Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996
7
hamingja Islendinga vera falin í
efnislegum gæðum, sem þeir
eignast með endalausum lán-
tökum. Margir hafa sjálfsagt
talið að það væri erfitt að búa
undir alræði kommúnista-
flokksins. Sannleikurinn er nú
sá að fólkið í landinu var ekki
heft á neinn hátt og gat gert
svo til hvað sem er. Fólk gat
meira að segja skroppið til út-
landa, en slíkt er vart hægt í
dag. í flestum öðrum kommún-
istaríkjum í Evrópu var frjáls-
ræði ekki eins mikið, en það er
útbreiddur misskilningur að
slíkt hafi á einhvern hátt átt
við um Júgóslavíu."
Var á engan hátt erfitt að
aðlagast íslensku samfé-
lagi?
Heimir: „I fyrstu var það erf-
itt, en við tókum snemma
ákvörðum um að búa hér og
þar af leiðandi urðum við að
aðlagast íslensku samfélagi."
Daði, þú fórst fljótlega að
leika með íslenska landslið-
inu...
„Já, stuttu eftir að ég fékk rík-
isborgararéttinn var ég valinn í
landsliðið og það var skemmti-
legt. Reyndar var atburðarásin
svo hröð að ég hafði varla tíma
til að velta Jdví fyrir mér að ég
væri orðinn íslendingur. Ann-
ars hefur aðlögunartíminn ekk-
ert verið auðveldur og margt
komið mér á óvart. Það var til
að mynda skrítið að sjá fólk út-
úrdrukkið um helgar niðri í
bæ. Það þekkist ekki í Bosníu
að fóik sé ofurölvi á almanna-
færi. Það er allt í lagi að fá sér
nokkra bjóra og verða hress,
en íslendingar virðast margir
hverjir ekki kunna að rata hinn
gullna meðalveg í þessum efn-
um. Maður veit meira að segja
til þess að knattspyrnumenn
fari að skemmta sér nokkrum
dögum fyrir leiki. Okkur hefur
aldrei dottið slíkt í hug.“
Vinirnir Salih Heimir Porca, leikmaöur Vals, og Izudin Daði
Dervic, leikmaöur Leifturs, fluttusttil íslands áriö 1990.
Ekki sáttir við
málalok sín hjá KR
Salih Heimir Porca, leik-
rnaður Vals: „[Égí varð
því að sætta mig við
framkomu stjórnar KR og
fara frá félaginu. Ég get
ekki neitað því að mér
finnst framkoma forráða-
manna KR og þjálfarans
undarleg."
Gott að búa í
gömlu Júgóslavíu
Daði og Heimir hafa nú búið
hér í sex ár, en þeir fengu fyrir
nokkrum árum íslenskan ríkis-
borgararétt. Þeir segjast vera
að er langur vegur
frá bænum Prnjavor
í Bosníu til Selfoss á ís-
landi. Nágrannarnir
Salih Heimir og Izudin
Daði létu sig samt vega-
lengdina engu skipta og
ákváðu að koma hingað
til lands árið 1990. Ári
síðar fór Daði í FH en
þeir félagar léku aftur
saman með Val árið
1992. Þaðan fór Daði í
KR en Heimir í Fylki.
Það kann að hljóma
ótrúlega en fyrir tíma-
bilið 1994 gekk Heimir í
raðir KR og þeir félagar
léku enn og aftur saman
næstu tvö ár með lið-
inu.
Nú hefur Ieiðir skilið á ný og
Heimir er farinn aftur í Val, en
Daði leikur fyrir hönd knatt-
spyrnufélagsins Leifturs í Ól-
afsfirði. „Við höfum leikið sam-
an með mörgum félögum og
lékum meðal annars með
Olympija Ljubljana, sem er lið
frá Slóveníu, en Daði lék með
því sex ár. Ég lék einnig í nokk-
ur ár með liði frá Króatíu sem
heitir Rijeka. Við erum annars
búnir að vera atvinnumenn
lengi. Daði hefur verið atvinnu-
maður siðan 1984 og ég síðan
1986 — við erum því búnir að
vera lengi í boltanum,“ segir
Heimir.
Samningnum rift
Eins og kunnugt er úr fjöl-
miðlum var Heimir ekki
ánægður með framkomu for-
ráðamanna KR-liðsins í sinn
garð síðastliðinn vetur. „Eftir
fyrsta árið mitt hjá KR var mér
boðinn þriggja ára samningur
af stjórn og þjálfara. Ég ákvað
að skrifa undir nýjan samning,
því ég var ánægður hjá félag-
inu og skildist að stjórnar-
menn hefðu verið ánægðir
með frammistöðu mína á vell-
inum. Síðastliðið haust var svo
ráðinn nýr þjálfari og á sama
tíma tók ný stjórn til starfa.
