Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 6
6 F1MMTUDAGUR 23. MAÍ1996 BKnattspyrnuvertíðin er nú óðum að rjúka í gang. Mikill fjöldi erlendra leikmanna spilar með íslenskum liðum í deildunum fjórum og eru leikmenn frá fýrrum Júgóslavíu sérstaklega áberandi í þeim hópi. Gísli Þorsteinsson ræddi við fimm knattspyrnumenn sem allir hafa verið hér um nokkurt skeið, en bjuggu áður í fyrrum Júgóslavíu. íslenskt samfélag og heimahagana bar á góma — ásamt knattspyrnunni og innbyrðis deilum í „útlendingaherdeildinni“... Útlendingaherdeildin frá fyrrum Júgóslavíu inn mikli og sívaxandi Qöidi erlendra leik- manna sem leikur með íslenskum knattspyrnu- liðum hefur vakið töluverða athygli. Fjölmörg fyrstu- og annarrardeildarlið hafa þannig krækt sér í erlendra ieikmenn. Reyndar er ásóknin svo mikil að sum hafa ekki látið sér nægja einn heldur hafa nokkur félög tvo leikmenn á sínum snærum — og þykir ekki tiltökumál. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ eru erlendir leikmenn hins vegar ekki aðeins í fyrstu og annarri deild heldur hafa nokkur þriðju- og fjórðudeildarlið styrkt leikmannahóp sinn með þess konar leikmönnum. Þegar listinn er grand- skoðaður kemur í ljós að flestir leikmenn eru frá gömlu Júgóslavíu, en þar hefur undanfarin ár geis- að harðvítugt stríð. Afleiðingarnar hafa verið hörmulegar og Qöldi fólks flúið þau svæði þar sem átök hafa verið mikil. Þó nokkrir hafa komið hing- að til lands og nýtt knattspyrnuhæfileika sína. Reyndar var sókn júgóslavneskra leikmanna hing- að hafin áður en stríðið hófst og má leiða getum að því að hrun kommúnismans í landinu og efnahags- leg upplausn sem fylgdi í kjölfarið hafi á einhvern hátt knúið leikmenn til að leita til landa þar sem aðstæður eru betri á flestan hátt. Nokkrir leikmenn hafa sest hér að og gerst íslenskir ríkisborgarar, aðrir hafa staldrað stutt við og leitað til annarra landa. Án efa hefur sókn erlendra leikmanna til landsins eflt íslenska knattspyrnu og aukið gæði hennar, enda hafa Qölmargir þeirra hlotið hrós fyr- ir leik sinn í íslenskum ijölmiðlum. Lúkas Kostic er þjálfari KR og Bosníu-Serbi. Hann hefur dvalið á Islandi frá árinu 1989. Óregla viðgengst ekki hjá KR Lúkas Kostic, þjálfari KR: „Því hefur verið haldið fram að ég vildi ekki hafa [Izudin Daða og Salih Heimi] í KR vegna þess að þeir eru múslimar og ég Bosníu-Serbi. Sú saga á ekki við rök að styðjast." Eg elska fótbolta og eftir að ferlinum lauk lá beinast við að fara að þjálfa,“ sagði Lúkas Kostic þegar hann var inntur eftir því hvers vegna hann hóf þjálfun liða. Lúkas hefur dvcdið hér á landi síðan 1989 og kom gagngert til þess að leika með Þór frá Akur- eyri. Þaðan fór hann til ÍÁ og seinna til Grinda- víkur sem þjálfari. „Árið 1991 flutti ég til Akra- ness og fór að leika með ÍA. Sá Mihajilo Bibercic er knattspyrnu- áhugamönnum að góðu kunnur, en hann hefur verið meðal helstu markaskorara íslands- mótsins undanfarin ár. Bibercic er ættaður frá Serbíu — nánar tiltekið frá bænum Kragujevac. Hann lék á árum áður með liðum í Serbíu og í Grikklandi en árið 1993 kom hann til íslands. Aðspurður segir hann að það hafi tekið hann nokkurn tíma að aðlagast lífinu hér nyrst í Evrópu, enda frábrugð- ið því sem hann hafði kynnst á heimasióðum. „Það var eink- um erfitt að venjast veðrinu og verðlagið er ótrúlegt. Það hef- ur nú verið haft á orði að verð- lagið sé hátt í Serbíu vegna efnahagserfiðleika en það er tími sem ég bjó þar er mér ákaflega minnisstæður, enda býr þar einstakt fólk. Ég eign- aðist þar góða vini sem ég mun aldrei gleyma. Guðjón Þórðar- son jrjálfaði liðið á þeim tíma og gerði það að því stórveldi sem það er í dag. Guðjón er einstakur þjálfari og ég lærði gríðarlega mikið af honum — einkum viljann til að vera sig- urvegari. Það var því erfið ákvörðun að yfirgefa Akranes og taka að mér þjálfun knatt- spyrnuliðs Grindavíkur. Engu að síður tel ég mig hafa gert rétt með því að fara suður með sjó, því Grindarvíkurliðinu gekk vel. Ég þjálfaði liðið í tvö ár og fyrra árið fórum við úr annarri deild í þá fyrstu. í fyrra lentum við svo um miðja deild, ekki nándar nærri eins hátt og hér á landi. En í sjálfu sér skipta þessi atriði ekki öllu máli fyrir mig, því hér býr ákaf- lega elskulegt fólk og mér líður vel hér.“ Hvað með tungumálið — var ekki erfitt að lœra það? „Ég skildi auðvitað ekkert í byrjun, en mér fer sífellt fram.