Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 11
Fl Ivl Ivl Tu D AGö R 1“ u N11995 \ 11 Geir Hallsteinsson ÍÞRÓTTAKENNARI OG MEEIUMUR I GULLALDARLIÐI FH „Þórarinn byrjaöi ungur að leigja einn og sér. Hann var á þeim tíma heimagangur hjá fjölskyldu minni á Tjarnarbrautinni en eldri bróðir minn og hann voru góðir vinir í gegnum frjálsar íþróttir. Þórarinn lék með Haukum áður en hann fór í íþóttakennaraskólann en eftir að hann kom þaðan, í kringum 1970 minnir mig, gengu hann og Viðar Símonarson til liðs við okkur i FH. Upp úr því tókst góður kunnings- skapur milli okkar. Við vorum allt- af saman í herbergi á ferðalögum erlendis, bæði með FH og landslið- inu, og kynntumst vel í gegnum súrt og sætt og höfum verið mestu mátar síðan. Það var geysilegur metnaður í Þórarni, það var alveg saman hvað hann tók að sér hann kláraði það dæmi. Þórarinn var aldrei sáttur við að tapa og ég held ég megi fullyrða að ég hef aldrei spilað með öðrum eins keppnismanni og honum. Hann var geysilega harður af sér. Ég mundi segja að Þórarinn ætti stóran þátt i þeim árangri sem við náðum á þessum svokölluðu gullárum okkar. Keppnisandi hans smitaði alveg rosalega út frá sér. Eftir að ég frétti að hann væri byrj- aður í viðskiptum hafði ég alltaf lúmskan grun um að hann myndi ná langt þar líka. Skapgerðin er þannig, hann er einfaldlega dug- legri en aðrir. Og ég veit að hann á eftir að ná lengra." Class en hann hafði áður rekið staðinn með Gísla. Þegar Björn fór að reka Þjóðleikhúskjallarann myndast óneitanlega nokkur sam- keppni og viðræður fóru af stað um hvort Björn eigi að kaupa þá Gunnar og Þórarin út, eða þeir að kaupa Björn út úr rekstri Ing- ólfscafé. Þeir áttu meirihlutann og ákváðu að kaupa þriðjungshlut Björns og eiga staðinn sjálfir. Þeg- ar þeir síðan fóru út í fram- kvæmdir við nýja staðinn Astro og kaupin á Kaffi Reykjavík var ákveðið að Björn og aðilar honum tengdir keyptu aftur af þeim Ing- ólfscafé. Margir telja að Björn hafi hagn- ast ágætlega á þessum viðskipt- um þar sem reksturinn hafi geng- ið betur þegar hann var keyptur út heldur en nú þegar hann kaup- ir staðinn af Þórarni og Gunnari. Þórarinn segir hins vegar að þetta hafi komið vel út fyrir alla. Sumar- tíminn sé sterkastur í þessum rekstri og það sé ánægjulegt að vel gangi hjá Birni. Sjálfur segir Björn að samskipti þeirra hafi ver- ið stíf og samstarfið hafi ekki gengið alveg upp en það ríki gagn- kvæmt traust milli þeirra. „Það er engin sérstök ástæða fyrir því að við förum út í veitinga- húsarekstur og í raun algjör tilvilj- un að við dettum inn í þetta. Við sáum aldrei sjálfir um rekstur Ing- ólfscEifé heldur vorum með fólk í þessu fyrir okkur og fylgdumst vel með. Hvorugur okkar hefur neina reynslu af svona rekstri og við höfum fyrst og fremst litið á Miðbær Hafnarfjarðar er stórvirki sem Þórarinn réð- ist í ásamt Gunnari Hjalta- lín, Páli Pálssyni, Þorvaldi Ásgeirssyni og Viðari Hall- dórssyni. Þórarinn Ragnarsson: „Það er stutt í öfundina á fólki þegar einhverjum gengur vel og því hlakkar oft í íslendingum þegar illa fer fyrir slíkum mönnum." þetta sem arðbæra fjárfestingu að standa í þessu,“ segir Þórarinn Ragnarsson. STAÐGREJDQI KAFFI REYKJAVIK A140 MILUOIUIR Það vakti mikla athygli fyrr á ár- inu þegar fréttist að Þórarinn hefði keypt Kaffi Reykjavík af Vali Magnússyni fyrir 14&-150 miiljónir króna. Þórarinn segir að það hafi verið hringt í sig og hann spurður hvort hann vildi skoða kaup á staðnum. Hann hafi haft takmark- aðan áhuga í upphafi en skoðað málið þar sem um vinsælan stað væri að ræða í miklum rekstri. Eft- ir að hafa legið yfir rekstrartölum og öllum aðstæðum hafi verið ákveðið að slá til, ekki síst þar sem þeim stóð til boða að kaupa fasteignina líka og þar með alla húseignina. Margir telja 140 milljónir króna mjög hátt verð fyrir slíkan stað og ljóst er að um mikla fjárfestingu er að ræða. Þórarinn vill ekki nefna ákveðna tölu en segir 140 milljón- ir