Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.09.1995, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Qupperneq 5
5 FIMMTUDAGUR ZL SEPTEMBER 1995 Mi-i ■ 1. hæð Fímmtudags-, föstudags- og laugaadagskvöld Andrea GyKfadóttir 2. hæð Föstudags- og “tauga rdags kvötct saLSA LADRON Kári Waage Kjartan Valdimarsson Jón Borgar Loffsson Sígurður Jónsson Þórður Högnason 3. hæð Dúndrandi diskó Frítt inn Rmmtutíags- ocj sunnudagskuöW, Aðgangseyrir 500 kr. eftír fti. 23:00 fóstudags- og (augardagskuöld. radiomidun Grandagarði 9 • 101 Reykjavík Sími 5111010 þess. Eyjólfur Halldórsson, for- stöðumaður safnsins, hafði, samkvæmt skýrslu Borgarend- urskoðunar frá því fyrr í sum- ar, eytt að meðaltali tvöfalt meiri peningum en hann hafði heimild til á árunum 1990 til 1995. Ljósmyndasafnið heyrir nú undir menningarmálanefnd borgarinnar. Formaður hennar er Gudrún Jónsdóttir. Hún segir að í byrjun næsta mánaðar taki til starfa nefnd sem skoða eigi málefni Ljósmyndasafnsins og hvernig þeim verður háttað í framtíðinni. Meðal annars nefndi hún þann möguleika að Ljósmyndasafnið myndi heyra undir Arbæjarsafn... Vegna greinar í Helgar- póstinum 24. ágúst síðast- liðinn um störf Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur vill undir- ritaður, sem var ritstjóri Helgarpóstsins, taka eftirfar- andi fram: í greininni var ósann- gjarni gagnrýni beint að starfsemi Kolbrúnar, sem um langt skeið hefur unnið fyrir fyrirsætur hér á landi. Margt í greininni orkar tví- mælis og þar var að finna orðalag eins og það að Kol- brún „gerði út á drauma unglingsstúlkna um frægð“ og færi með ungar stúlkur í „rándýrar og tilgangslitlar" ferðir til New York. Einnig var nokkur um- fjöllun um fyrirsætumarkað sem byggðist á smávöxnum stúlkum, „petit“ stúlkum, sem eru um og yfir 160 sm á hæð. Þessi staðreynd hafði verið til umfjöllunar meðal fólks í módelstörfum hér á landi og var sagt frá því. Nú hefur Kolbrún hins vegar lagt fram gögn frá Gerry M. Ross hjá MAAI um að hæð og aldur séu engin hindrun þegar kemur að því að vinna við auglýsingar og sjón- varp. Er Kolbrún beð- in velvirðingar á þessum rangfærsl- um. Ekki var ætlunin að valda Kolbrúnu sár- indum og erfiðleikum með greininni. Af hringingum lesenda kvöld, fimmtudagskvöld, heldur hljómsveitin Pap- ar tónleika á Hard Rock Café. Tónleikar sveitarinn- ar, sem er með þekktari pöbbaböndum í bænum, eru haldnir í tHefni af út- komu fyrsta geisladisks hennar sem kallast Papar í góðum sköpum. Tónleik- arnir verða sendir út beint á Rás tvö og hefjast vænt- anlega um kl. 23.00... Kolbrún Aðalsteinsdóttir beðin afsökunar DAIMCALL Miklar breytingar hafa orðið á manna- haldi útvarpsstöðv- anna að undanförnu. Skemmst er að minnast þess þegar útvarpsmaður- inn snjalli Skúli Helgason fór af Rás 2 og gekk til liðs við Bylgjuna, þar sem hann stjórnar nú Þjóðbrautinni ásamt vini sínum og félaga Snorra Má Skúlasyni. i kjölfar Skúla af Rás 2 fylgdi Margrét Blöndal, sem nú, ásamt Þor- geiri Ástvaldssyni, hefur um- sjón með morgunútvarpinu á Bylgjunni. En maður kem- ur í manns stað. Fyrir nokkru gengu tveir nýir til liðs við Rás 2; annars vegar fyrrverandi Poppkorns- stjarnan Ævar Óm Jósepsson, Arctic Air hefur nú fengið til- skilin leyfi fyrir rekstri sín- um. Að sögn Gísla Amar Lá- russonar, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, mun því sala farmiða til London hefjast af fullum krafti í dag. Fram til mánaðamóta verður flugfarið til London selt á tólf þús- und krónur án flugvallarskatta, en þeir eru 2.240 krónur þannig að menn þurfa að reiða fram 14.240 krónur fyrir farmiða til London (og til baka). Félagið selur einnig flug með gistingu og segir Gísli til dæmis að fyrir flug og gistingu í fjórar nætur á þriggja stjörnu hót- eli þurfi að greiða 22.210 krónur með flugvallarskattinum. Flogið er á milli landanna tveggja alla þriðjudaga og föstudaga og mun ofangreint verð gilda til mánaða- móta. Engar kvaðir eru um lengd ferðar og geta menn þannig kom- ið og farið þegar þeim hentar... Samkvæmt upplýsingum sem Pósturinn hefur fengið hjá Borgarendurskoðun virðist rannsókn, sem hafin var á Ljósmyndasafni Reykja- víkurborgar, nú vera komin á hliðarspor. Símon Hallsson borgarendurskoðandi vill ekk- ert segja um hvenær rann- sókninni lýkur eða hvort skýrsla verður samin um mál- ið. Símon segir aðspurður að úttekt sem þessi sé tiltölulega einföld. Tveir og hálfur mán- uður er síðan rannsóknin hófst og var gert ráð fyrir að hún tæki ekki meira en tvær vikur. Það var stöðug framúr- keyrsla forstöðumanns safns- ins sem varð mönnum tilefni til nánari skoðunar á starfsemi að dæma eru þeir margir sem segja að Kolbrún hafi unnið vel fyrir skjólstæð- inga sína og staðið sig með sóma í hvívetna. Eru greini- lega margir sem telja sig standa í mikilli þakkarskuld við hana og störf hennar. Er Kolbrún beðin afsökunar á þeim sárindum sem greinin hefur valdið henni. Virðingarfyllst Sigurður Már Jónsson fyrrverandi ritstjóri Helgarpóstsins sem þegar er byrjaður með síðdegisþátt, og Hjörtur Howser hljómborðsleikari, sem sér um þátt eftir há- degi á laugardögum. Koma Hjartar á Rás 2 þýðir jafn- framt að hann muni ekki sinna Aðalstöðinni á næst- unni, en sem kunnugt er var það hans síðasta verk- efni í útvarpi að stjórna morgundagskrá á Aðalstöð- inni ásamt Guðríði Haralds- dóttur. Guðríður situr hins vegar sem fastast á Aðal- stöðinni og hleypir á laug- ardaginn af stokkunum nýj- um útvarpsþætti. Það þýð- ir þó ekki að gömlu félag- arnir Guðríður og Hjörtur verði í samkeppni, því Gurrí verður í loftinu á milli ellefu og eitt en Hjört- ur malar frá eitt til þrjú...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.