“ Gudjón sá besti Bibercic lék fyrstu tvö árin með Skagamönnum en söðlaði um í fyrra og lék með KR. Hann segir að dvölin í KR hafi verið ánægjuleg. „Andinn í liðinu var góður og áhorfendur liðsins með þeim líflegustu sem ég hef séð hér á landi. Ég vildi hins vegar ekki vera áfram í KR heldur fara aftur upp á Skaga og leika undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Um ævina hef ég kynnst ýmsum þjálfurum en Guðjón er sá allra besti. Ég er sífellt að læra nýja hluti hjá honum, enda er hann duglegur að kynna sér nýjungar í evr- sem ég tel góðan árangur hjá liði sem hefur ekki leikið áður í fyrstu deild.“ Engin óregla hjá KR Og nú þjálfarðu KR... „Já, hjá KR eru fyrir góðir leikmenn. Ég geri mér því von- ir um að liðið standi sig vel í sumar. Kjarninn í hópnum er hinn sigursæli árgangur 1969 sem vann nærri alla titla í yngri flokkunum. Fram til þessa hefur okkur gengið vel og unnið öll mót sem við höf- um tekið þátt í: Reykjarvíkur- mót innan- og utanhúss, Ís- landsmót innanhúss og meist- arakeppnina. Áður en ég tók að mér jrjálfun liðsins hafði mér borist til eyrna að leik- mennirnir væru sumir hverjir ópskri knattspyrnu. Ég held að margir þjálfarar mættu taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum.“ Hvernig finnst þér fótbolt- inn sem hér er leikinn? „Hann er ákaflega Iíkur þeim enska — mikið um tæklingar og langspyrnur. Því er hins vegar ekki að neita að mér finnst íslenski boltinn vera í sí- felldri framþróun. Ég er líka sannfærður um að landsliðinu á eftir að ganga vel í undan- keppni heimsmeistaramótsins sem hefst í sumar." Lék með unglingalandslið- um Júgóslavíu Það hefur ekki hvarflað að þér að gerast íslenskur ríkis- borgari og leika með ís- lenska landsliðinu? „Það er alltaf gaman að spila landsleiki, en ég lék á sínum tíma nokkra leiki með 16 ára og 18 ára landsliði Júgóslavíu. Ég myndi hugleiða það gaum- gæfilega ef ég yrði beðinn að óagaðir og keppnisferðir liðs- ins væru notaðar til að skvetta í sig víni. Ég veit ekki hvernig slíkar sögur hafa orðið til, því spila með landsliðinu. Það er ekkert kappsmál fyrir mér að halda serbnesku ríkisfangi, enda búa foreldrar mínir í Þýskalandi. Ég verð þó að við- urkenna að ég hef meiri hug á að komast út og leika með er- lendum félagsliðum. Ég vona að mér takist það á allra næstu árum, því ég á ekki mörg ár eft- ir sem leikmaður." Hvað með tímabilið sem nú er að hefjast — ertu von- góður um að Skaginn nái að vinna titla í sumar? þessir strákar eru metnaðar- gjarnir og elska fótbolta. Hvað getur þjálfari beðið um meira?“ segir Lúkas. Mihajilo Bibercic, leikmaður IA: „Það var einkum erfitt að venjast veðrinu og verðlagið er ótrúlegt... [En] hér býr ákaflega elskulegt fólk og mér líður vel.“ „Auðvitað vonast ég til að vinna bæði bikar og deild með ÍA, enda tel ég að við séum með besta liðið. Margir hafa haldið því fram að KR nái loks að vinna íslandsmeistaratitil- inn, en mér finnst liðið ekki vera eins gott og í fyrra,“ sagði Mihajilo Bibercic, stormsenter Skagamanna, að lokum. Þú hefur nú fengið liðs- styrk... „Það er rétt, við höfum feng- ið til liðsins Ríkharð Daðason frá Fram og Þorstein Guðjóns- son og Þorstein Jónsson frá Grindavík svo dæmi séu tekin. Reyndar er Þorsteinn Guðjóns- son gamall KR-ingur, en lék í nokkur ár með Grindavík.“ Ósannarsögur Nú eru Izudin Daði Dervic og Salih Heimir Porca, sem léku með KR í nokkur ár, ekki sáttir við málalok sín viðKR... „Já, því hefur verið haldið fram að ég vildi ekki hafa þá í KR vegna þess að þeir eru múslimar en ég Bosníu-Serbi. Sú saga að ég sé kynþáttahat- ari á ekki við rök að styðjast, enda er einn besti vinur minn frá gömlu Júgóslavíu múslimi og hann er kvæntur króatískri konu.“ Það hefur oft borið á góma að agaleysi sé rótgróið vandamál hér á landi. Verð- urðu var við slíkt meðal ís- lenskra leikmanna? „Ég tel að íslenskir leikmenn séu ekki agalausir upp til hópa. Þeir leikmenn sem ég hef kynnst eru flestir metnaðar- gjarnir og hafa vilja til að ná ár- angri. Hér á íslandi er stunduð áhugamennska. Ég tel engu að síður að það eigi að gera mikl- ar kröfur svo hægt sé að búa til betri knattspyrnumenn hér og ná betri árangri í leikjum við erlendar þjóðir,“ sagði Lúkas Kostic að lokum. Mihajilo Bibercic er leikmaöur IA og ættaðurfrá Serbíu. Hann hefur búiö á Islandi frá árinu 1993. Gæti hugsað sér að leika með íslenska landsliðinu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.