Helgarpósturinn - 01.06.1995, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Qupperneq 10
Iargir hafa rekið upp stór augu í Borgarnesi en þar er að rísa heljarmikil viðbygging við Hótel Borgarnes sem lengst af hefur verið hálftómt, eða tómt. Undanfarin fjögur ár hefur Pétur Geirsson verið meirihlutaeig- andi hótelsins en hann rekur auk þess Hreðavatnsskála og Botnsskála. Hann er stórhuga maður og er nú að láta reisa fjögurra hæða við- byggingu við hótelið hálftóma. Fram- kvæmdir hófust í vor og eiga fyrstu tvær hæðirnar að verða tilbúnar í sumar, sú fyrri þann 20. júní og mun þegar vera búið að bóka hæðina. Seinni tvær hæðirnar eiga að rísa á kom- andi vetri. Flestir Borgnesingar telja þetta stórhug hinn mesta og bíða spenntir eftir að sjá hvort áætlun Péturs gengur upp. Honum þótti hótelið vera annað hvort of lítið, eða of stórt. Niður- staðan var að stækka hótelið og stíia þann- ig inn á funda- og ráðstefnumarkaðin- um sem ekki var hægt að sinna með óbreyttu hóteli... íþróttakennarinn Þórarinn Ragn- arsson hefur heldur betur komist milli tannanna á fólki eftir að hann keypti Kaffi Reykjavík á 140 millj- ónir króna, staðgreitt, og á sama tíma opnaði hann Astro. Hann var endurbyggður frá grunni fyrir 50-80 milljónir króna og því er hér um framkvæmdir fyrir rúm- lega 200 milljónir króna að ræða á sama tíma. Þess utan hefur Þórar- inn rekið Staldrið í Breiðholti og staðið í umfangsmiklum fast- eignarekstri, meðal annars Mið- bæ Hafnarfjarðar. Þórarinn hefur hagnast vel á viðskiptum sínum síðasta áratuginn enda er hann sagður halda vel utan um rekstur- inn og að hann sé afar fastheldinn á fé. uanduðsmaður I HAIUDROLTA OG FRJALSUM Þórarinn Ragnarsson er fæddur og uppalinn á Óðinsgötu 2 í Reykjavík árið 1945 og verður því fimmtugur síðar á þessu ári. For- eldrar hans voru þau Ragnar Er- lingsson málarameistari og Soffía Guðmundsdóttir en þau eru bæði látin. Þórarinn fluttist ungur til Hafnarfjarðar og gekk í Flensborg- arskóla jafnhliða því sem hann tengdist íþróttalífinu í bænum. Reyndar fór hann til Bandaríkj- anna 16 ára gamall sem skipti- nemi á vegum Þjóðkirkjunnar og dvaldi í eitt ár í Waterloo í Iowa. Eiginkona hans er Lovísa Jóhannes- dóttir sem er framkvæmdastjóri og sér um rekstur á Staldrinu. Þórarinn var vel þekktur íþróttamaður á sínum yngri árum og varð landsliðsmaður, bæði í handbolta og frjálsum íþróttum. Hann spilaði með gullaldarliði FH í handbolta með köppum eins og Geir Hallsteinssyni, Viðari Símonar- syni, Birgi Björnssyni og Hjalta Ein- arssyni. Þórarinn lék fremsta mann í vörninni og í horninu í sókninni. FH varð margoft ís- lands- og bikarmeistari og alls lék Þórarinn 36 landsleiki fyrir ís- lands hönd. Þá var hann í frjálsum íþróttum með KR og keppti fyrir landsliðið í 400 og 800 metra hlaupi. „Maður segir nú svona í gríni að maður sé eins og Þ í laginu, mað- ur heitir jú Þórarinn. En ég reyni að halda mér við, hlaupa og fara í leikfimi öðru hverju,“ segir Þórar- inn. Þegar Þórarinn kom heim frá Bandaríkjunum voru það íþrótt- irnar sem toguðu í hann og hann fór í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. í framhaldi af því starfaði hann sem íþróttakennari við Verslunarskóla íslands og Hlíðaskóla í nærri 15 ár og þótti beita nemendum sannkölluðum heraga. Gamlir nemendur bera honum misjafna söguna og er tíð- rætt um köldu sturtuna sem allir urðu að fara í eftir hvern leikfimi- tíma. Þá var hann íþróttafrétta- maður við Morgunblaðið í áratug. STALDRID HORIU- STEIIUIU VELDISIIUS Grundvöllurinn að auðsöfnun Þórarins var lagður þegar hann hóf rekstur Staldursins árið 1984 við Stekkjabakka 2 í Breiðholti en það er sölunesti. Þegar hann hafði Þórarinn Ragnarsson keypti á dögunum Kaffi Reykjavík fyrir 140 milljónir og bætti svo um betur og opnaði Astro eftir 50-80 milljóna króna endurgerð. Áður rak hann Ingólfskaffi, Pisa og Berlín en hornsteinn veldisins er Staldrið. Auk þess hefur hann staðið í umfangsmiklum fasteignarekstri og er orðaður við ábatasöm viðskipti erlendis Helgi Björnsson POPPARI OG VEITINGAMAÐUR „Þaö er ósköp einfalt, Þórarinn er góður drengur. Þaö eru ekki nema tveir til þrír mánuðir frá því að ég kynntist honum svo maður getur ekki farið út í djúpar pæling- ar um manninn. En samstarf okkar hefur gengið mjög vel. Hann er hrjúfur en einlægur. Hann kemur beint fram við mann og það er hlutur sem ég kann að meta í fari fólks. Húmorinn er í góðu lagi og hann er stríðinn, það