Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 22
22 > FIMIvlTU DAGtl R1JÖN11995 FIMMTUDACUR 16.35 Einn-X-Tveir (e) 16.50 Fréttaskeyti 16.55 Isiand - Svíþjóð 18.50 Táknmálsfréttir 19.00 Kalliáþakinu 19.30 Gabbgengið 20.00 Fréttir & veður 20.35 Nýjasta tækni og vísindi Auðflytjanlega öndunarvélin slær i gegn. 21.05 Barniðmitt Bresk mynd um barngjarna ekkju í ættleiðingarhugleiðing- um. 22.35 island - Svíþjóð Verstu kaflarnir klipptir út. 23.00 Ellefufréttir FÖSTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Draumasteinninn 19.00 Væntingar og vonbrigði 20.00 Fréttir 8t veður 20.40 Sækjast sér um líkir Systurnar Sharon Ekkistone og Tracy Ekkilords falla í skuggann af nágrannakonu sinni henni Gröðu Dóru. 21.15 Ráðgátur Síðasti þátturinn úr þessari stór- kostlegu syrpu sem ekki á sína líka í íslenskri sjónvarpssögu, að Fleksnes og Fawlty Towers und- anskildum. 22.05 f heiðurshlekkjum Richard Ðreyfuss leikur Alfred Dreyfus í mynd Ken Russell. 23.40 25 ára afmæli Jethro Tull LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.45 Hlé 17.00 Mótorsport (e) 17.30 Iþróttir 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 StarTrek Svaka plott í gangi hjá pólitíkus- unum á Bajor sem er greinilega jafn sárt um stólana sfna og jarðneskum kollegum þeirra í dag og neita því að hleypa hetj- unní sem heimt var úr helju í síðasta þætti í leiðtogasætið. 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson 21.10 Viðárbakkann Vemmileg nostalgiuvæmni- svella. 23.20 Annar sigur Bresk spennumynd um afdala- morð í Austurríki eftirstríðsér- SUIUMUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna Hlé Vor í Vín 10.25 15.30 Klassík 17.00 18.20 18.30 19.00 19.30 20.00 20.25 Hvítasunnumessa Táknmálsfréttir I bænum býr engill Úr ríki náttúrunnar Sjálfbjarga systkin Fréttir og veður Við slaghörpuna Jónas Ingimundarson situr við hana og Rannveig Frlða stendur við hana. 21.05 Jalna 21.55 Jósef Fyrri hluti enn einnar fjölþjóð- legrar biblíumyndar. Er þetta endalaust? 23.25 Sumartónleikar i Skálholti Svakalega intressant og spenn- andi þáttur sem var áður á dag- skrá á skírtjag '92. Muniðiggí eftirðí? Flamenco í Kramhúsinu Hvað óttast Jón & mest Gunna inu? Jón Gíslason rótari Ég óttast mest að Lemmy deyi í sumar. Ég vona samt að ég nái honum á Donnington Guðrún Gunnarsdóttir flugfreyja „Ógeðsleg skriðdýr og viðbjóðslega geitunga og pöddur." Jón B. Jónsson atvinnulaus „Ég óttast það mest að frelsast; hætta að drekka og reykja og ganga í Krossinn og byrja að predika." Guflrún Brekkan „Ég get svo svarið það, ég óttast ekki neitt. Allavega ekki dauðann, það er eitt sem víst er." Jón Þórsson kaupmaður * ^ „Ég óttast mest að gleypa fiskbein eða glerbrot í ógáti og kafna einn einhvers staðar." Guflrún Elísa ritstjóri „Að hætta að hata og verða ástfangin aftur." Jón Diftriksson hafnarverkamaflur „Ég óttast mest að slysast til Eyja á Þjóðhátíð og verða svo fullur upp í brekku að ég geti ekki forðað mér þegar Vinir vors og blóma byrja að spila. Eins og síðast." Guflrún Laufdal „Ja, mér þætti nú ekkert skemmtilegt að sofna í pottunum og brenna jafnilla og hún Sara vinkona mín." Jón Jónsson ökukennari „Ég óttast bara að Sleipnismenn fari að semja og maður hætti að geta harkað þetta." Guflrún Halldórudóttir nemi „Að ég hafi smitað Svan um síðustu helgi." Jón Emil Guðbrandsson hljóflfæraleikari „Það væri slæmt að fingurbrotna." Guflrún A. Gylfadóttir tónlistarkennari „Að reka tennurnar í sundlaugarbakkann.' íslensk fylgdarþjónusta // Ekkert vændi" segir Valþór Ólason, eigandi fylgdarþjónustunnar. „Það er stutt síðan að sjö stelpur frá okkur fóru út með sjö Finnum, sem voru staddir hér í viðskiptaferð. Þeim fannst svo gaman að þeir pöntuðu þær aft- ur kvöldið eftir,“ segir Valþór Óla- son, eigandi og framkvæmda- stjóri fylgdarþjónustunnar May- fair. Fylgdarþjónustan hefur nú verið starfrækt í þrjá mánuði og segist Valþór vera orðinn lang- þreyttur á þeim misskilningi landa sinna að eitthvað