Helgarpósturinn - 21.09.1995, Side 11

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Side 11
F1MMTUDAGUR ZL SEPTEMBER1995 11 BHH FALL BERLÍNARMÚRSINS „Það var stundum eins oghann hefði miðilsgáfu í erlendum stjórnmálum. Ég man sérstaklega að hann sagði við mig áður en hann fór til útlanda 1989: „Nú fellur Berlínarmúrinn." Ég fór að skellihlæja. Svo kom hann heim og menn þurftu að reyna að meðtaka þær fréttir að Múrinn væri fallinn — og eru kannski ekki búnir að meðtaka þær enn. Nokkru seinna þegar hann fór aftur út sagði hann við mig: „Nú hrynja Sovétríkin.“ Þá tók ég meira mark á honum, enda stóð það heima.“ Ásgeir Sverrisson. ráðuneytið, ekki síður en störf Alþingis, en sagt er að á fyrsta kjörtímabilinu hafi starfsgleði hans verið með slíkum endemum að öll mál sem komu í hans hendur hafi fengið einhverja af- greiðslu. Það kemur varla á óvart að Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, er tortrygg- inn á verk Björns í ráðuneytinu: „Það er svo grunnt á ofstækistaugina í honum að ég er pínu- lítið hræddur um að hún ráði of rniklu." Hannes Hólmsteinn er hins vegar ekki trúaður á að Björn efni til ófriðar um ráðuneytið: „Hann mun vafalaust fara varlega og ekki steypa sér í nein hneyksli eða ógöngur.“ Þótt Björn hafi eindregnar skoðanir verður seint sagt að hann sé uppreisnarmaður sem vilji koma á róti í þjóðfélaginu. Ásgeir Sverrisson: „Hann virðir hefðir, venjur og samskiptaleiðir og að því leytinu getur hann verið svolítill ap- paratchik (kerfismaður). Annars er svo erfitt að staðsetja menn í Sjálfstæðisflokknum núorðið. Lengst af hefði Björn verið talinn einhvers stað- ar hægra megin, en ég átta mig ekki alveg á hvar hann er staddur núna. Eru þeir ekki flestir inni á einhverri holdskvapri framsóknarmiðju?" „Menningarblys" Björn hefur oft átt samleið með frjáishyggju- hópum, en hann verður ekki álitinn eiginlegur frjálshyggjumaður fremur en faðir hans. Hann er borgaralegur menntamaður og er kominn af ætt sem hefur mátt telja til borgarastéttar síðan á síðustu öld. Það styrkir án efa hinar borgaralegu stoðir að Björn er kvæntur Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, dóttur Ingólfs Guðbrandssonar, og tengist þannig mikilli menningar- og tónlistar- KALDASTRÍÐIÐ „Ég held að tal um kaldastríðsdrauginn sé mis- heppnaður brandari fólksins sem sækir bjór- krárnar og kaffihúsin að staðaldri og skiptist þar á innantómum skopyrðum. Kaldastríðið var veruleiki. Kaldastríðið var háð og menn eins og Bjarni Benediktsson, Björn Bjarnason og aðrir sem voru þeim sammála sigruðu í kaldastríðinu.“ Hanrtes Hólmsteinn Gissurarson. fjölskyldu. Viðmælendum blaðsins bar saman um að Björn væri menningarlega sinnaður í fyllstu einlægni, hann er „menningarblys" voru orð eins þeirra, og því hlýtur hann að teljast af- ar ólíklegur til að leggja niður Sinfóníuna eða breyta Þjóðleikhúsinu í verðbréfahöll. Einn af samherjum Björns úr pólitíkinni sagði að Björn væri í grundvallaratriðum frjálslyndur menntamaður og alþjóðasinni. Sá sagðist enn- fremur sjá ákveðinn svip með Birni og Colin Po- well hershöfðingja sem líklega sækist eftir for- setaembættinu í Bandaríkjunum. Báðir væru þeir hlynntir velferðarkerfi, frjálsræði í við- skiptalífi en haukar í utanríkismálum. Framtíðarforingi sjátfstæðismanna? Björn Bjarnason