er líka eitt- hvað sem ég kann að meta." fengið úthlutað lóðinni sagði hann upp á Morgunblaðinu og hefur frá þeim tíma einbeitt sér að viðskipt- um. Staldrið er alfarið í eigu hans og fjölskyldu hans og hefur skilað góðum hagnaði, jafnt og þétt. Staldrið var nokkuð umdeilt á sínum tíma, bæði lóðaúthlutunin og beygjuakrein sem lögð var til að auðvelda aðkeyrslu að verslun- inni. Það kom til af því að eyja var sett við götuna sem lokaði aðgang úr annarri áttinni. Þórarinn óskaði eftir því að áfram yrði opið þarna sem var samþykkt á endanum. Þórarinn bendir á að þarna hafi aldrei orðið umferðaróhapp og því eigi þessar framkvæmdir full- komlega rétt á sér. Hvað sem öðru líður er Ijóst að þarna var um mik- ið hagsmunamál að ræða. Hann segir engin pólitísk tengsl hafa ráðið og lóðaúthlutunin hafi verið samþykkt af fulltrúum allra flokka. „Jú, þetta hefur gengið mjög vel og þetta er góð staðsetning. Eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er en svona eftir á sjá menn að þetta hefur gengið vel. Þetta hefur verið mikil vinna og við höfum passað vel upp á þetta. Þetta gengur mjög vel,“ segir Þórarinn um rekstur Staldursins. Staldrið er hornsteinninn í viðskiptaveldi Þórarins og hefur skilað honum vel frá því það var opnað 1984. UMSVIFAMIKILL FASTEIGIUAREKSTUR Þórarinn hefur staðið í um- fangsmiklum byggingafram- kvæmdum og umsýslu fasteigna, yfirleitt með Gunnari Hjaltalín end- urskoðenda. Þórarinn segir að sá rekstur hafi gengið mjög vel en þeir hafa staðið í þessum rekstri í áratug og fjölmörg hús sem hafa farið um þeirra hendur. Gunnar hefur þekkt Þórarin frá unglingsárum og þeir spiluðu handbolta saman. Gunnar segir Þórarin áreiðanlegan og standi við orð sín í viðskipum. Besti kosturinn sé hve traustur félagi hann er en Gunnar segist ekki þekkja neina galla á Þórarni. Eitt af þeim húsum sem þeir reistu saman er stórhýsið að Stór- höfða 15 við Gullinbrú. Það byggðu þeir sjálfir, leigðu verk- fræðistofunni Streng efstu tvær hæðirnar, seldu miðhæðina undir verslunarrekstur en ráku sjálfir íþróttasali á neðstu hæðinni. Það var síðan keypt af fyrirtæki Ólafs H. Jónssonar handknattleiksmanns og Strengur hefur keypt þær hæð- ir sem þeir leigðu þannig að hús- næðið er ekki lengur í eigu þeirra Þórarins og Gunnars. Sjálfur er Þórarinn skráður sem stjórnarformaður í fjórum fyrir- Þórarinn keypti Kaffi Reykjavík af Vali Magnússyni á 140 milljónir staðgreiddar. Annað veitingahús Þórarins, Astro, var opnað um síðustu helgi. Hann og Gunnar Hjaltalín áttu Þisa og Berlín en ákváðu að sameina reksturinn og endur- byggja húsið frá grunni. Kostnaðurinn var 50-80 milljónir. f 1 m Skapti wkm %■ " ^ Hallgrímsson ’ Iþróttafréttamaður Á Morgunblaðinu „Þórarinn var íþróttafréttamað- ur hér þegar ég hóf störf og var samstarfmaður minn og yfirmaður um tíma. Ég hef ekkert nema gott um hann aö segja. Þórarinn er mjög duglegur og kraftmikill. Hann er hörkutól eins og sást þegar hann lagði stund á íþróttir, bæði frjálsar og handbolta. Hann lagði mikið á sig og vildi að aðrir gerðu það líka. Það var gaman að vinna með honum og hann var góður fé- lagi." TILVIUANAKEIUIUDUR VEITINGAREKSTUR Þórarinn segir það algjöra til- viljun að hann fór út í veitinga- rekstur. Það var árið 1990 sem þeir Gunnar kaupa Ingólfscafé af Gísla Lárussyni kenndan við Skand- ía. Þeir ákváðu að reka staðinn sjálfir ásamt Birni Leifssyni í World tækjum. Stekkur hf. rekur Staldr- ið, Jón P. Jónsson hf. er bygginga- fyrirtæki, Mýr hf. er í rekstri fast- eigna og Sýr hf. á eignir uppi í Mjódd sem áður voru í eigu Sveins bakara. MIÐBÆR HAFNARFJARÐAR Það voru síðan fimm aðilar sem stofnuðu hlutafélag um miðbæ Hafnarfjarðar eða þeir Þórarinn, Gunnar Hjaltalín, Páll Pálsson, Þor- valdur Ásgeirsson og Viðar Halldórs- son. Þeir fengu úthlutað lóð í mið- bæ Hafnarfjarðar og réðust í að reisa verslunarmiðstöð. Þeir hafa þurft að glíma við ýmsa erfiðleika og margir halda jiví fram að allur sá rekstur hafi verið mjög þungur. Sjálfur segir Þórarinn að vel hafi tekist til. Hann segir að allt sé selt í verslunarmiðstöðinni sjálfri og þar inni séu traust fyrirtæki. Hins vegar sé enn óselt í turnhúsunum tveimur og markaðurinn sé mjög þungur. „Það er alrangt að þetta sé eitthvað sem ekki gangi upp,“ segir Þórarinn. Þess má einnig geta að Þórar- inn var gjaldkeri Seljasóknar sem reisti kirkjuna sem gengur undir nafninu Indíánatjaldið.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.