Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 25 Margir öfunda hagmælt fólk sem á létt með að kasta fram stöku við ýmis tækifæri. Ragnar Ingi Aðalsteinsson. kennari og höfundur kennslubóka, segir hins vegar að allir geti lært að yrkja. Sæmundur Guðvinsson spjallaði við Ragnar Inga. „Ég ætla með hann upp í ból“ Vísnahefðin er gífurlega stór hluti af okkar menningu. Engin önnur þjóð en íslendingar kann lengur að yrkja undir þeim fornu háttum sem tíðkuðust um alla Norður-Evrópu fyrir þúsund ár- um. Gömlu bragarhættirnir eru eign okkar og menningararfur og ég held því blákalt fram að þetta sé hluti af tungu- málinu. Sá sem ekki þekkir bragreglurn- ar kann ekki tungumálið til hlítar,1" sagði Ragnar Ingi Aðalsteinsson, ís- lenskukennari og skáld, í viðtali við Helgarpóstinn. Fyrir skömmu komu út kennslubók í bragfræði eftir Ragnar Inga, Stuttungur, ásamt ítarefni og kennsluleiðbeining- um. Þar er fjallað um grundvallaratriði bragfræðinnar og fjölmörg dæmi tekin um kveðskaparform og bragarhætti. Ragnar vann að samningu þessarar bókar fyrir nokkrum árum er hann bjó í Bandaríkjunum og fékk til þess nokk- urn styrk frá ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar. Bækurnar eru ætlaðar grunn- skólanemendum á aldrinum 10 til 15 ára og framhaldsskólanemum á fyrstu misserum framhaldsnáms, en útgefandi er/ÐNÚ. íslendingar hafa jafnan kunnað vel að meta snjalla hagyrðinga og skáld. Hnittnar vísur verða landfleygar á skammri stund, ekki síst ef þær eru settar saman að gefnu tilefni þar sem nafnkunnar persónur koma við sögu. Þegar ræður eru fluttar við virðulegar athafnir er vinsælt að vitna í kvæði þjóðskálda og á skemmtifundum krydda menn tækifærisræður með vel kveðnum stökum. Hins vegar er það svo að mörgum vex það mjög i augum að koma saman stöku, hvað þá heilu kvæði í mörgum erindum, þar sem þeir kunni ekki bragfræði. Það séu torlærð fræði og ekki á færi annarra en snillinga að nema þau og nota. Ragnar Ingi Aðal- steinsson er þessu ekki samþykkur. Áhugasamir nemendur „Það geta allir lært bragfræði. Til að gera rétta ferskeytlu þarf fyrst og fremst að kunna tvær reglur um ljóð- stafi. Sannleikurinn er sá að nemendur hafa óskaplega gaman af þessu og það svo að ég varð hálfhissa. Það er mjög gaman að kenna bragfræði af því það er svo mikill áhugi á henni,“ sagði Ragnar Ingi. Verða þá ekki til skemmtilegar vís- ur í tímum? „Jú, mikil ósköp. í kennslu í Folda- skóla ekki alls fyrir löngu skrifaði ég fyrstu línu upp á töflu og sagði krökk- unum að bæta þremur línum við. Úti var mjög gott veður og ég hafði fyrstu línuna í samræmi við það: „Úti ljómar sumarsól“. Ein stelpan horfði á þessa línu smástund og síðan kom vísan: Úti Ijómar sumarsól sælar júlínætur. Ég œtla með hann upp í bðl afþví hann ersætur. Þetta er nú ekki alveg bráðónýtt og hárrétt gert.“ Setja saman vísu Það tíðkast á flestum heimilum að kenna ungum börnum auðlærðar vísur og síðan heldur kennslan áfram eftir að skólaganga hefst. Börn eru yfirleitt fljót að læra vísur og kvæði þótt vissulega geti róðurinn þyngst þegar þylja á til dæmis Gunnarshólma utanbókar. Hins vegar hefur minna verið gert af því að kenna börnum að yrkja og Ragnar Ingi vill bæta úr því með kennslubókum sín- um. „Það vantaði alveg kennslubók fyrir grunnskólana og reyndar framhalds- skólana líka sem tæki á þessu eins og ég geri. Mín bók byggist á því að æfa fólk í því að setja saman vísu. Ég