Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 11 Ólafur Þ. Harðarson: „Ákvæði stjórnarskrárinnar um vald forseta eru það óljós að forset- inn gæti hæglega tekið sér aukið vald á ýmsum sviðum og brotið þá hefð sem nú ríkir.“ Ef menn vilja að forseti hafi rhál- skotsrétt til þjóð- arinnar þyrfti að setja skýrt ákvæði um það í stjórnar- skrána. Það er þó ekkert sem bannar forseta að styðjast við víðu túlkun- ina.“ Samkvæmt hefð- bundinni túlkun getur það leitt til stjórnarkreppu ef forseti neitar að skrifa undir lög, því einsýnt þykir að ríkisstjórn sæti vart áfram eftir slíkt. Þá er gengið til kosninga og ef ríkisstjórnin held- ur velli er forseta illsætt í stóli, þar sem þjóðin hefur greitt atkvæði gegn vilja hans. „Það er mjög auð- velt að sjá það fyrir sér að neit- ún forseta við að skrifa undir lög geti jeitt til stjórnarkreppu og jafnvel stjórnlagakreppu," segir Ólafur. Aukið vald forseta? Hlutverk forseta Islands breytist stöðugt. Áður en Vig- dís Finnbogadóttir tók við embættinu hélt forseti sig að mestu innanlands. Nú heyrast þær raddir að forseti íslands gæti tekið að sér aukin verk- efni á alþjóðavettvangi. Ólafur segir að ef forseti færi að taka að sér veigamikil verkefni á sviði alþjóðamála þá yrði það mikil breyting á verksviði for- seta frá því sem verið hefur. „Ef forseti tekur frumkvæði í veigamiklum alþjóðamálum gæti það auðveldlega rekist á við stefnu ríkisstjórnarinnar, ef ekki er þeim mun meira samráð þar á milli.“ Hægt er að hugsa sér að for- setinn beiti sér í auknum mæli á alþjóðavettvangi fyrir ýmis- konar mannúðar- og mannrétt- indamálum sem sátt er um á Vesturlöndum og myndi ekki stangast á við stefnu íslenskra stjórnvalda. Ólafur segir vel hugsanlegt „að forsetinn gæti gegnt einhverju slíku hlut- verki. En það gæti skapað árekstra ef hann hefði aðrar áherslur en ríkisstjórnin, til dæmis í atkvæðagreiðslum í Sameinuðu þjóðunum eða á öðrum slíkum vettvangi. Ákvæði stjórnarskrárinnar um vald forseta eru það óljós að forsetinn gæti hæglega tekið sér aukið vald á ýmsum svið- um og brotið þá hefð sem nú ríkir. Það myndi líklega geta leitt til árekstra við hina pólit- ísku fulltrúa og gæti leitt til stjórnarkrísu". Ekki eru allir á eitt sáttir um mögulegt vald og hlutverk forseta íslands. Eiríkur Bergmann Einarsson spjallaði því við doktor Ólaf Þ. Harðarson, sem telur að beiting forseta á neitunarvaldi geti leitttil stjórnarkreppu... Vald forseta er afar takmarkað Amorgun rennur út frestur til að tilkynna framboð til embættis forseta íslands. Hug- myndir um mögulegt vald for- setans eru mjög á reiki. Emb- ættið er ekki enn fullmótað og næsti forseti mun vafalítið setja mark sitt á framtíðarmót- un þess. Ákvæði stjórnarskrár- innar eru mjög rúm og túlkun misjöfn. HP ræddi því við Ólaf Þ. Harðarson, dósent í stjórn- málafræði við Háskóla íslands. Hefðbundið vald forseta Islands „Þó að stjórnarskráin virðist á yfirborðinu færa forseta mik- ið vald, þá er það í reyndinni afar takmarkað," segir Ólafur. Samkvæmt hefð hefur pólitískt vald forseta byggst á tveimur sviðum. Annars vegar er það umboðsveiting til stjórnar- myndunar. „Þetta hefur eink- um verið talið skipta máli í for- setatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar við skip- un umdeildra utanþings- stjórna. En þegar einhverjir stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að mynda meirihlutastjórn þá gegnir forsetinn engu raun- verulegu hlutverki. Þetta er hins vegar vald sem forseti gæti misbeitt ef hann svo kysi.