Um þetta leyti var ég farinn að
heyra ávæning af því áð ég
yrði að fara frá KR. Ég tók ekki
mark á þessum sögum, enda
sagði ég þeim félögum sem
vildu fá mig í sínar raðir að ég
væri með samning við KR.
Nokkru síðar var ég boðaður á
fund með varaformanni, fram-
kvæmdastjóra og fleirum í
stjórninni sem tjáðu mér að ég
yrði að fara frá félaginu. Ég
sagði þeim að ég væri samn-
ingsbundinn félaginu og að
auki væri ekki heiglum hent að
fara í annað félag, því flest
væru þau búin að ráða nýja
leikmenn. Þá var mér tjáð af
þessum háu herrum að ef ég
ætlaði að vera áfram hjá félag-
inu myndi ég ekki fá neitt að
spila. Ég varð því að sætta mig
við framkomu stjórnar KR og
fara. Ég get ekki neitað því að
mér finnst framkoma forráða-
manna KR og þjálfarans undar-
leg,“ segir Heimir.
Sama sagan
Um svipað leyti var Daði
boðaður á fund með Lúkasi
Kostic, þjálfara liðsins. „Fljót-
lega eftir að við vorum sestir
niður spurði hann mig hvort
ég elskaði KR? Mér fannst
þessi spurning harla kynleg,
enda hafði ég ekki verið það
lengi í KR að ég gæti sagt að ég
elskaði félagið. Ég spurði hann
því hvað hann ætti við? Þá
sagði hann að ætlunin væri að
byggja liðið upp á uppöldum
KR-ingum og ég yrði að gera
mér að góðu að sitja á bekkn-
um í æfingaleikjum framund-
an. Þá stóð ég upp og kvaddi
— þannig voru mín síðustu
samskipti við KR. Það kom
fljótlega í ljós að Lúkas var
ekki að segja satt þegar hann
sagði að hann ætlaði að byggja
liðið á uppöldum KR-ingum.
Hann hefur verið iðinn við að
kaupa til sín nýja leikmenn og
sett unga KR-inga út úr liðinu."
Teljið þið að ástœðan fyrir
því að þið fóruð frá KR sé sú
staðreynd að þið eruð más-
limar og Lúkas Serbi?
Daði: „Það getur hver dæmt
fyrir sig — ég vona að minnsta
kosti að svo sé ekki. Þetta var
leiðinlegur endir á skemmti-
legu tímabili. Mér leið ætíð vel
í KR og ætlaði mér að enda fer-
ilinn þar.“
Heimir: „Ég vissi ekki betur
en allir væru ánægðir með leiki
okkar með liðinu, en svo kem-
ur Serbi að þjálfa liðið og þá er-
um við látnir fara — það er
von að fólk spyrji."
Hajrudin Chardaklija er leikmaður Breiöabliks og múslimi frá Sarajevó.
Hann kom til íslands áriö 1992.
Fékk ekki íslenskan
ríkisborgararétt
Aður en Hajrudin
Chardaklija — eða
bara Chaki eins og vinir
hans og félagar í Breiða-
bliki kalla hann — kom
til íslands lék hann í
marki með fyrstudeild-
arliðinu Sarajevó frá
samnefndri borg í
Bosníu-Herzegóvínu. En
er stríð braust út á Balk-
anskaganum kom hann
til fslands og hefur nú
dvalið hér í Qögur ár og
leikið með Breiðabliki.
Hann ætlar sér þó að fara
aftur til síns heima í haust og
dvelja þar í einhvern tíma.
Reyndar hefur hann gert
samning við Breiðablik til árs-
ins 1998, en hann segir að það
togi verulega í sig að fara aftur
heim, enda á að hefja deildar-
keppni þar aftur.
„Éf allt gengur að óskum
ætla ég að spila þar í vetur en
kem svo hingað og tek þátt í
undirbúningi fyrir komandi ís-
landsmót.1' Chardaklija segir
að tíminn á íslandi hafi verið
einstaklega ánægjulegur og
hann hafi meira að segja sótt
um íslenskan ríkisborgararétt
en ekki hlotið náð fyrir augum
stjórnvalda.
Finnst þér ekki einkenni-
legt að þér skuli ekki vera
veittur ríkisborgararéttur á
meðan öðrum íþróttamönn-
um, sem hafa jafnvel dvalið
hér skemur, eru veitt þessi
réttindi?
„í sjálfu sér skiptir íslenskur
ríkisborgararéttur mig ekki
öllu máli, en eins og stendur
hef ég ekkert vegabréf nema
frá gömlu Júgóslavíu og það er
ekki tekið gott og gilt í Evrópu.
