Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 afangastaðir L® San Miguei de Allende Listaparadís Vesturheims Um hundraö kílómetra suö- austur af Mexíkóborg er hinn frægi feröamannastaður San Miguel de Allende. Þessi litli og glaölegi bær í Mexíkó hefur lengi veriö frægur fyrir dýrindis listsköp- un. Bærinn, og í raun allt svæöiö í kringum Bajío, er geysivinsæll feröamannastaöur meöal Banda- ríkjamanna, en Evrópubúar sækja nú þangaö í auknum mæli. Lands- lagiö einkennist af víöáttumiklum sléttunum og frelsistilfinningin fyll- ir hugann kæruleysi. Hinsvegar eru líflegar götur þorpsins einstak- lega mjóar og bjóða upp á taum- lausa gleöi, meö heillandi börum, kaffihúsum og nokkrum af bestu handverksverkstæöum og búöum Mexikó. Þar má finna ótrúlega tré- útskorninga, mikiö af antíkhús- gögnum, helling af glæsilegum málverkum heimamanna I þess- um rómaöa listabæ og fjölmargar stórkostlegar höggmyndir. Þessir ótrúlegu handverksmunir heima- manna hafa dregiö margan Bandaríkjamanninn til þessa af- skekkta staöar og eyöa þeir marg- ir ótæpilegum peningum í lista- verkakaup, enda eru þessir munir mikil tískuvara í Bandaríkjunum. Síöan á ofanveröum fjóröa ára- tugnum hefur San Miguel de Allende veriö eins konar listaný- lenda. Hróöur staöarins og aö- dráttarafl á listamenn allra landa má aö miklum hluta þakka Stir- ling Dickinson, bandarískum listamanni sem kom til Sam Migu- el sem ferðamaður og festi dá- semdir staöarins é striga. Hann stofnaöi svo hina virtu stofnun /s- tiluto Allende, sem áratugum saman hefur laöað aö sér unga bandaríska listamenn sem nema vilja list, menningu og tungu heimamanna. Glæsilegar kirkjur San Miguel hafa einnig mikiö aö- dráttarafl en þær þykja óvenju- glæsilegar fyrir þennan heims- hluta, enda voru þær byggðar á mesta uppgangstíma svæöisins, þegar námurnar möluöu gull. Ný- gotneska kirkjan La Parroquia gnæfir yfir miöbæinn, byggð úr lit- skrúöugum bleikleitum steinum. í frelsisstríöinu 1810 var maður aö nafni Ignacio Allende aöalhetja bæjarbúa og eru bærinn og aöal- torg staöarins skírð í höfuöið á honum. Hinu gamla heiöurs- mannasetri Ignacios Allende hefur nú veriö breytt í safn, þar sem sögulegar minjar og helstu lista- verk bæjarbúa eru vel varin en jafnframt öllum til sýnis. Aö lokum skal nefnt aö feröalangar ættu ekki aö sleppa gönguferö upp einu hlíö svæöisins, þar sem gef- ur aö líta listilega lagaö lauga- svæöi frá náttúrunnar hendi. Þessi friösæla náttúruperla öölast síöan líf þegar konur bæjarins hópast þangaö meö þvottlnn og skrúbba upp úr tærum lækjum. Kunnugir segja aö þar sé rætt um allt sem gerist í bænum og ef maöur skilur örlítiö í spænsku má fræöast um hvaðeina án þess aö bera sig eftir því. -EBE „Götuleikhúsiö" hefur starfaö þrettán sumur á vegum Reykja- víkurborgar og ÍTR. Leikhús- iö hefur allan tímann verið í stöðugri þróun og aðstandend- ur skipuleggja stórvirki fyrir þetta sumariö: nokkrar stórar sýningar — til dæmis á Jónsmessu og 17. júní — og ótalmargar smærri. Leikstjóri Götuleikhússins er Guðjón Sigvaldason ogí samtali við Pétur /Waacktjáir hann sig um líflegt starf sitt og krakkanna í leikhúsinu; þau girtu niður um sig tyrir framan stjórnarráðið í fyrra... „Ætlum ekki að hneyksla fólk markvisst“ Ahverju sumri síðan árið 1983 hefur starfað á veg- um Reykjavíkurborgar og íþrótta- og tómstundaráðs leikhópur ungs fólks sem kall- ar sig „Götuleikhúsið". Fyrsta árið var starfið einkum bund- ið við 17. júní-hátíðahöldin og svo uppfærslu hópsins á meistarastykki Stanleys Ku- bric A