Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 10
10 F1MMTUDAGUR 23. MAI1996 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjómarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Fiimuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Hin gjörspillta veröld bankanna * IHP þessa vikuna er greint frá konu sem á í gríðarlegum örðugleik- um þarsem lögfræðifyrirtæki eitt krefst þess, fyrir hönd Lands- bankans, að hún greiði nú þegar víxilskuld uppá nær eina og hálfa milljón króna. Konan hafði gefið út víxil sem faðir hennar ábyrgðist og seldi í einu útibúa Landsbankans í Reykjavík. Ef allt væri með felldu væri hér um sáraeinfalt skuldamál að ræða. Víxill er jú alltaf víxill og sá sem smellir sér á einn slíkan verður vitaskuld að greiða aurinn til baka. í þessu tilfelli er hinsvegar glögglega ljóst að Lands- bankinn er að fiska í ákaflega gruggugu vatni. Faðir konunnar fékk hana til að vera greiðandi á víxli þar sem hann var sjálfur kominn á svartan lista í bönkum og átti því ekki möguleika á láni í eigin nafni. Afturámóti sagði útibússtjóri bankans, þar sem maðurinn var í við- skiptum, að hann gæti fengið víxillán með því að útvega annað nafn sem greiðanda, en sjálfur gæti hann verið ábyrgðarmaður. (Maður heyrir samtalið í anda: „Jújú, blessaður vertu, við reddum þessu, strákarnir! Geturðu ekki platað stelpuna þína í þetta?“) Þá leitaði maðurinn til dóttur sinnar og fékk hana til að skrifa nafn sitt sem greiðanda víxilsins. Nú er maðurinn kominn í þrot og konan, ein- stæð þriggja barna móðir, situr eftir með sárt ennið og fjárkröfu sem hún ræður engan veginn við að greiða. Bankarnir hafa oft verið gagnrýndir með réttu fyrir að lána fólki fé þótt allt bendi til að það geti aldrei endurgreitt lánið. Málið er að fólk hafi nægilega trausta ábyrgðarmenn sem hægt er að ganga að. í þessu dæmi gengur siðleysi Landsbankans hins vegar mun lengra. Dóttirin sem skrifaði sig sem greiðanda að víxli föður síns var ekki í nokkrum viðskiptum við viðkomandi útibú og átti engar eignir. Útibússtjórinn hlaut að vita, að hún var ekki borgunar- maður fyrir láninu. Útibússtjórinn vissi jafn vel að faðir hennar dró á eftir sér slíkan vanskilahala að hann var útilokaður frá lánsvið- skiptum. Samt var faðirinn tekinn gildur sem ábyrgðarmaður. Dótt- irin telur sig raunar vita að umræddur útibússtjóri og faðir hennar hafi verið í samstarfi um demantakaup af hollenskum braskara sem átti að færa þeim mikinn gróða en ævintýrið endaði með því að braskarinn græddi en félagarnir sátu eftir með skuldugt ennið. Þarna sé kominn hluti af útskýringunni á svívirðilegu braski þeirra. Konan hefur gert yfirstjórn Landsbankans grein fyrir því með hvaða hætti þessi lánsviðskipti komust á og að hún hafi aldrei fengið krónu af þessu láni í sínar hendur. í stað þess að biðjast af- sökunar og reka umræddan útibússtjóra samstundis lætur hinn rík- isrekni Landsbanki sér sæma að halda konunni milli vonar og ótta um hvort hún verði gerð gjaldþrota eða ekki. Það er hroðaleg skömm að þessu. Konan er atvinnulaus, býr í leiguíbúð og á ekki annað en fötin utan á sig og börnin. Henni urðu á þau hörmulegu mistök, að treysta föður sínum og útibússtjóra Landsbankans fyrir nafni sínu. Hún hefur litla möguleika til að halda uppi vörnum í þessu máli gegn óvígum her lögfræðinga Landsbanka íslands, sem telur að hún hafi átt að gera sér grein fyrir því hvað hún var að gera þegar hún skrifaði nafn sitt á víxilinn. Það er ekkert sem bendir til þess að lögfræðingagengið spyrji útibússtjórann hvort hann vissi hvað hann var að gera þegar hann gekk frá þessari lánveitingu. Annarsvegar í þessu máli er stærsti banki þjóðarinnar en hinsvegar einstæð móðir sem segir með réttu að hún sé fórnarlamb svikam- yllu bankastjóra og föður síns. A Ut framferði útibússtjóra Landsbankans í þessu máli er með XJLþeim hætti að ekki