Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 12
12 „Fjölskyldan líður kannski skort og þú tekur peninginn og spilar fyrir fimmtíu þúsund krónurá dag flesta daga eins og ég gerði. Lífið gekk út á tvennt hjá mér, að spila og redda mér pening." „Ég var farinn að stela og stunda aðra óheiðarlega iðju til að nálgast peninga. Ég hefði þurft að sitja inni í þrjú til fjögurár hefði ég verið kærður fyrir þetta." „Þetta feransi langt með marga og veit ég dæmiþess að menn hafi framið sjálfs- morð eftirað hafa tapað peningum." s H FllvlívlTO DaGÚ Frra Ú N nr995 Hvernig má það vera að menn hendi frá sér tugum þúsunda á kvöldstund til að freista þess að vinna kannski átta þúsund krónur? pósturinn ræddi við spilafíkil sem tapaði talsverðum peningum í spilakössum og hefur þurft að leita sér aðstoðar við fíkn sinni meðferðina var að fá mér fjár- haldsmann sem skammtar mér pening fyrir tóbaki, mat og kaffi. Það sem er svo erfitt við þetta er að þú losnar aldrei við peninga úr þínu lífi. Það má segja að þetta sé svipað og ef alkóhólisti þyrfti allt- af að ganga með pelann á sér eða dópisti með grammið. Mér líður aldrei vel með mikinn pening á mér þar sem það eru freistingar á hverju horni. Ég kem varla inní sjoppu án þess að sjá spilakassa. Það er auðvitað fráleitt að banna þetta en mér finnst að það ætti að aðskilja þetta frá daglegu lífi með því að hafa þetta á sér stöðum eða þar sem menn eru ekki að gera neitt annað en að spila. Það eiga auðvitað að vera spilavíti hérna. Þetta er daðrandi við mann í sífellu og það eru ekki nema örfáir spilafíklar sem „detta ekki í’ða“ eftir meðferð. Ég sprakk einu sinni á limminu og eyddi þrjátíuþúsundkalli á klukkutíma en síðan þá hef ég reynt að halda mér á mottunni. Þetta fer ansi langt með marga og veit ég dæmi þess að menn hafi framið sjálfsmorð eftir að hafa tapað peningum. Þá skiptir upphæðin engu máli, fólki sem hefur tapað Spilafíknar hefur orðið vart hér- lendis eins og hryllings en með til- komu spilakassanna hefur spila- fíklum fjölgað mjög. Það er auð- veldara nú en nokkru sinni að tapa peningum í hömluiausri spilagleði. Margir samlanda okkar hafa upplifað eigna-, maka-, húsa-, bíla-, atvinnu- og peningamissi af þeim völdum og í dag er tekið á móti sjúklingum, sem eyða baga- lega, til meðferðar á Vífilstöðum og Vogi. Ganga þeir þar í gegnum svipaða meðferð og alkóhólistar enda leiðum að líkjast. „Spilafíkill sem ekki á pening er blautur alkóhólisti á þurru landi,“ segir viðmælandi póstsins og finnst hann hafa hitt naglann á höfuðið. En hvernig má það vera að menn hendi frá sér tugum þúsunda á einni kvöldstund til að freista þess að vinna kannski tvö til átta þúsund krónur, eða hæsta vinn- ing Rauða kross-kassanna? póstur- inn hitti fyrir spilafíkil sem hefur tapað rúmum fimmtán milljónum í Rauða kross-kössum og slottvél- um og farið í meðferð fyrir spila- fíkla. „Ég byrjaði mjög ungur að spila en ekki svona stjórnlaust fyrr en í kringum ‘89 þegar Rauða kross- kassarnir komu. Ég varð strax mjög „húkkt“ á þessu," segir spil- arinn og kýs að njóta nafnleyndar. „Þetta byggir á rosalegri spennu og svo ætlaði ég að bjarga heimin- um með vinningi. Þá var hæsti vinningurinn í kössunum fimm þúsund krónur og útilokað að græða á þessu. Ég var kannski heppinn í einn dag en svo óhepp- inn í tíu en það sem stóð upp úr var þessi eini dagur. Maður þurrk- ar yfir allt annað. Oft á tíðum fær maður „blakkát“ í þessu og veit ekkert hvað er að gerast í kring- um sig, heyrir ekkert, en heldur áfram að spila. Svo fer þetta að verða óbærileg kvöl, þá viltu ekki spila en finnst þú verða að gera það. Þú ræður engan veginn við þig,“ segir hann og bætir við að spilafíkill viti alltaf að vinningslík- urnar eru litlar sem engar en haldi samt áfram. „Það er ekkert sem stöðvar mann á þessu stigi. Fjölskyldan líður kannski skort og þú tekur peninginn og spilar fyrir fimmtíu þúsund krónur á dag flesta daga eins og ég gerði. Lífið gekk út á tvennt hjá mér, að spila og redda mér pening. Ef fíkillinn á ekki pen- ing líður honum rosalega illa - hann vantar dóp. Ég fékk frá- hvarfseinkenni, eins og svitaköst og skjálfta, og varð gífurlega ör- væntingarfullur. Ég var svo hepp- inn að ég var í góðri vinnu og gat gengið á milli banka og fengið lán hvar sem var vandræðalaust. Vin- ir mínir lánuðu mér Iíka enda sagði ég alltaf af fullri sannfær- ingu að ég ætlaði að borga daginn eftir og enginn vissi hvað ég gerði við peningana." SÍFELLD LEIT AÐ PEIUIIUGIJM En það eru ekki allir svo „heppnir“ að geta fengið lán í bönkum fyrir fíkninni. Afgreiðslu- maður spilasalar í borginni sagði örvæntingarfulla spilara oft reyna að leggja hluti í pant. „Það kemur hingað reglulega einstæð móðir með börnin sín. Þessi kona vinnur ekki fyrir mikl- um peningum og reynir stundum að selja mér innleggsnótur, Visa- kortið sitt eða hvað það nú er sem hún heldur að sé einhvers virði.