Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 20
FlmmTuDttGuR”“oNI 1995 bíó ÆTTBÓKIN KONURI ÆVINTÝRALEIT Til að komast í samband við karlmenn sem leita tilbreytingar er skráning á RAUÐA TORGIÐ besta leiðin. Ykkur býðst nafnleynd og raddleynd. UPPLÝSINGAR í SÍMA 588 - 5884 & 99 - 2121 (66.50 mín) l\lýja símaskráin tekur gildi Mundu eftir afhendingarmiðanum og nádu í nýju símaskrána Nýja símaskráin - nauðsynleg frá 3. júní PÓSTUR OG SÍMI Meistaraverk hvaö sem Woodysegir Bullets over Broadway ★★★★★ Plottið er snilld: Ungt leikrita- skáld (sem John Cusack leikur en er sjálfsagt einhvers konar sjálfs- mynd Woody Allen) á í brösum með að koma verkum sínum á svið þótt hann beri sig að alveg rétt að og stundi slímusetur með gáfumönnum á kaffihúsum í Greenwich Village. Þetta er þriðji áratugurinn, öld vínbanns og að- sópsmikilla glæpaforingja; einn þeirra fær þá flugu í höfuðið að borga undir uppfærslu á léikriti eftir höfundinn unga á Broadway en þó með því skilyrði að frilla hans — heimsk, óhefluð og ótal- andi kvensnift — fái hlutverk í leikritinu. Með í kaupúrium fylgir ennfremur byssubófi sem á að gæta hagsmuna skvísunnar og ekki síður að hún hlaupi ekki í fangið á næsta karlmanni. Byssubófinn, Cheech, er afar skuggalegur náungi og hefur ekki áhuga á neinu nema fjárhættu- spili. Smám saman kemur þó í ljós að hann er annað og meira en skuggapersóna með slútandi hatt út í sal; þegar líður á æfingatím- ann kemur nefnilega á daginn að bófinn hefur miklu betri skilning á öllum þáttum leiklistar en höf- undurinn, hann hefur næmt eyra fyrir samtölum og skilning á per- sónusköpun og söguþræði. Leik- ritaskáldið, sem hefur allt til að bera til að vera listamaður, er í raun hæfileikalaus fúskari og ekki yfir það hafinn að svindla á list- inni; bófinn er hins vegar sannur listamaður sem er jafnvel reiðu- búinn að drepa fyrir list sína ef henni er ógnað. Niðurstaða: Alvöru listsköpun krefst óvandaðra meðala, rétt eins og glæpir. Það þýðir ekki að slá af. Fyrir utan að vera einfaldlega skemmtilegur er Woody sjálfsagt iíka að fjalla um eðli listarinnar — álítur hann kannski að listamenn fæðist svona innréttaðir, að þeir geti ekki búið sjálfa sig til? Að minnsta kosti bendir ýmislegt til að hann telji sjálfan sig ekki lista- mann, því einhvern tíma las ég viðtal við hann þar sem hann sagði eitthvað á þessa leið: „Ég hef aldrei gert neitt meistaraverk, ekki einu sinni mynd sem kemst nálægt því.“ Allen má hins vegar eiga það að hann er öndvegis handverksmaður (og það er kannski kappnóg í heimi sem er að springa af fólki sem telur sig listamenn). Hér stýrir hann frá- bærum leikarahópi eins og meist- ari — þetta er gómsæt kómedía. -EGILL HELGASON PISSAÐ í LOCH LOMOND Rob Roy Háskólabíó ★ Rob Roy er einhvers kon- ar blánda af Gísla Súrssyni og Charles Bronson. Eins og Gfsli á hann góða konu og eins og Bronson í ótal myndum á hann harma að hefna sökum þess að kon- unni.er nauðgað. En hann er líka’tiugsuður sem elur syni sína'Og konuna á alþýðlegri heimspeki. Liam Neeson leikúr þennan mann