Clockwork Orange. Strax næsta sumar varð sú áherslubreyting að uppákom- unum fjölgaði og þær voru færðar út á götu til vegfarenda og þannig má segja að hið eig- inlega Götuleikhús hafi orðið til. Frá þessum tíma hefur starfsemin verið í stöðugri þróun og núorðið á Götuleik- húsið sinn fasta aðdáendahóp sem ekki missir af neinu sem leikhópurinn gerir. Síðastliðið sumar voru þannig uppákom- ur í miðbæ Reykjavíkur á hverju föstudagseftirmiðdegi, auk stóru sýningarinnar á 17. júní, sem komin er nokkur hefð á. Til að forvitnast um starfið á komandi sumri tók blaðamaður HP hús á umsjón- armanni Götuleikhússins, Guðjóni Sigvaldasyni leik- stjóra, og við spjölluðum sam- an yfir kaffibolla í Listasmiðju Hins hússins. Það er alveg víst að það verður engin logn- molla í kringum Götuleikhúsið þetta sumarið frekar en endranær. Kannski þú segir mér Fyrst Guðjón hvaða fólk þetta er sem œtlar að sprella með þér í sumar og hvernig fólk velst til starfa með Götuleikhúsinu? „Þessi hópur sem stendur að Götuleikhúsinu saman- stendur aðallega af skólafólki á aldrinum 17 til 25 ára, en einnig kemur þarna inn fólk úr atvinnuleysisátaki Hins húss- ins. Af hópnum sem verður með mér í sumar þá voru svona 30 til 40 prósent líka með í fyrra en aðrir koma inn nýir. Öll hafa þessir krakkar einhverja reynslu af leikhúsi og flest hafa þau starfað með leikklúbbum framhaldsskól- anna. Þessi reynsla er alveg nauðsynleg, enda getur þetta form leikhúss verið mjög krefjandi, til dæmis getur fólk lent í því að gera einhverja hluti fyrir framan ömmu sína úti á götu sem það væri kannski ekki til í að gera í te- boði heima hjá sér! Sumar sýningar okkar krefjast þess að viðkomandi geti útilokað sig algerlega frá áhorfendum, til dæmis man ég eftir atviki þar sem leikari neyddist til að móðga vin sinn alveg herfilega þar sem hann mátti ekki kann- ast við að þekkja hann. Sem betur fer tókust nú sættir að lokum þó að það hafi samt tekið drykklanga stund.“ Hvað er svo á dagskrú sumarsins, hverju mú fólk búast við af Götuleikhús- inu? „Nú, við ætlum að vera með götusýningar á hverjum föstu- degi í sumar einhvers staðar í miðbænum. Þar fyrir utan er- um við með götusýninguna á 17. júní, sem er orðin nokkuð hefðbundin, en í ár er hug- myndin að reyna að brjóta það svolítið upp. Við ætlum líka að vera með stóra sýn- ingu á Jónsmessunni, auk þess sem meiningin er að setja upp enn eina stóra sýn- ingu í lok sumarstarfsins. Fyr- ir utan þetta allt ætlum við að setja svolítið krydd í bæjarlíf- ið aðra daga líka. Til dæmis vorum við með númer í sund- laugunum í fyrrasumar og ætl- unin er að halda því áfram í einhverju formi í ár.“ Bíddu við, fer starfsemin þá eftir því hvernig skapi þið verðið í þegar þið meetið í vinnuna á morgnana? „Ja, eftir skapi og veðri... Neinei, þessar sýningar eru allar mjög vel undirbúnar og á bak við hverja slíka liggur mik- il vinna hjá krökkunum. Áður en þau koma inn í starfsemina í byrjun júní verður búið að skipuleggja allar uppákomur sumarsins, þó svo að þetta muni auðvitað allt breytast eitthvað þegar farið verður að vinna með það. Aftur á móti brjótum við starfið svolítið upp með því að skreppa út á götu aðra daga líka og komum þannig í veg fyrir að starfið verði einhæft. Auðvitað verð- ur líka alltaf að taka tillit til veðursins, en fólk má semsagt gera ráð fyrir að sjá okkur líka aðra daga vikunnar og jafnvel um helgar." Nú hafa sumar uppákom- ur Götuleikhússins gegnum tíðina vakið umtal og jafn- vel hneykslun fólks. Til dœmis stuðaði það marga að sjú hóp