Helgarpósturinn - 23.05.1996, Side 28
28
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996
heitt
ListaháUð í Reykjavík og öli sú frá-
bœra sumarstemmning sem ævinlega
fylgir henni. Enda þótt fráleitt sjái sér
nokkur fært aö sækja alla víöburöina
er lyktin af listinni svo mögnuö aö,
maöur getur nærri lifað á því aö ánda
henni aö sér. Hvað er hægt aö biöja
um þaö betra en aö fá hingað tii lands
í einni og sömu andránni Cirkus Ren-
aldo, Évgení Kissin. Bowie, Björk,
Goldra-Loft — sem allt virðist ætla aö
gleypa — listaklúbblnn, tangö, ballett
og endalaust af svalandi bjór...
kalt
-------------
Forsctaslagurinn og allt þaö óborg-
anlega sem honum er þegar fariö að
fylgja annó 1996. Enda þótt fátt bendi
til þess aö baráttan veröi úr þvi sem
komiö er subbuleg — fyrst Kennedy-
amir á Vesturgötunni treystu sér ekki
til þess aö hrista upp I slagnum —
heföi maöur af tvennu illu frekar tekiö
þann kostinn. Þá heföi aö öllum Ifkind-
um loks hlaupiö einhver skemmtilegur
púki i baráttuna, sem hefði getað
stungiö á hinni óviöjafnanlega hallær-
islegu yfirborössápukúlu sem allir
frambjóöendumir sitja pikkfastir í og er
I raun engum öörum en þjóölnni sjálfri
aö kenna. Nú loks kemur þjóöin upp
um sig; hversu illa snobbuð hún er, yf-
irboröskennd og komplexeruö. Allt
snýst þetta um gott ætterni, peninga
og íslenska frambjóöendur í tygjum viö
erlenda leiötoga...
... ofurveöurblíðu
jafnvel þótt hún kalli bara fram
„gott skap og grill" má hún alveg
standa aðeins lengur yfir.
... sparistrigaskóm
það er alveg sama hvort maður
íklæðist kjól, gallabuxum eða pilsi;
alls staðar eiga þelr við.
... vorferð til Vestmannaeyja
þó ekki væri nema til þess að
heilsa upp á háhyrningana sem þar
má sjá fara um í torfum.
... góðum Ijóðunt
fátt er meira nærandi og til þess
íallið að ná manni niður eftir yfir-
borðsmennsku nýafstaðinnar veður-
blíðu.
___kokkurinn
Guðmundur
hjáJónatan
Livingstone mávi
I* þessari viku náöi HP tali af Guð-
mundi H. Halldórssyni kokki á
hinu sérkennilega veitingahúsi Jónalan
Livingstone mávi. Hann segir staöinn
rómantískan og klassískan. „Vlö leggj-
um mlklö upp úr aö hafa sérstakan og
spennandi matseöll og skiptum mjög
ört um. Meöalævilengd hvers matseö-
ils er ekkl nema um tvær vikur," segir
Guömundur.
Staöurinn leggur mikiö upp úr sér-
kennilegum fiskréttum og má þar með-
al annars fmna langhala, háf, geirnef,
búra og fagurserk. „Viö erum f miklu
sambandl viö sjómenn og fáum allt þaö
sérstakasta frá þeim og prófum aö
elda allt. Ég hef ekki enn lent á fiskl
sem ekki er hægt aö matreiöa,' segir
Guömundur. Þaö er því tilfallandi hvaö
til er hverju sinni. Af kjötréttum má
nefna kálf, folald, svartfugl og önd. „Viö
erum ekki meö þessa heföbundnu;
nauta-, kjúklinga- eöa svlnakjöt, og viö
veiöum alla villibráö sjálfir, eins og
stokkönd, urtönd, heiöagæs og grá-
gæs. Viö notum eingöngu Islenskar
jurtir og tínum sjálfir allar jurtir sem
hægt er aö nota, auk þess sem viö lát-
um rækta fyrir okkur sérstakar jurtir.