ekki fjarri lagi. Þeir hafi legið yf- ir öllum rekstrartölum og talið þetta fýsilegan kost. Það sé hins vegar matsatriði hvað sé of hátt verð og hvað of Iágt. Þórarinn viðurkennir að Gunn- ar eigi ekki jafnstóran hlut og hann í Kaffi Reykjavík, eins og í flestum fyrirtækjum þeirra. Sögur eru uppi um að staðurinn sé af lang stærstum hluta í eigu Þórar- ins en þess má geta að kaupverð- ið var staðgreitt. Þórður Sigurðs- son matreiðslumaður, sem áður rak Svörtu pönnuna, á einnig hlut í Kaffi Reykjavík. $0-80 MILLJÓfUIR I ASTRO Á sama tíma og hin mikla fjár- festing á sér stað á Kaffi Reykjavík fara þeir Gunnar út í mjög kostn- aðarsamar breytingar í Austur- strætinu sem leiða til opnunar á Astro um síðustu helgi. Fullyrt er að framkvæmdir þar séu ekki undir 50-80 milljónum króna. Þeir Gunnar höfðu á sínum tíma keypt reksturinn á Pisa og Berlín af Gísla Gíslasyni lögfræðingi. Reksturinn var leigður út en gekk illa og stað- irnir voru farnir að drabbast nið- ur. Reyndar eiga þeir ekki fast- eignina sjálfa sem er í eigu Jóns Bjarnasonar lögfræðings, tengda- sonar Haralds Arnasonar en þarna var Haraldsbúð rekin á árum áð- ur. Reksturinn gekk illa og veruleg vanskil orðin á leigu til þeirra fé- laga. Sjálfir þurftu þeir að standa skil á löngum leigusamningi og ákváðu því að gera róttækar breytingar og taka reksturinn í sínar hendur. Þeir fengu Hall Helgason og Helga Björnsson söngvara til þess að vera andlit staðarins út á við og réðust í umfangsmiklar breyt- ingar undir stjórn arkitektsins Páls Hjaltasonar. Það er íslenskt veitingahús hf. sem sér um rekst- urinn og eiga þeir Helgi og Hallur lítinn hlut í því sem á væntanlega eftir að stækka þegar fram líða stundir. Nánast þurfti að endur- byggja húsið allt frá grunni og allt keypt nýtt. Þegar kostnaðartölur upp á 50-80 milljónir eru bornar undir Þórarin segir hann, „já, þetta kostaði mikla peninga." Þórarinn segist ekki óttast sam- keppni milli þessara tveggja staða enda séu ólíkir markhópar sem sæki þá. Kaffi Reykjavík hafi tals- verða sérstöðu og allt annar hóp- ur muni stunda Astro. VALUR KEYPTUR aftur inini Eins og áður segir seldi Valur Magnússon honum Kaffi Reykja- vík fyrir nálægt 140 milljónir króna. Valur sagði við PÓSTINN eftir kaupin að ekkert bannaði honum að koma nálægt veitinga- húsarekstri en hins vegar mætti fara að opna stað sem okkur fannst nú kannski ekki drengilegt nm, ihi á þessu stigi vegna þess að það var inni í okkar samningum að . W Valur myndi ekki fara út í sam- -í <! bærilegan veitingarekstur næstu I Bjukn Llii-ssun þrjú árin. Við höfum rætt við ■W/ i I | eigandi World Class hann hvort hann hafi áhuga á að H Hfl J og Ingólfscafé koma hingað en vitum ekki hvað Valur Magnússon VEITINGAMAÐUR mjög ákveðinn. Það má orða þetta þannig að maður stjórni ekki Þór- arni. Okkar samskipti hafa verið stíf en þó friðsamleg. Við erum báðir stjórnsamir og þar af leið- andi gekk samstarfið ekki alveg upp. Það endaði með því að ég seldi Þórarni og félaga hans minn hlut. Þeir buðu mér síðan að kaupa aftur þegar þeir fóru út í Kaffi Reykjavík þannig að það hefur allt- af ríkt gagnkvæmt traust milli okk- ar þótt samstarfið hafi gengið upp og ofan." hann ekki opna kaffihús eða nýtt Kaffi Reykjavík. „Það væri ekki sanngjarnt gagnvart þessum mönnum sem eru að leggja allt sitt undir.“ Það kom því á óvart þegar fréttist að Valur hyggðist opna Planet Hollywood-stað í miðbænum, fyrst við Iðunnarapó- tek á Laugaveginum og síðan í húsi Reykjavíkurapóteks í Austur- stræti. „Það er alveg hugsanlegt að Valur komi hér inn aftur sem starfskraftur. Hann er mjög flink- ur veitingamaður og hefur gert mjög góða hluti í veitinga- mennsku. Við vitum ekki ná- kvæmlega hvert hugur hans stefn- ir en það er alveg inni í myndinni að hann komi hérna inn sem starfskraftur og vinni fyrir okkur,“ segir Þórarinn um þann sterka orðróm að Valur sé að koma atur til starfa á mjög góðum kjörum. Heimildir PÓSTSINS herma að rætt sé um að Valur muni stýra báðum stöðunum, Kaffi Reykjavík og Astro. „Öll samkeppni er af hinu góða. En hitt er rétt að Valur ætlaði að verður ofan á í því.