Ég hef fengið islenskan bráða-
birgðapassa þegar Breiðablik
hefur farið út í keppnisferðir
en ég get ekki farið til annarra
ríkja á eigin vegum.“
Stríðið hefur áhrif
á samskipti leikmanna
Chardaklija, sem er múslimi,
segir að áður en stríðið braust
út á Balkanskaganum hafi
hann átt fjölda serbneskra og
króatískra vina til margra ára
en nú hafi hann engin sam-
skipti við þá lengur. „Það er
ótrúlegt hvernig stríðið breytti
öllu fyrir mig og aðra Bosníu-
búa. Það verður erfitt fyrir
þjóðabrotin að ná aftur sáttum
eftir öll grimmdarverkin sem
þar hafa verið framin — ég
vona engu að síður að það grói
um heilt í samskiptum þeirra.“
En hvernig eru samskiptin
hér á landi milli leikmanna
frá gömlu Júgóslavíu?
„Þau eru í sjálfu sér ágæt, en
stríðið hefur gert okkur öllum
erfitt fyrir. Þar af leiðandi ríkir
oft á tíðum lítil vinátta á milli
leikmanna af ólíku þjóðerni.
Foreldrar mínir búa í Sarajevó
og ég hafði miklar áhyggjur af
þeim þann tíma sem stríðið
geisaði og var kannski ekki
beint upplitsdjarfur við leik-
Hajrudin Chardaklija, leikmaður Breiðabliks: „Stríðið hefur gert okkur
öllum erfitt fyrír. Þar af leiðandi ríkir oft á tíðum lítil vinátta á milli leik-
manna af ólíku þjóðerni.“
menn af öðru þjóðarbroti frá
gömlu Júgóslavíu. Margir leik-
menn af öðru þjóðerni hafa
sjálfsagt sömu sögu að segja.“
Bjartsýnn fyrir
hönd félagsins
Chardaklija gefur til kynna
að hann vilji ekki ræða miklu
meira um Bosníustríðið og
blaðamaður spyr hann þ'ví í
staðinn hverja hann telji
möguleika Breiðabliks vera í
sumar?
„í gegnum árin hefur okkur
skort stöðugleika, en ég er
bjartsýnn á möguleika okkar í
sumar. Nú höfum við fengið
góðan liðsstyrk — meðal ann-
ars tvo leikmenn frá Akranesi.
Þá finnst mér þjálfarinn góður
og með heppni gætum við því
orðið í baráttunni um Evrópu-
sæti. Ég held að Skagaliðið
verði ekki eins sterkt og það
hefur verið undanfarin ár,
enda hafa þeir misst Sigurð
Jónsson og fleiri. Engu að síð-
ur verður Skaginn í toppbar-
áttunni ásamt liðum eins og
Leiftri, KR og ÍBV. Vonandi
verður Breiðablik þar á með-
al,“ sagði Chardaklija að lok-
Izudin Daði Dervic, leikmaður Leifturs: „[Lúkas sagðij að ætlunin væri að
byggja liðið upp á uppöldum KR-ingum og ég yrði að gera mér að góðu
að sitja á bekknum í æfingaleikjum framundan. Þá stóð ég upp og
kvaddi.“
mjög ánægðir hér þótt þeir
hafi ekki enn vanist veðurfar-
inu, enda sé veðrið í Bosníu
mun mildara. „Að vísu hefur
tíðin nú verið einstaklega góð
— það væri munur ef vorin
væru alltaf svona mild,“ segir
Daði.
Nú fluttuð þið frá Júgó-
slavíu áðuren stríðið braust
út og landið liðaðist í sund-
ur. Voru mikil viðbrigði að
flytja þaðan og byrja að búa
hér?
Daði: „Þar sem við bjuggum,
í Bosníu, er fólk mun meira
heima hjá sér og gefur sér
meiri tíma með fjölskyldunni.
Lífið þar er mun afslappaðra
en hér og fólk er ekki sifellt að
rembast við að kaupa ný föt,
húsgögn eða bíla eins og ís-
lendinga er háttur. Bosníubúar
standa yfirleitt ekki í neinu
skuldabasli og eru yfirleitt
mun sáttari við sitt hlutskipti
og mun hamingjusamari en ís-
lendingar. Oft á tíðum virðist
r ATVINNA '-?A
Tek að mér ræstingar og aðrar hreingerningar í heimahúsum.
Er vandvirk og reyklaus.
Upplýsingar í síma: 562-6231
Nýbýlavegi 12, sími 554-4433.
Sumarveisla í Ceres
Fínir sumarkjólar frá kr. 3.000-4.800
Stendur aðeins í nokkra daga.