Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 enalínútrás fólgin í flóttaferð um Flórída undan latínó-klík- um sem stunda nú hinn æsi- spennandi ferðamannadráps- leik. Leikurinn er fólginn í því að ferðamaðurinn flýr á bíl undan klíkunum sem reyna allt hvað af tekur að skjóta hann. Einnig er vinsælt að elta hvirf- ilbyl mánaðarins. í New York þykja ferðamenn töff sem dvelja á „hóteli“ í svartasta Harlem og safaríferðir um Afr- íku eru alltaf jafn heillandi. Nú eru Rúanda, Sómalía og Angóla vinsælustu ferðamannastað- irnir og þeim mun meiri fá- tækt, átök og harðstjórn sem ríkir í landinu... þeim mun æv- intýralegri verður ferðin. Dverg-Afríkuríkið Burkína Fasó er eina landið sem leyfir fall- hlífalaust fallhlífastökk. Fer það þannig fram að fyrst er fallhlífinni hent út úr flugvél- inni og svo er þér hent út á eft- ir og spennan felst í því að reyna að ná fallhlífinni, spenna hana á sig og ná að opna áður en maður lendir á jörðinni. Konunglegt djamm getur verið skemmtileg dægradvöl og þá þarf aðeins að smygla sér í konungsveislur, eins og franski ellilífeyrisþeginn hefur gert með góðum árangri. Enn- fremur er víst mikið fjör að læra á búmmerang hjá frum- byggjum Ástralíu. Að fara í laxveiði Laxveiði er alltaf jafn vinsæl meðal banka- stjóra og uppa, en hvernig væri að hætta þessu hangsi yfir titt- unum og skella sér í sjóstangaveiði þar sem almennilegir fisk- ar fást og jafnvel smá- hveli og hákarl í leið- inni? Fyndin tilbreyt- ing væri að prófa að skjóta laxinn með af- sagaðri haglabyssu týramenn er tilvalið að veiða barrakúdur og krókódíla á fljótasvæðum Amazón eða renna fyrir almennilega villtan lax í Rússlandi. Einnig getur verið hættulega glæpsamlegt að veiða kafara sem fjölmenna í Peningagjá eða sjaldgæfa hitabeltisfiska í Afríku. Að gista í tjaldi og sum- arbústöðum Hvernig væri nú að fara að nota fína svefnpokann sem þú keyptir í fyrra — og þolir tutt- ugu og fimm gráða frost — í eitthvað annað en tjaldútilegu á Laugarvatni eða Þrastar- skógi? Til dæmis að fara á fjöll með alla fjölskylduna og sofa úti undir berum himni. Hella- ferðir að hætti útilegumanna eru einnig traustar. Nótt í hin- um magnaða Surtshelli eða Arnarstapa treystir órjúfanleg fjölskyldubönd. Nú er tími til að tjalda á sérkennilegum stöðum, eins og uppi á Esj- unni, og fylgjast með Reykjavík vakna meðan þú borðar morg- unnestið. Einnig er hægt að sofa í bílnum, fara á jökul og grafa sig í fönn, eða gista í sæluhúsum uppi um fjöll og firnindi. Ennfremur gæti verið skemmtilegur ímyndunarleik- ur að tjalda í Laugardalnum og þykjast vera útlendingur, í gönguskóm, hnésíðum buxum og gulum anórakk. Ganga síð- an um Reykjavík með götukort og spyrja innfædda „dú-jú-nó- ver-ðö-pörl-is?“ Að djamma Þrátt fyrir að skemmtanalífið taki algerum stökkbreytingum á sumrin þegar nær öll þjóðin gengur af göflunum í skemmt- unum á björtum sumarnóttum getur bjórþamb á Sólon ísland- us, Astró og Kaffi Reykjavík orðið þreytandi til lengdar. Á sumrin er því tilvalið að skella * , _'■ 'f' 'v'' • eða smyglaðri skammbyssu — og prófa sig áfram í Elliðaánum á flótta undan glámskyggnum eftirlitsmönnum. Upplagt er að æfa sig að næturlagi svo öðr- um finnist ekki ógn stafa af at- hæfinu; Tjörnin með alla sína veiðibráð er upplögð ef menn búa svo vel að eiga hljóðdeyfi eða sætta sig við loftriffil. Stór- huga athafnamenn eyða svo ekki dýrmætum tíma í bið eftir að tittirnir bíti á agnið heldur næla sér í drjúga dínamít- sprengju og bomba einhvern lcixahylinn og veiða síðan