gaf ekki kost á sér til þing- mennsku fyrr en hann var öruggur um að hljóta kosningu og gat verið nokkuð viss um að verða ráðherra í næstu eða þarnæstu ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti aðild að. Hann er tal- inn einn af þremur valdamestu mönnum flokks- ins, ásamt Davíð Oddssyni og Kjartani Gunnarssyni, og Jón Baldvin Hannibalsson álítur hann raunar áhrifamestan þeirra um þessar mundir. Af þing- mönnunum er hann helsti ráðgjafi Davíðs og lík- lega nánasti vinur. Hannes: „Ef Davíð myndi af einhverjum ástæðum draga sig fyrirvaralítið í hlé, þá tel ég að Björn sé einna líklegastur til að hreppa forystusætið eins og sakir standa." Á ÓVIISIURIMV „Hann á erfitt með að koma sér upp úr kalda- stríðsfarinu og málflutningur hans dregur dám af því. Það er eins og hann þurfi alltaf að hafa ákveðinn óvin og þá meina ég Óvin með stóru Ó- i. Það er voðalega hart fyrir menn að hafa slíkan óvin til að kljást við.“ Birna Þórðardóttir. það er bent að þekking og reynsla Björns sé slík að forystusveitin sé beinlínis háð honum; hann er einn af fáum mönnum í flokknum sem hljóta að teljast nánast ómissandi. En Björn er líka flokkshollur í betra lagi og þótt hann stefni hátt myndi hann seint láta eigin metorðagirnd skaða Sjálfstæðisflokkinn. Hann myndi varla sækjast eftir formannsembætti í flokknum nema hann þættist öruggur um að hljóta það. Á stjórnmála- ferli Björns eru fáar tilviljanir, það ber kænsku hans vitni að hann hefur farið sér hægt og varla stigið feiispor síðan 1973. Nú er hann orðinn menntamálaráðherra en faðir hans sat í því embætti 1953 til 1956. Jón Baldvin Hannibals- son: „Björn Bjarnason hefur mikinn metnað til að bera. Sá metnaður hefur lengi staðið til þess að feta í fótspor föðurins: að verða utanríkisráð- herra og í fyllingu tímans leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra." stofnanir sem sinna mjög mikilvæg- um verkefnum tengdum þessu máli. Erlendir menn og sérfræðingar hér innanlands telja að við getum auð- veldlega ráðið við liðssveitir sem séu skipaðar nokkrum hundruðum ef því er að skipta. Allsstaðar í heiminum eru menn að velta fyrir sér nýjum að- ferðum við að gæta öryggis. Flestir þeir stjórnmálamenn sem hafa tjáð sig um þessi orð mín eru pólitískir andstæðingar mínir og þeir hafa reynt að gera þetta mál tortryggilegt eða hlægilegt; hreinlega ekki nennt að setja sig inní umræðuna. Ég hef ekk- ert um slíkan málflutning að segja. Margir þeir sem hinsvegar hafa ekki rætt þetta opinberlega hafa sett sig í samband við mig og telja þetta einnig þjóna annars konar hagsmunum þjóðarinnar, svosem einsog að kenna mönnum ákveðinn aga og læra ýmsa stjórnunarþætti sem byggjast á slíku skipulagi. Þessari hugmynd verður ekki ýtt til hliðar." Heldurðu að engin vandkvæði verði á að fá hina tiltölulega friðar- sinnuðu íslendinga sem sjálfboða- liða eða menn í fullu starfi við að gegna hermennsku? „Er þetta hernaður af einhverju tagi? Við erum frekar að tala um að vera reiðubúin til að sinna skyldum á vegum íslenska ríkisins og gæta ör- yggis samborgara, lands og þjóðar. Ég efast ekki um að íslendingar vilji gera það.