“ Þegar viðmælandi póstsins var spurður hvað hann hafi gengið langt til að ná sér í pening sagði hann engin takmörk fyrir því. „Spilafíkli, sem á pening, líður of- salega vei, hann verður mjög hátt uppi og skemmtilegastur allra. Honum jíður bara vel af því hann á dóp. Ég var farinn að stela og stunda aðra óheiðarlega iðju til að nálgast peninga. Ég hefði þurft að sitja inni í þrjú til fjögur ár hefði ég verið kærður fyrir þetta. Ég slapp við það en missti vinn- una, fjölskylduna, húsið, bílinn og fimmtán milljónir. Ég var kominn á botninn og farinn að halda við kassann eins og hverja aðra kell- ingu. Þetta er nefnilega ólíkt því að spila póker eða önnur spil í spilavítum þar sem félagsskapur- inn er helmingurinn af skemmtun- inni. Ég var bara í kössunum og spilaði af og til í getraunum og happdrætti.“ ERFIDLEIKAR EFTIR MEÐFERÐ Það sem reynist spilafíkli erfið- ast eftir meðferð er að fara með peninga enda búinn að missa allt verðskyn og virðingu fyrir seðlun- um. „Það fyrsta sem ég gerði eftir Jóhann Örn Héðinsson, deildarstjóri göngudeildar SÁÁ Alveg ódir rétt áður en pottaniB’ Það er erfitt að henda reiður á hvenær spilafíknar fór að gæta í verulegu mæli hérlendis en eðli hennar hefur breyst með til- komu spilakassanna. „Tíkalla- kassarnir gömlu, sem Rauði krossinn var með, eru sennilega upphafið á þessari fíkn í kass- ana. Það eru hvoru tveggja fíklar sem stunda Black Jack og álíka spil og þeir sem eru í kössunum sem koma inn til okkar. Þeir sem eru í þessum kössum eru líka í öllum bingóum sem þeir komast í og spila í happdrættum og slíku. Þetta eru svolítið ólíkir hópar,“ segir Jóhann Örn Héðins- son; deildarstjóri göngudeildar SÁA. Hvernig berðu saman spilafíkn og áfengisfíkn? „Meðferðin er svipuð á báðum fíklum en spilafíklar koma ein- göngu til göngudeildarmeðferð- ar en ekki inn á stofnunina. Ásóknin í fíknina er sú sama hjá báðum fíklum en spilafíkillinn er auðvitað ekki að setja í sig nein efni þannig að hann heldur sæmilegu viti þótt hann ráði ekk- ert við sig í kössunum.“ Getur þá spilafíkill ekki gert sér grein fyrir að hann getur ekkert annað en tapað leiknum? „Þeir vita kannski hverjar vinn- igslíkurnar eru en halda samt fast í að þeir vinni næst. Þeir vita upp á hár hvenær pottarnir eru við það að falla og verða þá ai- veg óðir, rétt eins og alkóhólisti verður ómögulegur á föstudög- um eða rétt fyrir lokun Ríkisins." milljón getur liðið eins illa og mér sem tapaði rúmlega fimmtán. Ég hugleiddi sjálfsmorð en var of mikil skræfa. í staðinn ætlaði ég að flýja land og var búinn að und- irbúa það nokkuð vel, hafði meira að segja keypt mér hárkollu, gler- augu og gerviskegg og ætlaði að byrja sem nýr maður annars stað- ar til að getað haldið áfram að spila," segir hann og hlær að þess- ari ódýru lausn sinni. „Ég var náttúrlega í engu sam- bandi við raunveruleikann, ekki frekar en aðrir fíklar á þessu stigi. Þetta er engin verkamannafíkn, það eru ekkert bara einhverjir lús- erar sem lenda í þessu heldur líka fólk sem hefur gengið vel í lífinu." SIÐLAUSAR AUGLYSIIMGAR En það eru fleiri Ijón sem verða á vegi spilafíkils sem reynir mátt- laus að halda sér á mottunni. Við- mælandi blaðsins hafði margt út á auglýsingar á happdrættum að setja. „Það er svoleiðis reynt að heilaþvo fólk með þessu. Auglýs- ingarnar miða allar að því að þú getir ekkert gert í lífinu nema þú spilir með í happdrætti. Háskól- inn er lang siðlausastur í þessum efnum. Þegar skólarnir voru að byrja í haust birtist auglýsing um Happaþrennuna sem hijóð- aði svo: „Duga vasapeningarnir þínir ekki út vikuna?“ Nú er Happaþrenna ekkert merkilegur hlutur í sjálfu sér en getur verið stórhættuleg fyrir fíkil. Áttu skólakrakkarnir að redda sér með einni Happaþrennu? Eins er með flestar aðrar auglýsingar sem gefa allar í skyn að þú komist ekki til útlanda eða eignist aldrei bíl nema að spila fjárhættuspil. Og út á hvað gengur Bingó- Bjössi? Það að krakkarnir verði óðir af löngun í að spila í bingó- inu,“ segir hann. „Það á að banna svona auglýs- ingar rétt eins og áfengisauglýs- ingarnar, sem þó ganga ekki eins langt í áróðrinum. Það á bara ein- faldlega að skilja þetta frá dag- legu lífi því það er til fólk eins og ég sem er alvarlega veikt fyrir þessu.“ I ( ( ( ( ( ( ( ( -MHÖ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.