affólki girða nið- ur um sig fyrir framan stjórnarrúðið í fyrrasumar. Á að hneyksla fólk í sumar? „Sumt af því sem við höfum gert hefur svo sem verið um- deilt, einhverjum finnst kannski einhver ákveðin sýn- ing hafa verið alveg hræðileg þó að öðrum hafi fundist hún vera rosalega góð. Ein sýning- in okkar í fyrra gekk út á spurningar um tilveruna og hvað má og hvað ekki. Það var greinilegt að margir þoldu ekki að sjá hóp af fólki standa á brókinni fyrir framan stjórn- arráðið. Lögreglan leit þó bara í hina áttina meðan þetta fór fram. Ég held að þessar sýningar séu mjög skemmti- legar ef fólk leggur sig eftir því að fylgjast með þeim og því sem verið er að segja hverju sinni, enda eigum við aðdá- endur sem reyna að sjá allar okkar sýningar sér til ánægju... og jafnvel aðra sem koma til þess að hneykslast — það verður bara að hafa það. Við ætlum ekki að standa í því að hneyksla fólk markvisst, ég vil heldur að fólk geti komið heim til sín og sagt frá því hvað sýningin sem það sá niðri í bæ þann daginn hafi verið skemmtileg.“ Nú býður þetta form, að koma með sýninguna út á götu, upp á marga skemmti- lega möguleika, œtlið þið kannski að reyna að virkja hinn almenna vegfaranda til að leika fyrir fólk? „Það eru til nokkur form af götuleikhúsi, eitt þeirra er svokallað ósýnilegt leikhús, þá veit fólk ekki að það sem það sér er leikhús. Flestar okkar uppákomur hafa verið sýnilegar, þannig að fólk skil- ur strax hvað er á ferðinni. Stundum reyna leikararnir líka að draga áhorfendur inn í leikhúsið jafnvel án þess að . viðkomandi átti sig á því að hann sé að leika, það form vil ég kalla samskiptaleikhús. Ein uppákoma í fyrrasumar gekk út á það að nokkrir krakkar tóku sér stöðu á Laugavegin- um og störðu upp í loftið. Veg- farendur þurftu náttúrulega að stoppa líka og athuga á hvað þau voru að horfa. Síðan létu krakkarnir sig hverfa eitt og eitt þar til að eftir stóð hóp- ur vegfarenda sem góndu upp í loftið án þess að vita á hvað þeir voru að horfa! Það er allt- af mjög gaman þegar áhorf- endur taka þátt í sýningunni. Til dæmis gerðum við sýningu í fyrra þar sem við vorum að þvælast fyrir áhorfendum og föstudagsumferðinni, við vor- um með ferðatöskur og svo- leiðis dót sem við settum frá okkur út á götu og stoppuðum bíla. Á einum stað kom að maður sem var aðeins búinn að fá sér neðan í því og sótti töskuna og setti hana upp á gangstéttina. Við settum hana aftur út á götu en þessi vinur okkkar sótti hana jafnharðan aftur og vildi þannig liðka fyrir umferðinni. Ég efast um að hann hafi gert sér grein fyrir því að hann væri orðinn hluti af leiksýningu en áhorfendur skemmtu sér að minnsta kosti konunglega." Er hœgt að fú einhvern forsmekk að því á hverju vegfarendur mega eiga von frá Götuleikhúsinu í sum- ar? „Nei, ekki annað en það sem ég er búinn að segja þér. Ann- ars verður fólk bara að bíða og sjá, en starfsemin fer strax í fullan gang um leið og krakk- arnir koma inn í byrjun júní og stefnan er að halda fyrstu sýn- inguna fyrsta föstudaginn í júní.“ HUGSKOT Ljósmyndastofa Nethyl 2 Si'mi 587-8044 NÝ ÞJÓNUSTA Framköllun og kópering á 35mm litfílmum. Kynningarverð: 24 mynda kr. 1000 36 mynda kr. 1360 Ný 24 mynda Fuji- litfilma innifalin NÝ STJÖRNUSPÁ Á HVERJUM DEGI hvað ber dagurinn í skauti sér? S P Á S í M I N N 904 1414 39.90 mínútan Brandaralínan hvernig hljómar þú á brandaralínunni? þú getur bæöi hlegið að gríni annarra og lesiðinn þitt eigiðgrín! segið gamansögur 904 1030 39.90 mínútan

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.