verður við unað. Bankinn getur reynt að bjarga andlitinu með því að falla algjörlega frá kröfu á hendur kon- unni. Eftir stendur, að útibússtjórinn ákvað fyrir kunningsskap að veita lán sem hann hafði enga tryggingu fyrir að yrði greitt til baka. Þarna var því verið að misfara með fé bankans með vísvitandi hætti. Undanfarin ár hafa bankarnir þurft að afskrifa tugi milljarða króna vegna tapaðra lána. Þeir hafa borið því við að fyrirtæki hafi farið á hausinn og ekki getað staðið í skilum. En það skyldi þó aldr- ei vera að oftar en ekki hafi verið veitt lán á öðrum forsendum en þeim að þau fengjust endurgreidd... Það mál sem hér hefur verið gert að umtalsefni sýnir að það er maðkur í mysunni í útlánastarfsemi Landsbankans og það væru undur mikil ef um einsdæmi væri að ræða — hvað þá að svona subbuskapur sé alfarið bundinn við Landsbankann. Mál konunnar sýnir okkur inn í gjörspillta veröld bankakerfis þarsem saklaus ein- staklingur á að gjalda fyrir óprúttna viðskiptahætti útibússtjóra bankans og vinar hans. _ „ .. Stefan Hrafn Hagalin Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 5524666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 5524888, símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Nútímahugmyndir — fyrir aðra? Iliðinni viku fjallaði ég um þjöppun eignarhalds á fjöl- miðlum á íslandi og nefndi til sögunnar þrjá „fjölmiðlarisa“. Niðurstaðan af vangaveltum mínum var ótti við, að vett- vangur skoðanaskipta væri kominn í hendur of fárra, hætta væri á skoðanakúgun og eðlilegri skoðanamyndun væri ef til vill stefnt í hættu. í lok greinar minnar lagði ég áherzlu á nauðsyn þess, að þegnar þjóðfélags þekktu „ástand landsins", eins og Jón „forseti" Sigurðsson orðaði jaetta. í millitíðinni samjnykkti Al- þingi, sem er háð í heyranda hljóði, ný lög á sviði mannrétt- inda, sem beðið hefur verið eftir í 25 ár, svokölluð upplýs- ingalög, það er lög um upplýs- ingafrelsi og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Þetta er mikilvæg- ur og merkur viðburður, sem gæti skipt sköpum um virkt lýðræði, opnara samfélag, auk- ið aðhald borgaranna, öflugri blaðamennsku, að ekki sé minnzt á réttarstöðu hins al- menna manns. ísland hefur loks bætzt í stóran hóp lýð- ræðisríkja, sem hafa bundið upplýsingafrelsi, upplýsinga- skyldu stjórnvalda og upplýs- ingarétt almennings í lög. Lög- bindingin er merkur áfangi. Tregðan til að samþykkja lög hérlendis um upplýsinga- skyldu stjórnvalda er meðal annars til marks um öflugar varnir stjórnsýslunnar. En að lokum var viðurkennt, að um 230 ára gömul sænsk stjórnar- skrárvernduð regla ætti kannski við á íslandi. Forsprakkar stjórnsýslunnar og aðalpersónan í Dúfnaveizl- unni virðast eiga eitthvað sam- eiginlegt: „ Við hjónin erum alin upp suður með sjó. Afturámóti höfum við ekkert á móti nú- tímahugmyndum fyrir aðra. “ Lög um upplýsingafrelsi eiga að tryggja almenningi aðgang að efni hjá stjórnsýslunni til þess að unnt verði að fylgjast með því hvað starfsmenn hans, opinberir starfsmenn, ráðherrar og aðrir, eru að sýsla í nafni fólksins. Lögin eiga að tryggja aðhald almenn- ings og fjölmiðla. Jafnframt er von til þess, að stjórnarand- staðan geti hverju sinni sinnt hlutverki sínu á grundvelli tæmandi staðreynda og ígrundaðrar gagnrýni en ekki með upphrópunum. Ef lögin virka rétt og þau notuð má gera ráð fyrir stórkostlegri betrumbót í pólitískri um- rœðu á íslandi. Grundvallarhugmyndin er sú, að almenningur eigi bæði kröfu og rétt til að vita. Þetta frumvarp fjallar um mikilvæga réttarbót til styrktar lýðræðis- legum stjórnarháttum í þágu almennings og blaða- og frétta- manna. Eg nefni blaðamenn sérstaklega þar sem þeir munu að líkindum nýta sér væntan- leg lög mest — í þágu lesenda sinna. hann getur ekki með neinni greind...