Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 18
„Því miöur hefur
óþarflega karl-
náttúraö og ví-
greift kvenfólk
leitazt við að
niðra hefð-
Fyrir stuttu birtist í Morgunblaðinu athyglisverð grein eftir HELGA HáLFDANARSON. Greinina kallaði Helgi
Konur og karlar og hneykslaðist á þeirri stefnu sem leitað hefur í kjölfar jafnréttisbaráttunnar;
stefnu „sem naumast verður við annað kennd en öfgar". Helgi vill meina að óeðlilegar kröfur jafnréttis-
baráttunnar séu bornar upp af fáum konum sem eiga lítið sameiginlegt með kynsystrum sínum. Hann
heldur því fram að þessar konur hafi „hlotið í vöggugjöf ögn af karleðli í bland við sína kvenlegu náttúru",
á sama hátt og 5 prósenta karlmanna gætu haft gaman af því að klæðast kvenmannsfötum
bundnum heim-
ilis- og fjöl-
skyldustörfum
kvenna, sem þó
eru í hinu orð-
inu réttilega
kölluð horn-
steinar menn-
ingarþjóðfé-
lags."
„Það ættiað
vera brýnasta
áhugamál
kvenna, að hlúð
sé að þeim
gróðurreit far-
sællarsamfé-
lagsheildar, sem
fjölskylda og
heimili geta ver-
ið og eiga að
vera."
„Ogþessberað
minnast, að
þjóðfélagið er
að langmestum
hluta skipað
konum, sem
umfram allt eru
konur, og körl-
um, sem ekki
eru annað en
karlmenn."
HELGI HÁLFDÁNARSON
/‘“V"
!_ L_
Oþarflega karináttúraðar
vígreiffar konur
Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Kol-
finna Baldvinsdóttir eiga það sam-
eiginlegt að hafa barist á opinber-
um vettvangi fyrir jafnrétti kynj-
anna. Samkvæmt kenningu Helga
eru þær óþarflega karlnáttúraðar
og vígreifar konur.
Jóhanna: Helgi má alveg hafa sín-
ar skoðanir í friði fyrir mér, ég lít
bara á þessar pælingar sem
húmorískar...
Kolfinna: ...úreltar...
Jóhanna: ...úreltar?Þettaer bara
hans skoðun. Það er eðlilegt að
fólk hafi mismunandi skoðanir á
þessu, en að hann skuli segja að
aðeins fimm prósent kvenna séu
ósátt við hlutskipti sitt og að bar-
átta þessara kvenna beri vott um
karleðli í bland við þeirra kven-
legu náttúru, ég veit ekki einu
sinni hvort maður eigi að vera að
svara því...
Kolfinna: Mér finnst hann nálgast
það að vera fasisti að vissu leyti.
Þegar konur eru farnar út á
vinnumarkaðinn, farnar að stefna
á einhvern frama, yfirgefa börn,
heimili og maka. þá eru þær kall-
aðar karlkonur. Eg bara skil þetta
ekki. Kona sem hefur sjálfstæða
og gagnrýna hugsun, kona sem
vill standa sig vel, af hverju ætti
að líkja henni við karl?
Jóhanna: Þær konur sem eru
ósáttar verða að láta í sér heyra.
Jón Sigurðsson barðist fyrir sjálf-
stæði Islendinga þó að hinn al-
menni þjóðfélagsþegn hafi ekki
tekið þátt með beinum hætti í
þeirri baráttu. Það verða náttúr-
lega einhverjir að stíga fram. Jafn-
réttisbaráttan er bæði konum og
körlum til góðs.
Er kvennabaráttan
öfgafengin?
Kolfinna: Allar baráttuaðferðir
ganga út á öfgar.
og
Jóhanna: Umræðan um kvenna-
baráttuna er svo gegnsýrð af við-
horfinu: Konur kvenna vegna.
Það er lítilsvirðing við konur að
halda því fram að þær eigi ein-
hverja stöðu skilið bara vegna
þess að þær eru konur. Konur
þurfa að vera þarna á eigin for-
sendum, taka þátt í samkeppn-
inni. Ég þarf ekki að vera kona í
einhverju kvenfélagi.
Kolfinna: Ég er ekki Kvenna-
listakona en það var samt sem
áður Kvennalistinn sem fékk mig
til að hugsa um jafnréttismál.
Hlutskipti konunnar: Allra
starfa virðulegast á jörðu hér!
Kolfinna: Svo koma þessir karlar
eins og Helgi Hálfdanar og segja
að það sé svo virðingarvert fyrir
konur að vera heima, inni í eld-
húsi að elda og baka og þrífa. Ég
bara þekki engar konur sem eru
heimavinnandi, þær eru allar úti-
vinnandi.
Jóhanna: Jú, auðvitað eru margar
konur heimavinnandi. Þetta er
spurning um frelsi til að velja. Ég
fór til dæmis að vinna sex vikum
eftir að dóttir mín fæddist. Ég
varð fyrir þvílíkum fordómum.
