitnar í lesefni sitt þá flýtur
venjulega einhver sakamálasaga
með. Bilið milli sakamálasagna
og fagurbókmennta er að
mjókka."
Við getum nefnt sem dæmi um
þetta Náttvíg Thors Vilhjálmsson-
ar, frábæra bók, en tilkoma henn-
ar breytir engu um það að ís-
lenska sakamálasagan á enn í
vanda. Vandinn stafar líklega af
því sem sagt var hér í formála: ís-
lendingar eiga sér enga sið-
menntaða sakamálahefð. Það er
miklum erfiðleikum háð að skapa
aðstæður og atburðarás sem les-
andinn trúir á, hvað þá að setja
spæjarann á götuna og leyfa hon-
um að upplýsa málið. Það virðist
ekki skila nægilega sannfærandi
árangri í landi þar sem „afbrota-
menn eru viðvaningar" svo enn
sé vitnað í þann alvitra og alsjá-
anda Guðberg Bergsson. ■
|Ijómsveitin
Jet Black
Joe heldur
til Amsterdam 6. júní
og mun meðal ann-
ars spila á tónlistar-
hátíð í Tildsburg þar
sem búist er við að
60.000 manns
skemmti sér konung-
lega. Hljómsveitin
mun auk þéss koma
fram á fimm tónleik-
um t Amsterdam þar
sem hinir belgísku
Soapstone hita upp.
Þessi för er í tilefni af
útgáfu plötunnar
Fuzz í allri Evrópu,
en að undanförnu
hefur verið farið lof-
samjegum orðum um
sveitina í hollensk-
um tónlistartímarit-
um. í sumar munu
drengirnir svo ferð-
ast víðar og kynna
plötuna Fuzz fyrir
heiminum...