“ Búmannsleg áhrínsorð Jóns Sigurðssonar „forseta“ frá síð- ustu öld eiga ávallt við í þessu sambandi: „Sá bóndi myndi harla ófróður þykja um sinn eig- inn hag og lítill búmaður, sem ekki vissi tölu hjúa sinna eða heimilisfólks eða kynni tölu á, hversu margt hann cetti gangandi ijár... í fám orðum að segja, sá sem ekki þekkir ásigkomulag landsins... sem glöggvast og nákvœmlegast, hann getur ekki með neinni greind talað um landsins gagn og nauð- synjar; hann veit ekkert nema af ágizkun, hvort land- inu fer fram eða aftur; hann getur ekki dœmt um neinar uppástungur annarra í hin- um merkilegustu málum né stungið sjálfur upp á neinu, nema eftir ágizkun. “ í ljósi nýrra laga um upplýs- ingagjöf hlýt ég að spyrja hvernig stjórnsýslan hafi hugs- að sér að sinna þessu nýja verkefni, sem gœti orðið um- svifamikið. Það er opinbert leyndarmál, að skjalavarzla í stjórnarráðinu hefur verið slök til þessa, reglur um frágang skjala fáar og efi nagað emb- ættismenn, sem hafa fengið beiðnir um upplýsingar. ís- lendingar eru lélegir „býró- kratar". Ein gerð skjala, sem er und- anþegin opnum aðgangi, eru svokölluð vinnuskjöl, sem „stjórnvald hefur ritað til eig- in nota“. Undir þetta er kleift með góðum vilja að fella nán- ast öll plögg, sem verða til í stjórnsýslunni. Á meðan skjöl og upplýsingar eru eftirsókn- arverð, til dæmis fyrir fjöl- miðla vegna fréttagildis, væri hægt að láta þau heita vinnu- skjöl! Hvað með hin frægu „innanhússplögg", allar skýrslurnar, sem lenda ofan í skúffu? Hérlendis verður einnig við að etja vanda vegna tölvu- tækra gagna. „Pappírslaus samskipti" (tölvupóstur og fleira) eru orðin mun algengari en fyrr og því vantar skýrari fyrirmæli í nýju lögin um með- ferð pg aðgang að tölvutæku efni. í öllum tilvikum ætti að vera aðgengileg málaskrá með atriðisorðum og svo framveg- is. Tölvunefnd fjallar um mál er varða skráningu og meðferð persónuupplýsinga og þau lög halda gildi sínu óhögguð þrátt fyrir tilkomu upplýsingalag- anna. Hér er við talsverðan vanda að etja, því samkvæmt lögunum, sem Tölvunefnd starfar eftir, virðist harla auð- velt að banna aðgang að alls kyns upplýsingum í krafti þess, að þær séu persónuupp- lýsingar. Ári er ég hræddur um, að upp muni koma mál, þar sem málaleitunum verður hent fram og tilbaka á milli stjórnardeilda og Tölvunefnd- ar. Hugsanleg skálkaskjól leyndarinnar Án nákvæmrar könnunar virðist mér nefndin of íhalds- söm, að því leyti að íslending- ar geti ekki nýtt sér upplýs- ingatækni samtímans eins og aðrar þjóðir. Friðhelgi einkalífs er mikilvæg. En nefndin verður að hafa á hreinu hvaða per- sónulega hagsmuni, hvaða friðhelgi, hún er að vernda með því að banna til að mynda samkeyrslu skráa, sem hafa að geyma fræðandi og upplýsandi staðreyndir um íslenzka þjóð- félagið. Nýjasta dæmið úr her- búðum Tölvunefndar er mála- leitan gegn nafnbirtingu í ætt- fræðibók. Varðandi œttfrœði er rétt að fram komi, að Vil- mundur Jónsson, fyrrverandi landlæknir, vildi birta í Lœkna- tali nöfn líffræðilegra foreldra kjörbarna. Málið fór í hart og í Hæstarétti féll dómur, sem bannaði birtingu á nöfnum líf- fræðilegra foreldra kjörbarns. í 2. grein laga um Tölvunefnd er sérstaklega tekið fram, að upp- lýsingar um ættfræði heyri ekki undir nefndina. Samt ætl- ar hún að leita álits hjá Hag- stofu, stjórnardeildinni, sem í vetur vildi ekki einu sinni gefa upp, til að byrja með, hversu margir einstaklingar hefðu sagt sig úr þjóðkirkjunni, þeg- ar mál biskups stóð sem hæst! Ekki sakar að nefna, að Bandaríkjamenn, sem eru góð- ir „bjúrókratar“, fóru eftir örfá ár í saumana á fyrstu lögunum um upplýsingafrelsi og á reynslunni af þeim. Þeir kom- ust að því að lögin gerðu ekki tilætlað gagn, einkum og aðai- lega vegna misnotkunar á hug- takinu vinnuskjal (innan- hússplagg) og skjölum, sem voru ranglega merkt trúnað- armál vegna öryggis ríkisins. Þetta voru skálkaskjól Ieyndar- innar. Verulegar breytingar voru gerðar og nýju lögin