Og frá hverjum aðallega? Frá kon-
um. Slæma móðirin! „Fyrirgefðu,
ertu ekki með barnið þitt á
brjósti?" Þetta var þrátt fyrir að
faðir hennar tæki við „mínu“ hlut-
verki.
Kolfinna: Auðvitað ætti það líka
að vera krafa föður að fá að vera
með barninu sínu og að fá fæðing-
arorlof. Það eru því miður alltof
margir karlmenn á íslandi sem
hugsa eins og Helgi Hálfdanarson.
Jóhanna: Ég held reyndar að það
séu ekki margir karlmenn sem
eru sömu skoðunar og Helgi.
Þetta er bara einhvers konar karl-
rembupæling hjá honum og ég
held að hann sé að hafa gaman af
því að espa upp konurnar.
Erþetta kannski draumur
margra karlmanna?
Jóhanna: Nei, mér finnst þetta
vera að breytast.
Kolfinna: Af hverju ættu karlar
alltaf að fá sinn draum rættan?
Minn draumur er sá að ég vil geta
búið við jafnræði á mínu heimili.
Ástæðan fyrir því að 30 prósent
barna á íslandi eiga einstæða for-
eldra er sú að þegar karl og kona
koma saman undir einu þaki þá
geta þau ekki búið saman af því
að karlinn býst við að konan geri
ailt og konan býst við að hann
geri eitthvað. Svo gefast þau upp
á að rífast og pakka niður. Fay
Weldon segir að það eina sem
rauðsokkuhreyfingin hefur náð
að yfirfæra á okkar kynslóð sé
reiðin. Og reiðin í dag er ná-
kvæmlega sú sama og hún var
fyrir mörgum áratugum, því mið-
ur. Þegar kona kemur inn í hjóna-
band heldur hún eilíflega að ver-
ið sé að troða á hennar rétti, jafn-
vel þótt ekki sé verið að troða á
neinum.
Jóhanna: Málið er það að fólk fer
náttúrlega í sambúð af fúsum og
frjálsum vilja. Ef konur sætta sig
ekki við ástandið þá fara þær út.
En annars, hvaðan fá karlmenn
viðhorf sín...?
Kolfinna: .. .frá Helga Hálfdanar-
syni, frænda sínum...
Jóhanna: ...þeir fáþau auðvitað
úr uppeldinu, þess vegna er það
okkar að kenna þeim á nýjan leik.
Kolfinna: Sumir eru svo heppnir
að finna konu sem gerir alit fyrir
þá og mér finnst það æðislegt. Ég
myndi leggjast með tærnar upp í
loft ef einhver manneskja gerði
allt fyrir mig. Konan verður hins
vegar statt og stöðugt að benda á
að hún er ekki vinnudýr.
Gengur krafa kvenréttinda-
kvenna „í berhögg við sjálft
eðli langflestra kvenna “?
Kolfinna: Ég hitti um daginn
konu frá Marokkó. Hún kom hing-
að til landsins með manninum
sínum. Hafði verið gift honum í
heimalandi sínu, verið þræll með
kufl og ekki gert annað en að vera
heima hjá sér. Þegar þau komu til
íslands fór maðurinn út á vinnu-
markaðinn og ætlaðist til að kon-
an hegðaði sér á sama hátt og
hún hafði alla tíð gert. En smám
saman fór hún að kynnast ís-
lensku þjóðfélagi, íslenskum kon-
um og sá að hún átti sinn rétt. Sjö
árum seinna er hún frjáls kona,
komin í gallabuxur og að springa
af gleði. Þau hins vegar skildu og
eiginmaðurinn hótar henni lífláti.
Jóhanna: Við værum ekki hér í
dag nema aðrar konur hefðu bar-
ist á undan okkur, sáð í jarðveg-
inn...
Kolfinna: .. .já en sjáðu til, við er-
um ennþá í þeirri stöðu að þú
færð samviskubit yfir því að vera
ekki með barnið þitt á brjósti, ég
fæ samviskubit í dag vegna þess
að ég er búin að vera í vinnu frá
því klukkan sjö í morgun og er
enn ekki komin heim.
Jóhanna: Grundvallaratriðið er
bara að allir einstaklingar fái
tækifæri til að velja sér farveg í
sínu lífi...
KOLFINNA:.. .jafnt karlar sem kon-
ur. ■
Vaxandi aðsókn í Hússtjórnarskólann í Reykjavík
Hvenærferð bú að búa?
Þegar Húsmæðraskólinn opn-
aðist báðum kynjum, árið 1975,
breyttist nafn hans og varð Hús-
stjórnarskólinn. Karlar hafa enn
ekki nýtt sér réttinn til skólavistar
þótt nokkrir herrar hafi mætt á
einstök námskeið sem haldin eru
í skólanum. Hins vegar sækja ung-
ar konur sífellt meira í skólann.