“ Annar hluti hefðbundins valds forseta er neitunarvald við undirskrift laga, sem þó hefur aldrei verið beitt í fimm- tíu ára sögu embættisins. „Hingað til hefur þetta ákvæði verið dauður bókstafur," segir Ólafur. En þarf svo að vera þrátt fyrir að ákvæðinu hafi ekki verið beitt? „Nei. Ég held að það þurfi ekki að vera svo. Þótt því hafi ekki verið beitt er það ekki merkingarlaust. En þetta ákvæði er að mörgu leyti einkennilegt. Það hefur verið túlkað á þrjá vegu vegna ógreinilegra ákvæða í stjórnar- skrá.“ Stjór nar kreppa? Ölafur segir þrengstu túlkun- ina vera „að forseti geti ein- göngu béitt þessu ákvæði fyrir atbeina ráðherra, sem þýðir í raun að hann geti ekki beitt því, heldur ráðherra. Hefð- bundna túlkunin er að neitun- arvaldið sé neyðarréttur for- seta ef þingið samþykkir eitt- hvað sem tekur algerlega út yf- ir allan þjófabálk. En hingað til hafa fylgismenn þessarar túlk- unar ekki fundið nein dæmi sem réttlæti beitingu réttarins. Víða túlkunin er svo sú að for- setinn geti notað þennan rétt sem almennt ákvæði um þjóð- aratkvæðagreiðslur um mál sem honum finnst eðlilegt að þjóðin greiði atkvæði um“. Forseti hefur nokkrum sinn- um orðið fyrir þrýstingi um að beita ákvæðinu, til dæmis varðandi NATO-aðildina og EES-samninginn. Þá sagði Vig- dís að hún féllist ekki á þessa túlkun. Ólafur telur þessa túlk- un einnig vera óeðlilega og segir: „Meginreglan í íslensku stjórnskipuninni er þingræðis- reglan. Ef forseti hefði almennt vald til að setja mál i þjóðarat- kæði eftir duttlungum hverju sinni þá væri það veigamikið frávik frá þingræðisreglunni. annsefni etaefni Friðrik Sophusson Dagar Friðriks Sophussonar sem varaformanns Sjálf- stæðisflokksins eru brátt taldir ef svo heldur fram sem horfir, að Björn Bjarnason láti ekk- ert stöðva sig á leiðinni til valda og áhrifa. Augljóst er það plott íhaldsins að leyfa Ólafi Ragn- ari Grímssyni að sitja í eitt kjörtíma- bil og sjá til þess á meðan að allur mögulegur óhróður og svívirða veröi grafin upp og klínt á hann. Þar af leiðandi verður kjörtímabil Ólafs í embætti einungis eitt því svo kemur Davíð Oddsson, úthvíldur eftir tólf ára ríkisstjórnarsetu, og gjörsigrar hann. Þá mun Björn nethaus koma til skjalanna, yfirtaka Sjálfstæðisflokkinn, hreinsa í leiðinni til á toppnum og losa sig við líkin í lest- inni: Árna Johnsen, Halldór Blöndal, Friörik Sophusson, Eg- il Seljavalla, Þorstein Pálsson og kó. Það er nefnilega á hreinu að Björn ætlar að leiða straumlínulagaðan og frjáls- lyndan framfaraflokk inn í 21. öldina, ekki afdankað valda- bandalag fjórtán fjölskyidna og fimmtán Framsóknarflokka. Við þessar umbreytingar allar — ef ekki löngu fýrr — verð- ur Frikki okkar Soph atvinnulaus. Og hvert skal senda vel kvæntan, menntaðan, mæltan, klæddan, myndarlegan og frambærilegan mann ef ekki í Ríkisútvarpið? Hvaða stofn- un þarf jafn sárlega á fallegum og umfram allt léttum og skemmtilegum manni að halda við stjórnvölinn? Hver á að selja Rás 2 ef ekki íhaldsmaður? Hver á aö bæta ímynd RÚV ef ekki herra Smart sjálfur... Ari Skúlason Hörður Torfason Imeira en aldarfjórðung hef- ur trúbadorinn, fjöllistamaÉ urinn leikarinn, leikstjórinn, myndlistarmaðurinn og popp- arinn Hörður Torfason baða sig í sviðsljósinu. Það var áriC 1970 sem Hörður sendi frá sér sína fyrstu plötu, en fyrst árið 1975 komst hann ræki- lega milli tanna þjóðarsálarini ar þegar hann viðurkenndi samkynhneigð sína í viðtali vi hið vandaða tímarit Samúel. Viðbrögðin við þessari yfirlýs- ingu Harðar voru reyndar svo harkaleg, að hann flúði af landi brott í kjölfarið. Hörður varð þannig fyrsti íslenski homminn sem öðlaðist „heimsfrægð á Islandi" eftir að hafa krafist þess réttar sé hvers manns að fá að lifa í sátt viö guð, menn og sjálfan sig. Nokkrum árum seinna sneri Höröur afturtil heima- landsins, sem þá neyddist um síðir til að taka hann í sátt, enda svo fjölhæfir listamenn sjaldséðir hvftir hrafnar hér á klakanum. Maðurinn væri tilvalinn forseti: með þessa nauðsynlegu