Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.09.1995, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR ZL SEPTEMBER1995 Allt þar til í vor nutu forsetar og varaforsetar Alþingis dulinna launahækkana í formi greiðslna frá Ríkisendurskoðun. Stefán Hrafn Hagalín kynnti sér málið. Sextán þingmenn á launum hjá Ríkisendurskoðun Mánaðarlega á árunum 1988 til 1995 fengu forsetar Sameinaðs Alþingis og síðar Alþingis — eftir að deildir þingsins voru sameinaðar árið 1991 — háar greiðslur frá Ríkisendurskoðun sem þóknun fyrir stjórnunarstörf. Til marks um þær fjárhæðir sem um ræðir má geta þess að í tíð Salome Þorkelsdóttur sem forseta sameinaðs Alþingis fékk hún 40 þúsund krónur á mánuði. Forsetar efri og neðri deilda þingsins og síðar varaforsetar þess fengu sömuleið- is dágóða þóknun fyrir störf sín í þágu Ríkisendur- skoðunar. Að sögn Salome Þorkelsdóttur var sú upphæð 20 þúsund krónur á mánuði í hennar tíð. Ríkisendurskoðun var færð undir yfirstjórn Alþingis 1. janúar 1987 samkvæmt lögum frá árinu 1986 og var umrædd- um greiðslum komið á árið 1988 þarsem það var álitið eðlilegt að Ríkisendurskoðun greiddi yfirstjórn sinni vissa þóknun fyrir störf hennar í þágu stofnunarinnar. Óvenjulegar greiðslur látnar viðgangast ámmsaman Greiðslur Ríkisendurskoðun- ar til forsætisnefndar þingsins — sem þingforseti og varafor- setar skipa — voru felldar nið- ur síðastliðið vor þegar breyt- ingar voru gerðar á launa- og starfskjörum alþingismanna. Ætla má að greiðslurnar hafi verið felldar niður í vor þar- sem þær hafi þótt óviðeigandi og hugsanlega vegna þess að nóg þótti að gert í launamálum þingmanna þó ekki bættist þetta við. Undir það taka tveir þeirra þingmanna sem Helgar- pósturinn ræddi við og þáðu stjórnunarþóknun á tímabil- inu. Báðir segja þeir að Ríkis- endurskoðunarlaunin hafi ver- ið óvenjuleg. Athygli vekur þó að umræddar greiðslur Ríkis- endurskoðunar voru látnar viðgangast árum saman án at- hugasemda. Meira að segja þeir þingmenn sem settu spurningarmerki við greiðsl- urnar þögðu þunnu hljóði. „Ég geri ráð fyrir að þeir sem mátu þetta á sínum tíma hafi talið fyrirkomulagið eðlilegt. En þetta var sjálfsagt umdeilanleg ákvörðun; álitamál. Ég hef bara ekkert velt því fyrir mér,“ sagði Salome Þorkelsdóttir í samtali við Helgarpóstinn. „Það var komin hefð á þessar greiðslur og þær látnar við- gangast. Kannski voru deildar meiningar um þetta í vor og greiðslurnar því afnumdar, ég skal ekki um það dæma,“ sagði Salome ennfremur. Enfln stemmning fyrir breytingum í tíð Guðrúnar Guörún Helgadóttir viður- kennir að hún hafi rekið augun í þessar greiðslur:„...og fannst þær óvenjulegar. Ég erfði þetta frá forvera mínum. Þessar greiðslur hefðu jú frekar átt að koma frá Alþingi en Ríkisend- urskoðun, en það hefði ósköp einfaldlega þýtt breytingar á þingfararkaupslögunum og í minni tíð var ekki nokkur stemmning fyrir að breyta þeim. Ég orðaði það einhvern tíma í minni tíð að það þyrfti að lagfæra laun þingmanna og það mætti mikilli andstöðu. Sérstaklega stóðu gegn því menn sem höfðu umtalsverðar tekjur annarsstaðar, svosem einsog á stórbúum útá Iandi, í útgerðarfyrirtækjum og öðru slíku. Það mátti bara enginn heyra þetta nefnt þannig að ég lagði aldrei í að gera tillögur um að breyta þessu fyrirkomu- lagi. Afturámóti er ég sannfærð um að þetta voru engar 40 þús- und krónur sem ég fékk frá Rík- isendurskoðun á þessum tíma. Ég er klár á því að upphæðin var lægri.