hef stundum sagt að það er ekki nóg að segja nemendum hvernig stuðlarnir eiga að standa og höfuðstafurinn eigi að koma fremst og láta þá síðan koma saman vísu einu sinni. Þegar þeir eru hins vegar búnir að gera þrjátíu verk- efni sest þetta í þá og þeir muna regl- urnar. Ástæðan fyrir því að ég fór að hugsa um þetta kennsluefni er sú að það var mikið um að fólk hringdi til mín og spyrði um bragreglur. Það fór með vís- ur sem það var að setja saman en var ekki öruggt um að þetta væri rétt gert. Það var svo fyrir tíu árum eða svo að Ásgeir Björnsson heitinn, lektor við Kennaraháskólann, fór að að tala um að ég ætti að skrifa bók um þetta efni fyrir grunnskólana. Það varð til þess að ég skrifaði kver sem heitir Bragfræði og kom það út hjá Námsgagnastofnun árið 1987 og er til í skólunum. Næst skrifaði ég Bögubókina, sem er mun ítarlegri og með stærri verkefnum, og sú bók hefur mikið verið notuð í framhaldsskólun- um.“ Þú vannst þessa nýju kennslubók vestur í Bandaríkjunum. Eru stund- aðar yrkingar í skólum þar? „Já, það er mjög mikið lagt upp úr því. Krakkar í grunnskólum eru látin Ragnar Ingi: Sá sem ekki þekkir bragreglurnar kann ekki tungumálið til hlítar. yrkja. Sonur minn var til dæmis látinn yrkja limrur í sínum skóla. Kunningi minn sem bjó í Boston sagði mér að dóttir hans hefði verið látin yrkja son- nettur í sínum skóla, þrettán ára gömul. í bandaríska skólakerfinu er lögð mikil áhersla á að kenna þessi ljóðform og við getum fmyndað okkur hvort það er minni ástæða til að fjalla um þetta hér, þar sem þetta er svo gífurlega stór hluti bókmenntanna." Rímað og órímað Ragnar Ingi Aðalsteinsson er frá Vað- brekku í Jökuldal og er bróðir hins kunna hagyrðings Hákonar Aðalsteins- sonar. Ragnar segist hafa drukkið í sig vísnagerð með móðurmjólkinni. „Ég var búinn að læra það sjö eða átta ára hvort vísur stæðu rétt í hljóð- stöfunum eða ekki. Tíu ára var ég búinn að yrkja mikið af kvæðum sem ég færði inn á bók. Svo þegar ég var orðinn þrettán ára komst ég að því að þetta var bölvað hnoð og eyðilagði bókina." Nú er mest gefið út af órímuðum Ijóðum og sumir höfundar telja hefð- bundið Ijóðaform setja þeim of þröngarskorður? „Það getur alveg eins verið í hina átt- ina og formið styrki skáldið. Þjálfun á forminu getur orkað hvetjandi á hugs- unina. En þegar formbyltingin varð á sínum tíma þá var hins vegar orðið nokkuð um að kvæði væru farin að yrkja sig sjálfkrafa. Þetta var því orðið hundleiðinlegt. Ég held að eitt það besta sem komið hefur fyrir íslenska ljóðagerð hafi verið þegar menn fóru að yrkja órímað. Það er hið besta mál. Hins vegar er ekki þar með sagt að við eigum að henda gamla bragforminu, sem er okkar menningararfur.“ En þótt allir geti lœrt að yrkja rétt er ekki þar með sagt að þeir geti orð- ið stórskáld? „í kennsluleiðbeiningunum vitna ég í skíðamennina. Við sjáum þá svífa fram af stökkpallinum yfir hundrað metra vegalengd og lenda í snjónum af mýkt og fimi eins og þeim sé þetta leikur einn. Þetta getum við aldrei gert, en við getum samt farið upp í brekkuna og rennt okkur niður og haft af því mikla ánægju. Snjallir hagyrðingar ná oft og tíðum að gera hrein meistaraverk og ekkert nema gott um það að segja. En fólk getur vel gert skemmtilegar vísur án þess að ná þessum sniilingum. Þar að auki er það bara hluti af því að þekkja tungumálið að vita hvenær vísa er rétt.