Margar þessara jurta eru notaöar i nátt-
úrulækningum og því mjög hollar."
Innl á staönum er risastórt fiskabúr
úr sjó þar sem geymdar eru allar fisk-
tegundir sem finna má á matseðlinum,
þannig aö gestir geta virt fyrir sér þaö
sem þeir hyggjast leggja sér til munns.
En hvaöa tegundir eru heitastar í dag?
„Viö höfum veriö aö prófa alls konar
ígulker, kúskel og krókskel. Ætli krók-
skelin sé ekki heitust í dag, enda mjög
Ijúffeng," segir Guömundur og bætir viö
aö einnig séu á boöstólum íslenskar
villlkanínur og sérræktaöar dúfur.
Kátur kalkúni
os himneskar hvítlauksrækiur
og elskhugar
Einhver forvitnilegustu atriði Listahátlðar í Reykjavík eru án efa
tengd danslistinni, sem að sögn fróðra manna er eitt heitasta fyrir-
bærið í Evrópu um þessar mundir. Af danslist á Listahátíð má nefna
uppfærslu Islenska dansflokksins á hinu myndræna dansverki „Fé-
hirsla vors hérra“ eftir þau Nönnu Ólafsdóttur og Siguijón Jóhanns-
son, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 4. júní, og „Le Grand
Tango“, sem er í senn tónleikar og danssýning og fer fram í klúbói
Listahátíðar I Loftkastalanum að kveldi 12. júní. í báðum þessum
danssýningum tekur þátt dansari að nafni Hany Hadaya, eða Hannó
eins og íslenskir félagar hans kalla hann. Hannó, sem er frá Vínarborg,
var meðlimur íslenska dansflokksins á árunum 1988 tii 1995 og þótti
sá með karlmannlegustu hreyfingarnar þar, en sneri sér síðan alfarið
að sjálfstæðri danslist og hefur að undanförnu haft lifibrauð sitt af að
kenna tangó í Kramhúsinu, auk þess að sýna þann dans víða ásamt
eiginkonu sínni, Bryndísi Halldórsdóttur.
Hvað kom til að þú snerír aftur til íslenska dansflokksins?
„Það kom ekki til af góðu. David Greenall forfallaðist, þar af leið-
andi bar Nanna Ólafsdóttir fram þá ósk að ég hlypi í skarðið og tæki að
mér eitt af aðalhlutverkunum; hlutverk Kolbeins Tumasonar, höfuð-
andstæðings Guðmundar góða Arasonar Hólabiskups."
Er það spennandi verkefni?
„Það er öðruvísi og þar af leiðandi spennandi — og mjög íslenskt.
Þar að auki fer ég með hlutverk illmennis, sem ég hef aldrei gert í ball-
ettuppfærslu áður."
Hvernig er að leika illmenni? Er það meira spennandi en að
takast eilíflega á við þá góðu?
„Jú, að því leyti að maður má setja meiri orku í illmennin. Á móti
kemur að það er líka einfaldara að takast á við illmenni."
Hvernig er að stökkva á milli balletts og tangós, eru þarna
einhverjir snertifletir?
„I þessum dönsum eru hreyfingarnar vægast sagt ólíkar, mjög ólík-
ar," ítrekar hann. „í fyrsta lagi er tangó tvídans. Ég þarf meira að hugsa
um mótdansarann, stíllinn er allt annar, það er miklu meiri fótavinna í
tangó og tæknin allt önnur. Að auki er tangótónlistin miklu meira krefj-
andi. Af samkvæmisdansi að vera er tangó tæknilega mjög erfiður og
krefjandi dans, en hann á samt sem áður lítið sameiginlegt með ballett
— nema þegar um er að ræða það sem kallað er „tango nouveau",
sem byggist meira á frjálsu vali og túlkun. Sá dans nálgast ballettinn
að því leyti að ákveðnar lyftur og spor eru nánast eins."
En þið Bryndís œtlið að dansa á Listahátíð eldheitan argent-
ínskan tangó sem á ekkert skylt við ballett.