af- raksturinn í háf. Fyrir ævin- ser a sveitaDoll a Lysuhol, Ing- hól, Aratungu eða Njálsbúð í Vestur-Landeyjum. Tilbreyting gæti einnig verið fólgin í pöbbarúnti um landsbyggðina. Til dæmis frá Akureyri til Keflavíkur. Við byrjum á að rétta okkur af á Pollinum hjá Alfreð á Akureyri kl. 18:00 á laugardegi (eftir að hafa djammað síðan kl. 13:00 frá því ballinu í Sjallanum lauk kl. 03:00), stoppum í Esso-skálan- um á Blönduósi kl. 20:00, á Brú kl. 21:00. Förum á Knútsen í Stykkishólmi kl: 23:00 og á Hót- el Borgarnes kl. 24:00. Þaðan er haldið á Hótel Akranes kl. 01:00 og á Feita dverginn á Ár- túnshöfða kl. 02:00. Þaðan snögglega á Skuggabarinn kl. 02:15 og beint á Edinborg í Keflavík fyrir kl. 03.00. Síðan förum við í eftirpartí í Keflavík kl. 04:00 og á barinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar kl. 05:00. End- um gleðina í Flugleiðavél á leið til Barselóna kl. 06:00. Jafn- framt er unaðslegt að djamma úti undir beru lofti í Reykjavík og þá er Lækjartorgið vinsælt meðal ungra sem aldinna. Til risa-drykkju tekur svo Hljómskálagarðurinn við og jafnvel Miklatún, Sund- laugar Reykjavíkur, Bláa lónið og ölj græn svæði í Reykjavík. Á björtum sum- arnóttum er snjallt að bjóða í eftirpartí í einbýlis- húsið og fara með öll hús- gögnin út í garð og raða þeim kringum heita pott- inn — og ganga síðan af göflunum. Að stunda íþróttir Kyrrseta vetrarins leik- ur margan íslendinginn ansi grátt. Á sumrin á svo að leysa allt með tilheyr- andi tuðrusparki, götu- körfu, útibadmínton, golfi og ótæpilegu skokkeríi. En hvernig væri að gera eitt- hvað meira spennandi eins og að fara í svifdre- kaflug og nauðlenda á Bessastöðum. Æfa þrí- þraut — synda, hjóla og hlaupa, allt í einu. Eða bara hlaupa á fjöll og um víðan völl. Fara á sjóskíði, taka þátt í rallíi, mótor- krossi, torfæruakstri eða kvartmílu. Einnig er tilval- ið að fara í útihandbolta með gömlu félögunum, spila bandý á Miklubraut undir morgun eða laumast inn á skautasvellið, fara í yfir á nýju Kringlumýrar- göngubrúnni, eða bara skella sér á línuskauta með ungpíunum með frostpinna. Kannski vera „dúd“, skella sér á hjóla- bretti á Ingólfstorgi og „tsjilla" með skítabuxna- skíðahúfu- ýktu gæjunum. Að plotta í pólitík Á sumrin liggur yfirleitt allt pólitískt starf niðri. Stjórnmálaflokkarnir leggj- ast í dvala og þingmenn fá þrasfrí og Al- þingishúsið stendur autt. En eitthvað hlýtur að vera hægt að gera í pólitík á sumrin? Jú mik- ið rétt. Á þess- um árstíma er tilvalið að næla sér í kassa og rölta niður í miðbæ og taka kallinn-á-kass- anum-pakkann, enda er fjöl- mennast í bæn- um á þeim árs- tíma. Þar er hægt fá algera rausútrás fyrir allt sem hefur pirrað mann yfir veturinn. Einnig geta manískir pólitískir vinnu- fíklar farið í fundaherferðir út á land til að borga fyrir syndir vetrarins. Sumarið er tími plottaranna og nú er gósentíð framundan í Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum. Fyrir kom- andi flokksþing í haust geta plottararnir plottað sig máttlausa, enda tilvalið að plotta hallarbyltingar í þessum stöðnuðu og öldnu flokkum. Enn eru tveir dagar til stefnu til að tilkynna forsetaframboð og þá er hægt að eyða rúm- um mánuði af sumrinu í kosningahanaslag með til- heyrandi aurslettum og drullumokstri og skítkasti. Þeir sem vilja helga sig stjórnmálunum að fullu í allt sumar geta því byrjað á forsetaframboði og gert síðan hallarbyltingu á flokksþingum ofantalinna stjórnmálaflokka. Og perr- amir geta notað tækifærið og berað sig í auðu