lista- og menningartaug og í kyrfilegu jarð- sambandi við landsbyggðina og almenning eftir þúsundir tónleika um land allt. Hann er þar að auki myndarlegur, vel máli farinn og víðsigldur. íslendingar eru alltaf að leita leiða til að fanga athygli umheimsins og komu sér til dæm- is rækilega á heimskortið með því að kjósa konu sem for- seta. Menn geta því rétt ímyndað sér lætin, hafaríið og at- hyglina sem við myndum hljóta ef við kysum okkur homma sem forseta. Þetta væri hið „últimeit" landkynningartrix! Hörð sem forseta... Hún er á köflum hálfein- manaleg tilveran hjá Ög- mundi Jónassyni á Alþingi. Maðurinn er jú eins og risa- eðla innan um skoðanaleys- ingjana sem síðasti sósíalist- inn á toppi hins íslenska stjórnmálalífs. Auk þess er Ögmundur einn af örfáum þingmönnum er annað slagið láta eftir sér að reiðast virki- lega þegar þeir telja sér mis- boðið; stendur þá froðufell- andi í ræðustól, þenur út kassann og nasavængina og spýr eldglæringum út úr sér í átt að drumbunum í ráð- herraröðinni við gluggana. Augljóslega þarfnast Ögmundur félagsskapar og hver er heppilegri sálufélagi hans en Ari Skúlason, hagfræöingur og skrifstofustjóri ASÍ? Þarna er alvöru maður á ferð; maður sem ber hag almúgans og þeirra lægstlaunuðu fyrir brjósti; maður sem skilur hatur pöpulsins í garð ráðamanna og fjölskyldnanna fjórtán; maður sem veit hvaö klukkan slær; maöur sem gjörþekkir allar atlögur rlkisstjórninnar að félagslegu öryggisneti þeirra lægstlaunuðu. Það er ekki erfitt aö ímynda sér Ara uppi í ræðustól við hvert tilefni: þrumandi uppdiktaöar hag- fræðistærðir og sænska sósíal-pólitík yfir þingheim. Það skemmtilega við Ara er síðan að hann lumar á víðsýni í pokahorninu. Hefur þannig gegnum árin vogað sér að auð- sýna meiri skilning á lögmálum rnarkaðarins en maður hélt að mögulegt væri fyrir hagfræðing staðsettan í fíla- beinsturninum við Grensásveg. Hann veit sem er að mark- aðsfrelsi með skýrum leikreglum stjórnvalda er heppileg- asta leiðin til velsældar... uppleið Ólafur Ragnar Grímsson Þaö er lítiö annaö hægt aö gera en aö óska honum til hamingju meö aö vera laus við eina raun- hæfa keppinautinn. Enginn mann- legur máttur mun koma í veg fyrir kjör hans héöan í frá. Blitzkrieg! Ástþór Magnússon Wium Hann viröist stööugt vera í vond- um málum og vafasamar sögur hrannast upp. Þjóöin kann engu að sföur vel viö hann og hann nær aö snúa sig léttilega frá hverri fjöl- miðlaatlögunni á fætur annarri. Guðmundur Rafn Geirdal Hann er eina forsetaefnið sem ekki hefur á lymskufullan hátt reynt aö ata einhvern hinna auri og stefnir á aö taka afhroöi sínu með karlmennsku og snúa sér heill og óskiptur aö skírlífinu. Ruslan Alexandersson Loksins áttuöu íslendingar sig á þeirri staöreynd, að við þurfum aö flytja hæfileikaríka íþróttamenn inn tll aö eiga nokkra möguleika á stónnótum. Er ekki eitthvaö af spretthiaupurum á lausu? niðurleið Pétur Kr. Hafstein Þaö er útséö með aö hann nái að klípa fleiri atkvæði út úr borgara- stéttinni. Nú er þetta einungis spurning um hvort hann eða Gunna Pé veröur f öðru sæti. Guðrún Pétursdóttir Fær að kenna á þvl aö eiga ekki möguleika á að ógna Ólafi Ragn- ari. Rekur heimilislegustu kosn- ingabaráttuna (að undanskildum GR Geirdal) og er ágæt, en þaö barasta dugir engan veginn til. Guðrún Agnarsdóttir Var lengi vel vinsælust hugsan- legra forsetáframbjóöenda (ásamt Pálma greyinu Matthfassyni), en þegar kom að raunverulegu fram- boöi hrundi fjöldafylgiö niöur I bók- staflega ekki neitt. Jón Baldvin Hannibalsson Hvernig gat nraöurinn gert þjóð sinni þetta? Við vorum aö vonast eftir smáforsetakjörsfjöri, en hann haröneitar framboöi með 3 síöna yfirlýsingu og 13 síöna ritgerö. Antlklímax ársins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.