„Já, við ætlum að dansa tilfinningaþrunginn tangó," segir Hannó og
bætir því við til upplýsingar að tangó hafi veriö bannaður af páfanum í
Róm árið 1913 vegna þess að í honum þótti of mikil líkamssnerting.
Það hefur ekki breyst, þ.e.a.s Ifkamssnertingin. -GK
Dlmenni
Ef einhverjar mat-
aruppskriftir síast
á annað borð inn í
hausinn á mér á ég
það til að gefa þeim
önnur heiti en bara
svona innihaldslýsinganöfn. Ef
til vill er þetta merki um að
mér þyki orðið vænt um þessa
einstöku rétti. Þannig hefur
rækjuréttur nokkur með hvít-
lauksbragði — sem ég ef
nokkrum sinnum soðið saman
— fengið heitið Himneskar
hvítlauksrækjur (enda himn-
eskar á bragðið) og kjúklinga-
rétturinn sem ég lærði af henni
systur minni, en varð í mínum
höndum að kalkúnarétti, fékk
heitið Káti kalkúnarétturinn.
Gott ef ég var ekki í rosalega
góðu skapi þegar ég barði
þann rétt fyrst saman. Það
gerðist núna í vetur sem leið. í
skyndingu ákvað ég að bjóða
her kvenna í mat heim til mín.
Ég man ekki hvort tilefnið var
annað en bara það að ég þurfti
á góðum kvennafélagsskap að
halda. Alltént ákvað ég á föstu-
degi að bjóða þessu kvenna-
géri í mat til mín kvöldið eftir.
Þar sem ég var á leiðinni á eitt-
hvert skrall um kvöldið varð ég
að upphugsa matseðil sem
ekki var erfiður í undirbúningi
(ég á mun erfiðara með áð
sleppa þessu með frumleik-
ann). Ovænt varð það að
minnsta kosti að vera. Mundi
ég þá eftir kjúklingauppskrift
sem systir mín otaði einhvern
tíma að mér og hafði síðan oft
hugsað um að elda. Þar sem ég
staldra við í Kjötbúri Péturs
síðdegis á föstudegi, í hráefnis-
hugleiðingum, rekst ég þá ekki
á svolítið sem ég hef ekki séð
áður. Það voru frystir kalkúna-
bitar. Hugsaði ég mér þá gott
til glóðarinnar, enda fæstir
vanir að eta kalkún örðuvísi en
heilsteiktan einu sinni á ári eft-
ir rígnegldum reglum. Það sem
kom mér mest á óvart var að
sá bitaði var ekkert dýrari en
samskonar kjúklingur. Ég bara
kýldi á’ða og útkoman varð
vægast sagt skemmtileg, eink-
um og sér í Iagi vegna þess
hversu bragðsterkur og góður
kalkúnninn er. Með ekki sterk-
ari kryddsamsetningu en þess-
ari hér að neðan naut kalkúna-
keimurinn sín í botn.
Þó að ég hafi ekki enn komið
því í verk hef ég lengi annars
hugleitt að halda öfugsnúið
matarboð. Koma gestum mín-
um á óvart með því að bera
fyrst fram kaffi og koníak, síð-
an desertinn, þar næst aðal-
réttinn og svo forréttinn og ef
til fordrykk í eftirrétt. Þessa til-
raun hafði ég einmitt hugsað
mér að gera á ofangreindum
kvennahóp vegna hinnar ótrú-
legu kímnigáfu hans (nú er ég
búin að kjafta af mér). En djö...
held ég að þetta geti orðið
skemmtilegt. Að minnsta kosti
er ég nógu oft búin að hlæja að
sögunni þegar Erró og vinir
hans tóku upp á því einhvern
tíma á fínum veitingastað að
byrja á öfugum enda; panta
fyrst eftirréttinn og svo fram-
vegis. Þegar þjónninn ætlaði
svo að rukka þá fyrir matinn
neituðu þeir að borga og gáfu
þá skýringu að reikningurinn
hefði eðlilega átt að koma
fyrst! Með það sama gengu
þeir út.
