Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 24
24 RMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 hlutverkaleikir mmm lf. imm 'ifag?. ktwféiMi) fcitr; Ðrsí® h*Í fíx&té Ms««. Nafin: Star Trek the Next Gener- ation: Custom- izable card game Tegund: Safn- kortaspil Útgefandi: Decipher inc. Úlgáfuár: Spiliö var fyrst gef- iö út 1994 og síðan kom önn- ur útgáfa 1995 og auk þess aukasería 1995. Útsðlustaðun Fáfnir, Hverfis- götu 103. Fjöldi spilara: Oftast tveir en hægt án mikilla erfiöleika að spila fleiri. Fjöidi spila: Spiliö er gefiö út í einu grunnsetti sem inni- heldur yfir 360 spil og er selt í sextíu spilapökkum meö reglubók og fimmtán spila aukapökkum. Spilatínii: Ekki of langur. Þaö tekur fremur stuttan tíma aö spila spilið nema fólk fari aö nota ýmsar aukareglur sem geta lengt það til muna. Venjulegur leikur tekur um þaö bil 30-45 mínútur. Um spilið: Spiliö er, eins og nafniö gefur til kynna, byggt á Star Trek-myndum og -þátt- um. Hver spiiari velur sér þjóö til aö stýra. Þjóöirnar eru Sambandið (Federation), Rómúlar (Romulans) og Kling- onar (Klingons) og þeir sem standa ekki meö neinni þjóð ráða sig sem málaliða eöa starfa einir. Hverri þjóö fylgja skip, persónur, hlutir o.fl. og auk þess eru spil sem allir mega nota. Hver þjóö reynir síöan aö senda af staö hópa í ýmsa leiðangra sem settir eru niður í byrjun. Hver leið- angur hefur ákveöinn stiga- flölda og takist einhverjum aö Ijúka leiðangri fær hann þau stig aö launum. Þegar annar spilarinn hefur náð 100 stig- um hefur hann unniö eöa ef annar hefur dregiö öll spilin í bunkanum sínum vinnur sá sem hefur fleiri stig. Frumleiki: Sagan sjálf sem spiliö byggist á hefur veriö í þróun lengi. Spiliö sjálft er nokkuö sniðugt og viröist Star Wars-spiliö, sem fjailaö hefur verið um í þessum pistlum, hafa fengiö nokkuð að láni frá StarTrek. Útlitshönnun: Spilin eru flest vel myndskreytt og oft notaö- ar Ijósmyndir úr kvikmyndun- um. Kostir: Spilið er einfalt og skemmtilegt. Hér er komiö spii fyrir áhugafólk um Star Trek-myndir og -þætti. Gallar: Þegar spiliö var fram- leitt er greinilegt að framleiö- endurnir hafa ekki hugsaö nóg um aö halda spilunum jöfnum, því gífurlegur munur er á þeim og eru sum hver margfalt öflugri en önnur. Þetta á sérstaklega viö um sjaldgæfari spilin, sem eru miklu betri en þau sem al- gengari eru. Heildareinkunn: ★★★ Spil- ið er eins og áður sagöi ein- falt og skemmtilegt en þaö hefði þurft aö vera jafnara, — það er mjög vont aö hafa spii- in svona ójöfn. - Indriði Stefánsson Fyrir ná- kvæmlega tíu árum var stofnuð hljóm- sveit sem ber það undarlega nafn Leiksvið fárán- leikans og er hún þessa dagana að senda frá sér sínar fyrstu „Martraðir“. Guðrún Kristjáns- dóttir heyrði af því tilefni í Harrý, sem breyst hefur úr pönkara í rokkara. Hljómsveit Harrý, hinn upprunalegi leikhúsmaður, ásamt Sigurbimi og Ágústi, sem allir kjósa að vera snyrtilegir rokkarar með stutt hár þrátt fyrir að þeir sendi frá sér Martraðir. Með þeim á útgáfutónleikum á mánudagskvöldið spilar trommarínn Kristján Ásvaldsson. Bandið var stofnað í tilefni 200 ára afmælis Reykjavík- urborgar fyrir réttum tíu ár- um. Var þá vinur minn beðinn að taka að sér að spila á hátíð- inni, en var því miður ekki í neinu bandi þannig að hann ákvað bara að fara að smala, hringdi í mig og tvo aðra. Við mættum á eina æfingu og spil- uðum svo fyrir mörg hundruð manns,“ segir Jón Harrý Ósk- arsson um tilurð Leiksviðs fá- ránleikans, en hann er í dag eini upprunalegi meðlimurinn. Auk hans skipa tríóið þeir Ág- úst Karlsson og Sigurbjörn Rafn Úlfsson. Hvað spilaði svo hljóm- sveitin eftir að hafa tekið þessa einu œfingu? „Mjög grófa, harða og víraða tónlist, enda kunnum við eig- inlega ekkert á hljóðfæri. Ann- ars var aldrei meiningin að stofna eingöngu hljómsveit. í hópnum voru nefnilega fieiri en einn góður listamaður. Til stóð að standa fyrir ýmiskon- ar uppákomum, en svo þegar menn þurfa að heyja lífsbar- áttuna; fara að vinna og í Háskólann og svo framvegis, þá varð bara svo meðhléum lítill tími til slíkra hluta.“ Af hverju þetta undarlega nafn, Leiksvið fáránleik- ans? „Það voru einhverjar rosapælingar á bak við það,“ segir Harrý og stamar um stund — stónd af syfju að eig- in sögn. „Jú annars, það var vegna þess hve stofnun þess- arar hljómsveitar bar snöggt að. Svo eru menn alltaf í ákveðnum hlutverkum; popp- hlutverkið er bara eitt af þeim. Okkur fannst það í raun vera hið fullkomna leiksvið fárán- leikans að vera allt í einu að fara upp á svona stórt svið og spila tónlist fyrir fleiri hundr- uð manns, — við sem kunnum ekkert að spila.