“ „Hver gerir athugasemd við laun frá Rikisendurskoðun?" Fæstum þeim þingmönnum sem Helgarpósturinn ræddi við fannst hinsvegar eitthvað til- takanlega óeðlilegt við greiðsl- urnar. Hugsanlega orsakaðist það af því hvaða stofnun það var sem greiðslurnar innti af hendi: „Ég rak augun í þetta á sínum tíma og mér fannst þetta vissulega óvenjulegt. En hver gerir athugasemd við laun sem sjálf Ríkisendurskoð- un greiðir honum?“ sagði þing- Guðrún Helgadóttir: „Auðvit- að rak ég augun í þessar greiðslur og fannst þær óvenjulegar ... [En] við héld- um áfram að taka launin okk- ar eftir hálfgerðum Krísa- víkurleiðum." maður sem þáði greiðslurnar en gerði ekki athugasemd. Karl Steinar Guðnason, fyrr- verandi forseti efri deildar Al- þingis og varaforseti þingsins, tekur í svipaðan streng: „For- sætisnefnd Alþingis er yfir- stjórn Ríkisendurskoðunar. Þessi greiðsla sem um ræðir er hluti af launum fyrir störf í for- sætisnefnd og ég gerði engar athugasemdir við að fá greitt fyrir unnin störf. Mér finnst eðlilegt að greidd séu laun fyr- ir vinnu. Þessum störfum í nefndinni fylgir ýmislegt amst- ur og ég setti þetta ekki í þann- ig samhengi að það hafi verið óvenjulegt að fá greitt frá Rík- isendurskoðun fyrir þau störf sem við inntum af hendi í hennar þágu. Ég var ekki þátt- takandi í þessari ákvarðana- töku. Málið var einfaldlega hugsað svona á sínum tíma.“ Greiðslumar hófust í tíð Þorvalds Garðars Þegar greiðslurnar frá Ríkis- endurskoðun hófust var Þor- valdur Garðar Kristjánsson for- seti Sameinaðs þings, en for- seti efri deildar var Karl Steinar Guðnason og forseti neðri deildar Jón Kristjánsson. í samtali HP við Sigurð Þórðar- son ríkisendurskoðanda stað- festi hann að greiðslurnar hefðu verið teknar upp í tíð Þor- valds Garðars: „sem þóknun fyrir stjórnunarstörf". Sigurður vildi að öðru leyti ekki tjá sig mikið um málið og benti á að þetta hefði verið gert í tíð fyrr- verandi ríkisendurskoðanda. Salome Þorkelsdóttir: „Þetta var sjálfsagt umdeilanleg ákvörðun; álitamál. Ég hef bara ekkert velt því fyrir mér ... Það var komin hefð á þess- ar greiðslur og þær látnar við- gangast." Þorvaldur Garðar Kristjáns- son: Það var í tíð hans sem greiðslur frá Ríkisendurskoð- un til forsætisnefndar Alþing- is voru teknar upp og á tíma- bilinu 1988 til 1995 hlutu þær sextán þingmenn. Guðrún Helgadóttir hlaut sömu greiðslur og forveri hennar, Þorvaldur Garðar, þegar hún tók við embætti for- seta Sameinaðs þings árið 1988. Guðrún gegndi embætt- inu til ársins 1991. Forsetar efri og neðri deilda á hennar valda- tímabili voru: Jón Helgason Framsóknarflokki, Kjartan Jó- hannsson Alþýðuflokki, Árni Gunnarsson Alþýðuflokki. Salome Þorkelsdóttir tók við embætti forseta Sameinaðs þings árið 1991 af Guðrúnu, en gegndi því ekki lengi þarsem deildirnar voru sameinaðar og hún skipuð þingforseti. Á þeim stutta tíma voru forsetar efri og neðri deilda Matthías Bjarna- son Sjálfstæðisflokki og Karl Steinar Guðnason Alþýðu- flokki. Eftir að Salome varð forseti Alþingis hafa eftirfarandi setið sem varaforsetar þingsins: Gunnlaugur Stefánsson Alþýðu- flokki, Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandalagi, Kristín Ein- arsdóttir Kvennalista, Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki, Jón Kristjánsson Framsóknar- flokki, Björn Bjarnason Sjálf- stæðisflokki, Valgerður Sverris- dóttir Framsóknarflokki, Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokki og Guðrún Helgadóttir. Litið á greiðslumar sem hreina launauppbót í samtali við Helgarpóstinn