„Aðsóknin hefur verið það mikil
að við höfum þurft að breyta
skipulagi Hússtjórnarskólans. Frá
árinu 1975 hefur föst skólavist
einungis verið á vorönn, en vax-
andi aðsókn á undanförnum árum
hefur leitt til þess að framvegis
verður skólahald hér bæði fyrir
og eftir áramót. Þannig getum við
sinnt hluta þeirra stúlkna sem
annars þurfa frá að hverfa," segir
Ingibjörg Þórarinsdóttir, skólastýra
Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.
Stúlkurnar eru á aldrinum 17 og
upp í þrítugt, námið er fjórir og
hálfur mánuður en alls getur skól-
inn tekið inn 24 nemendur á
hverri önn. Þær eru komnar á fæt-
ur klukkan átta á morgnana og
eru við vinnu til hálffimm á dag-
inn. Þær læra matreiðslu, þvott
og ræstingu, fatasaum, útsaum;
prjón og hekl, vefnað, næringar-
fræði, vörufræði, uppeldi ungra
barna, híbýlafræði og textílfræði.
Áherslurnar hafa auðvitað
breyst svolítið í gegnum árin.
Handavinnan var til að
mynda öðruvísi, tíminn
sem fer í þvott og ræst-
ingu er minni en áður
var og útivistartíminn er
frjálsari. En sömu grunn-
atriðin hafa alltaf verið
kennd. Tíðarandinn í
þjóðfélaginu hefur ýmis-
legt að segja með áhersl-
ur; til dæmis vildi eng-
inn Iæra útsaum í kring-
um 1975. Við svöruðum
því og lögðum meiri
áherslu á fatasaum.
Þetta fylgir svolítið þjóð-
félaginu. Núna er fólk til
að mynda farið að sækja
meira í útsauminn aftur.“
LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ,
LÆRÐU TIL VtERKA!
Helga Friðriksdóttir er handa-
vinnukennari.
„í handavinnunni eru nokkur
skyldustykki. Þær sauma brauð-
dúk, læra þannig að falda og
sauma mynstur. Þær gera sæng-
ursett, lítil barnanáttföt á börnin
sín tilvonandi og sauma síðan
skyrtu og pils (eða buxur). Þær
læra þessi grunnsnið, en fyrir ut-
an skyldustykkin er mjög vinsælt
að taka skírnarkjóiinn aukalega.“
Jónína Guðrún og Erla Birna eru
nemendur Helgu.
Ingibjörg Þórarinsdóttir skóla-
stýra. „Við hefðum getað fyllt
skólann þrisvar núna."
JÓNÍNA: Þetta er bara frábært!
Manni veitir heldur ekki af að
læra þessa hluti. Núna get ég
staðið á eigin fótum; þarf ekki að
fá ráðleggingar hjá mömmu eins
og margir.
Erla Birna: Það er annað hvort
að fara í Húsó eða ná sér í karl
sem kann að elda.
JónIna: Ja, ég gæti nú til dæmis
kennt manninum mínum hvernig
best er að gera hlutina. Maður
getur stytt sér leið ef maður kann
þetta; þú gerir þér hlutina oft erf-
iðari ef þú kannt þá ekki.
Erla Birna: Ég læt nú
karlinn minn strauja sína
skyrtu.
Jónína: Hva, það er nú
ekki svo mikið mál
að strauja eina
skyrtu.
Hvað með kvenna-
baráttuna?
Jónína: Kvenna-
baráttan? Hvað er
það?
Erla Bima: Æi.
Hún er ýkt. Bara
rugl, ja kannski
ekki algjört rugl
en hún er komin
aðeins út í öfgar.
Jónína: Þetta með
Kvennaiistann er náttúr-
lega fáránlegt. Hvers
vegna geta karlmenn
ekki gengið í Kvenna-
listann?
Erla Birna: Erum við ekki öll
eins? Erum við ekki öll systkin?
HÁPUniKTURIIUni
„Dagurinn í dag er svolítið sér-
stakur," segir Helga Konráðsdóttir
matreiðslukennari. „Á morgun
verður tekið á móti gestum.
Stelpurnar bjóða fjölskyldu og
vinum í eins konar lokahóf skól-
ans þar sem þær sýna leikni sína
í matargerð
og uppfört-
un. Þess
vegna er
spenningur í
þeim í dag.
Skólinn er að
verða búinn.
Þetta er eigin-
lega hápunkt-
urinn!"
UPP-
SVEIFLA
„Ég er viss um
að þetta hagnýta
nám sé að koma mikið aftur,"
segir Ingibjörg skólastýra. „í það
minnsta er mikil uppsveifla í
skólanum. Við hefðum getað fyllt
skólann þrisvar núna. Markmið
skólans hefur alltaf verið það
sama, þetta er fyrst og fremst til
þess gert að þær geti séð um sig
og sína. Þessar sem eru hringtrú-
lofaðar hugsa auðvitað um að
geta séð betur um heimilið.“ ■