Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 28
m^Hekar j \ Postunnn að er ekki að sök- um að spyrja, um leið og einhverjir útlendingar impra á því að þeir hafi máski snefil af áhuga á því að dusta rykið af gömlum hug- myndum um byggingu ál- vers á Keilisnesi og stækkanir Álversins í Straumsvík, kætast ýms- ir starfsmenn í þjónustu ríkisins og hefja undirbún- mg stórfelldra fundarhalda um málið á erlendri grund. Þannig mun samkvæmt heim- ildum PÓSTSINS hópur á við heilt fótboltalið (með varamönn- um og öllu) sem í sitja fulltrúar Landsvirkjunar, Seðla- bankans og Iðnaðarráðuneytisins, vera á leið til Sviss nú í júní, til þess að undirbúa fund sem á að vera þar í landi í ágúst milli út- lendu álrisanna og fulltrúa íslands. Að sjálfsögðu er allur kostnaður við ferð þessa 16 manna hóps greiddur úr vasa skattborgara. Með þennan fjölda í huga verður spennandi að fylgjast með því hversu margir koma til með að sækja fundinn í ágúst. En það verður ekki skafið af Halldori Jónatanssyni, stjórnarformanni Landsvirkj- unar, að hann er alltaf jafn rausnarlegur, sama hvað hann tekur sér fyrir hendur í nafni fyrirtækisins... Stjórnarformennska í Landsvirkjun er feitur biti en þeirri stöðu hefur Jóhannes Nordal gegnt frá upp- hafi, eða í þrjá áratugi. Talið er fullvíst að Jóhannes hætti en hann er nú orðinn 71 árs gamall. Öruggt er talið að við stjórnarformennskunni taki Valdi- mar K. JÓNSSON, prófessor í véla- verkfræði, sem er fyrsti valkostur Framsóknarmanna. Landsvirkjun er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborg- ar og Akureyrar en Framsóknar- flokkurinn er í meirihluta á öllum þessum stöðum. Þar að auki er for- maðurinn skipaður af viðskiptaráð- herra, Finni Ingólfssyni, fyrsta þingmanni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Valdimar hefur góða þekkingu á málefnum Landsvirkjunar með menntun sinni og starfsreynslu. Auk þess er Valdimar lykilmaður Framsóknarmanna í Reykja- vík, hann var fulltrúi þeirra í viðræðunum um R-listann, formaður kosningastjórnar þess og formaður kjördæmis- ráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Guðmundur G. Þórarinsson hefur einnig verið orð- aður við þessa stöðu eins og margar aðrar en afar ólík- legt er að hann eigi nokkurn möguleika gegn Valdimar. Eina sem getur komið í veg fyrir að Valdimar taki við stöðunni er ef Jóhannes sækir fast eftir að halda stöð- unni... Greiddu atkvæði! 39,90 krónur mínútan Síðast var spurt: Á að banna bömumyngriió , ára að vinna? I (hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um i síma 99 15 16. Nú er spurt: Finnst þér betra eða verra að nafa símaskrána tvískipta? 1. Betra 2. Verra simanúmer frá 3. iúní 90-4-15-16 iðurskurðurinn á DV kemur víða nið- ur. Blaðið hefur verið óvenju lit- skrúðugt í vetur og hefur haft lit á forsíðunni allt frá því að PÓSTURINN hóf göngu sína í haust. Það hefur því vakið at- hygli að aila þessa viku hafa þeir gefið út blað með svart-hvítri forsíðu sem er mun ódýrara. Helsta ástæðan fyrir því að Ellert B. Schram og Guðmundur Magnússon voru látnir fara var einmitt sparnaður en á DV telja menn sig spara 8 milljónir króna á ári með að losna við þá. í miðjum sparnaðarað- gerðum framkvæmdastjórans Eyjólfs SvElNSSONAR heyrist hins vegar að blaða- mönnum fjölgi eitthvað í kjölfar manna- breytinganna enda ætti að skapast fjármagn fyrir 4-5 blaðamenn... Sem kunnugt er hyggst Flugfélagið Loft- ur setja upp rokksöngleikinn Rocky Horror Picture Show í glænýju leik- húsi vestur í Héðinshúsi er haustar. Síðasta sunnudag fór fram söngprufa á áður óþekktu hæfileikafólki. Það er skemmst frá að segja að ríflega 250 manns komu til pruf- unnar og þöndu raddböndin. Valið hjá þeim félögum Baltasar Kormáki, Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, tónlistarstjóra og Ingvari Þórðarsyni var því síður en svo auðvelt. Þeir náðu þó að velja úr vænan hóp, sem verður reyndur frekar og endan- legir söngvarar valdir úr honum. Einn var þó ráðinn á staðnum, en sá færðist lengi vel undan því að syngja og vildi frekar sýna þeim félögum hvað hann kynni fyrir sér í dansi. Þeir féllust á það eftir nokkurt þóf, en „þegar pilturinn tók sporið skildi hann Michel Jackson, Gene Kelly, Fred Astair Og alla þessa karla eftir í valnurn," eins og einn flugstjóra Lofts komst að orði. Það er því greinilega við miklu að búast á fjölunum síð- sumars... evu |>ín SKÍIalKK Heildariausn í birtingum og framleiðslu umhverfisauglýsinga í iimfevð? strætóaugtýsi ngar Síendurtekið áreiti er tryggt með aug- lýsingum á straetisvögnum. Frá morgni til kvölds eru yfir 350 auglýsingar í umferö um alla þéttbýlisbyggð landsins. strætóskýli Auglýsingar i rúmlega 230 strætóskýlum i Reykjavik ná til rúmlega 7 milljón farþega SVR (á ári) til viðbótar við akandi og gangandi umferð. Alls eru um 500 aug- lýsingafletir í boði um allt höfuðborgar- svæðið. ! vettískitti Veltiskiltin eru staðsett við miklar umferðaræðar og njóta því mikillar athygli akandi umferðar. Á annað hundrað fletir eru í boði. Starfsfólk Eureka veitir allar nánari upplýsingar um verð og framboð. . . . - ........-íi BORGARTÚN 29 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-1666 FAX 552-1888

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.