ósiðsam- legt fari fram undir merkjum fyr- irtækisins og ítrekar að ekki sé hægt að kaupa kynlíf hjá Mayfa- ir. „íslendingar virðast halda svo til undantekningalau.st að vændi sé óhjákvæmilega í spilunum þegar um fylgdarþjónustu er að ræða. En svo er bara alls ekki. Það eru í gildi mjög strangar reglur innan fyrirtækisins um samskipti starfsstúlkna og við- skiptavina og ef stúlkurnar ger- ast brotlegar við þær er þeim umsvifalaust sagt upp störfum. Ennfremur er viðskiptavinunum gert það ljóst að fylgdarþjónust- an áskilur sér rétt til þess að aft- urkalla stúlkurnar ef þeir sýna ósiðsamlega framkomu.“ 50 STULKUR A SKRA Valþór segir að Mayfair hafi um það bil 50 stúlkur á skrá og að sumar þeirra séu jafnvel í sam- búð. Viðskiptavinir Mayfair eru nánast eingöngu útlendingar, að sögn Valþórs, en hann segir einn- ig að margir þeirra not- færi sér þá þjónustu að láta skipuleggja fyrir sig veiðiferðir, útsýnisferðir, hestaferðir, vélsleðaferðir eða glæsivagnaferð um höf- uðborgina með viðkomu á helstu skemmtistöðum borgarinnar, og fái þá jafn- framt félagsskap á meðan ferðinni stendur. Lágmarks- fylgdartími er 4 klukkustund- ir og er gjaldið fyrir þann tíma, 21.000 krónur. Ekki er hægt að framlengja fylgdina í styttri tíma en 2 klukkustundir og kosta þær stundir 10.500 krón- ur. Aðspurður hversu mikið stúlkurnar fái í sinn hlut segist Valþór ekki vilja fara nákvæmlega út í þá sálma en segir þær fá stór- an hluta upphæðinnar. STÚLKUIUUM BODIIU BORGUIB Valþóri er mjög umhugað um að það komi skýrt fram að May- fair sé ekki vændisþjónusta og bendir á að starfsstúlkunum sé óheimilt að fara í híbýli við- skiptavina, að starfsemin fari eingöngu fram á opnunartíma veitingastaða og að -J § 2 Q Q X Q m £ lii Franca Zuin frá suður-Týrol tennur íslendingum galdur Flamenco- dansins frá Granada. Einn feqursti dans sem um qetur „Það er mun skemmtilegra að horfa á Flamenco-dans því eldri sem dansararnir eru," segii Olöf Ing- ólfsdóttir, starfsmaður Kramhúss- ins. „Það þarf nefnilega ákveðna dýpt til þess að dansa Flamenco- dans," bætir hún við, en Kramhúsið ætlar dagana 6. til 16. júní að standa fyrir námskeiði í svokölluðu Granada-afbrigði af Flamenco-dansi undir stjórn hinnar suður-Týrolætt- uðu Franca Zuin sem kennt hefur Flamenco víða um heim. Munurinn á Granada-afbrigðinu og Flamenco frá Sevilla er sá að Granada-dansinn byggir á sóló- dansi á meðan dansinn frá vöggu dansins Sevilla er paradans. í sólo- dansinum er hins vegar oft hópur í kringum dansarann; þrjár að klappa og ef til vill fimm hljóðfæraleikarar. Rétt er að benda á það að enn eru nokkur pláss laus á námskeiðið í Fla- menco-dansi sem margir vilja meina að sé einn fegursti dans sem um getur. ■ V ilsilP ái t® stúlkurnar komi ávallt til hans og tilkynni sig fyrir hálffjögur að nóttu eftir að hafa verið að störfum. Hann játar því hins vegar að margir út- lendingar haldi að hægt sé að fá stúlkurnar til lags við sig gegn borgun og geri þeim oft tilboð á meðan stefnumótinu stendur. Hann segir þær hins vegar fljótar að gera þeim ljóst að ekki sé Auglýsing Mayfair-fylgdarþjónustunn- ar í What's on in Reykjavík. Lágmarks- gjald fyrir fylgd stúlku frá Mayfair er 21.000 krónur. Valþór segir það al- gjöra tilviljun að auglýsingin hafi birst við hlið auglýsingar frá Café Bóhem í bæklingnum. möguleiki á slíku. „Eg hef orðið var við að út- lendingar hringja sumir eftir lok- un skemmtistaða og leggja þá skilaboð inn í talhólfið um að haft sé samband við ákveðið herbergi á einhverju hótelanna. Þá hefur kvöldið farið eitthvað öðruvísi en þeir vonuðu og þeir ætla að redda sér öðruvísi. Ég hringi alltaf til baka daginn eftir og útskýri þá fyrir þeim eðli þjónustunnar til að taka allan vafa af um hvað málið snýst.“ Aðspurður segir Valþór ekki komna reynslu á hvort fylgdar- þjónustan sé ábatasamt fyrir- tæki og bendir á að enn sé þetta aðeins hliðarverkefni en hans aðalstarf er rekstur heildsölu. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.