Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 21
FlMIVnUDAGUR ZL SEPTEMBER1995 Á föstudag stígur ein af okkar ástsælli leikkonum, Edda Heiðrún Back- man, aftur á svið Þjóðleikhússins eftir tveggja ára hlé ogfer með hlutverk söng- konu í nýjum söng- leik Ólafs Hauks Sím- onarsonar, Þrek og tár. Edda Heiðrún Backman segir söngkonuna sem hún leikur afar heila og fallega gerða af höfundarins hálfu. Hér minn- ir Edda óneitanlega á Edith Piaf. Ljósmynd: Jim Sinart „Aldrei annað staðið til“ „Það hefur aldrei annað staðið til en að ég ynni áfram með því fólki sem starfar í Þjóðleikhúsinu,“ segir Edda Heiðrún Backman, sem á þessu leikári hóf aftur störf hjá Þjóð- leikhúsinu eftir tveggja ára hlé. í millitíðinni lék hún meðal annars í Borgarleikhúsinu og hjá Frú Emilíu. Edda segir að það sem hún gerði á þessum tveimur árum hafi verið henni lífsnauðsyn- legt sem listamanni. „Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk prófi eitthvað annað, en það breytir því ekki að mér hefur alltaf liðið vel hjá Þjóðleikhús- inu, sem helgast fyrst og fremst af því að hér starfar gott fólk, fólk sem hefur tekið mér vel.“ Söngleikurinn Þrek og tár er líkt og Gauragangur samvinna þeirra Ólafs Hauks Símonarsonar og Þórhalls Sigurðssonar, en nú er sögusviðið Vesturbær Reykjavíkur á sjötta áratugn- um. Rifjaðar eru upp endur- minningar ungs manns í tali og tónum. Edda Heiðrún leikur söngkonu, móður þessa manns, en með hans hlutverk fer Hilmir Snær Guðnason. Edda segist ekki geta borið sig saman við persónuna sem hún leikur: „Konan sem ég leik þarf að glíma við allt aðrar aðstæður en kona í sviðsljósinu í dag — fjölskylduaðstæður voru ein- faldlega allt aðrar — en þetta er mjög falleg rulla, hún er afar heil og fallega gerð af höfund- arins hálfu.“ Eins og eðlilegt er þegar söngleikur er annars vegar taka margir þátt í verkinu, en auk Eddu og Hilmis leika fjór- tán leikarar í sýningunni auk dansara og tónlistarmanna. Þess má geta að Egiil Ólafsson stjórnar tónlistinni og undir- leik annast Tamlasveit hans. Bjarkey og Heiðar snyrtir Komin í fegrunar- hringiðuna Eftir að hafa verið konan á bak við manninn í mörg ár er Bjarkey Magnúsdóttir, eiginkona Heiðars Jónssonar, nú loks kom- in fram fyrir skjöldu, en þau hjón fluttu sig um set fyrir hálf- um mánuði úr bílastæðaleys- inu á Vesturgötu í húsnæði Sal- on Ritz við Laugaveg. „Ég breyti engu frá því á Vestur- götunni nema hvað ég og eigin- kona mín erum nú farin að Bjarkey Magnúsdóttir, sem áður stóð á bak við Heiðar Jónsson, stendur nú við hlið hans í nýju húsnæði. reka saman snyrtivöruverslun að auki,“ segir Heiðar Jónsson, sem eftir sem áður segir fólki til um fatastíl, framkomu og förðun og heldur fyrirlestra, en margir sem sótt hafa hjá honum námskeið hafa einmitt óskað eftir því að Heiðar færi sjálfur út í að selja snyrtivörur. Plássið segir Heiðar mun skemmtilegra en það sem hann var í, enda er hann í góð- um félagsskap á Laugavegi 66, við hlið snyrti- og hárgreiðslu- stofunnar Salon Ritz. Fyrir ut- an það sem Heiðar og frú hafa upp á að bjóða er því hægt að fá alhliða snyrtingu. En eru engir hagsmunaárekstrar? „Nei, hún Guðrún Þorbjarnar- dóttir, eigandi minnar uppá- halds snyrtistofu, sá sér leik á borði og bauð mér til sam- starfs. Guðrúnu finnst nefni- lega betra að ég sé við hliðina á henni og leiði fólk inn í stað þess að benda á hana úti í bæ. Munurinn á hennar rekstri og mínum er meðal annars sá að hún er eingöngu með snyrti- vörur sem selja má á snyrti- stofum á meðan ég sel vörur sem selja má á almennum markaði. Andrúmsloftið er mjög skemmtilegt," fullyrðir Heiðar, án þess að við séum eitthvað að rengja hann með það.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.