Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 27
■■EK 27 FIM M T U D wGÚRTtjÚN 1715 Andrew Weatherall, einn helsti gúrúinn úr röðum plötusnúða heimsins, spilar í Tunglinu í kvöld. Erlendir gestir á Tunglinu Primal Scream, New Order, Björk, Trans Global Underworld, Therapy, Stereo MC’s, Galliano og Saint Etienne eru aðeins brot af hljómsveitum og tónlistar- mönnum sem breski ofur plötu- snúðurinn Andrew Weatherall hefur unnið með um dagana. Þessi kappi er staddur á íslandi um þessar mundir og ætlar að leyfa innfæddum að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða í pansguru í baráttu gegn Tunglinu í kvöld. Weatherall hef- ur um árabil verið einn helsti gúrúinn í bresku tónlistarlífi og var til að mynda hugmyndafræð- ingurinn á bak við þá rómuðu plötu Screamadelica með Primal Scream. Auk þess sem Weather- all hefur hljóðblandað lög ým- issa hljómsveita með góðum ár- angri býr hann til eigin tónlist undir merkjum útgáfufyrirtækis- ins/hljómsveitarinnar/klúbbs- ins/hreyfingarinnar Sabres of Paradise, en það batterí hefur verið leiðandi síðustu árin í út- gáfu danstónlistar í Bretlandi. Weatherall er gamall pönkari og sýruhaus en hefur snúið al- gjörlega við blaðinu og rekur nú stífan áróður gegn dópi. Þar hef- ur hann ekki síst beint spjótum sínum að tískuefninu ecstasy sem hann finnur flest til foráttu. í viðtali við kappann í Select fyrir nokkru, segir hann til að mynda að krakkarnir átti sig ekki á því að E er ekki neitt draumaeiturlyf heldur virkilega „hart“ efni. Bendir hann á að það sé alvarleg þróun að fyrsta reynsla margra af eiturlyfjum sé ecstasy, því öllu neðar verði ekki komist. „Hver er munurinn á einhverjum sem er alltaf á E-i og lífsþreyttri hús- Conmelt er breskt danstríó sem verður líka í Tunglinu í kvöld og annað kvöld að auki. teknó-bandið Ajax troða einnig upp. Föstudagskvöld verður gleðinni fram haldið í Tunglinu, þó án Weatherall, en hin góð- kunna sveit Funkstrasse bætist þá í hópinn. ■ Frægu fyrir- sæturnar og umhverfið Birna Bragadóttir, Nanna Guðbergsdóttir og Andrea Róberts- dóttir, auk fleiri módela eru meðal fangsefna Braga Þ. Jós- efssonar sem í vikulok opnar Ijósmyndasýningu í nýju húsnæði Hans Peter- sen í Austurveri. „Myndirnar eruekki af módelunum „per se heldur eru módelin aðeins hluti af umhverfinu," segir Bragi sem dró nokkrar tísku- og módelmyndir upp úr pússi sínu af þessu tilefni. Síðast þegar sýndar voru Ijósmyndir eftir Braga fór hann á vit náttúrunnar, en nú má segja að á myndum hans hafi bæst módel sem eru ýmist fá- klædd eða I miklum um- búðum. ■ Baksvipurinn á Birnu Bragadóttur í íslenskri náttúru. móður sem bryður valíum dag- inn út og daginn inn?“ spyr We- atherall og er mikið niðri fyrir. Weatherall verður ekki einn á ferð í kvöld því landar hans í danstríóinu Conmelt og íslenska LIJmM NIVÍTr- Ef Þorbjörn Jensson væri ekki landsliðsþjálfari í handbolta heldur... ...dýr, þá væri hann uppstökkur geithafur sem hefur allt á hornum sér. ...heimilistæki, þá væri hann stór og mikill frystiskápur, og alveg svaka- lega vont að lenda í honum. ...bygging, þá væri hann Litla- Hraun. Bráðnauðsynlegt þegar allt ann- að klikkar, en ekki sérlega vinsælt að eiga dvöl þaryfir höfði sér. ...leikfang, þá væri hann horna- boltakylfa, grjóthörð, laus við fínheit, vinsæl hjá rasistum og vont að fá hana í hausinn. ...húsgagn, þá væri hann hinn svo- kallaði hvalasófi sem Guðrún Margr- ét og Oddgeir Þórðarson hönnuðu fyrir Epal og Tolli myndskreytti. Sá sófi er í yfirstærð, fyllir gjörsamlega út í allt rými sem hann er settur í og maður kemst ekki hjá að taka eftir jafnvel úr fjarlægð, en er hinn ágætasti sófi að sitja í þegar upp er stað- ið... ...ökutæki, þá væri hann skólarúta, full af unglingum og hávaða. Álitsgjafar póstsins eru Sturla Már Jónsson (húsgögn), Guðfinnur Halldórsson (ökutæki), Bernharð Laxdal (dýr), Barði Boga (byggingar og leikföng), og Jón Grétar Margeirsson (heimilistæki). bíó BIOBORGIIU Strákar til vara Boys on the Side ★★ Ó-óó stelpur. Pólitískt rétt útgáfa af Thelma & Louise. BÍÓHÖLLIIU Fjör í Flórída Miami Rhapsody ★★ Eins og spar-útgáfa af Woody Al- len. Fólkið er samt fallegt. Algjör bömmer A Low Down Dirty Shame O Töf- farinn Shame gerir þetta allt — illa. Táldreginn The Last Seduction ★★★ Linda Fi- orentino er æðislegt kven- dýr. Rikki ríki Richie Rich ★ Culkin litli er kominn á aldur. HÁSKÓLABÍÓ Rob Roy ★ Liam Neeson er sexí í skotapilsi en Jess- ica Lange verður kjaft- stopp af skoska hreimn- um. Star Trek: Generations ★★ Sérfræðingar sjá ep- ískan sagnabálk, hætt við að öðrum leiðist. Höfuð upp úr vatni ★★★ Sagan heldur máski ekki vatni en mynd- in er stílhrein, kvikmynda- takan afbragð og konan sæt budda. Dauðataflið ©Uncovered Svo vont að það vekur gleði. Ein stór fjölskylda ★★ Reykjavíkurrealismi, oft fyndinn. LAUGARÁSBÍÓ Snillingar I.Q. ★ Tim Robbins og Walter Matt- hau eru óvenju hallæris- legir, Meg Ryan er hallær- isleg eins og venjulega en það örlar á snilligáfu hjá Stephen Fry. Heimskur, heimskari Dumb, Dumber ★ Ef maður hlær, þá hefur maður bara þannig smekk. REGIUBOGIIUIU Kúlnahríð á Broadway Bullets over Broadway ★★★★★ Gómsæt kó- medía. Leiðin til Wellville The Road to Wellville 0 Mikil læti, lítið vit. Austurleiðin Wagons East ★ John Candy fer fyr- ir lítið. Shawshank fangelsið The Shawshank Redempti- on ★★★★ Grátklökk mynd en líka fyndin. SAGABÍÓ í bráðri hættu Outbreak ★★★ Spennandi, en ekki fyrir sótthrædda. STJÖRIUUBÍÓ Litlar konur Little Wo- men ★ Fólk sem er jafn gott hvern einasta dag og okkur hinum tekst stund- um að vera á jólunum. Ódauðleg ást Immortal Beloved ★★ Brokkgengur Beetnoven. Vindar fortíðar Legends of the Fall ★ Ofmetin kvik- /ndataka en lítilfjörlequr Pitt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.