“ Þú segir að stofnsetning vamar- sveita og önnur þátttaka íslendinga í friðargæslu sé hluti af sannri fjöl- þjóðahyggju. Útskýrðu það nánar. „Annarsvegar erum við að tala um varðsveitir hér innanlands og hins- vegar þátttöku í friðargæslu sem þarf að nálgast allt öðruvísi og er kannski meira mál. Við tökum að vísu þátt í friðargæslu með því að senda lækna og hjúkrunarlið út í samstarfi við Norðurlöndin, en sú þátttaka hefur lengi hangið á bláþræði vegna fjár- veitinga héðan. Mér hefur fundist um- ræða hér á landi um móttöku flótta- manna og um að við látum að okkur kveða í fjölþjóðlegu hjálpar- og friðar- gæslusamstarfi benda til vaxandi skilnings íslendinga á því að við verð- um að láta meira til okkar taka á þess- um vettvangi. Nýjar kannanir á veg- um Alþjóðabankans sýna að við erum ein af tíu ríkustu þjóðum heims og á þennan mælikvarða má spyrja af- hverju við leggjum ekki meira af mörkum. Við höfum vitaskuld ákveðnum skyldum að gegna sem vel stæð þjóð.“ Við erum með „ríkisrekna" lista- menn og stofnanir og dágóðum hluta íslensks menningarlífs er hald- ið á floti með styrkjum frá hinu opin- bera. Ertu sáttur við þessa stefnu rík- isins í menningarmálum? „Maður á vitaskuld ekki að vera sáttur við neitt í þessum efnum. Ég er afturámóti sammála þeirri stefnu að íslenska ríkið eigi að leggja sitt af mörkum til íslenskrar menningar. Auðvitað er alltaf spurning um hvaða aðferðum er beitt. Ef menn nota fjár- lagamælikvarðann, þá eru það nú ekki háar fjárhæðir sem varið er af hálfu ríkisins til menningarmála." Er nóg að gert í menningarmálum af hálfu ríkisins? „Ég veit það ekki. Við sjáum hins- vegar að hér er gífurlega gróskumikið menningarlíf og ríkið hefur reynt að stuðla að því að svo geti verið áfram. Ég held að það sé ákveðin sátt um þessa stefnu í þjóðfélaginu. Sennilega nýtast peningarnir best með ákveðnu samspili ríkis og einkafyrirtækja. Helst hefði ég viljað að úthlutunar- valdið væri dreifðara en það er. Á að renna styrkari stoðum undir menn- ingarlífið með því að fara útí aðgerðir einsog þá að veita auknar skattaíviln- anir til fyrirtækja fyrir að styrkja menningarstarfsemi eða á ríkið að innheimta ákveðna rentu til að veita í allskonar sjóði og ráð? Það er alltaf matsatriði. Hinsvegar eru veittir styrkir til ákveðinna þátta sem eru á mörkunum að geta lifað á þeim ein- sog fjárveitingum er nú háttað. Er það þess virði að halda úti slíkri starf- semi? Það er sömuleiðis matsatriði.“ Menn gera því skóna, að þú sért búinn að ákveða hvað gera skuli með RÚV á kjörtímabilinu. Hvað verður ofan á: einkavæðing, afnám afnotagjalda eða auglýsinga, sala á Rás 2 (samkvæmt stefnu Sjálfstæðis- flokksins), útboð rekstrar eða þjón- ustu? „Ég tel ekki eðlilegt að það sé bund- ið í lög að ríkið reki tvær útvarpsrásir. Afhverju ekki alveg eins fimm rásir ef fyrirtækið hefur möguleika á að bjóða upp á slíka þjónustu; eina fyrir áhuga- menn um fréttir, aðra fyrir íþróttir og svo framvegis? Ef ég væri starfsmað- ur Ríkisútvarpsins hefði ég mestar áhyggjur af því að ekkert yrði gert I málefnum stofnunarinnar og hún lát- in vera nákvæmlega einsog hún er í dag. Við hljótum að vilja skapa Ríkis- útvarpinu svigrúm þannig að það geti þróast. Ný tækni kallar á ný viðfangs- efni. Það er ýmislegt sem kemur til greina án þess að við minnkum þær kröfur sem við gerum til fyrirtækis sem þessa. Það þarf að skoða málið vandlega og breyting á rekstrarform- inu er hugsanleg — líkt og svo margt annað. Afnotagjöldin