kynnt rækilega. Dæmi af þessu tagi kenna okkur, að lög um upplýsinga- frelsi eru ekki trygging fyrir hnökralausri afgreiðslu erinda um aðgengileg skjöl í vörslu hins opinbera. Þess vegna er brýnt, að vel verði fylgzt með framkvœmd laganna. P.S. Ég álít, að það sé ís- lenzku lýðrœðisríki til skammar að gera einungis ráð fyrir einni milljón króna í kynningu á nýju upplýsingalögunum. Hér er um að tefla eina merkustu löggjöf, sem unnið hefur verið að í tfð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Það á að kynna lögin og aug- lýsa afkrafti. Höfundur er blaðamaður og hefur meistaragráðu í fjölmiðlafræðum. Friður sé með yður... að leikur lítill vafi á því, að einhver sér- kennilegasta og umdeildasta auglýsinga- herferö síðari ára er átak Friðar 2000, sam- taka Ástþórs Magnússonar Wium, sem fjöl- miðlum og flettiskiltum hefur tröllriðið undan- farnar vikur. Átakiö ber yfirskriftina „Virkjum Bessastaöi" og hámark þess (ef undanskilið er hugsanlegt forsetaframboð Ástþórs) var út- gáfa 132 blaðsíðna bókar sem dreift var inn á hvert heimili í landinu fyrir skemmstu og ber sama titil: Virkjum Bessastaði. Eðlilega hefur mikið verið spáð og spekúlerað um þetta uppátæki ævintýramannsins Ástþórs og þeim fleti títt verið velt upp hvort atið hafi annan til- gang en aö vekja athygli á upphafsmanninum og samtökum hans. Eins er smjattað á skrautlegum sögusögnum af fjármögnun her- legheitanna: „Jújú, blessaður vertu. Það var þessi Gandhi- náungi sem gaf honum 65 millj- ónir til góðra verka, eina milljón dollara. Síöan hringdi hann alveg brjálaöur eftir mánuð og spuröi með indverska hreimnum: You did what with my money? Wirkjum Bessastaðí? And you are running for president? Are you completely insane? Ástþór stóð víst á gati og sagðist ætla aö borga þetta tilbaka þegar hann yrði forseti." Bókin Virkjum Bessastaði er alltént um margt kynleg. í kynningarorðum á kápubaki segir þannig: „í þessari löngu tímabæru bók Ást- þórs Magnússonar, stofnanda Friðar 2000, er tekið á grundvallaratriðum mannlegs lífs og framtíðar á jörðu." Auðvitað er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og siðan kemur: „Án allrar tæpitungu og meö kröftug- um rökum sýnir Ástþór fram á, aö jarðarbúar eru á krossgötum; til þess að börnin okkar og barnabörn eigi möguleika á framtíð í heimi hér verður fólk að velja, velja leið friöarins." Jæja, í öllu falli rak ritari Ummœla þessarar viku augun í fjögur Ijóö sem merkt eru Ástþóri og birtast fremst í bókinni. Ef við lítum á tvö þeirra í hendingskasti kemur í Ijós að þau eru öllu líkari draumráöningarbréfi til Vikunnaren Ijóðum, en það er kannski tilgangurinn, því Ástþór er jú maður sem á sér stóran draum um friö á jörð. Flugsanlega má greina þarna áhrif frá vísindaskáldskap; svipuðum þeim sem innblés David Bowie á Ziggy Stardust. Flöfundur málar sjálfan sig sem einhvers kon- ar miðlara milli almættisins eða sannleikans og mannkyns. Og Ijóðin eru með trúarlegu ívafi. Þau eru ennfremur með fádæmum ein- læg aö ytra búningi — minna einna helst á barnaskólasmíðar — og ákaflega einföld að allri gerð og framsetningu. En friöur á jörð, það er máliö, og gildir þá sjálfsagt einu hvort hann er fenginn með slaklegum Ijóðasmíðum eða öðrum meðulum... -shh Ljós til friðar Ég sá jörðina í fjarska geislandi sem sólin fólk streymdi úr húsum hver með kertaljós til friðar þetta voru boð til alheims boð um frið á jörð Ástþór Magnússon Paradís á jörð Stóllinn fœrðist hœgt ígegnum mannfjöldann framhjá pýramídanum mikla burðarmennirnir silkiklæddir fólkið var fyllt gleði loksins var dagur friðar þetta er árið 2025 loks var Hann hér skipið stórt sem borg lýsti upp himininn glitrandi sem perla í sólskini ekkert hljóð nema fagnaðarhróp mannkyns frjálst frá stríðsfjötrum nú var paradts á jörð Ástþór Magnússon 'SSAS'X^

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.