og óneitanlega tekur hann sig vel út í Skotapilsi; þetta er stæðilegur náungi og ábyggilega fullur af kyn- þokka. Hins vegar fer hon- um betur að halda aftur af séríleik, að reyna ekki að geráhlutina með miklum til- þrifúm; þegar hann þarf að fara að hreyfa sig eitthvað að ráði verður hann eins og fíll í postulínsbúð, hálfpart- inn spaugilegur. f Schindl- er’s List var hann hins veg- ar pollrólegur og frábær. Áðalþrjótarnir eru leiknir af tveimur bestu leikurum Bretlánds, Tim Roth og John Hurt. Núna eru þeir settjr upp á hesta ep einu sinnifóru þeir saman í bíltúr á gamalli Ford Cortinu; það var Ibíómyndinni The Hit og sýnu glæsilegra ferðalag en þetta. Þarna láta þeir eins og lóanar; það skín af þeim hvaSþeim finnst þeir vera að taka langt niður fyrir sig. Annjrs er mikið spaugað, með piss og prump og alls kynslíkamsþarfir; það hefur sjálMagt þótt nútímalegt (og vcgað) að sýna að þetta Há- landalið er ekki siðmenntað nema til hálfs, hvað sem það er annars göfugt. Meira að segjá kvenskörungurinn Jessica Lange verður að hfýðg kalli líkamans þegar svo ber undir (hún er látin pissáí Loch Lomond). Af öll- umpersónunum erhún sú kjánálegasta — líklega af því hún er i alvörunni að reyha að þrauka út myndina, talandi með uppgerðarleg- um skoskum hreim sem ger- ir hana alveg kjaftstopp. Hvar.er nú Meryl Streep sem aldrei bregður svo fyrir sig útlenskum hreim (pólsk- um, dönskum) að hún vinni ekki óskarsverðlaun? Þétta er óhemjulega langt en samt liggur endir- inn í augum uppi þegar eru margir kílómetrar eftir af filmunni. Hann er góður. Gíslásaga endar hins vegar illa eins og flestar íslend- ingasögur — það er einn munúrinn á sögu og sápu. -EGILL HELGASON B þín eða vinar þíns eða ættingja fæst ef að líkum lætur hjá Ættfræðiþjónustunni í Brautarholti 4 (við hliðina á Japis). A 2. hundrað ættfræðirit, búendatöl og stéttatöl til sölu á góðum kjörum. Greiðslukort og magnafsláttur. Skipti á gömlum og nýjum bókum. Ættfræðinámskeið hefst á næstunni. Einnig samantekt ættartalna og niðjatala. Geymið auglýsinguna. ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN Brautarholti 4 Sími 552 7100 aðgangur að ' - ý Láttu besta plötusnúð í heimi [Andy 11 ]taka þig á löpp í paradís, breska teknógrúv bandið [Conemelt] sjá um hjartsláttinn, [Ajax] hræra í sálariífinu og [Funkstrasselhreinsa úr eyrunum. eyrunum. Aðgangur að paradís ‘ 2 daga hátíð í Tunglinu og Rósenberg kjallaranum fimmtudagskvöld i. júní. [Andy Weatherall] [Conemelt] [Ajax(eftir 4ra ára hlé)] [Árni E] Fra kl. 21.00 - 1.00. 18 ára aldurstakmark. Miðaverð Jjjj^jt 900 kr. til 22.30. i2ookr. eftin ^ það. Föstudagskvöld 2. júní. [Conemelt][Funkstrasse][Ajax] IDJ. Ashley Marlowe]+[Árni E]+[Áki pein] Frá kl. 23.00-03. 20 ára aldurstakmark. Miðaverð kr. 900 í forsölu og 1200 við hurð. Forsala fyrir föstudagskvöldið í Hljómalind, Levis búðinni, Japis K r i n g I u n n i . Munið að mæta með vængina p.s. lokað laugardag laugardaginn 3. júní strax í da bíó Símaskráin 1995 er komin út

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.