“ Átt þú uppálialdsvísu sem samein- ar alla þá kosti sem geta prýtt eina stöku? „Nú er úr vöndu að ráða. Ég hef alltaf verið afskaplega hrifinn af stöku eftir Öm Amarson sem er svona: Glymur hátt við hreystirnál hlymur dátt við gleðibál. Rymur lágt við angursál ymur smátt við banaskál. Það er ekki nóg að rímið sé metfé heldur er merking vísunnar svo skemmtileg og lýsir vel ákveðnum hiut- um,“ sagði Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Dr. Leonard A. Polakiewicz, háskóla- kennari í slavneskum bókmenntum og tungumálum við Minnesotaháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands á mánudaginn klukkan 17.151 stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Anton Chekhov and The Elusive Nature ofTruth og verður fluttur á ensku. Polakiewicz lauk doktorsgráðu frá Wiscons- inháskóla í Madison og hefur skrifað fjölda ritgerða og greina um rússneskar og pólskar bókmenntir og tungu. Á þessu ári kemur út bók eftir hann sem ber heitið Anton Chek- hov: Life, Work, Criticism. Aðgangur að fyrir- lestrinum er ókeypis og öllum opinn. I^Jorrænir leikhúsdagar verða haldnir í Xil Kaupmannahöfn í næsta mánuði, en þessi hátíð er haldin annað hvert ár. Leikfé- lagi Reykjavíkur hefur veriö boðið á hátíðina með leikritið Óskina, (Galdra-Loftur) eftir Jó- hann Siguijónsson í leikgerð Páls Bald- vins Baldvinssonar, sem jafnframt er leik- stjóri. Leikfélagið sýndi Óskina veturinn 1 , ^ 1994 til 1995 og fékk sýn- ingin er byggö á sönnum atburðum frá þriðja ingin mjög góðar viötökur. áratugnum. Stokkhólmsbúi verður ástfang- Þeir leikarar sem koma fram inn af stúlku frá héraði nálægt finnsku I sýningunni eru Benedikt landamærunum. Hann fer til heimabæjar ' ' TJ Erlingsson, Margrét Vil- stúlkunnar til að biðja föður hennar um Vm hjálmsdóttir, ^hönd hennar. Ýmislegt I bæjarlífinu kemur Sigrún Edda Björnsdóttir, Ell- ert A. Ingimundarson, Theo- dór Júlíusson og Ámi Pétur Guðjónsson. IGallerí Smíðar & skart á Skólavörðustíg 16A stendur yfir kynning á listmunum Guðbjargar Káradóttur. Hún leggur áherslu á nytjalistmuni og hefur sérhæft sig í vinnslu matar- og kaffistella. Sýningin er opin á sama tíma og verslunin. Leikhópur frá Kiruna í Norður-Svíþjóð verður með leiksýningu í Hafnarfjarðar- leikhúsinu, gömlu Bæjarútgerðinni, í kvöld, fimmtudag, og annað kvöld klukkan 20. Hópurinn sýnir verkið Frieriet, eða Bónorðið, og verða aðeins þessar tvær sýningar. Sýn- þessum unga, veikgeðja Stokkhólmsbúa sérkennilega fyrir sjónir. Tilvonandi tengda- faðir er þekktur bruggari, konur bæjarins hafa óseðjandi kynhvöt, mennirnir nota hnífa til aö útkljá deilumál og blóðið flýtur. Leikhópurinn frá Kiruna hefur sýnt þetta verk á leiklistarhátíðum víða um lönd og hlotið mikla athygli. Höfundur leikritsins er Hakan RudehiII og leikstjóri er Ulla Lyttk- en. * IGallerí Horninu í Hafnarstræti 15 stendur yfir sýning Snorra Freys Hilmarssonar á drögum að umhverfislistaverki fyrir Listahá- tíð í Reykjavík. Sýningin nefnist Þarsem er reykur er eldur undir og stendur hún fram til 5. júní. Leikfélag Akureyrar hefur undanfarnar vikur sýnt leikritið Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson við góðar undir- tektir áhorfenda. Síðustu sýningar á verkinu verða á föstudags- og laugardagskvöld. IGallerí Greip á Hverfisgötu 82 er Gunnar Andrésson með verk sín „Hleruð sam- talsbrot" — hljóðinnsetning fram á næsta sunnudag. Opið frá klukkan 14 til 18 dag- lega. Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur fengið aö gjöf líkan af línubátnum Erni GK 5 frá Hafnarfirði. Gefendur eru Hrafnhildur, Sveinbjörg og Halldóra Bergsdætur og er líkanið gefið í minningu föður þeirra, Bergs Hjartai-sonar, sem lét smíða það til minn- ingar um fööur sinn, Hjört Andrésson, og aðra sjómenn sem fórust með Erninum 8. ágúst 1936. ?£-V I náttborðið Ed Bunker „No Beast So Fierce er besta fyrstu-persónu-skáldsaga sem ég hef á ævi minni lesið," segir Qu- entin Tarantino fullum fetum um eftirlætisrithöfund sinn Ed- ward Bunker. Til að sanna að- dáun sína á kappanum fékk Tar- antino rithöfundinn til að leika glæpabaróninn Mr. Blue I kvik- myndinni Reservoir Dogs og hef- ur æ síöan haldið nafni hans á lofti. Ed Bunker eyddi meirihluta ævinnar á betrunarstofnunum og afplánaði glæpi af öllum hugsan- legum toga. Afbrotaferillinn byrj- aði snemma. Á endanum tókst honum þó að næla sér I mennt- un I fangelsi og hóf skrifa af kappi og senda handrit til útgef- enda. Póstburðargjaldiö greiddi hann með peningum sem feng- ust fyrir blóðgjafir á sjúkradeild fangelsisins. Bunker náði loks at- hygli útgefenda og sendi frá sér bókina sem skapaði honum nafn I heimi neðanjarðarmenningar I Los Angeles og Hollywood. Þessi bók var fyrstnefnd NBSF og I kjöl- fariö fylgdu The Animal Factory og Little Boy Blue. Þegar költ- grúppurnar sem dýrkuðu Bunker komust um síðir til valda I Draumaverksmiðjunni með Tar- antino I broddi fylkingar fylgdi Bunker eftir á frægðarhalanum og varð vinsælasta partíljónið I bænum: bækurnar voru endurút- gefnar og hlaönar lofi af jafnt gagnrýnendum sem dyggum að- dáendum I stórmennahópi. (Snill- ingurinn James Ellroy sagði um NBSF: „Hreint út sagt ein af stór- kostlegustu glæpaskáldsögum síðustu þrjátíu ára.“) Fljótlega ró- aðist Bunker þó, kvæntist og eignaðist börn með spúsu sinni. Undirritaður rakst fyrir skemmstu á nýja útgáfu af LBB sem kom út árið 1980 og þaö veröur að segj- ast einsog er: þetta er magnað meistaraverk. Bókin fjallar um hinn unga Alex Hamilton sem flækist um frá einni betrunar- stofnuninni til annarrar eftir að móðir hans hafði stungið af og faðirinn látist I bílslysi á leið til að sækja son sinn á unglinga- heimili. Alex er stórefnilegur drengur og einstaklega vel gef- inn, en gríðarlega bráður I skapi og sér rautt við minnsta tilefni. Skapsmunirnir koma honum I vandræöi á vandræði ofan og smáglæpir á borð við stráka- slagsmál og búðaþjófnaði veröa aö gripdeildum og morðum. Félagsráðgjafarnir eru svosem allir af vilja gerðir til aö bjarga hinum fluggreinda Alex frá svo hörmulegum örlögum að eyða ævinni bakvið lás og slá I fang- elsi eða á geöveikrahæli. En ofbeldisfullir og firn grimmir yfir- menn á stofnununum gera líf hans að helvíti. Alex Hamilton slær flestum skáldsagnabörnum við hvað varðar sjálfkrafa vænt- umþykju og samúð lesandans með honum, en ísmeygilegur ofbeldisundirtónninn Ijær honum skerpu og óvænta ógn. Ed Bunker hefur að sönnu verið líkt við hetjur á borð viö J.D. Saling- er og Mark Twain (stormasöm uppvaxtarárin), Solsjenítzyn og George Jackson (lífið meðal betrunarfanga). Gjörþekking hans á skuggastrætum og mannlífs- soranum, hraðinn, harðsoðin harkan og hinn orðspari stíll skipa honum einnig á bekk með fyrrnefndum James Ellroy ogjafn- vel köppum á borð við Elmore Leonard og Mickey Spillane. Brilljant blóð, sviti og tár — að hætti hússins... -shh

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.