En hér koma hinn himneski
og sá káti, fyrir um það bil fjóra:
Himneskar hvítlauksrækjur
2 msk. grænmetisolía
6 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 sm sneið af ferskri engifer-
rót, fínt söxuð
14 til 16 stórar ósoðnar rækj-
ur (fást venjulega frystar í stór-
mörkuðum og eru miklu betri
en hinar)
2 tsk. fiskisósa, rækjumauk
gengur einnig (fæst t.d. í Krydd-
kofanum)
2 msk. kóríander
nýmalaður svartur pipar
salatblöð, gúrka og sítrónu-
safi til framleiðslu
■ Hitið olíu á wok-pönnu, látið
hvítlaukinn út í og brúnið hann.
■ Hrærið engiferið út í, en ekki
lengur en í hálfa mínútu, látið
svo rækjurnar út í og hrærið á
fullu í tvær til þrjár mínútur,
þar til þær verða glærar. Hrær-
ið fiskisósunni í ásamt kóríand-
er, 1-2 matskeiðum af vatni og
slatta af svörtum pipar. Látið
nú bulla í eina til tvær mínútur.
■ Berið rækjurnar fram, helst á
salatbeði svo þær verði girni-
legri, dreifið gúrkuteningum yf-
ir og kreistið yfir sítrónusafa.
Einnig er gott að dreifa söxuð-
um ferskum kóríander á rækj-
urnar. Borðist ýmist sem for-
réttur ellegar snakk á góðu
sumarkvöldi með afbragðshvít-
víni og brauði.
Kátur kalkúni
2 kalkúnabringur
3 msk. smjör
1 stór skallottulaukur, smátt
skorinn
100 g sólþurrkaðir tómatar,
smátt saxaðir
2/3 bolli rjómi
1/2 bolli þurrt hvítvín
salt
nýmalaður pipar
1\4 tsk. majoram
■ Takið pöruna af kalkúna-
bringunum og beinhreinsið
þær. Skerið hverja bringu niður
í um átta bita. Steikið þá í
smjörinu við meðalhita, eða
þar til bringurnar eru nærri
gegnsteiktar. Kryddið með salti
og pipar.
■ Takið kalkúninn af pönnunni
og steikið laukinn.
■ Bætið út í tómötum, rjóma,
hvítvíni og majoram og látið
sjóða í um það bil fimm mínút-
ur, eða þar til sósan byrjar að
þykkna eilítið og hrærið öðru
hvoru. Hrærið nú kalkúnabitun-
um saman við og látið malla
uns þeir eru orðnir gegnheitir.
■ Með þessum afar bragðljúfa
rétti er óþarft að vera að stinga
eitthvað í stúf með krydduðum
hrísgrjónum. Hafið þau bara
hvít og hvítt brauð með og hvít-
vín. Þá verður tilveran eitthvað
svo björt.
Skál! Guðrún Kristjánsdóttir
Jdrykkur vikunnar
Svalandi sumardrykkur
Aldrei þessu vant ætlar HP
að mæla með einum
óáfengum. Skýringin gæti ef til
vill verið sú aö SÁÁ-menn voru á
dögunum að selja álfinn, —
þetta með samviskubitið þið vitið
(annars má nú vel blanda ein-
hverri ólyfjan saman við). Drykkur
þessi er tilvalinn á sumrin og
slær vel á þorstann í öllu þessu
blíöviðri.
í um það bil eina könnu:
6 lime-ávextir
115 g sykur
7 dl sjóðandi vatn
salt
Skerið hvern lime-ávöxt í
tvennt og kreistið safann úr í sér-
flát. Setjið börkinn í könnu, hellið
sykrinum saman við og síðan
sjóðandi vatni. Byrgiö og látið
standa í 15 til 20 mínútur.
Hrærið örlítið salt út í og síið
safann yfir í þá könnu sem þiö
ætlið að geyma hann í. Bætiö
lime-safanum við. Látið kólna.
Byrgið og kælið. Berið fram með
ísmolum og limesneiðum.