Alþingi. LÍAbahábíS í Rexkjavík =Toníwt Björk, Laugardalshöll, 21. júní kl. 20.00, 2.500 - 3.000 kr. Camerarctica, Loftkastalinn, 3. júní kl. 20.30, 1.200 kr. David Bowie, Laugardalshöll, 20. júní kl. 20.00, 3.600 - 3.900 kr. Den Danske Trio, Norrænahúsiö, 11. júní kl. 20.30, 1.200 kr. Deutsches Symphonie-Orchester Berlin, Laugardalshöll, 29. júní kl. 16.00, 2.300 - 2.700 - 3.500 kr. Evgeny Kissin, Háskólabíó, 15. júní kl. 16.00, 2.000 - 2.300 - 2.700 kr. Heimskórinn, einsöngvarar og Sinfóníuhljómsveit íslands, Laugardalshöll, 8. júní kl. 16.00, 1.500 - 2.600 - 3.200 - 3.900 kr. Híf opp, Loftkastalinn, 5. júní kl. 21.00, 1.200 kr. Le Grand Tango, Loftkastalinn, 12. júní kl. 20.30, 1.600 kr. Lester Bowie's Brass Fantasy, Loftkastalinn, 15. 16. júní kl. 21.00, 2.500 kr. Ljóð og jass, Loftkastalinn, 9. júní kl. 21.00, 1.200 kr. Philharmonia Quartett-Berlin, íslenska Óperan, 9. júní kl. 16.00, 2.200 kr. Pulp, Laugardalshöll, 2. júlí kl. 20.00, 2.200 - 2.500 kr. (miðasala frá 30. maí) Sigurður Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn, Loftkastalinn, 7. júní 21.00, 1.600 kr. Sinfóníuhtjómsveit ístands, Háskólabíó, 13. júní kl. 20.00, 1.000 - 1.450 - 1.800 kr. > Sundhöllin syngur, Voces Thules, Sundhöll Reykjavíkur, 8. júní kl. 23.00, 1/200 kr. Yuuko Shiokawa og András Schiff, - íslenska Óperan, 5. júní kl. 20.00, 2.200 kr. Zitia píanókvartettinn, Loftkastalinn, 14. júní kl. 20.30, 1.200 kr. Ævintýrakvöld með Kammersveit Reykjavíkur, Þjóöleikhúsið, 12. júní kl. 20.00, 1.800 kr. = SviÍAÍÍAb Circus Ronaldo, Hljómskálagaröurin, 11. 12. 13. 14. 15. 16. júní kl. 20.00, 800 - 1.500 kr. Circus Ronaldo - sýning nemenda, Hljómskálagarðurinn, 16. júní kl. 15.00 & 17.00, 500 kr. ■ Drápa, Tungliö, 7. júní kl. 20.00, 1.600 kr. Eros, Maureen Fleming, Loftkastalinn, 2. 4. júní kl. 20.30, 1.600 kr. Féhirsla vors herra, Borgarleikhúsið, 4. 7. 9. júní kl. 20.00, 1.800 kr. * Galdra-Loftur, íslenska Óperan, 1. 4. 7. 8. 11. 14. júní kl. 20.00, 3.000 kr. Gulttáraþöll, Borgarleikhúsið, 22. 23. júní kl. 14.00, 800 kr. í hvítu myrkri, Þjóðleikhúsið - Litla sviðið, 6. 7. júní kl. 20.30, 1.700 kr. Ljóðakvötd Listahátíðar, Loftkastalinn, 10. júní kl. 21.00, 500 kr. Jötunninn, Loftkastalinn, 8. 11. 13. júní kl. 20.30, 1.800 kr. = /^jndlÍAfc Andres Serrano (Eitt sinn skal hver deyja), Sjónarhóll/Mokka Benedikt Gunnarsson, Stöólakot Carl Andre, Önnur hæð Dauðinn í íslenskum veruleika, Mokka Eftirsóttir einfarar, Gallerí Hornið Egon Schiele og Arnutf Rainer, Listasafn íslands Fjörvit, Nýlistasafnið + Hreinn Friðfinnsson, Gallerí Sólon íslandus Húbert Nói, Gallerí Sævars Karls Jón Axel Björnsson, Gallerí Borg + Karl Kvaran, Norræna húsið Kochheisen og Hullman, Gangur Náttúrusýn í íslenskri myndlist, Kjarvalsstaðir Osvaldo Romberg, Perlan Páll á Húsafelli, Listasafn Sigurjóns Pia Rakel Sverrisdóttir, Norræna húsið - anddyri Rachel Whiteread, íslensk grafík Ragna Róbertsdóttir, jngólfsstræti 8 Robert Shay, Gallerí Úmbra Sigríður Sigurjónsdóttir, Loftkastalinn Silfur í Þjóðminjasafni, Þjóðminjasafn íslands Skjálist, Sjónvarpið Snagar, Gallerí Greip Svavar Guðnason, Listasafn A.S.Í. - Ásmundarsal Tolti, Regnboginn Wittam Morris (Sýning), Þjóðarbókhlaðan William Morris (Málþing), Þjóöarbókhlaðan, 8. júní kl. 10.00 Ktúbbur Listahátíðar, Loftkastalinn, 1. - 16. júní, opið frá 17.00 Miðasalan opin, Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2, Reykjavík, sími: 552 8588, http://www.saga.is/artfest

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.