tengdi Guðrún þessar greiðsl- ur við launakjör þingmanna þegar greiðslurnar frá Ríkis- endurskoðun voru inntar af hendi: „Það var hinsvegar fleira en þetta sem var að sjálf- sögðu í mesta ólagi. Það sem ég horfði á í minni forsetatíð var náttúrlega það, að við vor- um að taka við launum sam- kvæmt eldgömlum lögum þeg- ar næstum allir utanbæjar- menn bjuggu útá landi og ráku tvö heimili. í minni tíð var nátt- úrlega mikill meirihluti þing- manna fluttur í bæinn, konur þeirra í föstum störfum í bæn- um og menn búnir að kaupa húseignir hér. En þessir þing- menn nutu hinsvegar allra hlunninda miðað við það að búa útá landi meðan við Reykjavíkurþingmennirnir höfðum helmingi lægri laun. Svo einfalt var það. Og ég nefndi hvort ekki væri ástæða til að endurskoða þetta launa- kerfi, en það hlaut semsagt engan hljómgrunn og aldrei varð neitt úr neinu; hlutirnir döngluðu bara áfram í sama farinu.“ Og Guðrún bætti við: „Kjara- dómur gerði nú heiðarlega tii- raun til að lagfæra þessi atriði og þá þustu verkalýðsforingj- arnir — sem höfðu margföld launin okkar — útá torg með sitt fólk og mótmæltu. Það varð síðan til þess að ríkis- stjórnin heyktist á því að taka við leiðréttingunum. Útkoman varð sú að við héldum áfram að taka launin okkar eftir hálf- gerðum Krísuvíkurleiðum til að bjarga því sem bjargað varð.“ FráSalome Þorkelsdóttur Ritstjóri Helgarpóstsins, Sigurður Már Jónsson, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík. í Helgarpóstinum 14. september síðastliðinn þar sem fjallað er um laun forseta Alþingis er eftirfar- andi klausa í lok greinar- innar: „Sést þetta meðal annars á því að fyrrver- andi forseti Alþingis, Sal- ome Þorkelsdóttir, gat hækkað laun sín um 70 þúsund krónur á mánuði með því að gera þinginu sérstaka reikninga sem forseti. Var það kallað áiagsgreiðsla.“ Af þessu tilefni vil ég upplýsa eftirfarandi: I embætti forseta Al- þingis voru mér greiddar annarsvegar krónur 35.000 og hinsvegar krónur 40.000, samtals krónur 75.000. Krónur 35.000 voru til- komnar í tíð fyrrverandi forseta Alþingis, Guðrúnar Helgadóttur, en 40.000 krónurnar voru greiddar af Ríkisendurskoðun og höfðu slíkar greiðslur við- gengist eftir að Ríkisend- urskoðun var færð undir Alþingi með lögum árið 1986. (Aðrir forsætis- nefndarmenn fengu greiddar krónur 20.000 frá Rikisendurskoðun.) Að sjálfsögðu var tekin staðgreiðsla af þessum samtals krónum 75.000, eða krónur 31.447. Greiðslur til mín að frá- dreginni staðgreiðslu námu því samtals krón- um 43.553. Rétt er að taka fram að umræddar greiðslur eru ekki lengur inntar af hendi, enda mið- ast kjör forseta Alþingis nú við launa- og starfskjör ráðherra. Það er því rangt að und- irrituð hafi hækkað laun sín með því að „gera þing- inu sérstaka reikninga“, eins og fram kemur í um- fjöllun blaðsins. Ég kem þessum upplýs- ingum hér með á framfæri og vænti þess að þær verði birtar í næsta Helg- arpósti, þar sem ég geng út frá því að blaðið vilji skýra rétt frá staðreynd- um. Reykjahlíð, Mosfellsbæ, 19. september 1995, Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis. (Leturbreytingar eru frá hendi Salome.) Þessir þingmenn fengu líka greiðslur frá Ríkisendurskoðun: Krístín Einarsdóttir Valgerður Sverrisdóttir Sturla Böðvarsson Pálmi Jónsson Matthías Bjamason Kjartan Jóhannsson Karl Steinar Guðnason Árni Gunnarsson Jón Krístjánsson Bjöm Bjamason Hjörleifur Guttormsson Gunnlaugur Stefánsson Jón Helgason

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.