“ Hvernig lagðist sá gjörn- ingur í allan þennan fjölda? „Fólkið hljóp að minnsta kosti ekki í burtu frá hljóm- sveitarpallinum, heldur fannst því þessi uppákoma þvert á móti eitthvert fenómen. Upp frá þessu starfaði hljómsveitin samfleytt í tvö ár. Það var mjög skemmtilegur tími, enda oft læti í kringum hljómsveit- ina, — hlutir að brotna og svo- leiðis vesen." Áttu við gítara? „Það kom fyrir, en mest af því sem brotanði var ekki í okkar eigu. Það var ekki mein- ingin að vera að brjóta og bramla, hlutirnir bara þróuð- ust þannig. Við notuðum líka alls konar aukadót eins og sleggjur og miðstöðvarofna og börðum á þvottavélar. Þetta var oft helv... skemmtilegt." Og vœntanlega arfleifð frá pönkinu? „Já, það má kannski segja það.“ Þið hœttuð í kringum ‘88 og byrjuðuð aftur ‘90, hvað kom til? „Menn var bara farið að klæja í puttana og langaði að spila aftur og semja músík. Það var ekki málið að við vær- um sólgnir í að standa á sviði. Þetta snerist aðallega um að fá að fikta við tónlist með góðum mannskap og svo sömdum við líka heilan haug af tónlist. Eftir að Jói í Vonbrigðum gekk til liðs við okkur upp úr ‘90 fór- um að hallast meira í átt að rokki og róli og höfum spilað það síðan. Vel að merkja bara eigið efni. Við höfum ekki svo mikið sem nennt að taka lagið eftir aðra á æfingum.“ Svo kom enn eitt hléið... „Við vorum að til árins 1992 en tókum okkur svo hlé í eitt ár, þar til á óháðu listahátíð- inni 1993. Þá kom aftur hlé í tvö ár, en síðan við komum fram á óháðu listahátíðinni á Ingólfstorgi ‘95 höfum við ver- ið að, spilað nokkrum sinnum í Rósenberg og svo framvegis. Líklega hættum við aldrei úr því sem komið er.“ Nú eru tímamót hjá ykkur, þið eruð að gefa út ykkar fyrstu skífu; Martraðir. Er þetta svona „best of“? „Þetta er mestallt gamalt stöff, nema eitt eða tvö lög, og það elsta er síðan 1987. Lögin eru samt ekki í sérstakri tíma- röð, og þó, í grófri tímaröð; fyrstu þrjú, fjögur lögin eru elst og síðustu þrjú þau yngstu.“ Þið kynnið plötuna vœnt- anlega? „Já, á eina rokkstaðnum í bænum eftir að Tveir vinir urðu að klámbúllu, það er í Rósenbergkjallaranum á mánudagskvöld. Það er bara helv... góður staður til þess að spila á.“ Þið eruð að minnsta kosti lausir við karókíið þar? „Jamm, karókí er ekki inni í myndinni," segir Harrý, sem jafnvel þótt hann sé rokkari af lífi og sál á ekki von á að hann komi til með að stíga á hár sitt í framtíðinni. Enda snyrti- pinni, að eigin sögn, með stutt hár. RAMMALISTINN Hverfisgötu 34 - Rvk. Sími: 552-7390 Mikið úrval af barrokk- og hringrömmum. Römmum inn málverk, , grafík, Ijósmyndir og útsaumsmyndir. A næstunni taka JÍXjafn ólíkar hljóm- sveitir og Funk- strasse, SSSól, Spoon og Botnleðja upp á því að leika saman á sveitaböllum landsins. Ekki nóg með það, heldur eru þessar sveitir þegar byrjaðar að vinna saman að plötu sem væntanleg er á mark- að í júní. Fyrsta sveitaball sumarsins, að sjálfsögðu með riddara þjóðveganna úr SSSól í fararbroddi, veröur haldið í Njáls- búð í Vestur-Landeyj- um á föstudag. Helgi Björns og félagar verða reyndar í það skiptið án Spoon og Botnleðju en áftur á móti verða meðlimir Funkstrasse í einrii eða annarri mynd sem fastastir með í för, auk grínsveit- arinnar Rass og Skítamórals... Það er ekki bara útsendari Stöðvar 3 sem fær tækifæri til að tala við David Bovvie þegar hann kemur hingað i júní, held- ur hefur Morgun- blaðið einnig tryggt sér rétt til að tala við goðið. Sá heþþni á Moggan- um er Ijóöskáldið Sindrí Freysson, blaöamaður þar á þæ. Til að taka myndir af Bowie var hins vegar fengin Anna Theódóra Pálma- dóttir, Ijósmyndari í New York, en hún var af stjórnarmönnum Mogg- ans talin best til þess fallin að bræða Bowie. Samkvæmt heimildum HP er það hins vegar Hallur Hallsson, fyrr- verandi frétta- maður á Stöð 2, sem ræðir við Bowie fyrir hönd Stöðvar 3, í stað Snorra Más Skúlasonar sem missti einkaviðtal við Bowie út úr höndun- um, eins og HP greindi frá í síð- ustu viku, vegna „óheyri- legra" krafna Páls Baldvins Baldvinsson- ar, dagskrár- stjóra þar á bæ...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.