“ Hann óttast hins vegar ekki samkeppni enda sé Kaffi Reykja- vík mjög sérstakur staður á góð- um stað og í góðu húsi. GULLNÁMA I UTLOIUDUM? „Ég vil ekkert tjá mig neitt um það, eigum við ekki bara að segja að ég sé ekki með neitt fyrirtæki í útlöndum?“ segir Þórarinn um fullyrðingar þess efnis að hann eigi fyrirtæki í útlöndum sem skili honum góðum hagnaði. í samtöl- um blaðsins við menn bar þessi fyrirtækjarekstur oft á góma, menn sögðust hafa það frá hon- um sjálfum að hann væri með fyr- irtæki í rekstri erlendis sem gæfi vel af sér. Ekki gátu menn þó nefnt fyrirtækið, né heldur við hvað það starfaði. „Við skulum bara segja að ég sé ekki með neitt fyrirtæki í útlönd- um,“ var það eina sem Þórarinn vildi segja þegar gengið var á hann með hvort hann tengdist einhverjum fyrirtækjarekstri í út- löndum. STUTT í ÖFUIUDIIUA Þórarinn segir að þeir hafi verið farnir af stað með breytingarnar í Austurstræti þegar kaupin á Kaffi Reykjavík komu til. Enn og aftur hafi verið um tilviljun að ræða. Rætt hefur verið um að hann hafi farið út í miklar framkvæmdir á sama tímapunkti en staðirnir tveir hafa ekki kostað undir 200 milljónum króna en Þórarinn ótt- ast ekki að hann sé að reisa sér hurðarás um öxl. „Ég er alls ekki nýr veitinga- húsakóngur og lít ekki á mig sem veitingamann, heldur fólkið sem skipti sem ég hef átt við Þórarin. Það er gott að eiga viðskipti við hann og mér finnst gaman að hafa kynnst honum. Þetta er lífsglaður og hress náungi og örugglega hörkuduglegur. Þórarinn hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum og gengur í að framkvæma það sem hann ætlar sér af fullum krafti án þess að hika. í viðskiptum okkar hefur hann staðið við allt sem hef- ur verið talað um, frá a til ö." vinnur á þessum stöðum og sér um reksturinn.“ Margir segja að Þórarinn færist of mikið í fang með þessum fjár- festingum samtímis og eigi á hættu að springa á limminu á svipaðan hátt og Ólafur Laufdal. „Maður verður alltaf að passa sig á að taka eitt skref í einu og fara varlega í öllum rekstri. Olafur gerði mikið af góðum hlutum og stóð sig mjög vel. Það er því synd hvernig fór fyrir Ólafi sem reisti sér kannski hurðarás um öxl á erf- iðum tíma. En það er stutt í öfund- ina á fólki þegar einhverjum geng- ur vel og því hlakkar oft í íslend- ingum þegar illa fer fyrir slíkum mönnum." Þórarinn segist ekkert hafa ákveðið með framtíðina cinnað en halda utan um núverandi rekstur. Hann neitar því að vera orðinn auðugur maður enda sé það af- stætt. „Hitt er það að ég er búinn að vinna mjög vel í gegnum tíðina og það hefur gengið vel. Ég skal ekki neita því. Hins vegar er ég langt frá því að teljast einhver auðugur maður og fjöldi manna sem er miklu auðugri en ég.“ pálmi jónasson ásamt jóni kaldal ALitla-Hrauni hefur það löngum verið vandamál hvað fíkniefni virðast eiga greiðan aðgang inn fyrir fangelsismúr- ana. Því hefur verið fullyrt að fangarnir komi jafn sjúskaðir út og þegar þeir fóru inn. Nýverið kvört- uðu fangaverðir hins vegar yfir því að ster- ar væru að flæða inn í fangelsið og mun Björgvin Þór Rík- HARÐSSON hafa verið nefndur sérstaklega í því sambandi. Eins og pósturinn greindi frá í síðustu viku lifa fangar í stöðugum óttavið Björgvin Þór og segja að vist með honum sé hreinn refsiauki. Nýlega voru tveir fangar barðir sama daginn og þurfti að færa þá báða á sjúkrahús. Annar þeirra var bar- inn fyrir að opna mjólkurfernu en full- yrt er að Björgvin hafi barið minnst sex fanga sem ekki þora að kæra hann. Björg- vin Þór var fyrir tveimur árum dæmd- ur í tíu ára fangelsi fyrir þrjár nauðganir, líkamsárás, vopnað rán, fjársvikamál og ölvunarakstur en inn- an múranna gengur hann undir nafninu Hannibal Lecter...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.