eru síðan nátt- úrlega tengd spurningunni um fjár- mögnun fyrirtækisins — og hvort Rík- isútvarpið eigi einnig að hafa auglýs- ingar er það líka. Ég lít á Ríkisútvarpið sem ákveðið tæki sem gegnir mikil- vægu menningarhlutverki ásamt því að veita ákveðna opinbera þjónustu. Annað mál þessu tengt er að sjón- varpið og kvikmyndirnar eru öflug- ustu miðlarnir og það er vafamál hvort við framleiðum nægilega mikið af íslensku efni fyrir þessa miðla svo þeir geti staðið sem öflugt mótvægi gagnvart því erienda afþreyingarefni sem hingað kemur eftir ýmsum leið- um.“ Þú ert eini ráðherrann með heimasíðu á Internetinu og jafn- framt eini alþingismaðurinn sem er þar til staðar öðruvísi en í mýflugu- mynd. Hvaða sýn hefurðu á Netið? „Ég hef mjög góða sýn á Netið og hef sjálfur haft mikið gagn og gaman af því að nota það við skriftir, afla mér upplýsinga og eiga samskipti um það. Fólk hefur einnig umtalsvert nýtt sér þessa leið til að hafa samband við mig. Því miður hef ég ekki haft mikinn tíma aflögu til að ferðast um það, en þekki þó til og fylgist af áhuga með hinni mikilvægu þróun þessa sam- skiptatækis." Meðal efnis á heimasíðu þinni eru nokkuð persónulegar dagbókar- færslur þarsem fyrir koma sumarfrí þín í Frakklandi, matargestir og svo framvegis. Er þetta ekki fullsjálf- hverft? „Ég er nú meira að gera þetta í til- raunaskyni og hef aldrei hikað við að fara ótroðnar slóðir ef því er að skipta. Þetta er form í samskiptum sem er áhugavert að prófa, en kannski finnst einhverjum þetta full- persónulegt. Það getur vel verið.“ Áfram með Netið: í dagbókar- færslu þar lýsirðu heimsókn þinni í skóla úti á landsbyggðinni þarsem þér leist afar vel á hluti einsog að fara úr skóm og yfirhöfnum, heilsa kennurum og svo framvegis. Örlar þarna á áhyggjum af agaleysi í ís- lenska menntakerfinu — eða í þjóð- félaginu yfirhöfuð? „Margir hér á höfuðborgarsvæðinu hefðu gott af því að fara út á lands- byggðina og sjá ýmsar þessar skóla- byggingar og hversu snyrtilegt um- hverfi þeirra er. Maður getur ekki annað en dáðst að því hversu mikið er lagt upp úr virðingu gagnvart þess- um hlutum. Ég setti þessa athuga- semd ekki að ástæðulausu á Netið.“ En þú hefur semsagt nokkrar áhyggjur af agaleysi í þjóðfélaginu? „Já. Ég tel að agi mætti vera hér meiri. Við íslendingar þurfum að velta honum fyrir okkur — sérílagi þegar við erum að huga að samskiptum okk- ar við aðrar þjóðir. Við þurfum að til- einka okkur ákveðinn aga, skipulag og framgöngu til að standa öðrum þjóð- um á sporði. Við vinnum til dæmis lengur en aðrar þjóðir, en framleiðnin er hinsvegar ekki meiri, einsog al- þekkt er.“ íslenska menntakerflð... Gerum við nægar kröfur til nemenda og veitum við nemendum nógu góða menntun — til dæmis miðað við aðr- ar Evrópuþjóðir? „Ég vil að við miðum okkur við það sem best gerist á alþjr ðlegan mæli- kvarða og að námsskrá skólanna sé í samræmi við það markmið. Hugsan- lega þurfum við að skoða menntakerf- ið frá grunni og meðal annars skila nemendum okkar yngri út úr fram- haldsskólum og háskólum. En þarf þá ekki að endurskoða námsskrána frá grunnskóla og alveg upp úr? Það á í öllu falli að búa þannig að íslenska menntakerfinu að nemendur þaðan standi jafnfætis þeim bestu á alþjóð- lega vísu.“ *

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.